Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 11 DV Préttir Fjallamaraþon Landsbjargar DV, Sauðárkróki: Árlegt fjallamaraþon Landsbjarg- ar, landssambands björgunarsveita, fór fram í fjalllendinu vestan Varmahliðar um helgina. Keppnin var skipulögð og framkvæmd af Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlið í samstarfi við starfsmenn Lands- bjargar. Sextán lið hófu keppni, 11 í karlaflokki og 5 í kvennaflokki, alls 32 keppendur. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tveir og tveir keppa saman í liði. Liðin ferðast á milli keppnispósta og á hverjum pósti þurfa þau að leysa verkefni áður en haldið er áfram að næsta pósti. Verkefnin eru af ýmsum toga, sum tengd björgun- arstarfinu en önnur til gamans. Lið- ér ^ FjALlawiaradoM lA"0,Bio- M A R K Bræðurnir Gísli Einar og Ólafur Th. Árnasynir frá ísafirði sem urðu í 2.-3. sæti í keppninni. DV-mynd Þórhallur in þurftu meðal annars að búa um lærbrot, draga þunga grjótsekki upp bratta brekku, svara spurningum, felga og affelga dekk, sjóða einn litra af vatni, færa til og hlaða upp heyböggum og fleira. Póstarnir voru 11 og vegalengdin hátt í 50 km. Keppni hófst á fóstudagskvöldi . Keppendur völdu sér póst þar sem þeir tjölduðu og hvíldust í sex tíma og keppni lauk næsta kvöld. Þá var grillað og einnig verðlaunaafhend- ing. í keppni karlaliða sigruðu Guð- jón Marteinsson og Leifur Ö. Svav- arsson,. Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, á 18 klst. þegar búið var að draga frá refsistigin. Keppnin var hörð því í 2.-3. sæti urðu bræð- umir Gísli Einar og ÓMur Th. Árnasynir frá Hjálparsveit skáta ísafirði og Arnaldur Gylfason og Marteinn Sigurðsson, Reykjavík, á 18,15 klst. í keppni kvennaliða urðu tvö lið frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í efstu sætunum, Brynja Björk Magnúsdóttir og Helga Björt Möller á 21,14 klst. og Linda Björns- dóttir og Magnea Magnúsdóttir á 21,25 klst. I þriðja sæti urðu Sigfríð Einarsdóttir og Vala Hjörleifsdóttir frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ á 23,03 klst. Glæsileg verðlaun voru veitt í keppninni, en sigurvegaramir hlutu nafnbótina járnkarlar og jám- kerlingar og fengu áletraða járn- karla sem eru farandverðlaunagrip- ir keppninnar. -ÞÁ Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17.00 sem útvarpað er á Reykjavlkurboi^ Skrifstofa borgarstjóra Vegna góðrar sölu undanfarið vantar orðið nýlega fólksbíla og jeppa á söluskrá og á staðinn. ÚTLA FlB ádgAguasi Skógarhlíð 10 Sími 552 7770 Honda Civic 1,4i S '97, 4 d., ssk., álf., CD, ek. 23 þ. km. Verð 1.350.000, ath. ódyrari. Volvo 460 GLE 2,0 '94, ssk., álf., spoiler, ek. aðeins 47 þ. km, fallegur bfll. Verð 1.150.000. Opel Astra st. 1,6 '97, 5 g., vínrauður, ek. 57 þ. km. Verð 1.150.000 (góð kjör), ath. ód. Grand Cherokee Laredo 4,0 '93, ssk., álf., allt rafdr., ek. 109 þ. km (Limited útlit). Verð 2.150.000, ath. ód. Einnig Ltd. '93-'96. VW Golf GL 1,4 '97, 5 d„ 5 g„ álf„ spoiler, CD, fjarst. læs. o.fl., ek. 16 þ. km, d. fjólublár. Bílalán 780.000. Verð 1.250.000, bein sala. Skoda Felicia GLX 1,6 '96, 5 g„ ek. 27 þ. km, d. grænn. Verð 560.000. Nissan Patrol SLX disil T '96, 5 g„ ek. aðeins 40 þ. km, 35“ dekk, álf„ blár/silfur, dráttarkr. o.fl. Verð 3.100.000. Topp eintak. 2 stk. MMC Lancer GLXi 4x4 st. '97, 5 g„ allt rafdr., spoiler, hvítur. Verð 1.220-1.390.000. Subaru Legacy 2,0 Artic st. '92, 5 g„ ek. 109 þ. km,álf„ upph„ d. grænn. Verð 1.150.000, ath. ód. Opel Corsa 1,4i '97, 5 g„ spoiler, ek. 69 þ. km, silfur. Verð 795.000 stgr., bein sala. Suzuki Sidekick 1,6 '96, ssk„ ek. 56 þ. km, kæling, hvítur. Verð 1.450.000. Einnig Vitara '93-'96. Toyota Touring XLi 1,6 4x4 '95, 5 g„ hvítur, ek. 70 þ. km, dráttarkr., vetrard. á felgum. Verð 1.180.000, bein sala. MMC Lancer GLXi 1,6 '93, ssk„ allt rafdr., ek. aðeins 43 þ. km, silfurl. Verð 820.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.