Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 55ÍL555A FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 Frú Guðrún Katrín á gjör- gæslu Heilsu Guðrúnar Katrínar Þor- ^Bergsdóttur forsetafrúar hefur hrakað farna hún nú gæslu. Katrín sjúkrahús undan- og er á gjör- Guðrún fór á fyrir Frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir. ¦ viku og greindist \ I með alvarlega | 'á.í'I lungnabólgu. Þetta kemur fram i tilkynn- ingu sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti ís- lands, sendi frá sér í gær. Forsetinn kveðst jafnframt ekki geta farið frá Seattle við þessar að- ¦i-Srtæður og hefur falið forsætisráð- herra að flytja forsetabréf um setn- ingu Alþingis í dag. i\ il\ ó k u s á Ungt og at- hafnasamt í Fókusi sem fylgir DV á morgun ^r rætt við Hildi Óttarsdóttur, •xornungan dansara og einn þann efnilegasta, krakkana sem munu sjá um Kolbrabbann, nýjan þátt fyrir ungt fólk sem verða mun í Sjónvarpinu alla virka daga í vet- ur, Vilhjálm Hjálmarsson leikara sem keypti sér réttinn á vinsælu hrollvekjuleikriti til að fá eitthvað að gera og tískuhönnuði sem sett hafa upp gallerí til að sýna verk sín. Þá er rætt við unga menn sem taka að sér að framkvæma það sem öðrum vex í augum, afhafnamenn með GSM-síma að vopni. Hallgrím- ur Helgason skrifar um ferð lands- liðsins í skák til Kalmykíu, Dr. Gunni skrifar um Marilyn Manson og fjallað er um frumsýningamynd- '*%• helgarinnar og annað sem í boði verður um komandi helgi. ERU ÞA ENGAR KÁRÍNUR LENGUR? Harðar umræður urðu um gagnagrunnsmálið á fundi Kára Stefánssonar og Læknafélagsins í gærkvöld. DV-mynd Teitur Læknar, Kári og ráöuneyti funduöu um gagnagrunninn: Sáttahlj iii - segir formaður Læknafélagsins Harðar umræður urðu um gagna- grunnsmálið á kynningarfundi Læknafélags íslands i gærkvöld. Fundurinn var fjölsóttur og frum- mælendur voru Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, og Þórir Haraldsson, aöstoðarmaður heilbrigðisráðherra, auk læknanna Gísla Einarssonar og Tómasar Zoéga. Þeir síðarnefndu lýstu megin- stefnu Læknafélagsins í málinu sem er sú að telja miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði óæskilegan og hafna beri gagnagrunnsfrumvarp- inu óbreyttu. „Fundurinn var mjög gagnlegur og á honum voru viðraðar nýjar hugmyndir um hugsanlegar lausnir á ágreiningsefnum við lækna. Þá kom fram eindreginn stuðningur lækna við stjórn félagsins i málinu," sagði Guðmundur Björnsson, for- maður félagsins, við DV í morgun. Hann sagði að vilji hefði komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um að taka meira tillit til ábendinga lækna um málið en áður og kvaðst telja að svo yrði gert. „Það óska þess allir innilega að sátt náist, því að allir vita að gagnagrunnurinn verður gagnslaust Guðmundur verkfæri ef ekki er Bjomsson. sátt „„, hann« sagði Guðmundur. Guðmundur vildi ekki að svo stöddu greina frá hvað fælist í þeim nýju hugmyndum sem ráðuneytið hefði kynnt á fundinum, en sagði að í stórum dráttum snerust þær um aukið eftirlit með rekstri gagna- grunnsins sem byggðist að hluta á þeim hugmyndum sem fram hafa komið hjá Siðanefnd lækna og Tölvunefnd. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, kynnti ráð- herra niðurstöður fundarins nú í morgun. Hann sagði við DV að fund- Haralds- urinn hefði sýnt mjög glögglega að það væri þörf á þvi að kynna mál- ið meir meðal lækna. Hann kvaðst hafa lýst vonbrigðum sín- um yfir því að Læknafélagið hefði ekki á sinum tíma treyst sér til að standa að þeirri kynningu með ráðu- neytinu eins og það hefði á sínum tíma óskað eftir. Að öðru leyti sagði Þórir að umræður hefðu verið góðar með ákveðnum undantekningum þó. Enn fremur hefði komið skýrt fram að ákveðinn hópur lækna mun aldrei verða sáttur við málið, hversu vel sem að því verður staðið á allan hátt. Hann sagði að frumvarpið væri enn opið og tími til að breyta því og bæta það áður en það verður lagt fram í endanlegri gerð. -SÁ Veðrið á morgun: Skúrir fýrir sunnan og vestan Á morgun verður hæg suðaust- læg eða breytileg átt og léttskýjað á Norðausturlandi en skúrir ann- ars staðar. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig, mildast um landið sunn- anvert. Veðrið í dag er á bls. 37. Akureyri: Hraðkaup opn- að í morgun DV, Akureyri: Baugur, sem á og rekur verslan- ir í nafni Hagkaups, Bónuss, Ný- kaups og Hraðkaups, opnaði í morgun verslun í Kaupangi á Ak- ureyri þar sem áður var Kjörbúð- in Kaupangi. Nýja verslunin ber nafnið Hraðkaup. Þetta er svar Baugs-manna við „innrás" KEA á matvörumarkað- inn í Reykjavík, en KEA opnaði fyrir mánuði Nettó-verslun í Mjódd í Breiðholti. Hraðkaups- verslunin á Akureyri verður með svipað vöruverð og verslanir Hag- kaups, en ein slík hefur verið rek- in á Akureyri í tæpa tvo áratugi. DV hefur heimildir fyrir því að leitað hafi verið að húsnæði á Ak- ureyri fyrir Bónusverslun. Mun það mál hafa verið komið á loka- stig i sumar og húsnæði fundið við Dalsbraut þegar einhver aftur- kippur kom í málið. Eins og kunn- ugt er rak Bónus verslun á Akur- eyri fyrir nokkrum árum en hætti þeim rekstri eftir nokkurn tíma eftir grimmilega samkeppni við KEA-Nettó. ___________________________-gk Hornafjörður: Eldur í Bjarna- neskirkju DV, Hö£n: Töluverðar skemmdir urðu í Bjarnaneskirkju í Hornafirði vegna elds og reyks síðdegis í gær, 30. september. Þegar Hreinn Ei- ríksson meðhjálpari kom í kirkj- una var þar mikill reykur. Kviknað hafði í loftræsiblásara í kjallara og eldur komist í frauð- plastseinangrun í lofti - af orðið mikill reykur og sót farið um allt húsið. Slökkvilið Hornafjarðar fór á staðinn og reykræsti. Ekki er vit- að með vissu hvenær atburðurinn átti sér stað en eldurinn hafði slokknað í kirkjunni þegar komið var að. -JI Áf engiö hækkar Verð á áfengi breytist í dag. Bjór hækkar um 0,83% og annað áfengi um 1,45% að meðaltali. í frétt frá ÁTVR segir að hækkunin sé vegna hækkana birgja. Ný verðskrá hef- ur verið gefin út með upplýsingum um 630 tegundir áfengis sem seld- ar eru í verslunum ÁTVR sem kjarnavara eða í reynslusölu og 1697 tegundum sem hægt er að sér- panta. -SÁ MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 ny véi (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9,12, 18 mm boröar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport .SUBUIAV* .SUBUJÍW* ^UBUJfiV"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.