Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Blaðsíða 4
Fréttir Fræðslufundur á Akureyri um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði: Mál þjóðarinnar allrar - sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar DV, Akuieyri: Um eitt hundrað manns sóttu op- inn fræðslufund íslenskrar erfða- greiningar um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði en fundur- inn var sá áttundi í röð fræðslu- funda sem fyrirtækið hefur efnt til víðs vegar um land að undanförnu. Iðnskóladeilan: Engin afskipti ráðherra „Við höfum heyrt af þessu máli eins og aðrir en það hefur ekki komið formlega til kasta ráðuneytisins," segir Björn Bjarnason menntamálaráö- herra vegna þeirra deilna sem eru innan Iðnskðlans í Reykjavík þar sem fjöldi kenn- ara íhugar upp- sagnir vegna ýmissa ágreinlngsmála við skólameistara. Svo sem DV greindi frá fyrir helgi er sérlegur sáttasemjari innan skólans í því skyni að fínna sáttaleið. Mennta- málaráðherra segist fylgjast með framvindu mála enda nauösyn- legt öllum skðlum að andinn innan þeirra sé góður. -rt Þýfíð úr Strandar- kirkju f undiö Þýfi, sem stolið var úr Strand- arkirkju aðfaranótt mánudags, fannst við Djúpavatn á Reykja- nesi. Vegfarandur gengu fram á þýfið, að sögn lögreglu á Selfossi. í innbrotinu var stolið fallegum og verðmætum kertastjökum auk skírnarskálar. Ekki er vitað hverjir frömdu innbrotíö. -RR Björn Bjarnason. Þrír starfsmenn fyrirtækis- ins, Kári Stefánsson for- stjóri, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýs- ingasviðs, og Jóhann Hjart- arson lögfræðingur, fluttu framsöguerindi á fundin- um. „Ástæða þess að efna til kynningarfunda af þessu tagi er fyrst og fremst sú að verði miðlægur gagna- grunnur á heilbrigðissviði að veruleika er það mál þjóðarinnar allrar frekar en ákveðinna hópa og það er skylda okkar að kynna úti í þjóðfélaginu hugmyndina sem að baki liggur," sagði Kári. Hann sagði að áhætta fylgdi stofnun miðlæga gagnagrunnsins en hún væri lítil og hverfandi lítil miðað við þann mikla ávinning sem myndi fylgja tilkomu gagnagrunnsins. Hann gerði þann ávinning að umræðuefni og sagði að í höfuðdráttum mætti skipta honum niður í líkanasmíð í fyrirbyggjandi læknisfræði, líkanasmíð í kostnaðar- stjórn í heilbrigðisþjónustu, skilning á flóknustu erfða- þáttum heilsu og sjúkdóma, betri stjórn heilbrigðisþjón- ustu og aukna atvinnu og atvinnuþróun hér á landi. „Þetta er það sem fyrst og fremst ávinnst við að taka þá litlu áhættu sem fylgir því að stofna mið- lægan gagnagrunn," sagði Kári. Upplýsinga vel gætt Kári rakti þessa hluti lið fyrir lið en eyddi síðan talsverðum tíma í að ræða um verndun persónuupplýs- inga í miðlæga gagnagrunninum. Hann sagði að sífellt væru uppi meiri og háværari kröfur um aukið öryggi í verndun persónuupplýs- inga og fyrir því væru margar ástæður sem bæri að virða, enda um eðlilegar kröfur að ræða. Upp- lýsinga í væntanlegan miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði yrði aflað á sjúkrahúsum, í heilsugæslu- stöðvum og öðrum stofnunum á heilbrigðissviði og þær yrðu dulkóðaðar af starfsmönnum þess- ara stofnana. „Það koma engir Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum á Akureyri. DV-mynd gk grænklæddir menn með sólgler- augu til að vinna það verk," sagði Kári. Hann sagði að upplýsingarnar yrðu dulkóðaðar þrívegis, sérstakar aðgengishindranir settar upp og ógerningur ætti að vera að ná til upplýsinganna af þeim sem vildu misnota þær. „Þegar kemur að flóknu verkefni eins og verndun persónuupplýsinga á heilbrigðissviði myndast jafnvægi í samfélaginu sem markast annars vegar af tilhneigingu fólks til að misnota upplýsingarnar og hins vegar af þeim erfiðleikum sem hljótast af því að vernda þær mjög vel. Þetta jafnvægi í íslensku samfé- lagi, sem hefur myndast í tímans rás, markast af því að það er full- komið aðgengi að þessum persónu- upplýsingum á þeim stofnunum þar sem þær verða til, ekki bara fyrir fólk sem vinnur við að veita þjón- ustu heldur jafnvel þá sem vildu misnota þær. Þó þekki ég ekki eitt einasta dæmi þess að menn hafi notað persónuupplýsingar á heil- brigðissviði til að berja á náungan- um," sagði Kári. Hann sagði heildarútkomuna af miðlægum gagnagrunni þá að mun minna aðgengi yrði að upplýsing- um fyrir þá sem vildu misnota þær. Smíði gagnagrunnsins yrði til að stórauka framfarir í læknastétt og yrði það besta sem fyrir þá stétt hefði komið. Þá benti Kári á að ís- lensk erfðagreining hefði laðað til sin starfsfólk frá þekktum stofnun- um erlendis, bæði íslenska og er- lenda vísindamenn.og tilkoma gagnagrunnsins yrði til að stórefla alla heilbrigðisþjónustu í landinu. -gk Læknar halda áfram að lækna V'M Enn eitt hneykslið hefur komist upp í spít- alarekstrinum. Upplýst er að læknar hafa hald- ið áfram að lækna þrátt fyrir þá ákvörðun spítalastjórnarinnar að setja þak á læknisað- gerðir. Læknarnir hunsuðu þessa ákvörð- un og hafa þess vegna enn einu sinni sett rekstur Ríkisspítal- anna í uppnám. Stjórnarnefnd Land- spítalans hafði fyrir- skipað tuttugu milljóna króna sparnað vegna fyrirhugaðs samdráttar í hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum. Var þá við það miðað að þessum aðgerðum fækkaði sem svaraði tuttugu muljóna króna útgjöldum. Guðmundur G. Þórarinsson, formað- ur stjórnarnefndarinnar, segir að þessi sparn- aður hafi átt að gerast með þeim hætti að dregið yrði skipulega úr aðgerðum, en læknarnir hafi hins vegar afgreitt sjúklinga jafnt og þétt eins og alltaf áður og lögðu síðan fram þá fyrirspurn á dögunum hvort þeir ættu að hætta núna. Þetta er auðvitað megnasta ósvífni hjá læknum og sýnir enn og aftur að það er ekki hlaupið að því að spara í spítalarekstrinum þegar læknar haga sér á þennan hátt og skera og lækna sjúk- linga sem leggjast inn á spítalana, í blóra viö ákvarðanir stjórnarinnar. Rekstur spítala hlýtur að miðast við þá pen- inga sem fást til rekstursins en ekki við þarfir sjúklinga. Sjúklingar verða að sætta sig við það að komast ekki í aðgerð þegar peningarnir eru uppurnir. Það sér hver heilvita maður. Þessi sí- fellda meðaumkun með sjúklingum ríður sjúkra- húsunum að fullu og læknar standa með sjúkling- um og hafa engan skilning á stjórnun eða hag- ræðingu eða sparnaði. Sjúklingar geta ekki komið hvenær sem er með sjúkdóma sína og krafist lækninga. Þeir verða að gjöra svo vel að sitja uppi með sinn krankleika og drepast ella, enda er ekki hægt að kenna neinum um sjúkleika þeirra nema þeim sjálfum. Það eru sjúklingarnir sjálfir sem bera ábyrgð á því að þeir eru veikir og þeir geta ekki heimtað læknis- þjónustu, þvert ofan í ákvarðanir stjórnarnefnd- ar, bara að því að þeim er illt eða liggja fyrir dauðanum. Þess vegna verður að að taka á þessu máli af hörku. Ekki aðeins að setja sjúklingum stólinn fyrir dyrnar heldur og læknum sem sýna slíkt ábyrgðarleysi að sinna sjúklingum sem spitalinn hefur ekki efni á að sinna. Hér er um mjög að- kallandi grundvallarafstöðu að ræða. Læknarnir verða hér eftir að vísa sjúklingum á dyr, ef stjórnin hefur ákveðið að spara með því að neita sjúklingum um þjónustu, sem koma of seint eða sýna af sér þá frekju að leggjast inn á spítala, eft- ir að búið er að loka á að lækna þá. Ella verður að fækka læknunum og senda þá heim. Með sjúk- lingunum. Dagfari FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Stuttar fréttir Aðför Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, sakar Kristin . H. Gunnarsson, þingmann Al- þýðubandalags- ins, um aðför að sér og fólki sem stendur að sam- fylkingu vinstri- manna. Kristinn vill allt sem heitir veiðileyfagjald út úr málefnaskrá vinstrifiokk- anna. Annars verði hann ekki með. Stöð 2 sagði frá. Bíó fyrir tvo milljarða íslenskar kvikmyndir fyrir rúma tvo milharöa hafa verið framleiddar undanfarin átta ár, að sögn Morgunblaðsins. Opin- berir styrkir á hvern áhorfanda íslenskra mynda nema um 1.100 krónum, að sögn blaðsins. Vaka harmar Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði harmar að Þormóður rammi skuli í annað sinn á 20 mánaða tímabili ekki hafa önnur ráð við minni rækjuafla en að grípa til uppsagna verkafólks. Skorað er á bæjaryfirvöld á Siglu- firði og ríkisstjórn að leita lausna á atvinnuvandanum í bænum. Brotahöf uö í Bretlandi Vaka-Helga- fell hefur samið við breska bóka- forlagið Merar- hreiður, eða Mare's Nest, um útgáfu á skáld- sögu Þórarins Eldjárns, Brota- höfuö. Vilja stöðugleika Fjórðungssamband Vestfirð- inga samþykkti á þingi sínu ný- verið að skora á þingmenn Vest- fjarða og ríkisstjórnina að endur- skoða ákvæði fiskveiðistjórnunar- laga um sóknardagakerfi smábáta með það fyrir augum að koma á stöðugleika í því. Flug á Vestfjörðum Þing Fjórðungssambands Vest- firðinga krefst þess að tryggðar verði flugsamgöngur millí V- Barðastrandarsýslu og ísafjarðar. Flug sé nánast eini samgangna- kosturinn milli þessara svæða. Betri Vestfjarðaímynd Þing Fjórðungssambands Vest- flrðinga samþykkti að fela stjórn- inni áð vinna áfram að bættri ímynd Vestfjarða og veita fé til þess aö kynna Vestfirði og mál- efni Vestfirðinga. Vilja endurskoðun Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði krefst þess að laun verkafólks verði leiðrétt strax miðað við núverandi af- komu fyrirtækja og stöðu í efna- hagsmálum. Bregðist forysta ASÍ og Verkamannasambandsins ekki við hinu yfirþyrmandi óréttlæti í launamálum standi forysta verka- fólks ekki undir nafni. Hagaskóli hæstur Nemendur 10. bekkjar í Haga- skóla náðu bestum árangri á sam- ræmdum prófum i grunnskólum landsins. Þetta kemur fram í skýrslu frá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála. Kortavandi í dag Kaupmenn mega frá og með deginum í dag leggja greiðslu- kortakostnað sinn ofan á vörukaup við- skiptavina sinna. Einar S. Einarsson, for- stjóri VISA ís- land, segir við RÚV að af þessu geti skapast uggvænlegt ástand. Með í Kosovo íslendingar munu taka þátt í hugsanlegum hernaðaraðgerðum NATO í Kosovo. Þetta var ákveð- ið á ríkissrjórnarfundi á þriðju- dag. Ákveðið verður ef þar að kemur hvenúg þátttöku íslend- inga verður háttað.- -SÁ _:...¦":-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.