Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 10
10 lenning FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 Ekki hægt að verða leiður á Njálu „Bókin mín fjallar um það hvernig nútíma- maður getur nálg- ast miðaldaverk á borð við Njálu. Fólki sem er ekki vant að nálgast efhi af þessu tagi finnst stundum persónur vera of margar og at- burðarás of flók- in. Lyklinum að Njálu er skipt upp í lestraráfanga og hver sem er, sem langar til þess að lesa Njálu og fmnst ef til vill að það sé svolítið óárenni- legt, getur tekið fimm kafia fyrir í einu og farið síðan í mína bók og fengið þræðina sem eiga eftir að skipta máli fyrir söguna." Þetta segir Kristján Jóhann Jónsson en hann hefur sent frá sér bókina Lykilinn að Njálu sem bókaforlagið Vaka Helgafell gef- ur út. Kristján segir að þetta hafi allt æxlast mjög einkennilega þegar hann er spurður hver tildrögin hafi verið að bókinni. „Ég hafði kennt Njálu sjö sinnum í röð í fram- haldsskóla og stundum tvisvar á vetri. Svo þurfti ég að skrifa lokaritgerð í kennslu- fræðum og ákvað að skrifa um eitthvað sem væri mér nærtækt. Því lá beinast við að skrifa ritgerð um það hvernig ætti að kenna Njálu vegna þess að ég hafði kennt hana svo oft. Ég hafði óskaplega gaman af því að skrifa ritgerðina og svo fór að henni var breytt í bók." - Og hvernig heldurðu að nútímalesend- um gangi? Nú var jafnvel talað um Njálu- æði í vetur í tengslum við Njálunámskeið Jóns Böðvarssonar. „Jón Böðvarsson hefur vitaskuld lyft grettistaki í því að kynna bókina fyrir fólki og það er umtalsverður áhugi til stað- ar. Ég skal ekki segja um hvað veldur en mér hef- ur oft fundist Njála hafa nokkurs konar Biblíu- stöðu á íslandi. Hún er texti sem menn hafa viður- kennt og það er fjöldi fólks sem les hana einu sinni á ári eða lítur í hana með reglulegu millibili. Njála er rit um fortíð okkar íslendinga og hverj- ir við erum. Hún er hluti af sjálfsmynd þjóðarinn- ar; því sem skilur okkur frá öðrum pjóðum og ger- ir okkur jafnframt samkeppnishæf og sambærileg, þvl bókin er eitt merkilegasta miðaldaverk í heimi. Höfundur hennar heldur á undraverðan hátt utan Kristján Jóhann Jónsson. Njálu. Hann hefur nýlega gefið út bókina Lykilinn að DV-mynd Brynjar Gauti. um sitt efhi og það er alveg sama hvaða smáatriði þú tekur, það skal vera einhver fótur fyrir því að það er einmitt svona eins og það er." - Hefurðu komist að þvi hver höfundurinn er? „Jón Karl Helgason segir að það hafi verið Ein- ar Ólafur Sveinsson en ég ætla að halda því fram að gamni mínu að það hafi verið allsendis óþekkt- ur Benediktínusarmunkur sem skrifaði Njálu. Benediktínusarreglan var munkaregla sem starf- rækt var hér i nokkrum klaustrum á miðöldum. Munkarnir höfðu meiri áhuga á sögu og alþýðleg- um fróðleik heldur en tíðkaðist og báru meiri virðingu fyrir þekkingu og skoð- unum alþýðunnar. Þar er komin skýr- ing á því hvernig höfundurinn getur verið svona trúr frásögn sinni af heiðn- um íslendingum, virt þá svo mikils í frásögninni en jafnframt verið sanntrú- aður. Verkið hefur tvo póla, annan sannkristinn og áróðurslegan og hins vegar dæmalausa virðingu og kurteisi við heiðna menn og gerólíka hætti þeirra. Tvísæið er eitt af því sem gerir Njálu svo merkilega." Kristján Jóhann segir að hingað til hafi hann fengið mjög jákvæðar undir- tektir við bókinni. Hann býst þó við að einhverjir hafi sitt að segja um túlkan- ir hans á einstökum atriðum, því fjöl- margir hafa þaullesið verkið og telja sig vita algerlega hvernig á að skilja það og hvernig á að fjalla um það. Þegar Krist- ján er spurður hvort fólk sé almennt viðkvæmt fyrir túlkunum á þessari hjartfólgnu bók segist hann hafa lítið orðið var við það. Staðan sé miklu fremur sú að menn hafi áhuga á því að lesa og skilja verkið. Þjóðernisvið- kvæmnin sem alltaf fylgdi lestri á Njálu sé greinilega að hverfa. - Þú ert að gera bókina aðgengilega fyrir alla. Heldurðu að nútíma Islend- ingurinn hræðist fornar bókmenntir? „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir alla en ég hef oft hitt fólk sem hefur sagt við mig að það langi og hafi reynt en fundist flækjurnar vera of miklar í upphafi. Bókin mín á að leysa úr þeim vanda og þar að auki er í henni nýr lestur á Njálu. Sett fram ný tilgáta um tilurð þessa verks og hvernig það er hugsað en það er fyrst og fremst gert með því að greina tilgang höfundarins. Það er líka vitað mál að óll bókmennta- verk verða fyrst til þegar lesandi mynd- ar sér skoðun á þeim. Ég er einfaldlega að blanda mér í þann leik." - Er ekki hægt að fá leið á Njálu? „Nei það er eitthvað merkilegt við Njálu sem gerir það að verkum að maður getur orðið leiður á flestu öðru en henni. Ef maður byrjar að lesa í al- vöru er eins og maður sogist inn i verk sem engan endi hefur. Það er svo margvísleg merking í því og það er svo einkennilega samsett og skemmtilegt að alltaf er hægt að uppgötva eitthvað nýtt," segir Krisrján að lokum. Listaklúbburinn í haust Listaklúbbur Leikhússkjallarans, undir dyggri stjórn Sigriöar Margrétar Guðmundsdóttur, hefur fyrir löngu fest sig í sessi í menningarlífi höfuðborgar- innar en hann tók til starfa í byrjun árs 1994 og á því fimm ára afmæli í vetur. Nú hefur Sigríður Margrét snúið til annarra starfa og Þóra Magnúsdóttir tekið við framkvæmdastjórastóðunni. Þóra er ekki alveg ókunnug meningar- málum því hún hefur staðið fyrir uppá- komum á Seyðisfirði þar sem hún rak gistihús og meðal annars var hún einn skipuleggjenda dagskrárinnar Á seyði sem vakti mikla lukku þar í sumar. Listaklúbburinn tekur til starfa mánudaginn 5. október og einhver upp- ákoma verður síðan alla mánudaga í vetur. Dagskrá haustsins hefur verið kortlögð og þeir semríða á vaðið á mánudaginn kemur .eru Bandamenn, sem lesa upp úr bréfasögunni Raf-' magnsmaðurinn - Nú birtir í býlunum lágu, eftir Svejn, Einarsson, en bókin kemur út nú í haust. Þetta er saga frá fyrstu áratugum aldarinnar og segir frá ungum bóndasyni sem vill læra til raf- magns, kemst utan og verður rafmagns- verkfræðingur í Berlín. Sögu hans og ferli er lýst í bréfum milli hans og foreldra hans sem selja af sér kotið svo hann geti lært. Umsjón með verkinu hefur höfundurinn Sveinn Einarsson, en Bandamenn skipa Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, Þórunn Magnea Magn- úsdðttir, Felix Bergsson, Jakob Þór Einarsson og Fyrsta uppákoma vetrarins verður lestur Bandamanna á Rafmagns- manninum - Nú birtir í býlunum lágu eftir Svein Einarsson. Hér eru Bandamenn samankomnir við heimasnúrur Þórunnar Magneu Magnús- dóttur. Stefán Sturla Sigurjónsson. Þann 12. október er komið að Ijóðskáldunum okkar og djassistunum að leggja saman í eitt. Skáldin Kristín Ómarsdóttir, Hallgrímur Helga- son, Sveinbjörn I.Baldvinsson, Haraldur Jónsson og Sjón lesa splunkuný ljóð og djassistar koma fram á milli atriða. Það eru þeir Mathías Hem- stock, Tómas R. Einarsson og Árni Heið- ar Karlsson sem leika. Þriðja mánudag haustsins standa Konsertínur fyrir leiknum stuttum at- riðum sem tengjast daglegu lífi. Inn í þau spilar tónlist, skrautdans og óvænt- ar uppákomur þar sem valinkunnir listamenn koma í heimsókn. Konsertín- urnar eru leikkonurnar Sigrún Sól Ólafsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir, en af þeim sem leggja stúlkunum lið má nefha Hilmi Snæ Guðnason og Auði Haralds. Næsta mánudag á eftir verður kynnt nýtt verk Ragnars Arnalds um Mikla- bæjar-Solveigu, leikin verða atriði úr verkinu, fjallað um þjóðsöguna að baki þess og skyggnst í heimildir. Hófundur, leikstjóri og hönnuður leikmyndar taka þátt í umræðum um verkið. Frakkar fá einnig sitt rúm í dagskrá Listaklúbbsins því þann 2. nóvember verður haídið franskt kvöld með tónlist, ljóðlist og léttum veitingum, þar sem Sigurður Pálsson, Gerard Le Marques, Karl Guðmundsson leikari og fleiri skemmta meö ýmsum- uppákomum. Þann 9. nóvember verður síðan kvöld- stund með nokkrum listamönnum sem flytja Ljóð í mæltu máli eftir Jaques Prévert við tónlist eftir Joseph Kosma og fleiri. Greinilega margt að gerast sem vert er að at- huga því alltaf má bæta blómum á mánudags- kvöld í skammdeginu. Berlínarsögur úr nútímanum Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1998, er komið út. Aðalefni þess heftis ber yfirskriftina Berlínarsög- ur úr nútímanum en það sam- anstendur af sex nýjum smásögum eftir jafnmarga höfunda sem eiga það sameiginlegt aö búa og starfa i Berlín og sækja gjarnan yrkisefni sitt þangað. Þannig er reynt fyrir til- stuðlan skáldskaparins að gefa inn- sýn í hugarheim Berlínarbúa nútím- ans en frá falli Berlínarmúrsins árið 1989 hefur gríðarleg gerjun átt sér stað í menningar- og bókmenntalifi Berlínar og í raun Þýskalands alls. Arthúr Björgvin Bollason ritar inn- gang um Berlín sem „stendur á heimssögulegum krossgötum" og kynnir baksvið sagnanna sem á eft- ir kotna. Um Þýskaland snýst heftið að miklu leyti en einnig er hlutur is- lenskra bókmennta drjúg-_ ur og af umfjöll-_ un um þær má " nefha víðtal Gerðar Kristnýj- ar við Svövu Jak- obsdóttur. Tilefhi viðtalsins er að nú fyrir jólin kemur út ritgerðasafnið Skyggnst á bak við ský eftir Svövu, þar sem hún ræðir meöal annars skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og þau er- indi Hávamála sem fjalla um rán Óðins á skáldskaparmiðinum. Einnig ræöa þær Gerður lífshlaup Svövu, rithöfundaferilinn og alvar- leg veikindi hennar sem hún hefur nú sigrast á. Af íslensku efni má líka nefha bráðskemmtilega grein eftir Þor- stein Gylfason heimspeking þar sem hann fjallar um póstmódernisma og lýsir eigin skilningi á hugtakinu. Eins og fleiri sem stungið hafa nið- ur penna hína síðari mánuði er Þor- steinn á móti skilgreiningum Krist- jáns Kristjánssonar kollega síns á hugtakinu og heldur því fram að það sem Kristján segi um póst- módernisma sé „augljóslega fráleitt" en það sé ekki fyrr en eftir „heilar tíu greinar af skömmum, upp- hrópunarmerkjum, uppnefnum, háðsglósum og stóryrðum að við fáum í eftirmála greinaflokksins langþráða skilgreiningu á þessu voðalega fyrirbæri". Alltaf gaman áð skoðanaskiptum skemmtilegra manna. Leiklistarblaðið Þriðja tölublað Leiklistarblaðsins á þessu ári er komið út. Blaðið er gefið út af Bandalagi islenskra leik- félaga en ritstjóri þess er Bjarni Guðmarsson. f blaðinu kennir margra grasa. Þar er meðal annars fjallað um leik- listarhátíðina í Harstad sem er ein helsta skrautfjöður áhugaleikfélaga á Norðurlöndum. Verkið Sálir Jón- anna ganga aftur i uppfærslu Hug- leiks var sýnt þar í sumar við góðar undirtektir en sem frægt er orðið þá hló einn áhorfendanna svo dátt og tók slík bakfóll að hann hlaut við það skurð á enni. Spjallaö^ er við Einar Rafh. Haraldsson for- mann BÍL þar sem hann ræðir samningaumleitan- ir félagsins við Fé- lag leiksrjóra á Is- landi en þær hafa ver- ið býsna oft á dagskrá á fundum bandalagsins. Einnig er rætt er við Völu Þórs en hún er eini leikstjórinn á íslandi sem þekkir nóbelsverðlaunahöfund- inn Dario Fo og hefur sitthvað fleira til brunns að bera þó að hún þyki ekki mjög hlýðinn leikari. Hefð er fyrir því hjá Leiklistar- blaðinu að birta nýjan einþáttúng sem fylgir hverju hefti og að þessu sinni er einþáttungurinn eftir Guð- mund Braga Kristjánsson frá Stykk- ishólmi. Umsjón Þórunn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.