Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Spurningin Hvaða hlut langar þig mest til að eignast? Guðjón Smári Guðmundsson, vinnur á Múlaixmdi: Heimabíó. Inga Dóra Guðmimdsdóttir rit- ari: Mig langar mest í kærastann minn. Ragnar Bergsson, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg: Nýjan bíl. Sigrún Óskarsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Örbylgjuofn. Ragnar Jónsson, opinber starfs- maður: Tölvu. Jón Hafberg tollvörður: Nýjan og stóran sportbát. Lesendur Nýr varnarsamn- ingur 2001 Við aðild okkar að NATO verður ekki hróflað næstu áratugina, fullyrðir Skarphéðinn. - Þátttaka okkar íslendinga í formi verktöku er öllum til hags- bóta. Malbikunarframkvæmdir á Vellinum. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Árið 2001 rennur út samkomulag um vamarmál milli Bandaríkjanna og íslendinga. Þessi mál hafa verið til umfjöllunar vegna nýs stjóm- málaafls sem stofnað hefiu- verið hér. Það er vitað mál að hlutverki vamarliðsins hér á landi í núver- andi mynd er lokið. Bandaríkja- menn vilja breytingar og mikinn spamað í flotastöðinni á Keflavík- urflugvelli. Almenningur i Banda- ríkjunum svo og þarlendir þing- menn hafa haft uppi kröfur á þingi um spamað og lokanir í herstöðv- um erlendis. Herinn skapar mikla vinnu heima fyrir í hinum ýmsu smábæjum í nágrenni herstöðv- anna, líkt og hér á landi. Ég held að nýtt fyrirkomulag, líkt og gilti frá 1946-1951, samkvæmt Keflavíkursamningnum, verði besta lausnin fyrir íslendinga, og þá atvinnumál á Suðumesjum. ís- lenskt félag í eigu ríkisins eins og t.d. Ratsjárstofnun, sjái um rekstur og viðhald mannvirkja á Vellinum. Þar myndu skapast um 1200 störf til frambúðar. Um 200 manna lið sér- fræðinga frá hemum sæi svo um málefni hemaðarlegs eðlis (t.d. við- komandi flughernum). íslenskvun stjómvöldum ber sið- ferðileg skylda til að viðhalda nú- verandi eða svipuðu atvinnuá- standi á flugvellinum. Þar kemur til að margt fólk hefur sest að á Suðurnesjum og byggt mikið. En núverandi þróun, að fækka ís- lensku verkafólki jafnt og þétt, brotthvarf íslenskra aðalverktaka af Vellinum árið 2001 og fleira í þeim dúr, mim skaða hag þessa fólks. Bandarískir hermenn og hús- mæður, konur þeirra t.d., vinna nú ótal störf sem islensku verkafólki ber. Þetta ættu þeir þingmenn sem bjóða sig fram í Reykjaneskjör- dæmi aö hafa í huga og gefa skýr svör um áform i atvinnumálum á Keflavíkurflugvelli næsta áratug eða svo. Aðild okkar að NATO er svo homsteinn að utanríkisstefnu okkar, næst á eftir aðildinni að Sameinuðu þjóðunum og við henni verður ekki hróflað næstu ára- tugina. En skipan mála á Keflavík- urflugvelli þcirf að breyta og koma í varanlegan og viðunandi farveg. Meiri þátttaka okkar íslendinga i formi verktöku er til mikils spam- aðar fyrir Bandaríkin og þá mun röskun á atvinnumálum á Suður- nesjum ekki valda sársauka fyrir íslenskt verkafólk. Sameiginlegur óvinur - trillukarlinn Bæring Gunnarsson skrifar: Eftir að hafa lesið grein í DV þar sem vitnað er í Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ vaknar sú spuming hvort sálarástandi hans sé að hraka. - Hann virðist sjá ofsjónum yfir því að einstaka trillukarl virðist geta flakkað mifli kerfa og hagnast um tugi mifljóna króna. Hver býður upp á þessa vitleysu, em það triflusjómenn? Auðvitað ekki, það er æðsta stofnun þjóðar- innar, hið háa Alþingi. Það var stórt gat í nýsettum lögum sem nokkrir vom nógu fljótir að stökkva í. Ég veit ekki hvort þeir menn sem náðu ekki gatinu til að hagnast líkt og hinir, áður en tókst að stoppa í það, hafi orðið fyrir einhverri skerðingu líkt og Kristján talar um varðandi einyrkjana í útgerð. En triflukarlinn skal blæða fyrir mis- tök Alþingis. - Nær væri að Alþingi rétti hlut triUukarlsins (það var jú gat eftir þá ), yki hjá þeim þennan sameiginlega kvóta sem næmi kvóta þessara báta sem skiptu um kerfi. Kristján talar um að triUusjó- menn komi með ónýtan fisk að landi. Víst getur það gerst að fiskur skemmist um borð í triUum. Það em þó sárafá dæmi um þetta. Eink- um þegar ís er ófáanlegur. TriUusjó- menn kappkosta hins vegar að koma með aUan fisk að landi, og undantekningarlaust koma triUu- sjómenn með ferskari fisk að landi en togaramir. Krókaveiðar eiga að vera frjálsar. Það á að gera meira fyrir trillusjó- menn en hingað tU. - Annars er það skondnast í þessari umræðu að Sævar Gunnarsson, form. Sjó- mannasambandsins, og Kristján Ragnarsson hafa loks fundiö sér sameiginlegan óvin. TriUukarlinn. Hraðbankavöntun tilfinnanleg Hraðbanka vantar í dreifbýlið - og bankaafgreiðslu í miðborginni fyrir peningaskipti. Inga skrifar: Ég rak mig á það í dýrðlegu ferða- lagi um Strandir og Dali að í okkar plastkortasamfélagi gengur ekki að stinga debetkortinu upp í aUa sem greiðslu fyrir veitta þjónustu. Ég stóð því uppi á miðjum sunnudegi með óhreyfða innistæðu á kortinu en skotsiifurslaus og skiUdug. Næsti þéttbýlisstaður var Búðardalur. Símaskráin fuUyrti að Búnaðar- bankiim væri þar og fór ég þangað í von um hraðbanka á staðnum. Yfirmaður í Dalakjöri sagði því miður slíkt verkfæri ekki þar og fengist ekki, þrátt fyrir ítrekuð tU- mæli. Hann leysti því vanda minn og sendi ég honum kærar þakkir fyrir elskulegheit og hjálpsemi. Þar sem Dalamenn æfla nú að bæta Eiríki rauða við túrista-að- dráttaraflið, ættu forráðamenn Bún- aðarbankans að taka rögg á sig og setja hraöbanka í Dalakjör og hafa hann opinn, t.d. aUar helgar. Ég trúi ekki að ég sé eini aulinn sem fer á flakk treystandi á debetkort, og ekki víst að aUir verslunar- og sjoppustjórar séu eins hjálplegir og Dalakjörs-maður- inn. Þegar ég sagði frá hraðbanka- leysi í þéttbýlis- kjömum var mér sagt að Uta tU er- lendra túrista um helgi í Reykjavík. Hafi menn gleymt að skipta gjaldeyri sínum eða leysa út ferðaávísun fyrir kl. 16 á fóstudegi, gætu menn hlaupið upp og niður Lauga- veg og hringsólað aUan miðbæinn, án þess að finna nokkum stað sem skipti peningum. Þrautalendingin væri Hótel Borg í miðbænum, leigu- bUl eða önnur stórhótel sem björg- uðu málunum. - Ef svo er, þá fer menningarborgarstimpiUinn fyrir lítið. DV Árásarmenn verði frelsissviptir Ingi Guðmundsson hringdi: Það fer nú að verða álitamál hvort hægt sé að bjóða okkur höfuðborgar- búum að ganga án lögreglufylgdar um miðborgina að kvöld- og nætur- lagi. Eftir óhugnanlegar fréttir í tvígang með þriggja daga miUibUi um líkamsárásir í miðborginni þar sem fómarlömb eru skUin eftir í dauðadái verður að kreíjast þess að löggæsla sé stöðug í þessum borgar- hluta frá kvöldi tU morguns. Ég skU ekki hvemig réttarkerfið liður það að ofstopamenn þeir sem handteknir era og reynast sekir, eru ekki svipt- ir ffelsi tU lengri tíma. Álitamál virð- ist í hvert sinn hvort krefjast eigi gæsluvarðhalds. Ekkert annað en frelsissvipting er svar við þessum auknu líkamsárásum á borgarana. Skákmenn stóðust ekki dagpeningana HaUgrimur Hallgrúnsson hringdi: Nú er skáksveit íslendinga farin í austurveg þar sem þeim verður búin móttaka að mafiósasið. En staðreynd er að margar vestrænar þjóðir, t.d. Danir, treystu sér ekki tU að þiggja svo lágkúralegt boð sem forseti Kal- mykíu í Rússlandi sendi út í krafti þess að vera núverandi forseti Al- þjóða skáksambandsins. En íslenskir skákmenn stóðust ekki, fremur en aðrir fjölfarendur héöan á fundi og ráðstefhur erlendis, mátið þegar dag- peningar fyrir marga daga era í boði. Ég tel sem sé dagpeningagreiöslur vera aðalbeituna fyrir forina tU Kal- mykíu, ekki skákáhuga. Ég tek und- ir með leiðara DV í dag (29. sept.) - þetta eru menn lítiUa sanda og sæva. 7 Ráðherrar og menningarfulltrúar íslands: verið nú tUbúnir að taka veglega á móti skákliðinu er það kemur tU baka. Þið skrifuðuð upp á dagpeningagreiðslumar. Stjórnarkreppa í Þýskalandi Aðalsteinn hringdi: Það verður fróðlegt að fylgjast með stjómarmyndunarviðræðum sem senn fara fram í Þýskalandi. Sigur- vegarinn, jaftiaðarmenn, verða nú að glíma við það erfiöa verkefni að kljást við fúUtrúa Græningja. Sá orðrómur hefur verið á kreiki aö ut- anríkisráöherra Þýskalands muni koma úr hópi Græningja. Verði þaö niðurstaðan er Þýskaland ekki leng- ur orðið forysturíki í Evrópu, svo mUdu máli skiptir embætti utanrík- isráðherra Þýskalands fyrir framþró- un í álfúnni. Ég er þeirrar skoðunar að í Þýskalandi sé fram undan stjómarkreppa sem ekki er séð fyrir endann á. Skinnaiönaðurinn kastar út fólki Akureyringur hringdi: Maður hneykslast á að lesa um- mæli framkvæmdastjóra Skinnaiðn- aðar hf. sem hefur ákveðið að segja upp 30 starfsmönnum. Sérstaklega þegar tekið er fram að þeir hjá Skinnaiðnaði hf. þurfi að laga sig að erfiðleikum og breyta örlítið tU í vinnslunni, þannig að þeir nái að draga úr, án þess að lykilstörf séu í hættu. Þeir era náttúrlega ekki í „lykilstörfum" sem kasta á út á næst- unni úr vinnslu Skinnaiðnaðar hf. Ég sé ekki betur en að Akureyri detti aftur niður í svipað atvinnuleysi og hér var fyrir örfáum árum. Flutning- ur héðan er eina úrræði þeirra sem bætast við atvinnuleysishópinn héð- an af. Prófkjör hjá okkur jafnaöarmönnum Alli hringdi: Ég er einn þeirra sem ætla að kjósa hinn nýja flokk jafnaðar- manna. Ég tek ekki annað í mál en að hjá okkur jafúaðarmönnum veröi viðhaft prófkjör, a.m.k. í fjölmenn- ustu kjördæmunum hér sunnan- lands, í Reykjavík, á Reykjanesi og á Suðurlandi. Þetta verður líka affara- sæUa fyrir okkur öU en uppstilling á lista með iUvíg eftirköst miUi fram- bjóðenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.