Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Afmæli Hafsteinn Guðmundsson Hafsteinn Guðmundsson, fyrrv. sundhallarstjóri og fyrrv. einvaldur 'andsliðsins í knattspyrnu, Suður- ',ötu 8, Keflavík, er sjötíu og fimm ira í dag. Starfsferill Hafsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann frá 1943 og lauk þaðan prófum 1945, stundaði nám við íþróttakennaraskóla ís- lands og lauk þaðan prófum 1947 og stundaði framhaldsnám við íþrótta- háskólann í Köln í Þýskalandi 1951. Hafsteinn var íþróttakennari við skólana í Keflavík, Garði og Sand- gerði 1947-53, var sundhallarstjóri við Sundhöll Keflavíkur 1954-93 og var síðan í hlutastarfi þar í tvö ár. Hafsteinn var formaður ÍBK frá stofnun 1956-76, sat í stjórn KSÍ 1968-72, var einvaldur landsliðsins í knattspyrnu 1969-73, átti sæti í stjórn HSÍ og Knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík, var formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur 1948-50, for- maður Ungmennafélags Keflavíkur 1978-82, for- maður Knattspyrnuráðs Keflavíkur 1979-60, átti sæti í íþróttadómstól KSÍ í nokkur ár og í íþrótta- dómstól HSÍ. Hafsteinn lék knatt- spyrnu með meistara- flokki Vals 1942-54 og með ÍBK 1956-60, var ís- landsmeistari með Val 1944 og 1945 og lék fjóra landsleiki á árunum 1946-51. Hann lék handbolta með meist- araflokki Vals 1942-54 og varð ís- landsmeistari í handbolta innan- húss með Val 1944,1947,1948 og 1951 og utanhúss 1951. Þá lék Hafsteinn þrjá landsleiki í handbolta á þessum árum. Hafsteinn var sæmdur heiðurs- krossi ÍSÍ, var sæmdur æðsta heið- Hafsteinn Guðmundsson. ursmerki KSÍ og er heið- ursfélagi Ungmennafé- lags Kefiavíkur. Fjölskylda Hafsteinn kvæntist 2.8. 1952 Jóhönnu Guðjóns- dóttur, f. 25.8. 1932, fyrrv. verslunarmanni og hús- móður. Hún er dóttir Guðjóns Klemenssonar, f. 6.10. 1898, d. 14.11. 1979, skipsmiðs í Keflavík, og Sigrúnar Kristjánsdóttur, f. 17.6. 1912, d. 9.3. 1993, húsmóður. Börn Hafsteins og Jóhönnu eru Hafdís, f. 6.2. 1953, leikskólastjóri í Kópavogi, og eru börn hennar Ragn- heiður, f. 19.3. 1979, og Brynjar, f. 10.7. 1982; Haukur, f. 14.9. 1954, lög- fræðingur í Reykjavik, en kona hans er Þóra Ólafsdóttir og eru dæt- ur þeirra Sigrún, f. 22.7. 1977, Vig- dís, f. 27.1.1981, og Jóhanna, f. 30.10. 1987;Svala, f. 12.6. 1956, fóstra í Kópavogi, en maður hennar er Magnús B. Magnússon og eru börn þeirra Hafsteinn, f. 24.11. 1987, og Sólveig, f. 26.5. 1993; Brynja, f. 6.12. 1960, tækniteiknari í Keflavik, en maður hennar er Skúli Jónsson og eru synir þeirra Arnar Guðjón, f. 7.5. 1991, Andri Þór, f. 8.9. 1993, og Birkir Örn, f. 6.11. 1996; Sigrún, f. 26.7. 1967, kennari í Hafnarfirði, en maður hennar er Björn Pétursson og er sonur þeirra Ingvar Þór, f. 15.3. 1995. Systkini Hafsteins eru Ásta, f. 8.12. 1921, húsmóðir í Reykjavik; Ólafur, f. 21.1.1927, verkfræðingur í Reykjavík; Guðný, f. 23.11.1924, hús- móðir í Bandarikjunum. Foreldrar Hafsteins voru Guð- mundur Sigmundsson, f. 26.9. 1896, d. 20.10.1975, sjómaður í Reykjavik, og k.h., Vigdís Ólafsdóttir, f. 16.9. 1899, d. 29.1. 1978, húsmóðir. Hafsteinn er í útlöndum á afmælisdaginn. Margrét Árnadóttir Margrét Arnadóttir, Fannborg 8, Kópavogi, er sjötug í dag. Starfsferill Margrét fæddist að Há- nefsstöðum við Seyðis- fjörð, ólst upp að Háeyri og á Seyðisfirði. Hún stund- aði nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum og við Hús- mæðraskólann Ósk á ísa- fírði. Margrét hefur unnið Mar9ret ýmis störf um ævina en lengst af og um árabil hefur hún hannað ullarvörur. Þá hefur hún skipulagt og haft umsjón með félags- málum og tómstundaiðju sl. tólf ár, fyrst í Múlabæ og í Hlíðarbæ en síð- ustu níu árin að Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Arnadóttir. Margrét starfaði í íþrótta- félaginu Hugin á unglings- árum, stundaði sund, var fyrsti formaður Golfklúbbs ísafjarðar 1978 og hefur starfað í Soroptomista- klúbbi Kópavogs. Fjölskylda Margrét giftist 23.6. 1951 Guðjóni Valgeirssyni, f. 13.5. 1929, d. 7.3. 1992, hdl. og deildarstjóra. Hann var sonur Valgeirs Guðjóns- sonar, f. 25.7. 1905, d. 15.7. 1979, múrarameistara í Reykjavík, og Sigríðar Arinbjargar Sveinsdóttur, f. 20.7. 1903, d. 21.6. 1967, húsmóður. Margrét og Guðjón skildu. Börn Margrétar og Guðjóns eru Valgeir, f. 23.1. 1952, tónlistarmaður í Reykjavík, kvæntur Ástu K. Ragnars- dóttur, forstöðumanni námsráðgjafar HÍ, og eru börn þeirra Árni Tómas, f. 9.5.1977, Arnar Tómas, f. 10.5.1989, og Vigdís Vala, f. 9.3.1993; Guðrún Arna, f. 13.6. 1957, hjúkrunarfræðingur hjá Thorarensen-Lyf ehf, gift Pétri H. Bjarnasyni framkvæmdastjóra og eru böm þeirra Bjarni Þór, f. 19.7.1979, og Edda Björk, f. 1.5. 1984; Sigríður Anna, f. 2.2. 1959, kennari við Flata- skóla í Garðabæ, gift Ragnari B. Mar- teinssyni þjónustustjóra og eru börn þeirra Margrét, f. 10.6.1983, Ragnheið- ur, f. 24.10. 1984, og Guðjón, f. 19.5. 1992. Bræður Margrétar: Vilhjálmur, f. 15.9.1917, hrl; Þorvarður, f. 17.11.1920, d. 1.7. 1992, forstjóri; Tómas, f. 21.7. 1923, fyrrv. ráðherra og seðlabanka- stjóri. Foreldrar Margrétar voru Árni Vil- hjálmsson, f. 9.4. 1893, d. 11.1.1973, út- vegsbóndi á Hánefsstöðum, og k.h., Guðrún Þorvarðardóttir, f. 7.1.1892, d. 26.10.1957, húsfreyja. Ætt Árni var bróðir Sigriðar, móður Vilhjálms Einarssonar skólameistara. Árni var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Hánefsstöðum Árnasonar, b. á Hofi, Vilhjálmssonar. Móðir Árna á Hánefsstöðum var Björg, systir Stefaníu, móður Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráð- herra. Björg var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum, Stefánssonar, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Guðrún var dóttir Þorvarðar, í Keflavík, Þorvarðarsonar beykis Helgasonar. Móðir Þorvarðar beykis var Guðrún, systir Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Sigurlín Kristmundsdóttir Sigurlín Kristmundsdóttir frá Eskifirði, húsmóðir og verkakona, nú til heimilis að Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurlín fæddist að Ási við Hjalt- eyri í Eyjafirði og ólst þar upp og á Eskifirði. Hún hefur stundað ýmis verkamannastöf, einkum fisk- vinnslu, auk húsmóðurstarfa. Sigurlín starfaði lengi í Verka- mannafélaginu Árvakri á Eskifirði þar sem hún var trunaðarmaður og sat í varastjórn um árabil. Þá sinnti hún umönnun aldraðra í Skjaldar- vík við Akureyri í fjölda ára en þar var hún sjálf vistkona á árunum 1991-98. Fjölskylda Eiginmaður Sigurlínar var Ólaf- ur Bjarnason frá Neskaupstað, f. 2.6. 1909, d. 2.9. 1947. Hann var sonur Bjarna Hávarðssonar og Rannveig- ar Ólafsdóttur í Neskaupstað. Sigur- lín og Ólafur slitu samvistum 1944. Börn Sigurlínar og Ólafs eru Kristín Hjálmveig, f. 21.12. 1938, d. 14.11. 1944; Hjálmar, f. 1.2. 1941, húsasmiður í Neskaupstað, kvænt- ur Birnu Bjarnadóttur og eru börn þeirra Bjarni Ólafur, Hjörvar og Hrönn. Dóttir Sigurlínar og Friðriks Árnasonar, hreppstjóra á Eskifirði, er Vilborg Guðrún Frið- riksdóttir, f. 4.10. 1946, húsmóðir á Dalvík, gift Jóni Hreinssyni, bif- reiðarstjóra og verktaka á Dalvík, en fyrri maður hennar er Stefán Guð- mundsson stýrimaður og eru börn þeirra Krist- mundur Sævar, Hanna Kristín, Sigurlín Guðrún og Stefán Friðrik. Sigurlín átti þrjá hálfbræður sem nú eru látnir. Þeir voru Jðn Sig- tryggsson, f. 1902, kvæntur Sigur- Sigurlín Kristmundsdóttir. björgu Jóhannsdóttur; Ragnar Sigtryggsson, f. 1904, kvæntur Guðrúnu Hallgrímsdóttur; Hregg- viður Sveinsson, f. 1908, kvæntur Jóhönnu Jó- hannsdóttur. Foreldrar Sigurlínar voru Kristmundur Jóhannsson, f. í Víkurkoti i Akra- hreppi 2.6. 1877, d. 3.8. 1964, verkamaður á Hjalt- eyri og Eskifirði, og Krist- ín Hallgrímsdóttir, f. á Stóru-Hámundarstöðum í 9.7. 1876, d. 31.3. 1956, Eyjafirði verkakona og húsmóðir. Tll hamingju með afmælið 1. október 85 ára________________ Jóhanna Sigurðardóttir, Klettaborg 2, Akureyri. Jórunn Þorkelsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Þorsteinn Gíslason, Miðleiti 7, Reykjavík. 80 ára Karl Valdimarsson, Brekkustíg 16, Reykjavík. 75 ára________________ Bjarni Jóhannesson, Brekkug. 12, Hvammstanga. Sigríður Ingimarsdóttir, Dalbraut 25, Reykjavík. Hún verður að heiman. Þorbjörn Jónsson, írabakka 6, Reykjavík. 70ára Ásta Sigríður Guðjónsdót tir, Klettahlíð 16, Hveragerði. 60ára Anna M. Valdimarsdóttir, Hraunbraut 8, Kópavogi. Haruia Ósk Jónsdóttir, Starhólma 4, Kópavogi. Skarphéðinn Njálsson, Sólvallagötu 9, Keflavík. 50 ára Aðalgeir Karlsson, Múla 2, Húsavík. Jeronimo Jóhann Luchoro, Hjaltabakka 24, Reykjavík. Kristrún Gunnarsdóttir, Giljalandi 18, Reykjavík. Magnús Guðmundsson, Hlíðarhjalla 10, Kópavogi. Víðir Jóhannsson, Fagurhólstún 8, Grundarfirði. 40 ára Barbara Irena Koziol, Karmelitaklaustrinu, Hafnarfirði. Bergljót Þorsteinsdóttir, Halldórsstöðum II, Fosshóli. Einar Bjarni Bjamason, Klapparbergi 15, Reykjavóc. Erlingur E. Erlingsson, Kjarrhólma 4, Kópavogi. Guðmundur Brynjólfsson, Bjargi, Seltjarnarnesi. Jóhann Pál 1 Helgason, Brennu II, Eyrarbakka. Jón Þorsteinsson, Lækjarhúsi, Höfn. Kjartan Guðmundsson, Laugarnesvegi 102, Reykjavík. Óskar Thorberg Traustason, Fellsmula 15, Reykjavík. Sigmundur Heiðar Árnason, Presthúsabraut 28, Akranesi. Þorkell Helgason, Miðvangi 41, Hafnarfirði. SteinnM. Guðmundsson Steinn Márus Guðmundsson raf- veituvirki, Ölduslóð 5, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Steinn fæddist á Hofsósi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Rafiðnaðarskóla íslands og lauk þaðan prófum sem rafveituvirki. Steinn varð línumaður hjá RARTK er hann var sextán ára, var flokksstjóri þar 1979-84, stundaði sjómennsku 1984-86, vann ýmis störf fyrir Hofsóshrepp sumarið 1986, vann við malarnám vegna Kröfluvirkjunar 1986-91, hóf þá störf hjá Landsvirkjun og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Steinn kvæntist 13.5. 1978 Guð- rúnu Jónu Gunnarsdóttur, f. 5.3. 1955, matráðskonu hjá Landsvirkj- un. Hún er dóttir Gunnars Bald- vinssonar, fyrrv. vöurbílstjóra, og Margrétar Þorgrímsdóttur, ganga- varðar við Austurbæjarskólann. Börn Steins og Guðrúnar Jónu eru Gunnar Freyr Steinsson, f. 19.6. 1975, nemi en kona hans er Hóhn- fríður Steinþórsdóttir; Guðmundur Vignir Steinsson, f. 2.8.1979, verka- maður í Hafnarfirði, en kona hans er Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir og sonur þeirra er Þröstur Bjarni; Bergný Heiða Steinsdóttir, f. 1.2. 1986, nemi. Systkini Steins eru Sigmundur Guðmundsson, f. 12.7. 1945, banka- starfsmaður á Akureyri, kvæntur Amalíu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni; Steinunn Anna Guð- mundsdóttir, f. 21.9. 1946, búsett á Blönduósi, gift Ragnari Tómassyni og eiga þau þrjú börn; Jón Guð- mundsson, f. 26.3. 1952, trésmiður í Grindavík, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur og eiga þau saman tvö börn og hann á einn son frá fyrra sambandi; Björgvin Margeir Guð- mundsson, f. 12.4. 1954, rafvirki á Sauðárkróki, kvæntur Margréti Pét- ursdóttur og eiga þau fjögur börn; Guðmundur Örn Guðmundsson, f. 17.8. 1955, framleiðslustjóri á Sauð- árkróki, kvæntur Ernu Baldursdótt- ur og eiga þau saman eina dóttur auk þess sem hann á dóttur frá fyrra sambandi og hún einn son frá fyrra sambandi; Hólmfríður Dröfn Guðmundsdóttir, f. 29.5.1960, búsett á Sauðárkróki, gift Friðriki Jóns- syni og eiga þau tvö börn. Foreldrar Steins: Guðmundur Vilhelm Steinsson, f. 24.12. 1921, d. 25.6. 1993, múrari og Stefanía Jóns- dóttir, f. 12.3. 1925, húsmóðir. Þau bjuggu á Hofsósi til 1979 og síðan á Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.