Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 25 Fréttir Örlygur Kristfinnsson safnstjóri við tækjabúnað sem sóttur var í Strandasýslu. DV-mynd Örn Maraþon-orgelleikur i Seyöisfjaröarkirkju: Kirkjukórinn til Kantara- borgar næsta vor DV, Seyðisfirði: María Gaskell er ung ensk tónlist- arkona sem kom hingað fyrir fjór- um árum. Hún hefur síðan starfað við tónlistarskólann og verið org- anisti við Seyðisfjarðarkirkju. Áður hafði hún verið tónlistarkennari við Húnavallaskóla einn vetur og fallið mjög vel við landið og fólkið. Nokkrum árum síðar frétti hún af að tónlistarkennara vantaði á Seyð- isfirði, sótti um og fékk starfið og hefur verið hér síðan. Hún er að hefja fimmta starfsárið og hefur eignast hér eiginmann og fjöl- skyldu. María er greinilega atorku- kona með margt á prjónunum - og er nú að hefja starf eftir sex mánaða bamsburðarleyfi. Fréttamaður DV hitti hana í kirkjunni nýlega en þá var hún að hefja 10 klukkustunda orgelleik til fjársöfnunar fyrir væntanlega ferð kirkjukórsins til Englands á næsta vori. Fyrst er ferðinni heitið til Kantaraborgar - Canterbury - til að skoða dómkirkjuna stórfenglegu en einnig stundaði María tónlistarnám sitt þar. Vegna kunnugleika síns á staðn- um er hún því sérstaklega ákjósan- legur leiðsögumaður og fagnaðar- efni fyrir samferðafólkið að kynnast þessum sögufræga stað með hennar leiðsögn. í Kantaraborg er aðsetur erkibiskupsins yfir öllu Englandi. Á miðöldum og lengi síðan vitjuðu pílagrímar grafar heilags Tómasar Beckets þangað. María og kórinn hennar hafa þeg- ar hafið æfingar fyrir gospelmessu sem verður hér í kirkjunni í nóvem- ber. Einnig eru æfingar á íslenskum þjóð- og dægurlögum fyrir Eng- landsferðina i gangi næstu mánuð- ina og undirbúningur að útgáfu geisladiska. J.J. ^ Takið þátt í \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjöris krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af V krakkapökkum. ^ Nöfn vinningshafa birtast í DV á miðvikudögum. KLIPPTU ÚT verið fargað. Þeim hefði hins vegar tekist að hafa upp á þessu annars staðar svo það glatist ekki endan- lega og það verður því væntanlega til sýnis á Siglufirði um ókomin ár. Þá sagði Örlygur að á næstu árum væri fyrirhugað að reisa ann- að safnhús á vegum Síldarminja- safnisns þar sem skipi, nótabátum og veiðarfærum frá síldarárunum verður komið fyrir til sýnis. Efnið í skemmumar fékk safnið að gjöf frá SR-mjöli en það er úr gömlu mjöl- húsi sem rifið var í sumar. Varðandi fjármögnun fram- kvæmdanna er búið að tryggja tvo þriðju af áætluðum kostnaði við byggingarnar. Menntamálaráðu- neytið veitti 10 millj. króna styrk á síðasta ári og Siglufiarðarbær hefur lofað 10 milljónum sem greiddar verða safninu á næstu fimm árum. -ÖÞ María við orgelið. DV-mynd Jóhann Síldarminjasafniö á Siglufirði: Sækir muni á Strandir og Hjalteyri Þeir voru ekki lofthræddir, smiðirnir sem unnu við að reisa nýja fþróttahús- ið á Hellu. DV-mynd Njörður DV, Siglufirði: Ahugamenn um Síldarminjasafn- ið á Siglufirði hafa í haust verið að sækja vélbúnað i gamlar og aflagðar verksmiðjur og á að koma honum fyrir í bræðsluminjasafni sem þeir safnmenn hyggjast koma upp á næstu árum. Mest af búnaðinum er sóttur í verksmiðjuna í Ingólfsfirði á Ströndum og á Hjalteyri við Eyja- fiörð. Þessi tæki voru notuð á sild- arárunum og eru í misjöfnu ástandi en með því að hreinsa þau og mála má koma þeim í gott horf. Örlygur Kristfinnsson safnstjóri sagði að á næsta ári væri áformað að byggja bræðsluminjahús á lóð safnsins þar sem komið verður fyrir margs kon- ar tækjabúnaði sem tilheyri síldar- vinnslu fyrri ára. Ástæða þess að Siglfirðingar eru að sækja búnað í önnm- héruð er að mest af tækjum úr verksmiðjum á Siglufirði hefur Nýtt íþróttahús á Hellu. Mikið byggt í Rangárvallahreppi DV, Suðurlandi A Hellu er verið að byggja íþrótta- hús og hafa framkvæmdir við það gengið samkvæmt áætlun. Stefnt er að því að loka byggingunni öðru hvorum megin við næstu mánaða- mót. í síðustu viku voru smiðir að reisa burðargrind hússins, sem er úr límtrésbitum, og haldið var reisugilli í tilefni þess 25. september. Töluverðar byggingaframkvæmdir eru í Rangárvallahreppi. Auk íþrótta- hússins er verið að byggja á Hellu nýtt húsnæði yfir Skattstofu Suður- lands sem ráðgert er að verði tilbúið um næstu áramót. Þá eru þrjú flutn- ingafyrirtæki að byggja skemmu yfir starfsemi sína og því til viðbótar er verið að byggja nokkra sumarbústaði í hreppnum. Sumarbústöðum hefur fiölgað töluvert í Rangárvallahreppi á undanfornum árum. I lok sumars- ins verða þeir orðnir tvöfalt fleiri en árið 1991. -NH A V• . \ á er ved/v’d tilad lem 1 -...... .17*“. * a S) KtOssn ' Ss9ata _ , sPakm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.