Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 26
26 • ¦?¦¦¦ • tyikmyndir FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 Hesturinn, skaparans meistara- mynd,//er mátturinn steyptur í hold og blóð" orti Einar Benedikts- son eitt sinn í eftirminnilegu ljóði. Margar ágætar kvikmyndir hafa verið gerðar um þessa fallegu skepnu og þótt hugtakið hrossa- ópera sé venjulega fyrst og fremst notað um vestra mætti vissulega fella eftirtaldar myndir undir hug- takið líka: National Velvet (1944): **** Elizabeth Taylor leikur hér stúlk- una Velvet Brown sem ákveður að skrá hestinn sinn til keppni í virt- ustu kappreiðum Englendinga. Hún klippir hár sitt stutt og ríður sjálf til sigurs. Þessi mynd gerði Taylor að stórstjörnu, en hún hafði áður leik- ið á móti hundi í hinni sívinsælu Lassie Come Home (1943). Leik- stjóri: Clarence Brown. Önnur hlut- verk: Mickey Rooney, Anne Revere .og Angela Lansbury. My Brother Talks to Horses (1946): ** Þetta er langt í frá besta kvik- mynd hins ágæta leikstjóra Fred Zinnemann. í henni leikur barna- stjarnan Jackie „Butch" Jenkins, en hann lék einnig í Natiohal Velvet, strákorm sem dundar sér við það að tala við hross. Með önnur hlutverk fara Peter Lawford og Spring By- ington, sem eins og venjulega er í hlutverki móðurinnar. Black Stallion, 1979. Equus (1977): *** Hrossaóperur Þessi kvikmynd Sidney Lumet er byggð á þekktu leikriti Peters Shaf- fer. í henni leikur Richard Burton sálfræðing sem reynir að grafast fyrir um rætur þess að hestasveinn- inn Alan Strang (Peter Firth) hefur blindað sex hesta. Strang hefur hlot- ið strangt trúaruppeldi en fært guð- hræðsluna og sterk áhrif móður sinnar yfir á hrossin. I þessari mynd ræður Hollywood-freudism- inn ríkjum. Með önnur hlutverk fara: Colin Blakely, Joan Plowright og Jenny Agutter. The Black Stallion (1979): *** Líkt og í National Velvet segir hér frá ungum dreng sem eignast svartan stóðhest sem hann skráir til þátttöku í miklum veðreiðum. Kélly Reno leikur strákinn Alec og Mickey Rooney leikur þjálfarann. Svarti folinn er stórglæsileg skepna í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 24. tll 27. september. Tekjur i mllljónum dollara og heildartekjur - Robert DeNiro náði ekki að ógna Jackie Chan Rush Hour, nýjasta kvikmyndin meö hin- um smávaxna og flinka Jackie Chan, hélt efsta sætinu á listanum yfir vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum og hafa vinsældir hennar komið á óvart.í ööru sæti er sakamálamyndin Ronin meö Robert DeNiro, Stellan Skarsgard og Jean Reno í aðalhlutverkum. Leikstjóri hennar er hinn reyndi John Frankenheimer sem a aö baki nokkrar frábærar kvikmyndir þótt ekki hafi honum tekist vel upp á undanförnum arum. Þrátt fyrir að Robert DeNiro hafi oröiö að lúta í lægra haldi fyrir Jackie Chan get- ur hann verið ánægöur því þótt ótrúlegt sé hefur engin kvikmynd meö hon- um náð jafnmiklum peningum inn í fyrstu umferð. Best hjá honum aöurvar Cape Fear sem náði inn rúmum 10 milljónum dollara fyrstu vikuna á listan- um.-HK 1. (1) Rush Hour 2. (-) Ronln 3. (-) Urban Legend 4. (2) One True Thlng 5. (3) There's somethlng about Mary 6. (5) Slmon Blrch 7. (6) Savlng Prlvate Ryan 8. (6) Rounders 9. (9) Blade 10. (8) Ever after 11. (9) Armageddon 12. (-) Lethal Weapon 4 13.(11) The Parent Trap 14. (17) Everest 15. (-) Pecker 16. (12) Dr. Dolrttle 17. (12) How Stella Got Her Groove Back 18.(13) The Mask of Zorro 19. (10) Snake Eyes 20. (-) Mulan Tekjur 21.202 12.697 10.514 4.438 4.430 2.591 2.511 2.364 2.009 1.315 0.951 0.751 0.648 0.596 0.541 0.501 0.471 0.431 0.414 0.386 Heildartekjur 64.037 12.697 10.514 13.191 153.259 11.672 181.818 19.853 64.280 61.413 197.134 128.056 63.942 43.497 0.541 141.743 36.079 90.837 54.581 119.561 og stærsta aðdráttarafl myndarinn- ar. Leikstjóri: Carroll Ballard. Önn- ur hlutverk: Teri Garr, Hoyt Axton og Michael Higgins. Áframhaldi myndarinnar, The Black Stallion Returns (1983), var leikstýrt af Ro- bert Dalva. The Electric Horseman (1979): **i Nú þegar Hestahvíslarinn er í Sambíóunum er rétt að minna á aðra mynd þar sem Redford er í hlutverki hestamannsins. Hér leik- ur hann hinn drykkjusjúka ródeó- kúreka Sonny sem rænir verð- launahesti og þeysir á honum út í auðnina. Jane Fonda leikur frama- gjarna fréttakonu sem eltir hann í von um góða sögu. Leikstjóri: Sydn- ey Pollack. Önnur hlutverk: Valerie Perrine og Willie Nelson. The Man from SnowyRiver(1982): *** Þessi ástralski „vestri" vakti verðskuldaða athygli þegar hann var frumsýndur og ekki síst fyrir margar stórfenglegar senur með villtum stóðhestum. Tom Burlinson leikur ungan mann sem ræður sig á búgarð auðkýfings (Kirk Douglas) og verður ástfanginn af dóttur hans. Leikstjóri: George Miller. Önnur hlutverk: Sigrid Thornton og Jack Thompson. Sylvester (1985): ** Söguþráðurinn í þessari mynd er ekkert sérlega frumlegur. Melissa Gilbert (úr Húsinu á sléttunni) leik- ur unglingsstúlkuna Charlie sem reynir eftir fremsta megni að sjá um bræður sína og láta þá ósk ræt- ast að temja hesta. í hrossinu Sylv- ester sér hún möguleikann á mikl- um veðhlaupahesti. Leikstjóri: Tim Hunter. Önnur hlutverk: Richard Farnsworth og Michael Schoeffling. DarkHorse (1992): ** Líkt og í Hestahvíslaranum fjall- ar þessi mynd um unga fatlaða stúlku og hestinn hennar. Þegar unglingurinn Allison Mills (Ari Meyers) keyrir bíl í klessu í af- brýðiskasti er hún dæmd til þess að vinna á hestabúgarði fyrir fötluð börn. Mills slasast sjálf alvarlega eftir að hún reynir að bjarga hestin- um Jet úr bílslysi og myndin lýsir uppgjöf stúlkunnar og hrossins, sem ná reyndar bæði heilsu í lokin. Leikstjóri: David Hemmings. Önnur hlutverk: Ed Begley, Jr., Chad Smith og Mimi Rogers. Black Beauty (1994): **i Kvikmyndin er byggð á klassískri barnasögu Anna Sewell sem fyrst kom út árið 1877. Hér er sögð saga hestsins Fagra-Blakks frá því að hann er folald í haganum hjá mömmu sinni og allt þar til hann er orðinn gamalt hró, kominn að hóf- um fram. Eigendur hans fara misvel með hann, en í lokin rætist úr öllu. Þessi skemmtilega barnamynd er þriðja útgáfa sögunnar, en fyrri tvær myndirnar komu út 1946 og 1971. Leikstjóri: Caroline Thomp- son. Helstu hlutverk: Sean Bean, David Thewlis, Jim Carter og Peter Cook. -ge The Horse Whisperer, 1998 Sambíóin-The Horse Whisperen ••* Hrossalæknirinn The Horse Whisperer er gerð eftir samnefndri metsölubók Nicholas Evans. Þetta er þriggja tíma melódrama um menn og dýr i hrikalegri náttúrufeg- urð Klettafjalla. í upphafi myndarinnar missir Grace MacLean (Scarlett Johansson) annan fótinn í bílslysi en hesturinn hennar, Pílagrímur, slasast svo illa að hann hálfsturlast. Foreldrar Grace, Ahnie og Robert (Kristin Scott Thomas og Sam Neill), vilja kosta öllu til að dóttir þéirra taki gleði sína aftur. Þegar Annie fréttir af kúrekanum Tom Booker (Robert Redford), sem kemur líkamlega sem andlega bækluðum hest- um til heilsu, flytur hún hestinn og dóttur sína frá New York yfir þver Bandaríkin til Montana í von um að græðandinn" nái að lækna sár beggja. Ekki líður á löngu þar til hún er orðin ástfangin af hestahvísl- aranum en það er nafngiftin sem hrossalæknir mynd- arinnar gengur undir. Þetta er kvikmynd sem ætti að höfða til allra sem kunnu að meta Brýrnar í Madison- sýslu en vissulega reynir lengd hennar á þolrif þeirra sem ekki hafa smekk fyrir væmnum stórmyndum frá Hollywood. Bók Nicholas Evans hlaut misjafnar viðtökur og var annars vegar lofuð sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loftbóla. Myndin brúar að mínu mati bilið, og kannski má kalla hana fallega loftbólu. Þannig eru allar persón- urnar fiatar en leikararnir gera þeim eftirminnileg skil; sagan er röð af klisjum, en vel er farið með þær í öguðu handriti Erics Roth; Klettafjöllin minna á glæsilegt póstkort og verða aldrei neitt meira í glansmyndatöku Ric- hardssons. Öll umgjörð myndarinn- ar gefur til kynna aö hér sé stór- mynd á ferðinni og ekki er loku fyrir það skotið að hún verði útnefnd til einhverra óskarsverðlauna. En það eina sem skilur hana frá meðahnynd er góður leikur Redfords, Scott Thomas og Johansson. Unn- endur ástarsagna ættu að skella sér á myndina. Hin- ir ættu að halda sig heima. KVIKMY, Leikstjóri: Robert Redford. Handrit: Eric Roth. Aðalhlutverk: Robert Redford, Kristin Scott Thomas, Sam Neiil, Scar- lett Johansson, Dianne Wiest og Chris Cooper. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.