Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Side 30
f 38 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Diuuðuyui d æðahnútana Blóðsugur hafa enn einu sinni sannað gagnsemi sína fyrir læknavísindin. Nú hefur læknum á Indlandi tekist aö lækna æðahnúta með góðum árangri með því að siga blóðsugum á þá. Tímaritið New Scientist segir frá því að til- raunir hafi verið gerðar á tutt- ugu sjúklingum í Bombay og að meðferðin hafi virkað i lang- flestum tilvikum. „Vísindamennimir segja að meðferðin virki af því að igl- urnar vilji heldur hláæðablóð en súrefnisríkt blóðið sem flæðir um slagæðarnar," segir í greininni í vísindaritinu. Um tveir af hverjum þremur Bretum á fullorðinsaldri fær einhvers konar æðahnúta. Blóðusugur voru notaðar í aldaraðir gegn ýmsum kvillum. Ný rannsókn sýnir að efnasam- band unnið úr iglum geti dreg- ið úr dauðsföllum og hjartaá- föllum meðal kransæðasjúk- linga. Mýs gerðar ónæmar fyrir klamidíu Nú vildu sumir breytast úr manni í mús. Bandarískir vís- indamenn hafa fundið upp að- ferð sem gerir þeim kleift að gera mýs ónæmar fyrir kyn- sjúkdóminum klamidíu. Sjúk- dómur þessi getur valdið ófrjó- semi í konum. Talið er að að- ferðina verði hægt að brúka á mannfólkið þegar fram líða stundir. Harlan Caldwell og félagar hans við rannsóknarstofnun í ofnæmis- og smitsjúkdóma- fræði í Montana notuðu tauga- griplufrumur sem örva ónæm- iskerfi líkamans og fá það til að ráðast gegn aöskotadýrum. Tækni þessi hefur þegar verið notuð gegn nokkrum tegundum krahbameins. Caldwell varð hins vegar fyrstur manna til að beita henni gegn smitsjúkdómi. Klamidía veldur bólgu í grindarholi og getur valdið ófrjósemi, eins og áður segir. Þar að auki getur sjúkdómur- inn valdið utanlegsfóstri. Tvær nýjar stjörnur uppi á himninum Stjamvísindamenn vestur í Bandarikjunum skýrðu nýlega frá því að þeir hefðu fundið tvær nýjar stjömur og í kring- um hvora um sig era tveir dökkir hringir eða diskar. Telja þeir að þama séu hugsan- lega á ferðinni plánetukerfi í mótun. Áður hafa fundist diskar í kringum staka stjömu en þessi uppgötvun kynni að gefa mik- ilsverðar vísbendingar um hvemig risastórar plánetur myndast. Stjömumar fundust með að- stoð sérstaks útvarpsstjörnu- sjónauka í Nýja-Mexíkó. í Allir eru mennirnir bræður: Nútíma Kínverjar eru líka komnir af Afríkumönnum Því verður sennilega seint haldið fram að Kínverjum nútímans svipi eitthvað til Afríkubúa. Engu að síð- ur er það nú svo að þeir eru komn- ir af Afríkubúum, ef marka má nýj- ustu erföarannsóknir, og það þrátt fyrir að steingervingar hendi til að frammenn hafi búið í Kína. Stoðum hefúr sem sé enn einu sinni verið rennt undir þá kenningu að forfeður nútímamanna, eins og Ung hrútlömb, sem hafa verið í fóstri hjá geitum frá fæðingu, vilja síðar á lífsleiðinni fremur eiga sam- neyti við geitur, hæði félagslegt og kynferðislegt. Hið sama gildir um geithafra sem alast upp meðal kinda. Upplýsingar þessar koma fram í bréfi í tímaritinu Nature. Þar segja vísindamenn frá Barahamstofnun- inni í Cambridge á Englandi að hrútar og geithafrar verði fyrir meiri áhrifum af „mæðrum" sínum en systur þeirra. „Við sýnum fram á að tilfinninga- tengsl móður og karlkynsafkvæma hennar kunni að ráða öllu um fé- lagslegar og kynferðislegar hneigðir þessara tegunda, fremur en aðrir þættir, félagslegir eöa erföa,“ segir Keith M. Kendrick. Vísindamennirnir komu hrút- lömbum í fóstur hjá geitum frá fæð- ingu og kiðlingum i fóstur hjá ám. Ungviðið fékk þó líka að umgangast eigin tegundarhræður og systur á þeir leggja sig, hafi dreifst um heim- inn frá Afríku fremur en að þeir hafi þróast sér á báti á sama tíma á nokkrum stöðum. Vísindamennimir sem standa fyrir þessum nýju rannsóknum em L. Jin og félagar hans við erföa- fræðimiðstöð Texasháskóla í Hou- ston. í þinghók bandarísku vísinda- akademíunnar segja þeir frá því að þeir hafi rannsakað gen 28 mismun- fyrsta æviskeiðinu. Þegar fullum þroska var náð fengu hrútarnir og hafrarnir að velja hvorri tegundinni þeir vildu helst para sig með. í ljós kom að þeir vildu vera með og eiga af- kvæmi með kvendýrum af þeirri tegund sem fósturmóðir þeirra var, eöa dýmm sem litu út eins og fóst- andi þjóðarbrota í Kína og á Taívan. Rannsóknir Jins og félaga leiddu einmitt í ljós þá erföafræðilegu fjöl- breytni sem ætla mætti af fólki sem flutti búferlum frá Afríku fyrir eitt hundrað þúsund til tvö hundruð þúsund árum. „Erfðafræðilegar vísbendingar styðja ekki kenningar um sjálfstæð- an uppruna Homo sapiens, eða hins vitiboma manns, í Kína,“ segir í urmóðirin. Öll dýr sem ólust upp meö sínu eigin fólki vildu eingöngu eignast afkvæmi með kvendýmm af sömu tegund. Vísindamennimir telja niðurstöð- umar sýna að karldýrin verði fyrir meiri áhrifum af móður sinni en kvendýrin. Þá láta þeir að því liggja að niðurstöðumar renni óbeint stoðum undir ödipusarduld Sig- mundar Freuds, eða ómeðvitða löngun i kynferðislegt samband við foreldrið af gagnstæðu kyni og um leið ósk um að útiloka hitt foreldrið. „Freud hlýtur einnig að hafa fundið fyrir því þegar hann mótaði þessa kenningu að miklu sterkari tengsl vom milli sona og mæðra en mæðra og dætra. Það er vel hugsan- legt að ef þessi mjög sterku áhrif móður á son em fyrir hendi þá kjósi slíkir synir heldur konur sem líkj- ast móður þeirra. Ef eitthvað færi úrskeiðis gæti þetta kannski beinst að sjálfri móðurinni," segir Keith M. Kendrick. niðurstöðum vísindamannanna. Kenningamar um afrískan upp- runa mannsins ganga út frá því aö nútímamaðurinn hafi þróast í Afr- íku og dreifst þaðan um heiminn fyrir um eitt hundrað þúsund árum. Hugsanlegt er að einhverjir forfeður mannsins hafi áður farið á flakk en ef svo er dóu þeir allir út. Kenningin, sem keppir við Afr- íkukenninguna, gerir því skóna að Homo erectus, eða hinn upprétti maður, hafi þróast yfir í Homo sapi- ens á nokkmm stöðum. Rannsóknarhópur Jins skoðaði hluta DNA-erföaeftiisins og komst að því að allir Kínverjar eiga heilmargt sameiginlegt, þótt svæða- bundin tilbrigði séu einnig fyrir hendi. Rannsóknargögnin styðja hugmyndina um hina „afrísku Evu“ sem er formóðir alls mannkyns. Tilgátan um hina afrísku Evu var fyrst sett fram árið 1987. Samkvæmt henni má rekja allt DNA-erfðaefni mannsins til einnar og sömu kon- unnar sem liföi í Afríku fyrir um tvö hundmð þúsund árum. Blindir heyra bet- ur en sjáandi Kanadískir vísmdEunenn hafa nú staðfest það sem blindir hafa flestir hverjir vitað, nefnilega að þeir heyra betur en við hin til að bæta sér upp sjónleysið. Franco Lepore og samstarfs- menn hans við Montrealháskóla ákváðu að kanna hvað væri hæft í því sem sagt væri að önn- ur skynfæri blindra en augun væm næmari en hjá alsjáandi fólki. Fram til þessa vora ekki miklar vísindarannsóknir að baki slíkum fullyrðingum. Tilraunir voru gerðar á blindu fólki og hálfblindu ann- ars vegar og hins vegar á tveim- ur samanhurðarhópum, þar af öðram sem bundið var fyrir augun á, til að kanna fæmi þátt- takenda í að staðsetja hljóð í rými. Hver manneskja þurfti heyra að hvaðan hljóð, sem heyrðust tilviljanakennt úr sextán hátöl- urum, röðuðum í hálfhring, bár- ust. Lepore komst að því að blint fólk var jafnnákvæmt, eða jafhvelvel nákvæmara, en sjá- andi samanburðarhópurinn í að staðsetja hljóðin. „Niðurstöðumar sýna fram á að blindir einstaklingar geta þróað með sér þrívíddarmynd af rými með því að nota upplýsing- eu: sem berast þeim með hljóð- um,“ segir Lepore í grein í vís- indavikuritinu Nature. Hann heldur áfram og segir niðurstöður sínar leysa í eitt skipti fyrir öll langvarandi deil- ur um skarpari heym blindra. Vísindamennimir uppgötv- uðu einnig að blint fólk með leif- ar jaðarsjónar var ekki jafhfært í að staðsetja hljóð og þeir staur- blindu. Það skiptir því máli hversu mikil blindan er þegar bætt er fyrir hana með því að efla aðra skynjun. Lepore telur að blint fólk standi sig hugsanlega betur en sjáandi í tilraunum sem þessum vegna þess hvemig heilafrumur þess hafi verið endurskipulagð- ar til að vinna úr upplýsingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.