Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Side 4
4
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998
Fréttir
Þrír starfsmenn Technopromexport vildu ekki fara heim og eru í felum:
Hótað öllu illu
- mál Rússanna kært til dómstóla, segir Guðmundur Gunnarsson
„Þrír Rússanna vildu ekki fara
heim, enda ekkert sem biður þeirra
þar. Við erum með þá í felum, enda
hefur þeim verið hótað öllu illu af
Technopromexport. Þeir eru í góðu
og öruggu húsaskjóli hér í Reykja-
vík. Þeir eru hér á okkar vegrnn og
við erum að vinna í því að fá land-
vistarleyfi fyrir þá. Við munum
hjálpa þeim aö fá vinnu hér ef þeir
vilja,“ segir Guðmundur Gunnars-
son, formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins, í samtali við DV í gær-
kvöld um mál rússneskra starfs-
manna Technopromexport við Búr-
fellslínu.
Fimm Rússanna voru kaUaðir
fyrir fyrr í vikunni og þeim til-
kynnt af Technopromexport að
þeir yrðu sendir heim til Rúss-
lands. Þeim voru afhentir farseðl-
ar á laugardagskvöld. Þrír mann-
anna tóku ákvörðun, eftir að hafa
rætt við aðila innan Raflðnaðar-
sambandsins, um að vera áfram á
íslandi og sækja þau laun sem þeir
eiga rétt á. Tveir Rússanna fóru
hins vegar úr landi í gærmorgun
þar sem vildu halda sátt við rúss-
neska fyrirtækið og fá vinnu hjá
því áfram.
Niðurlæging Landsvirkjunar
„Mér finnst niðurlæging Lands-
virkjunar vera mikil. Henni var
skipað af félagsmálaráðherra fyr-
ir viku aö gera upp laun rúss-
nesku starfsmannanna. Það eina
sem hún gerir er að senda yfirlýs-
ingu um að allt sé i besta lagi
þrátt fyrir að við værum búnir að
benda ítrekað á að það væri ekk-
ert að marka það sem
Technopromexport segði. Við höf-
um itrekað farið fram á að sjá
þessa útreikninga sem við eigum
rétt á samkvæmt landslögum en
án árangurs. Það er ekki síður
vanvirðing við islensk stjómvöld
að ráðherra skipar Techno-
promexport á fostudag að starfs-
menn þess fari ekki úr landi fyrr
en gengið hafi verið frá launamál-
um þeirra. Fyrirtækið ákveður
samt að senda þessa menn heim.
Það er alveg ljóst að við mun-
um kæra þetta til dómstóla. Mað-
ur skyldi ætla að Landsvirkjun
standi við að sjá mn greiðslur en
ef ekki þá mun hún svara fyrir
það hjá dómstólum," segir Guð-
mundur.
-RR
Alzheimer í álverum:
Alið er ekki
sökudólgur
- segir trúnaöarlæknir í Straumsvík
„Menn héldu fyrir tiu árum að
eitthvert samband væri á milli inn-
töku á áli í drykkjarvatni og
alzheimer. En það hefur dregiö úr
þeim mnræðum, menn horfa ekki
mikið á álið sem orsök þessa sjúk-
dóms,“ sagði Andrés Sigvaldason
læknir, sérfræðingur í lungnasjúk-
dómum. Hann segir að ál sé að
fmna í vatni, grænmeti, tei og hvitu
magamixtúruimi sem nútímamað-
urinn notar í miklum mæli. Alúm-
iníum er þriðja algengasta frumefn-
ið i jarðskorpunni og er víða að
finna og menn neyta þess með fæð-
unni daglega.
„Það er afar ólíklegt að þeir sem
eru að vinna með þetta efni fái frek-
ar alzheimer en aðrir menn. Ég hef
ekki séð þessa frönsku rannsókn og
get því ekki úttalað mig um hana
sérstaklega. En almennt hefur þetta
ekki verið talið vandamál hjá starfs-
mönnum álvera,“ sagði Andrés.
Læknirinn sagði að heilbrigðisá-
stand starfsfólks ísals væri svipað
og annars staðar í þjóðfélaginu.
Einn sértækur sjúkdómur er þar þó
tíðari, asmalík einkenni sem hafa
komið upp bæði hér á landi og í er-
lendum álverum. Reynt er með öllu
móti að koma í veg fyrir að ryk og
önnur efni komist í lungu fólks.
Komi upp veikindi er reynt að verja
fólk með grímum eða að færa það til
í starfi. -JBP
Talsvert tjón varö á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík þegar sjór rann inn í
kjallara hússins í gærmorgun. Sérstakar dælur hafa verið f húsinu sem sjá
um að dæla út vatni ef það rennur inn í kjallarann en einhverra hluta vegna
varð rafmagnsbilun í húsinu og dælurnar fóru þvf ekki í gang. Slökkvilið
vann að því í gær að dæla út vatni og hreinsa til. DV-mynd S
Sumri er tekið að halla og eitt merki þess er næturfrost eins og verið hefur
á Norðurlandi. Bíleigendur á Akureyri hafa t.d. þurft að skafa af rúðum bíla
sinna áður en þeir hafa haldið til vinnu á morgnana eins og þessi bíleigandi
sem virtist þó ekki taka það mjög nærri sér. DV-mynd gk.
Ellefu kennarar í Hvolsskóla segja upp:
Stefnir í kennaraskort
- ef launakjörin verða ekki bætt
Fangelsisdómur
I fíkniefnmáli
Hæstiréttur staöfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
Theodóri Emil Pantazis. Hann var
dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir
innflutning á um 200 grömmum af
hassi til landsins.
Ákærði áfrýjaöi málinu til
Hæstaréttar. Hann fór fram á að
refsing yrði milduð og bundin skil-
orði en ákæruvaldiö fór fram á
þyngri refsingu. Ákæröi rauf skil-
orðsbundna reynslulausn sem
hann fékk árið 1996. Reynslulausn
sú tók til refsingar, sem ákærði tók
út hér á landi samkvæmt dómi,
sem kveöinn var upp í Hæstarétti í
Svíþjóð. Ákærði hlaut þá fjögurra
ára fangelsi fyrir stórfellt fikni-
efnabrot.
Ákæröi var einnig dæmdur til
að greiða allan áfrýjunarkostnað
málsins fyrir Hæstarétti. -RR
„Það er mikil óánægja meðal
kennara með launakjörin og fyrir
átta mánuðum fórum við fram á
viðræður við skólayfirvöld um
þau mál. Þeim viðræðum var hafn-
að og okkur tjáð að þau væru ekki
tilbúin að ræða við okkur. Okkur
bárust hins vegar skilaboö um að
skólayfirvöld væru reiðubúin að
koma til móts við okkur með því
að bæta vinnuaðstöðuna. Um það
er auðvitað allt gott að segja en
það dugar bara ekki til þegar
kennarar lifa ekki lengur af laun-
unum sínurn," segir Anna Fr.
Halldórsdóttir en hún hefur ásamt
tíu öðrum kennurum sagt upp
störfum við Hvolsskóla. Alls starfa
18 kennarar við skólann sem er
með tæplega tvö hundruð nemend-
ur.
Að sögn Önnu eru kennarar
orðnir langþreyttir á ástandinu
og ef ekkert verður að gert reikn-
ar hún með að margir snúi til
annarra starfa um áramótin þeg-
ar uppsagnirnar taka gildi. „Mér
hefur alltaf líkað kennarastarfið
vel en eins og staðan er nú í
kjaramálum er ég ekki lengur
viss um ég geti haldið áfram,“
segir Anna.
Formaður skólanefndar, Jón
Gunnar Jónsson, segir uppsagn-
imar hafa komið nokkuð á óvart
þar sem kjarasamningar séu í
fullu gildi. „Þessi mál eru í
ákveðnum farvegi en við vitum
ekki nákvæmlega hvað kennarar
eru að fara fram á. Við ætlum að
boða til viðræðna um þessi mál
um næstu helgi og þá sjáum við
betur hver staðan er,“ segir Jón
Girnnar.
Eggert Haukdal, oddviti Vestur-
Landeyjahrepps, segir stöðuna
vissulega alvarlega. „Það verður
að taka á þessu máli og afstýra
því að umræddir kennarar gangi
út um áramótin. Það hjýtur að
vera stóra málið í dag að finna
viðunandi lausn fyrir báða aðila,"
segir Eggert.
-aþ
Stuttar fréttir r»v
í 4. sæti í London
Gunnar Hrafn Gunnarsson og
Sigrún Ýr Magnúsdóttir náðu
þeim ágæta ár-
angri aö kom-
ast í fjórða sæti
í suður-amer-
ískum dönsum
á London Open
á laugardaginn.
Þau keppa í ald-
urshópnum
12-15 ára. Þetta er sterk keppni
þar sem 85 pör hófu leikinn. Þau
komust einnig í 12 para undan-
úrslit í standarddönsum.
Skemmst er aö minnast að þau
Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr
urðu í 5. sæti í samanlögðum ár-
angri í alþjóðlegri keppni í Dan-
mörku.
Fann sprengju og týndi
Þegar Páll Sigurðsson, bóndi í
Sauðhaga á Völlum, var að
smala fé í fyrri viku gekk hann
fram á sprengju, að öllum lík-
indum úr fallbyssu. Páll merkti
staðinn og lét lögregluna á Egils-
stöðum vita. Lögreglumaður fór
með honum á svæðið en þá fór
ekki betur en svo að sprengjan
fannst ekki. PáU segir að að öll-
um líkindum hafi hann ekki
merkt staðinn nógu vel en segist
þekkja svæðið og ætla að
glöggva sig á staðháttum áður
en hann fer aftur með lögregl-
unni í sprengjuleitina. Austur-
land greindi frá.
Ný útvarpsstöð
Ný útvarpsstöð hefur hafið
starfsemi. Nefnist hún Nær og
sendir á FM-tíðninni 104,5. Það
er fyrirtækið Almiðlun, útgef-
andi Fjarðarpóstsins, sem rekur
stööina og er henni ætlað að
verða eins konar grenndarút-
varp höfuðborgarsvæðisins.
Mim verða sent út meðal annars
frá fundum borgarstjórnar
Reykjavíkur og bæjarstjórn
Kópavogs. Til að byrja með verð-
ur samt aðalefni stöðvarinnar
tónlist ásamt umfjöllun um
menningar- og félagslíf.
Ómar forstjóri
Utanríkisráðherra hefur sett
Ómar Kristjánsson, fyrrverandi
framkvæmda-
stjóra og aðal-
eiganda Þýsk-
íslenska hf. og
Metró hf., í
stöðu forstjóra
Flugstöðvar
Leifs Eiríksson-
ar. Ómar hefur
frá því í byrjun síðasta árs verið
framkvæmdastjóri markaðs- og
kynningarsviðs Flugmálastjórn-
ar á Keflavíkurvelli. Er um að
ræða hluta af starfi sem fráfar-
andi flugvallarstjóri, Pétur Guö-
mundsson, gegndi.
Bæklingur um
skólakerfiö
Menntamálaráöuneytið hefur
gefið út á íslensku, dönsku og
ensku myndarlegan bækling þar
sem er að finna helstu stað-
reyndir um íslenska skólakerfið.
Hámarkshraði aukinn
Sýslumaðurinn í Rangárvalla-
sýslu hefur óskað eftir því við
hreppsyfirvöld á Hellu að bætt
verði við merkjum um hraðatak-
markanir bæði austan og vestan
viö Hellu þar sem hámarks-
hraða verði breytt í 70 km/klst.
þar sem áður var 50 km/klst.
Almenningur eignist hlut
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra vill sátt um sjávarútveg-
inn og segir að
ríkisvaldið geti
beitt sér með
formlegum og
óformlegum
hætti fyrir þvi
að almenningur
eignist hlut í
sjávarútvegs-
fýrirtækjum. Hann telur koma
til greina að ríkisvaldið bjóði
sérstakan afslátt vegna hluta-
fiárkaupa. Morgunblaðið greindi
frá.
-HK