Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 13 Fréttir Eskifjörður: Iðnaðarmenn vantar „Vegna skorts á iðnaðarmönn- um hefur ekki verið hægt að sinna fullri þjónustu í þeim íbúðum í fé- lagslega kerfinu sem eru á okkar vegum en til stendur að ráða til verksins einn starfsmann til þess - ef það þá tekst," segir Hjálmar Jónsson, bæjartæknifræðingur á Eskifirði, í samtali við DV. „Við höfum verið í vandræðum í allt sumar og þvi hafa öll verk sem snúa að venjulegu viðhaldi og við- gerðum tafist verulega. Eflaust eru ýmsir sem búa í íbúðum bæjarins orðnir óþolinmóðir eftir þessari þjónustu sem á að vera fyrir hendi. Þetta endar síðan með því að maður lofar upp í ermina sína og verður ekkert ofsalega vinsæll fyr- ir vikið ef það gengur ekki upp," sagði Hjálmar. Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar fengust þær upplýsingar að ekki skorti iðnaðarmenn hjá því. Fyr- irtækið er með hátt í fjörutíu iðn- aðarmenn í vinnu. Það rekur véladeild, bifreiða- og rafmagns- verkstæði. Hjá ýmsum öðrum fyr- irtækjum á staðnum vantar smiði, málara og blikksmiði og reynt hefur verið að fá slíka til vinnu víða að. -ÞH Dalvíkurbyggð samþykkt DV.Dalvik: Bæjarstjórn sameinaðs sveit- arfélags Árskógsstrandar, Dal- víkur og Svarfaðardalshrepps samþykkti samhJjóða í gær, 29. september, að sveitarfélagið skuli fá nafnið Dalvíkurbyggð. Áður hafði bæjarráð lagt fram svohljððandi tillögu: „Með vísan til umsagnar ör- nefnanefhdar og þess langa tíma sem nafnamálið hefur tek- ið, leggur bæjarráð til að nýtt nafn sveitarfélagsins verði Dal- víkurbyggð." Á vordögum var kosið um 7 tillögur að nafni en örnefna- nefnd taldi 5 þeirra óhæfar. Féllst hún einungis á nöfnin Víkurbyggð og Vallabyggð en benti jafnframt á að heitin Svarfdælabyggð og Dalvlkur- byggð væru mun meira sér- kennandi fyrir hið nýja sveitar- félag. -HIÁ Jón Örn Bemdsen, byggingafulltrúi á Sauðárkróki. DV-mynd Örn Sauðárkrókur: Nýr bygginga- fulltrúi DV, Skagafirði: Jón Örn Berndsen verkfræðingur hefur verið ráðinn byggingafulltrúi á Sauðárkróki. Hann var valinn úr hópi funm umsækjenda. Jón hefur imdanfarin ár rekið ásamt öðrum verkfræðistofuna Stoð hf. á Sauðár- króki en hefur frá því ljóst varð að hann tæki við nýrri stöðu verið að draga sig úr þeim rekstri. Hann gegndi þessu sama starfi árin 1984-88. Jón sagði í samtali við DV að hann hlakkaði til að takast á við þetta verkefni, ekki síst með tilliti til nýafstaðinnar sameiningar sveit- arfélaga og breytinga sem fylgja mimu í kjölfarið. Jón sagði fyrirsjá- anlegt að mörg og umfangsmikil mál á sviði umhverfis- og skipulags- mála muni verða til umfjöllunar á næstu árum sem áhugavert verði að takast á við. Jón lét þess enn frem- ur getið að hann fengi ágætan sam- starfsmann þar sem kollegi hans, Ingvar Gýgjar Jónsson, sem þjónar dreifbýli Skagafjarðar, væri einn af reyndustu byggingafulltrúum lands- ins og þeirra samstarf heði ávallt verið með ágætum. -ÖÞ BETRI VORUR - BETRA VERÐ Þú kaupir eina vínþrúgu * ... og færb gerjunarkút frítt mébl Startsett m/öllu (MMM 2 kútar, va ,„slás, sykurmaelir, siefni 1« ^WVWff^ hever,o8 »«*"'" ... ef þú kaupir eina vínþrúgu 3090,- 3580,- 3480,- uifl(fir $880." 8500,- 1\íó V'ós» - alla €S m l^ PKfMMWKKir PLUTO 4 tegundir 8 tegundir lOtegundir 17tegundir 7 tegundir - <zi£t tcí vcnp&úUvt,! Suburlmdsbmut 22 - Reyk/avík - sími 553 1080 Baldursgotu 14 - Keflavík ¦ sími 421 1432 SunnuMíb 12 ¦ Akureyri ¦ sími 461 3707 <3nssm SUZUKI \Mk NÝR LÚXUSJEPPI Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst þangað sem honum er ætlað að fara. Hann er byggður á traustum grunni Suzuki Vitara, bara enn betur útbúinn, /breiðari og glæsilegri. Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði: frá 2.179.000 kr. SUZUKISÖLUUMÍIOD: Akrancs: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi4312800. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9,simi 462 6300. Egilsstaðir: Bíla-og búvélasalan hf„ Miöási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 42112 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Btla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 4512617. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.