Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 21
I 20 FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 21 * íþróttir íþróttir Dapurt hjá Magdeburg Ólafur Stefánsson og félagar i Magdeburg töpuðu illa í gærkvöld í þýsku A-deildinni í handknattleik. Magdeburg lék á heimavelli nýliðanna í Dutenhofen sem sigruðu, 22-19. Ólafur var ekki á meðal markahæstu leikmanna hjá Magdeburg. Tusem Essen vann góðan sigur á Lemgo á heimavelli sínum, 26-24. Patrekur Jóhannesson lék ekki með Essen og Páll Þórólfsson náði ekki að skora í leiknum. -SK Falldraugurinn mun gera út af við slakt lið HK - ÍBV vann HK í Eyjum, 20-12 DV Eyjum: Eyjamenn áttu ekki í vandræðum með arfaslaka HK-inga og unnu, 20-12, þrátt fyrir að vera I fyrsta gir allan tímann. HK-liðið á satt að segja ekki heima 1 efstu deild meö svona spilamennsku. Svo reimt var í herbúðum HK að falldraugagangurinn mun gera út af við liðiö í vetur. Gamla kempan Sigurður Valur Sveinsson var sínum mönnum ekki mikil fyrirmynd og eftir aðdáunarverða frammistöðu undanfarin ár skal engan undra að 39 ára gamall maðurinn skuli vera farinn að gefa eftir. Hann var ekki sjón að sjá í leiknum og virðist lítið hafa æft í sumar. HK skoraði fyrsta mark sitt eftir 10 mínútur og mestmegnis vegna kæruleysis Eyjamanna tókst þeim að hanga inni í leiknum í hálfleik. Svo fór draugabaninn, hinn 36 ára gamli Sigmar Þröstur, í gang í markinu hjá ÍBV, lokaði og læsti og HK skoraði aðeins 2 mörk fyrstu 25 mínútur hálfleiksins. Eyjaliðið á mikið inni. Liðið hefur breyst töluvert frá þvi í fyrra. Útlendingarnir tveir eru mjög öflugir og Valgarð er traustur þótt hann hafi ekki sýnt mikið í þessum leik. Haustið hefur oft reynst liðinu erfitt enda sumaræQngar ekki í tísku. ÍBV er sýnd veiði en ekki gefin og er það spá margra að það eigi eftir að koma verulega á óvart í vetur. HK getur hins vegar farið að undirbúa sig fyrir 2. deildina að ári. -ÞoGu Selfyssingar vængstýfðir DV Selfossi: Fram sótti lið Selfoss heim og tryggði sér öruggan sigur, 18-27, í frekar bragðdaufum leik í Nissandeildinni. „Ég er ánægður með stígin en ekki nógu ánægður með leikinn. Mér fannst við ekki spila nógu vel og það er greinilegt að við þurfum að bæta leik okkar sem liðsheild. Það sem skýrir kannski þennan mikla mun var að andstæðingarnir voru heillum horfnir," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. Selfyssingar byrjuðu vel og komust mest í tveggja marka mun í upphafi fyrri hálfleiks með góðri vörn. Leikmenn Fram spiluðu skynsamlega og voru yfir í hálfleik, 10-11, en áttu þó erQtt með að finna leiðina að marki Selfoss. í seinni hálfleik urðu kaflaskipti í leiknum og gerðu Framarar út um leikinn þegar um 15. mínútur voru eftir. Andrei Astafejv spilaði vel á miðjunni og gerði 7 mörk fyrir Fram. Nýliðar Selfoss voru vængstýfðir og ekkert gekk hvorki í vörn né sókn og gerðu sig seka um mörg mistök. -HVJ 0-1, 1-3, 4-4, 7-6, 9-7, 10-9, 10-12, 13-13, (16-15), 16-17, 19-17, 19-20, 21-22, 22-24, 24-27, 26-27, 27-29, 28-31. Mörk Stjörnunnar: Heiðmar Felixson 6, Hilmar Þórlindsson 6/4, Arnar Pétursson 5, Konráð Olavson 5, Viðar Erlingsson 4, Jón Þórðarson 2. Varin skot: Birkir ívar Guð- mundsson 18. Mörk Gróttu/KR: Zoltan Bellany 7/3, Armands Melferis 6, Aleksandes Peterson 6, Magnús A. Magnússon 5, Einar B. Arna- son 5, Gylfi Gylfason 2. Varin skot: Sigurgeir Hösk- uldsson 17/2, Sigtryggur Dag- bjartsson 1. Brottvlsaiiir: Stjarnan 6 mín., Grótta/KR 0. Dómarar: Gunnlaugur Hjálm- arsson og Arnar Kristinsson. Ekki bestu menn vallarins. Áhorfendur: Um 200 Maður leiksins: Einar Bald- vin Árnason, Gróttu/KR. Gróttu/KR. Sverrir Björnsson var öflugur í liði KA gegn Val í gærkvöld og skoraði sex mörk fyrir lið sitt. Það dugði þó ekki til sigurs gegn frískum Valsmönnum sem sigruðu með eins marks mun. DV-mynd Brynjar Gauti Guðmundur frabær Guðmundur Hrafnkels- son átti stórleik á Hlíðar- enda í gærkvöld þegar heimamenn í Val tóku á móti deildarmeisturum KA og sigruðu með eins marks mun, 25-24. Guð- mundur varði hvað eftir annað meistaralega vel. í fyrri hálfleik var það fyrst og fremst framistaða Sverris Björnssonar sem hélt KA-mönnum inni í leiknum. Sverrir, sem er aðeins 21 árs, er greini- lega farinn að banka létt á dyr landsliðsins. „Við vorum komnir með ágæta stöðu en svo datt botninn úr sóknar- leiknum i seinni hálfleik en vörnin var mjög góð í seinni hálfleik," sagði Jón Kristjánsson þjálfari Vals. Valsmenn voru fyrri til að skora og leiddu nær allan leikinn með tveim til þrem mörk- um. Framistaða Erlings Richardssonar vakti at- hygli í gærkvöld. Erling- ur tók nær öll fráköst og var með 100% sóknarnýt- ingu og eins og klettur í vörninni. Hann virðist því ná að fylla það skarð sem Sigfús Sigurðsson skildi eftir sig. KA-menn börðust vel inn á vellinum í síðari hálfleik. Og barátta þeirra skilaði loks ár- angri þegar hinn nýji danski leikmaður KA, Lars Waltner gerði fjögur mörk í röð fyrir KA-menn sem tóks loks að jafna leikinn, 21-21, með marki frá Halldóri Sigfússyni og um níu mínútur til leiksloka. Valsmenn spil- uðu tveimur færri síðustu mínúturnar og gátu KA- menn jafhað leikinn með aukakasti á síðustu sek- úndu leiksins en skot þeirra fór í vörn Vals- manna. „Við spiluðum ekki vel í vörnninni í fyrri hálfleik og erfitt að vinna þetta upp en fyrst og fremst töpuðum við þessu á lélegum varnar- leik í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en það er fyrst og fremst lélegur varnarleikur sem við tópum þessu á," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA. Bestu menn Vals voru Guðmundur Hrafn- kelsson, Erlingur Ric- hardsson og Einar Örn. Bestu leikmenn KA voru hins vegar Reynir Þór Reynisson, Halldór Sig- fússon og Sverrir Björns- son. -RS 1-0, 2-2, 5-3, 6-5, 8-6, 9-7, 11-9, 12-11, 16-13, (17-14), 18-14, 19-15, 20-15, 21-17, 21-21, 22-21, 23-22, 24-22, 25-22, 25-24. Mörk Vals: Einar Örn Jónsson 7/4, Erlingur Richardsson 6, Daníel Ragnarsson 3, Ari Allanson 3, Kári Guðmundsson 2, Theódór Valsson 2, Davið Ólafsson 1, Júlíus Gunnarsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 16/2. Mörk KA: Halldór Sigfússon 8/3, Sverrir Björnsson 6, Lars Waltner 6/2, Jóhann G. Jóhannsson 2, Leó Örn Þorleifsson 2. Varin skot: Reynir Þór Reynis- son 15. Brottvísanir: Valur 10 minútur, KA 6 mínútur. Dómarar: Lárus Hrafn Lárusson og Egill Már Markússon. Dæmdu ágætlega en misstu dampinn um tíma í síðari hálfleik. Ahorfendur: 180. Maður leiksins: Erlingur Ric- hardsson, Val. Sívinnandi allan leikinn. FH (11) 20 Aftureld. (10)22 0-2, 1-4, 4-5, 5-6, 8-6, 9-9 (11-10), 12-11, 12-17, 14-18, 16-19, 17-21, 19-22, 20-22. Mörk FH: Guðjón Árnason 6, Knútur Sigurðsson 6/3, Hjörtur Hinriksson 3, Lárus Long 3/2, Guðmundur Pedersen 2/1. Varin skot: Elvar Guðmunds- son 16. Mörk UMFA: Galkauskas Gint- as 6, Bjarki Sigurðsson 6/5, Sig- urður Sveinsson 4, Magnús Már Þórðarson 3, Savukynas Gintaras 2, Max Troufan 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 17/2. Utan vallar: FH 6 mín., UMFA 8 mín. Áhorfendur: Um 250. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Stefánsson. Slakir. Maður leiksins: Gintas, UMFA. Galkauskas Selfoss Fram (10)18 (11) 27 1-0, 3-2, 6-6, 8-9, (10-11), 12-17, 15-19, 15-23, 16-26, 18-27. Mörk Selfoss: Valdimar Þórs- son 4/2, Robertos Pauzolis 4, Björgvin Þór Rúnarsson 1/2, Atli Marel Vokes 2, Sigurjón Bjarna- son 2, Ármann Sigurvinsson 1. Varin skot: Gisli Guðmunds- son 12/2, Jóhann Guðmundsson 0/1. Mörk Fram: Andrei Astafejv 6/1, Kristján Þorsteinsson 6/1, Gunnar Berg Viktorsson 6, Björg- vin Þór Björgvinsson 2, Njörður Árnason 2, Róbert Gunnarsson 2, Guðmundur Helgi Pálsson 1. Varin skot: Sebastian Alexand- ersson 7/1, Þór Björnsson 3. Brottvísanir: Selfoss 3, Fram 4. Dómarar: Þorsteinn G. Guðnason og Ingi Már Gunnarsson, hefðu getað gert betur. Áhorfendur: 350. Maður Leiksins: Andrei Astafejv, Fram. as afgreiddi FH Bergsveinn Bergsveinsson átti mjög góðan leik gegn sfnum gömlu félögum í FH og var einn besti maður Aftureldingar. - Afturelding sótti sigur í Kaplakrika Afturelding hafði sigur gegn FH í Kaplakrika i gærkvöld í leik sem seint verður minnst fyrir góðan handbolta. Lokatölurnar urðu 22-20 eftir að Afturelding hafði lengst af síðari hálf- leiks verið með 4-5 marka forskot. Gestirnir byrjuöu leikinn betur og var það einkum sterk vörn sem sló FH-inga út af laginu. í stöðunni 4-6 fóru þeir hins vegar að leika ráðleysislega og FH-ingar gengu á lagiö og náðu frumkvæðinu i leiknum með fjórum mörkum í röð. í síðari hálíleik hrökk hins vegar allt í baklás hjá FH og á fyrstu 17 mínútum skoruðu Mos- fellingar sex mörk gegn einu marki FH-inga. Af þeim mörkum skoraði Gintas þrjú. Þetta bil náðu FH-ingar aldrei að brúa og þrátt fyrir að þeir næðu að minnka muninn í tvö mörk und- ir lokin voru þeir aldrei liklegir til að ógna forskoti Aftureldingar. Mosfellingar fögnuðu því verðskulduðum sigri. FH-ingar léku á köflum prýðisgóða vörn en sóknin er nokkuð sem þarf að laga hjá þeim. Hún gekk mikið út á einstaklingsframtak Guðjóns Árnasonar en fleiri verða að geta tekið af skarið til að vel eigi að fara. Guðjón var bestur FH-inga ásamt Elvari markverði. Hjá Aftur- eldingu var skyttan Gintas best og er þar mjög öflugur leikmaður á ferð. Landi hans Gintaras var hins vegar slakur. Bjarki nýtti vítin vel en gerði aðeins eitt mark utan af velli, og það á lokamínútunum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Mosfellinga. Bergsveinn varði einnig -HI Iþróttafréttir eru einnig á bls. 22 4-0, 5-1, 5-3, 7-4, 8-5, (9-7) 11-7, 11-8, 12-9, 17-9, 18-10, 19-11, 20-11, 20-12. Mörk ÍBV: Giedreus Cer- nauskas 5/1, Slavisa Rakanovic 4, Guðfinnur Kristmannsson 3, Daði Pálsson 2, Svavar Vignis- son 2, Valgarð Thoroddsen 1, Haraldur Hannesson 1, Sigurður Bragason 1, Emil Andersen 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 20. Mörk HK: Óskar E. Óskarsson 5/1, Alexander Arnarsson 3, Sig- urður V. Sveinsson 2/1, Stefán Guðmundsson 1, Helgi Arason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannes- son 12/1. Brottrekstrar: ÍBV 6 mín., HK 6 mín. Áhorfendur: 210. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson. Dæmdu leik- inn þokkalega. Maður leiksins: Sigmar Þröst- ur Óskarsson, markvörður ÍBV. 1-0, 4-1, 6-3, 8-5, 8-8, 11-8, 14-11, (16-12), 18-13, 19-16, 20-20, 22-22, 24-23, 28-23, 28-26, 30-27, 31-28. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 7, Ragnar Helgason 7, Róbert Rafnsson 6, Ólafur Sigurjónsson 5, Ólafur Gylfason 3, Finnur Jóhannesson 2, Jóhann Ásgeirsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 7/1, Hrafn Margeirsson 6. Mörk Hauka: Kjetil Ellertsen 6, Sturla Egilsson 5, Þorkell Magnús- son 3, Einar Gunnarsson 3, Halldór Ingólfsson 3/1, Sigurður Þórðarson 2, Óskar Ármannsson 2, Petr Baumruk 2, Sigurjón Sigurðsson 1, Jón Freyr Egilsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 10/1, Jónas Stefánsson 5. Brottvfsanir: ÍR 8 mín, Haukar 8 mín. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Þokkalegir, oft verið betri. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Ragnar Helga- son, ÍR. Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 8. október í Þróttheimum og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Félagar fjölmennið! - Aðalstjórn Þróttar „Sætt að vinna gömlu félagana" Nýliðar Gróttu/KR eru svo sannarlega efni í spútniklið vetrarins I handboltanum. Leiddir áfram af fyrirliða sínum, Einari Baldvini Árnasyni, og með baráttu og leikgleði að vopni tóku þeir bæði stigin meö sér frá Garðabæ eftir 31-28 sigur á Stjörnunni í gær. Grótta/KR tryggði sér sinn fyrsta sigur sem með örlítilli heppni hefði einnig getaö orðið staðreynd í síðasta leik við FH. Tveir Lettar hjá nýliðunum áttu einnig mjög góðan leik. Melferis skoraði 6 mörk, átti 6 stoðsendingar og 2 fiskuð víti og Petersons var drjúgur í seinni hálfleik, þar sem hann skoraði 5 af 6 mörkum sínum. Sigurgeir varði líka mjög vel í seinni hálfleik er hann tók 11 bolta en Birkir ívar var bestur Stjörnumanna. „Það var mjög sætt að vinna gðmlu félagana. Nú náðum við að halda þessu og við eigum eftir að vera sterkari og sterkari. Skapið skilaði okkiir langt í þessum leik og þessi aukabarátta sem kemur ef menn langar meira tU að vinna," sagði fyrirliði Gróttu/KR, Einar Baldvin Árnason, eftir leik. Einar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður. „Við þurfum að berjast fyrir hverju einasta stigi og þeir komu og börðust fyrir lífl sínu, við komum í leikinn Mlafslappaðir, héldum kannski að við gætum spUað þennan 90% leik en það er ljóst að menn þurfa að leggja sig 100% fram ef sigur á að nást" -ÓÓJ Heiðmar Felixson og félagar lágu gegn Gróttu/KR. IR-sigur á nýjum heimavelli „Þetta var góður sigur eftir tap i fyrsta leik en við hefðum þurft að halda betur haus. Við áttum góða kafla en duttum nið- ur á miUi sem er auðvitað slæmt. Ég hef trú á að við getum gert mjög góða hluti í vetur," sagði ÍR-ingurinn Róbert Rafnsson, eft- ir að Breiðhyltingar höfðu unnið góðan og sanngjarnan sigur á Haukum, 31-28, í gærkvöld. Leikurinn var tímamótaleikur því þetta var fýrsti heimaleikur meistaraflokks ÍR í íþróttahús- inu við Austurberg. Það má því segja að iR-ingar hafi vígt nýja heimavöUinn eins og best varð á kosið með sigri. Leikurinn var spennandi og skemmtUegur og bæði lið börðust af krafti. ÍR-ing- ar höfðu frumkvæðið aUan leik- inn og léku mjög vel í þessum leik. Ungu strákarnir og nafn- arnir Ragnar Óskarsson og Ragn- ar Helgason léku skínandi vel eins og reyndar flestir leikmenn liðsins. Liðið hefur marga geysiefnUega stráka og verður spennandi að fylgjast með því í vetur. Haukarnir virkuðu þungir framan af en komust síðan betur í takt við leikinn. Hafnfirðingar fengu gott færi á aö minnka muninn undir lokin niður í eitt mark en misnotuðu vítakast sem reyndist þeim dýrkeypt. Norð- maðurinn KjetU EUertsen lék mjög vel og styrkir Uðið verulegá og eins var Sturla EgUsson sterk- ur á línunni. Haukar hafa þó oft verið sterkari en í þessum leik. LiðsheUdin var frekar jöfn og aUs skiptu 10 leikmenn liðsins mörkunum á mUli sín. -RR 1. DEILD KARLA Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, og Ingi Rafn Jðnsson eiga báðir við bakmeiðsli að stríða. Jón kom inn á þegar 10 mínútur voru tU leiksloka í stöðunni 21-21 en Ingi Rafn hefur enn ekki getað hafið æfingar. Stuðningsmenn KA fjölmenntu i Valsheimilið og voru mun fjöl- mennari en stuðn- ingsmenn Vals. Lárus Long fékk fyrir leikinn af- hentan blómvönd en hann lék sinn 100. meistara- flokksleik með FH í gærkvöld. Þrir leikmenn Aftureldingar fengu tveggja mín- útna brotrvísun á síðustu mínútu leiksins. Það voru þeir Siguröur Sveinsson, Bjarki Sigurðsson og Alex- ei Trúfan. Tveir þeir fyrstnefndu fengu brottvísunina fyrir mótmæli. Lio Stjörnunnar og Gróttu/KR áttu 55 sóknir og skoruðu 31 mark á 30 minútum i fyrri hálfleik i Garða- bæ i gær. Zoltan Belanýi hefur skoraö 19 mörk ur 22 skotum í fyrstu tveim- ur leikjunum sínum í herbuðum nýliðanna og þar af nýtt öU 12 víti sín. Einar Baldvin Árna- son og Armands Mel- feris áttu flestar fyrir nýliðanna eða 6 en Arnar Pétursson átti 4 fyrir Stjörnunna. Magnús Arnar Magn- ússon hjá Gróttu/KR skoraöi 5 mörk af llnu úr 6 skotum, fiskaði víti og náði þremur frá- köstum í leiknum. Annar fyrrum leikmað- ur Stjörnunnar, Einar Baldvin, skoraði 5 úr 7 skotum þar af 2 af llnu. Birkir ivar Guð- mundsson, markvörð- ur Stjörnunnar, varði 12 af 18 skotum simim 1 fyrri hálfleik þar af 9 þeirra í návígi. ÍR lék fyrsta heimaleik sinn 1 Austurbergi í gær- kvöld eftir 14 ár meö Seljaskóla sem heima- vöU. Öll umgjörö ÍR-inga um leik ÍR og Hauka var tU mikfllar fyrlr- myndar. rfc* 4 r^1 . PEILD KARLA Fram 2 2 0 0 54-39 Gróttá/KR 2 1. 1 0 52-49 3 Afturelding 2 1 1 0 45-43 3 IBV ' KA 2 2 1 0 1 44-37 1 0 1 47-44 2 2 Stjarnan 2 1 0 1 51-50 2 Haukar 2 1 0 1 53-55 2 IR 2 1 0 1 52-55 2 Valur 2 1 0 1 44-47 2 - ; FH 2 0 11 41-43 1 Selfoss 2 0 1 1 41-50 1 HK 2 0 0 2 31-43 0 J-_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.