Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 Eva G. málaöi þetta málverk, sem unniö er með olíu á striga, á þessu ári. Paö heitir „Hvar er ég?" Málverk Evu G. í Gall- erí Horninu Á laugardaginn kl. 16 opnar Eva G. Sigurðardóttir málverka- sýningu í Gallerí Horninu, Hafh- arstræti 15. Sýningin stendur til 21. október. Verkin, sem eru unnin á þessu ári og í fyrra, eru unnin meö olíu og blandaðri tækni á striga og krossvið. Viðfangsefni verkanna eru til- veran og margræðni hugmynda. Sýningar Eva stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árin 1985-1989 og í École des Beaux arts de Lyon í Frakklandi 1990-1991. Hún hefur haldið sýn- ingar hér á landi og í útlöndum og er sýningin í Gallerí Horninu hennar sjötta einkasýning. Eva hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér á íslandi og í útlöndum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 en þá er gengið inn um aðaldyr gall- erísins. Á öðrum tímum er innan- gengt um veitingahúsið Hornið. Meistaraefni áhljóm- sveitarpalli SÍ í kvöld kl. 20 hefjast í Háskólabíói tónleikar með Sinfóníuhljómsveit íslands og er um að ræða fyrstu áskriftartónleika vetrarins. Hljómsveitarstjóri er Mikko Franck og einleikari er Love Derwinger. Á efh- isskránni er forleikur úr Maskerade eftir Carl Niel- sen, Eldtákn, píanókonsert nr. 2, eftir Atla Heimi Sveinsson og Sinfónía nr. 1 eftir Johannes Brahms. Htjómsveitarsrjórinn, Mikko Franck, er ungur að árum. Fyrir nokkrum árum var hann orðinn þekktur á fjölum finnsku þjóðaróperunnar þar sem hann söng í barnakórum auk þess sem hann söng einleikshlut- verk af og til. Árið 1992 steig hann á svið sænska leik- hússins í Helsinki í hlutverki Sibeliusar. Hann var 12 ára. Fáir vissu að hann var þá ákveðinn í að gerast hljómsveitarstjóri. Líf hans hefur snúist um tónlist frá því hann hóf fiðlunám fimm ára gamall. Fiðlu- námið hefur hann stundað í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og ísrael. Tónleikar Árið 1995 hóf Mikko nám í hljómsveitarstjórn hjá hinum fræga Jorma Panula. Eftir meistaranum er haft að annað eins hljómsveitarstjóraefhi hafi hann ekki fyrr komist í kynni við. Þó hafa margir þekktir hljóm- sveitarstjórar verið nemendur hans. Mikko Franck er einn eftirsóttasti ungi hljómsveitarstjóri heims. Bókmennta- kvöld á Súfistanum í kvöld kl. 20.30 verður bókakynn- ingum Máls og menningar og For- lagsins í Reykjavík haustið 1998 hleypt af stokkunum á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar, Laugavegi 18. Lesið verður úr fjór- um vönduðum þýðingum sem ýmist eru komnar út eða eru væntanlegar seinna í haust. Þetta eru skáldsög- urnar Lesarinn eftir Bernhard Schlink í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar, Inferno eftir August Strindberg í þýðingu Þórarins Eld- járns, Hundarnir í Þessalóníku eftir Kjeld Askildsen í þýðingu Einars Kárasonar og Líffærameistarinn eft- ir Federico Andahazi í þýðingu Kol- brúnar Sveinsdóttur. Tækifærið verður notað til að kynna heimsbók- menntaklúbb Máls og menningar. Ljóð Sigmundar Ernis í dag kl. 17 hefst í Gerðarsafhi upplestur á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Sigmundur Ernir Rún- arsson, fréttamaður og ljóðskáld, les úr nýrri ljóðabók sinni, Sjaldgæft fólk, sem er níunda bók hans. Samkomur Félag kennara á eftirlaunum Vetrarstarfið er hafið í Kennara- húsinu við Laufásveg. í dag kl. 14 mætir bókmenntaklúbbur og verður rætt um skáldið Hannes Hafstein. Kl. 16 hefst svo kóræfing. Námskeið hjá RKÍ Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyr- ir tvehnur námskeiðum í almennri skyndihjálp á næstunni. Fyrra námskeiðið hefst í kvöld kl. 19, auk þess sem kennt verður 5. óg 6. októ- ber. Helgarnámskeið hefst á morg- un og verður námskeiðinu lokið um helgina. Kennt verður í Fákafeni 11, 2. hæð. Mikko Franck stjórnar Sinfóniuhljómsveit íslands f kvöld. ) 1° _2° __' > J 4° ¦f. ' 3° r~ -5° f 1 4 / J >¦¦' s*~s Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Veðrið í dag Þykknar upp vestanlands Yfir Islandi er hæðarhryggur sem þokast austur. Skammt austur af landinu er grunnt lægðardrag sem þokast einnig til austurs. Skammt vestur af Hvarfi er 1000 mb lægð sem hreyfist austur. í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Þegar líður á daginn þykknar smám saman upp vestan- lands en léttir til austanlands. Hiti víða um frostmark norðanlands í fyrstu, en annars yfirleitt á bilinu 4 til 8 stig í dag, mildast suðaustan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt og skúrir, en hæg suðvestlæg átt í dag. Hiti 3 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.58 Sólarupprás á morgun: 07.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.57 Árdegisflóð á morgun: 03.26 Þjóðvegir greiðfærir Greiðfært er um flesta þjóðvegi landsins. Á ein- staka stöðum er verið að virma að lagfæringu vega þó í minna mæli sé en í sumar. Á Suðurlandi er verið að lagfæra á leiðinni Hvolsvöllur-Vik og steinkast er á leiðinni Jökulsá-Höfh. Á Austfjörð- ______Færð á vegum______ um er vegavinna í Oddsskarði og leiðinni Reyðar- fjörður-Eskifjörður. Þá er verið að lagfæra veginn um Óshlíð á Vestfjörðum. Hálkublettir hafa mynd- ast á leiðum sem liggja hátt og ætru bílstjórar að vera viðbúnir því. Ástand vega )\iy^ } \^=ffi$k. Str^^FÍ )f_ ^® \ ®hL^ ÍÍS2bt ©r- ^- Skafrenningur mZMr K:t Steinkast , ^*s-~Z^ O Hálka H Vegavinna-aogát B Öxulþungatakmarkanír C^ófært IH Þungfært (£} f "ært fjallabílum Eignaðist systur og bróður Kristey Briet eignaðist systur og bróöur á fæðing- ardeild Landspítalans 10. maL Litlu tvíburarnir Börn dagsins hafa fengið nöfnin Irene Birta og Haraldur. Við fæðingu voru þeir 48 sm og 2.600 og 2.635 g. Foreldr- ar barnanna eru Sólveig Ósk Hallgrimsdóttir og Gísli Þór Guömundsson. léttskýjaö -2 3 heiöskírt -3 skýjaö 3 2 léttskýjaö 2 Keflavikurflugvöllur skýjaó 5 Raufarhöfn alskýjaö 1 Reykjavík rigning 3 Stórhöfði skýjað 3 Bergen skýjað 7 Kaupmannahófh skýjað 9 Ósló léttskýjað 3 Algarve skýjað 15 Amsterdam þokumóóa 13 Barcelona léttskýjaö 13 Dublin alskýjað 13 Halifax Frankfurt rign. á síð. kls. 13 Hamborg alskýjað 9 JanMayen skafrenningur 0 London skúr á síð. kls. 13 Luxemborg þokumóða 10 Mallorca léttskýjaö 19 Montreal skýjaö 15 New York þrumuveður 21 Nuuk rigning 4 Orlando léttskýjað 25 París hálfskýjað 10 Róm þokumóöa 21 Vín þokumóða 12 Washington heiðskírt 19 Winnipeg léttskýjaó 2 Pau dansa blóoheitan dans - Ant- onio Banderas sem Alejandro Murieta eöa Zorro og Catherine Zeta-Jones sem Elena. The Mask of Zorro Fyrsta hasarblaðaútgáfan um grímuklæddu hetjuna Zorro kom út árið 1919. Fyrsta kvikmyndin um hetjuna var sýnd ári síðar og var hún framleidd í draumaverk- smiðjunni Hoilywood. Þetta var „þögla" kvikmyndin The Mark of Zorro. Tveimur áratugum síðar klæddist Tyrone Power svörtu fót- unum og setti á sig grimuna. Á eftir fylgdu þáttaraðir sem sér- staklega voru ætlaðar kvikmyndahúsum '///////// Kvikmyndir og svona hélt boltinn áfram að rúlla. Nýjasta myndin um hetjuna með grímuna heitir The Mask of Zorro eða Gríma Zorros og er hún sýnd í Srjörnubíói, Laugarásbíói og Bíóhöllinni. Spánverjinn Ant- onio Banderas er þar í aðalhlut- verki auk Anthony Hopkins og Catherine Zeta-Jones. Leikstjóri er Martin Campbell. í myndinni er að finna ævin- týri, rómantík, hasar, spennu og grin. Áhættuatriðin ku vera ótrú- lega vel útfærð og framsett. Nýjar myndir: Háskólabíó: Dansinn Saga-bió: Hope Floats Kringlubíó: Saving Private Ryan Bíóborgin: The Horse Whisperer Regnbogimi: Phantoms :^A Krossgátan Lárétt: 1 ókyrrð, 6 gelti, 8 meiða, 9 tíndi, 10 orðrómur, 12 kveinstafir, 13 veiði, 15 veður, 17 til, 18 kostur, 19 vitlausa, 20 hangsaðir. Lóðrétt: 1 kliður, 2 slóttugur, 3 ímyndun, 4 garði, 5 rödd, 6 vældi, 7 mynni, 10 dagsetur, 11 skjögrar, 14 fjöivís, 16 fæða, 18 drap. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 stofn, 6 gá, 8 tik, 9 ánar, 10 ómagana, 12 lamaðir, 15 snar, 17 fró, 18 enn, 19 jörð, 21 rá, 22 sár, 23 óa. Lóðrétt: 1 stóls, 2 tímann, 3 oka, 4 fága, 5 nn, 6 ganir, 7 ára, 11 aðfór, 13 mans, 14 róða, 16 rjá, 18 er, 20 ró. Gengið Almennt gengi LÍ 01 . 10.1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,890 69,250 69,600 Pund 117,250 117,850 118,220 Kan. dollar 45,050 45,330 46,080 Dönsk kr. 10,9190 10,9770 10,8700 Norsk kr 9,2990 9,3510 9,3370 Sænsk kr. 8,7700 8,8180 8,8030 Fi. mark 13,6290 13,7090 13,5750 Fra. franki 12,3770 12,4470 12,3240 Belg. franki 2,0106 2,0226 2,0032 Sviss. franki 50,1900 50,4700 49,9600 Holl. gyllini 36,7900 37,0100 36,6500 Þýskt mark 41,5100 41,7300 41,3100 It. líra 0,041950 0,04221 0,041820 Aust. sch. 5,8980 5,9340 5,8760 Port escudo 0,4048 0,4074 0,4034 Spá. peseti 0,4882 0,4912 0,4866 Jap.yen 0,507600 0,51060 0,511200 Irskt pund 103,660 104,300 103,460 SDR 94,760000 95,33000 95,290000 ECU 81,5900 82,0800 81,3200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.