Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Fréttir___________________________________ Sverrir Hermannsson hvergi banginn á hjartadeild Borgarspitalans: Ég er stálhraustur - segir Sverrir sem ekki hefur legið á spítala síðan hann nefbrotnaði í áflogum Sverrir Hermannsson er hvergi banginn og segist hvergi munu slá af í her- ferð sinni gegn kvótakerfinu. DV-mynd GVA „Ég hef farið í þrekpróf á lokadag- inn undanfarin 16 ár. Þegar ég svo mætti til skoðunar í ár vildi læknir minn að ég færi í nánari skoðun og siðan aðgerð öryggisins vegna. Þetta er smáarða sem þarf að mér skilst að blása úr. En ég er stál- hraustur og stefni að því að losna héðan fyrir helgi,“ sagði Sverrir Hermannsson, leiðtogi hins svokall- aða Frjálslynda flokks, þegar DV ræddi við hann á hjartadeild Borg- arspítalans í gær. Sverrir er nú meðal þeirra fjölmörgu sem bíða að- gerðar innan og utan spítala. Hann var lagður inn í vikunni og fór í hjartaþræðingu sem leiddi í ljós að fýrirstaða var í einni æð. í fram- haldi þess er til athugunar að hann fari í blástursaðgerð þar sem æðin yrði hreinsuð út. Sverrir var hinn brattasti og sagði krankleika sinn vera smotteri. „Tveir bræður mínir dóu vegna hjartasjúkdóms og þess vegna vill læknir minn fylgjast grannt með heilsufari minu. Það var síðan nið- urstaðan að fara í þetta mál. Þetta er bara smotterí sem þarf að laga og þá verð ég klár í slaginn og get ver- ið áhyggjulaus um heilsufarið," seg- ir Sverrir. Hann segist vera sjaldséður gest- ur á spítölum og rifjar upp þegar hann lá inni fyrir nokkrum áratug- um. „Ég hef ekki legið oft á spítala. Ég held að það hafi veriö 1971 þegar ég lá síðast inni. Ég hafði nefbrotn- að í einhverjum áflogum og brotið greri vitlaust saman. Ég var lagður inn til að brjóta þetta upp. Þá var troðiö upp í nefið á mér óralangri grisju. Það var frekar óþægflegt svo ég tali nú ekki um þegar grisjan fór ofan í háls á mér þar sem hún lafði þar til ég fékk úrbót,“ segir hann. Sá dauðvona hló Hann segir hafa komið upp skemmtilegt tflvik þar sem hann lá inni á stofu með 7 manns eftir að- gerðina. „Við hlið mér lá maður sem skor- inn hafði verið cdveg gífurlegum holskurði. Hann mátti ekkert éta og af einhverjum ástæðum setti kerfið mig undir sömu kategoríu og hann. Ég fékk því ekkert aö éta þrátt fyrir að ég væri þama vegna nefsins. Daginn eftir fékk hann hafraseyði og ég líka. Þetta var svona eins og kálfskol og ég ákvað að þegja við þessu. Svo var það einn daginn að hann fékk hafraseyðið en ég ekkert. Ég spurði stúlkuna hvort ég ætti ekki einu sinni að fá kálfskolið mitt. Hún bað mig að bíða augnablik og kom síðan aftur með blað. „Þú ert búinn að fá það. Það er krossað við þig hér.“ Þá hlógu allir á stofunni og líka sá sem var dauðvona," sagði Sverrir og skemmti sér greinilega vel við minningar frá spítalavist- inni á áttunda áratugnum. Hann sagði það hafa orðið honum til bjargar að tengdafaðir hans lá einnig á spítalanum og hann fékk sent rúgbrauð með kæfu að heiman. „Ég laumaði mér til hans og hélt þannig lífi og holdum,“ segir Sverr- ir. Hann segist ekki hafa undan neinu að kvarta við núverandi sjúkrahúsvist. „Hér er maður borinn á höndum og stjanað við mann eins og góða dátann Sveik á geðsjúkrahúsinu. Þetta er þjónusta eins og best gerist og ekki yfir neinu að kvarta," segir hann. Hann segist verða var við það hjá starfsfólki spítalans að það fái ekki þau tæki sem nauðsynleg séu. Þannig sé verið að lofa sömu tækj- unum ár eftir ár án þess að neitt gerist. Ástandið í heilbrigðismálun- um sé afleitt og stjórnvöldum til skammar. „Heilbrigðismálin okkar eru skammarmál og þetta er auðvitað einn þáttur frjálshyggjunnar að draga úr velferðarkerfinu," segir Sverrir Hermannsson. Hann segir að fundaherferð hans og Samtaka um þjóðareign muni væntanlega halda áfram svo sem ekkert hafi í skorist. Áformað sé að fara um Austfirði næst. -rt Viðamikil heilbrigðiskönnun send til þjóðskrárúrtaks: Tekur til margra þátta heilsu fólks - segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði „Við höfum sent út spurninga- lista til þjóðskrárúrtaks íslendinga á aldrinum 18 tfl 75 ára. Listinn er að berast tfl fólks í pósti þessa dag- ana. Þetta er heildstæð heil- brigðiskönnun sem tekur á mörg- um þáttum líkamlegrar og and- legrar heilsu og skoðar útbreiðslu ýmissa heflsuþátta í ólíkum hóp- um. Þessi könnun skoðar líka tengsl þessara heflsuþátta við að- stæður og lifnaðarhætti íslend- inga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði viö Háskóla íslands. Rúnar vinnur að þessu marg- þætta og stóra heilbrigðisverkefni ásamt þeim Jóhanni Ágústi Sig- urðssyni, prófessor í heimilis- lækningum við HÍ, Tryggva Þór Herbertssyni lektor og Ólafi Ólafs- syni landlækni. Þetta er fyrsta heilbrigðiskönnun sem gerð er hér á landi sem tekur til svo marga heilbrigðisþátta. „Við ætlum að tengja aðstæður fólks, t.d. í vinnu heima fyrir, og fjárhagsmál fólks við heilsuþátt- mn. Við þekkjum þegar fjölmörg dæmi um hvemig erfiðar aðstæð- ur á heimili, í vinnu eða erfiðar fjárhagsaðstæður geta tengst lak- ari heflsu, bæði andlegri og líkam- legri. Við viljum einnig athuga hvemig lifnaðarhættir fólks tengj- ast heflsu, þ.e. annars vegar holl- ustuhegðun, t.d. líkamsrækt og góðu mataræði, og hins vegar áhættuhegðun, t.d. stórdrykkju og reykingum. Síðan erum við líka með ítarlegan kafla um þjónustu- notkun íslendinga í heilbrigðis- málum. Þar erum við aðallega að skoða notkun á heflbrigðisþjónust- unni, hversu mikfl hún er í ein- stökum hópum og hvort hún er í góðu samræmi við raunverulega eða sannarlega þörf fyrir þjónust- una. Það sem virkflega rekur okkur áfram er sú staðreynd að íslend- ingar hafa staðiö höllum fæti varð- andi heilbrigðisupplýsingar miðað við nágrannalöndin. Heil- brigðiskannanir skapa mjög mikil- vægan upplýsingagrundvöll undir stefnumörkun í heilbrigðismálum margra ríkja. Nú ætlum við að reyna að bæta úr þessu með þess- ari könnun okkar. Við gerum ráð fyrir að niðurstöður þessarar könnunar verði tflbúnar snemma www.urvalutsyn.is fát lÍRVAlliISÝN á næsta ári. Það yrðu heildamið- sókna sem unnar verða á næstu urstöður en þessi gögn gefa svo til- árum,“ segir Rúnar. efni tfl frekari athugana og rann- -RR Gömlu verbúöirnar við aðstöðu í Sandgerðisbót. verða að víkja og eigendur báta þar fá DV-mynd gk Akureyri: Fiskihöfnin stækkuð DV, Akureyri: Gömlu verbúðirnar nærri at- hafnasvæði Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri heyra brátt sögunni tfl, en þær verða að víkja vegna stækkunar fiskihafnarinnar sem hefst í vetur. Fjöldi „smábátakalla“ hefur um ára- tugaskeið haft aðstöðu á þessu svæði en þeir munu flytja aðstöðu sína í Sandgerðisbót þar sem sett verður niður flotbryggja sem 32 bát- ar geta legið við. Framkvæmdir við fiskihöfnina hafa staðið yfir undanfarin ár en höfnin er þó allt of lítil enn þá tfl að geta sinnt því hlutverki sem henni er ætlað. Að sögn Harðar Blöndals, hafnarstjóra á Akureyri, er stefnt að því að bjóða út fyrir áramót vinnu við dýpkun hafnarinnar og næsta vor munu verbúðimar á svæðinu þurfa aö vikja þar sem þær standa innan þess svæðis sem höfnin á að ná yfir. Næsta sumar á svo að reka niður stálþil í höfninni og fer þá að sjást fyrir enda framkvæmdanna sem em mjög aökallandi. sandkorn Kvennaher Mikill slagur er um sæti á framboðslista Framsóknar á Reykjanesi. Þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason berjast um fyrsta sætið á listanum. Þá hef- ur félags- málatröllið Drífa Sigfúsdóttir í Reykjanesbæ lýst yfir áhuga sínum á öðru sæti list- ans. í fyrradag gaf síðan vara- þingmaðurinn og leikskóla- stjórinn Unnur Stefánsdóttir sig fram og lýsti hug sínum til þess að fá þriðja sætið. Unnur hefur um árabil gengið með þingmann- inn í maganum en ekki haft er- indi nema í afleysingum. Ýmis- legt þykir benda til þess að kvennaherinn hafi gert með sér bandalag gegn Hjálmari og hann eigi í vændum krappan dans... Nýr landlæknir Senn líður að því að Ólafur Ólafsson landlæknir láti af störf- um. Ólafur hættir í nóvember og margir eru um arfleifð hans. Þrír eru taldir líklegastir til að hljóta hnossið en þeir eru Guðjón Magnús- son, fv. formaður Rauða krossins og fyrrum aðstoðar- landlæknfr, Sig- urður Guð- mundsson sér- fræðingur og Haraldur Briem, sérfræðingur í ónæmis- fræðum. Talið er að þeir þrír standi jafnir að vígi en ákvörðun verður tekin á næstu vikum... r I Rauða hverfinu Sá geðþekki og spuruli útvarps- maður Davfð Þór Jónsson sem ritstýrir hinu helbláa tímariti Bleiku og bláu í aukavinnu, mun ekki hafa gengið á fund útgefenda Hustlers í því skyni að efla þekk- ingu sína á rit- stjóm eðalrita af umræddu tagi. Svo sem Sand- korn greindu frá hélt Davíð utan á dögunum en nú liggur fyrir hvert erindi hans var. Hann var í Amsterdam að leika í nýrri kvikmynd sem ber vinnuheitið Óskabörn þjóðarinn- ar og hlutverk Davíðs fólst í slags- málum í Rauöa hverfinu hvar klámiðnaður dafnar mjög. Leik- stjóri myndarinnar er Jóhann Sigmarsson en litlum sögum fer af árangri hans á sviði kvik- myndagerðar. Trúlega hefur förin nýst Davíð Þór og reynslan í Rauða hverfinu efla eðalrit hans... Stríð héraðsblaða Stríð geisar nú milli þeirra tveggja héraðsfréttablaða sem koma að staðaldri út á ísafiröi. Á dögunum var innsiglað hjá viku- blaðinu Vestra og notaði þá sam- keppnisaðilinn Bæjarins besta, undir ritstjórn Sigurjóns J. Sigurðs- sonar, tækifærið og óskapaðist yfir því að kennitöluskipti væru algeng þar á bæ. Þegar síðan Vestri kom á götuna eftir að um höftin losnaði var reitt hátt til höggs. Upplýst var að eig- endur BB hefðu beðið um sameiningu blaðanna tveggja á grundvelli bágs fjárhags. Jafn- framt var sagt að þrátt fyrir inn- siglun skuldaði BB meira en Vestri. Athygli vekur að blaðið sem hóf umræðuna þegir þunnu hljóði eftir ásakanirnar... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.