Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Side 10
10 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Fréttir Gullgrafaraæði smábátamanna verður til að eyðileggja hráefni: Skemma hundruð tonna - segir Leif Halldórsson, fiskverkandi og stjórnarmaður í Landssambandi smábátaeigenda „Það er til algjörrar skammar hvernig sumir hafa hagað sér í sum- ar. Það hefur ríkt algjört gullgraf- araæði og menn hafa landað hálf- ónýtum fiski. Þeir hafa farið hálfís- lausir á sjóinn og landa síðan óslægðu sem markaðurinn er fram á miðjar nætur að slægja," segir Leif Halldórsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Patreksfirði, um háttalag sumra þeirra sjómanna sem róið hafa smábátum á daga- kerfi í sumar. Leif, sem jafnframt er stjórnarmaður í Landssambandi smábátaeigenda, segir það hart að Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, skuli verða til þess að bera upp þá réttmætu gagnrýni í DV að hand- færabátar hafi undanfarin sumur borið að landi stórskemmt hráefni. Þetta gerist í skjóli reglugerðar sem leyfir sjómönnum að bera að landi óslægðan fisk. Sjálfur segist Leif ít- rekað hafa bent á þetta en án árang- urs. Hann segir að þetta eigi ein- göngu við um þá dagabáta sem rói yfir hásumarið þegar mestu af þorski er mokað upp. Þá sé kappið meira en forsjáin og afleiðingin sú að sá þorskur sem að landi berst sé meira og minna stórskemmdur. „Ég hef ekki treyst mér til að kaupa á markaðnum fisk vegna þessa. Þaö er mesta afturfor sem orðið hefur að láta hætta að slægja á sumrin. Þama er um að ræða hundruð tonna sem eru skemmd. Þetta hefur verið að smáversna ár frá ári síðan markaðirnir tóku til starfa,“ segir Leif. Reglugerð sjávarútvegsráðuneyt- isins um að ekki yrði lengur krafist slægingar á sumrin var m.a. sett fyrir áeggjan sjómanna, sem og að- ila í saltfiskvinnslu, sem töldu að með því að fá fiskinn óslægðan að landi nýttist hráefnið þeim betur. Leif segir ekki vandasamt að slægja fisk þannig að hann skemmist ekki við þá aðgerð. Sjómenn þurfi bara að kunna til þeirra verka. Ég hef itrekað vakið athygli á þessu máli en það er ævinlega reynt að skefla skuldinni á kaupendur. Að mínu viti hefur sá sem ekki getur lært að slægja án þess að eyðileggja þunnildi og aðra fiskhluta ekkert til sjós að gera og á að fá sér annað að gera,“ segir Leif. -rt Grundarfjörður: Mikil fjölgun ferðamanna DV, Vesturlandi: í sumar hefur óvenjumikifl fjöldi ferðamanna heimsótt Grundarfjörö í sumar - mun fleiri en oftast áður, að sögn Gunnars Kristjánssonar, starfsmanns Félags atvinnulífsins í Grundarfirði. „Ferðamenn hafa komið hingað í meiri mæli á einka- bílum en áður og eiga Hvalfjarðar- göngin eflaust mikinn þátt í því. Rútur með ferðafólk hafa komið hingað nánast upp á hvem dag. Stundum nokkrar á dag. Þá hafa hjólreiðamenn verið óvenju fjöl- mennir. Síðan hafa skemmtiferða- skip komið hingaö þrisvar í sumar og verulegur fjöldi ferðafólksins komið í land. Það sem maður tekur eftir og er breyting frá því sem áður var er að þessir ferðamenn stansa hér til þess að skoða staðinn. Líta við i Gallerí- inu og á fleiri markverðum stöðum. Hótel Framnes, sem var opnað í júní , hefur líka aukið möguleika ferðafólks til dvalar hér til muna,“ sagði Gunnar við DV. -DVÓ Ferðamenn í Grundarfirði. DV-mynd Ingibjörg Torfhildur 1J« I /' X á '.,f:;”uu<cí . eíl EskiQöröur: Innbrot hjá sýslumanni rannsakað til hlítar DV; Eskifirði: Aðfaranótt sunnudagsins 28. september var brotist inn hjá sýslu- manninum á Eskifirði og í Sport- vöruverslun Hákonar Sófussonar, sem einnig er á Eskifirði, og unnar skemmdir á innanstokksmunum, auk þess sem einhverju var stolið á báðum stöðum. Einn maður var í haldi vegna málsins en hefur nú verið sleppt. Málið telst að mestu upplýst en er þó enn á rannsóknarstigi sam- kvæmt upplýsingum frá sýslumann- inum á Seyðisfirði sem fer með rannsóknina. Þýfið er að mestu komið í leitim- ar en enn er verið að meta hve mik- ið tjón var unnið. -ÞH Ekkert lát er á raftækjaþörf íslendinga. Fólki er í fersku minni lætin síðastliðinn vetur þegar hvert gylliboðið á fætur öðru dró fólk í raftækjaverslanir til kaupa á hinum ýmsu tækjum. Um helgina opnuðu BT-tölvur nýja raftækjaversl- un í Hafnarfirði og ekki stóð á Hafnfirðingum og nágrönnum að mæta til að efla raftækjakost sinn. DV-mynd Hari Aldraðir eru að nugga sér utan í verkalýðsfélög - segir Árni Brynjólfsson „Mér og fleiri þykir að sam- tök aldraðra séu að nugga sér utan í verkalýðsfélögin. Þá á ég til dæmis við Alþýðusambandið og BSRB eins og þú sérð á þess- um fundi í Kópavoginum i gær þar sem rædd voru starfslok. Starfslok eru ekki málefni aldr- aðra heldur miklu fremur verkalýðsfélaganna. Starfslok geta hreinlega ekki virkað aftur fyrir okkur sem eru svona gamlir og höfum þegar upplifað þau. Þessir menn vilja allt fyrir okkur gera en bara svo lengi sem það gagnast þeim sem enn eru í vinnu en ekki eyða neinu svo eitthvað verði eftir þegar þeir hætta. Þetta er hugsunar- hátturinn í minum augum, því miður,“ segir Árni Brynjólfsson fyrrverandi rafverktaki og virk- ur maður í Vinnuveitendasam- bandinu. Árni segir að ekki séu honum allir sammála en hann sé ekk- ert einn á báti þegar hann gagn- rýnir að Landssamband eldri borgara fluttu fyrir ári að Suð- urlandsbraut 30 sem er hús stórra verkalýðsfélaga í málm- og tréiðnaði, auk þess sem lif- eyrissjóðir verkalýðsfélaganna eru þar til húsa. Þama segir Árni að allt sé í miklu sam- krufli, starfsemi aldraðra og verkalýðsbarátta félaganna, starfsemi sem hann segir ekki eiga neina samleið. „Við þökkum stuðning hvað- an sem hann kemur en við verðum að halda okkar sjálf- stæði en það gerum við varla við þessar aðstæður,“ sagði Ámi Brynjólfsson. „Ég er hræddur við aö ef alltaf er ver- ið að miða við verkalýðsfélögin þá vilji þau auðvitað miða aldr- aða við lægstu taxtana hjá þeim,“ sagði Árni. Formaður Landssambands eldri borgara með um 8 þúsund félaga er Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Alþýöu- sambands íslands. Hann er ekki sammála Árna. -JBP M. Benz 560 SEC, árg. '86, 5,6 lítra, 8 cyl., 303 hestafla, allt rafdrifið, topplúga, centrall, læst drif, 16" Lorinser-felgur á nýjum Michelin dekkjum. Bíii í toppstandi. Verð 1.830.000. VW bjalla, hvít, snotur bjalla, árg. '98, ein með öllu, ek. 2 km. Rafdr. rúður, þjófav., samlæsing, 2000 vél, 16“ álfelgur. Meiri háttar bíll. Verð 2.150.000 staðgreltt. Toyota Rava, árg. '98, ekinn aðeins 750 km, grænsans., 5 d., sjálfsk., fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, stærri dekk. Verð 2.380.000. Funahöfða 1 Sími 587-7777 Fax 587-3433

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.