Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 9
FMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Utlönd Stjórnarmyndunarviðræður hefjast í Þýskalandi í dag: Schröder bjartsýnn Þýskir jafnaöarmenn og græn- ingjar hefja srjórnarmyndunarvið- ræður í dag og Gerhard Schröder, tilvonandi kanslari, sagðist í gær vera bjartsýnn á að flokki hans, jafnaðarmönnum, tækist að mynda styrka samsteypustjórn. Það gæti hins vegar tekið tíma. Schröder brá sér til Parísar í gær, aðeins þremur dögum eftir að hann velti Helmut Kohl úr kanslarasæt- inu eftir sextán ára setu. í París it- rekaði Schröder þá áherslu sem Vel fór á með Gerhard Schröder og Jacques Chirac Frakklandsforseta þegar þeir hittust í gær. Bombaybúar fagna nú á sérstakri hátíö sigri hins góöa yfir hinu illa. Myndin er af líkani af djöflakóngin- um Ramana sem veröur brennt á síöasta degi hátíöarinnar. Símamynd Reuter Meirihattar Húfur Hattar Pelskápur HW5ID Mörkinni 6, sími 588 5518 hann leggur á samskipti Þýskalands og Frakklands. Hann sagði þó engu að síður tíma til kominn að dusta af þeim rykið. „Við erum okkur vel meðvitandi um gDdi samskipta Frakklands og Þýskalands og við leggjum á þau mikla áherslu," sagði Schröder eftir viðræður við Jacques Chirac Frakk- landsforseta og Lionel Jospin for- sætisráðherra. Jospin sagði að heimsókn þýska kanslarans tilvonandi hefði lukkast vel. Hún hefði bæði tryggt áfram- haldandi góð samskipti ríkjanna tveggja og verið liður í að hleypa nýjum krafti í starf Evrópusam- bandsins. Leiðtogarnir lögðu í stórum drátt- um blessun sína yfir núverandi stefnumörkun en brydduðu einnig upp á nýjungum. Schröder sagði að þeir Chirac hefðu orðið sammála um að ekki ætti að útiloka Bretland frá endurnýjuðum samskiptum Þýskalands og Frakklands. Búist er við að viðræður jafnaðar- manna og græningja um myndun samsteypustjórnar verði ekki auð- veldar. Heimildarmenn segja að i fyrstu verði lögð áhersla á leiðir til að draga úr gífurlegu atvinnuleysi. Hugsanleg þrætuefni í viðræðunum verða meðal annars skattalaga- breytingar og afnám kjarnorku. Framkvæmdastjóri jafnaðarmanna segir að flokkarnir séu nokkuð sam- stiga varðandi stefnuna í efhahags- og félagsmálum. Churchill ráð- gerði 3. heims- styrjöldina Aðeins nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar gáfust upp í maí 1945 gaf Winston Churchill, for- sætisráðherra Bretlands, fyrir- skipun um undirbuning að inn- rás í Sovétríkin. Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Telegraph í dag sem vitnar í leynileg skjöL Hernaðarráðgjafar Churchills mæltu með að um 100 þúsund þýskir hermenn ásamt hálfri milljón breskra og bandarískra hermanna skyldu vopnbúast. Innrásina átti að gera 1. júlí 1945. Æðstu herforingjar Bretlands munu hafa ráðið frá áætluninni. Opiö daglega frá kl. 12.00 - 22.00 Gíf urlegt úrval af geisladiskum á hreint ótrúlegu verði Þú finnur allar tegundir tónlistar: Rokk - Popp - Blús - Djass - Klassík - Heimstónlist - Kántrý -Þýsk og Skandinavísk tónlist og margt, margt fleira. Mikið úrval af LP plötum Fjölbreytt úrval af Kassettur á f rábæru verði, PC tölvuleikir á góðú verði \e"Q Iti jjí'" <\ ¦ aitt' nv i i ' i .-C**^' . *& 1 Pan Pipe Moods Óskalögin 2 CD Ástarperlur Stóra barnaplatan Nat King Cole Céline Dion Verö 399 - Verð 999 - Verð 1 299 - 2 CD samt- 40 ,ö9 Tne Christmas Album Nýjasta Platan Verð999,- Verð 799,- Verð 1.299,- The Champions of Opera Verð 799,- ,!-V»«/"V <** &**£¦- Ksnny Rogers Pottþétt ást II 2CD Verð 1.699,- Paul McCartney Paul is Live Verð 499,- Ari Jónsson Allt sem þú ert Verð 1.299,- Tammy Wynette 20 years of hits Verð 899,- Dionne Warwick Bing'sltíœigbdidi-ach & Verð 799,- „,ft»,tt'í«,1r. Kenny Rogers Greatest Hits Verð 799,- Oscar Peterson Ljubljana, 1964 Verð 699,- Irish Celebration 3 CD BOX Verð 899,- Godzilla The Album Verð 1.399,- Populára Klassiker The No.1 Rock 2CD Ballads Album Verð 1.299,- *cd Verð 1.999,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.