Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Page 32
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998
40
íþróttir unglinga
Ylfa Jónsdóttir í FH:
„Æðislegt sumar
£á
Ylfa Jónsdóttir er 14 ára og í öjálsum hjá FH. Ár-
angur hennar vakti mikla athygli í sumar. Hún setti
2 meyjamet auk þess sem hún var í boðhlaupssveit
hjá FH sem setti 2 met. Ylfa segir að ferðin meö U-20
ára landsliðinu á unglingalandskeppni Norðurlanda
sé eftirminnilegast. Af metunum stendur upp úr það
sem hún setti í 400 metra grindahlaupinu i bikar-
keppninni í haust Metið bætti hún um rúmar 2 sek-
úndur en það var orðið 15 ára gamalt. Hún er nú end-
umærð eftir gott frí og tilbúin aö takast á viö undir-
búning fyrir næsta sumar. Hún segir góðan félags-
skap og það aö sjá framfarimar heilla mest við að
vera i frjálsum íþróttum en það var fyrir forvitni sak-
ir að hún fór af stað. Þetta var æöislegt sumar og afar eftirminnilegt.
(0
E
3
ifí
■3
£
I
Ingi Sturla Þórisson í FH:
Hvetjandi árangur
Ingi Sturla Þórisson er 16 ára Hafnfirðingur og
í sumar setti hann setti meðal annars glæsilegt ís-
landsmet sveina í 300 metra grindahlaupi. Ingi
segist vera í frjáisum mest út af félagsskapnum en
bendir á vissan kost við það að æfa frjálsar sem
felst í því að fá að æfa með stelpunum. Hann seg-
ir metið vera hápunktinn í sumar en lika hafi
verið mjög gaman að fá smjörþefmn af þeim stóm
þegar hann var varamaður FH í bikarkeppninni
og svo að vinna með FH meistaramót sveina, 16
ára og yngri. Ingi segir að sumarið hafi verið
mjög gott hjá sér. Hann sé rosalega ánægður og
árangurinn sem náðist sé hvetjandi þegar farið er
aftur að byggja sig upp fyrir næsta sumar. Hugs-
unin um bætingamar hvetji hann þannig áfram við erfiðar æfrngar.
Eftirminnilegt frjálsíþróttasumar:
Islands-
met í ár
Frjálsíþróttasumarið 1998 verður
eflaust lengi í minnum haft. Auk
frábærrar frammistöðu Jóns Am-
ars Magnússonar, Völu Flosadóttur
og Guðrúnar Amardóttur og fleiri
meðal fullorðinna fóru unglingam-
ir líka mikinn í að setja met og
stóðu sig margir frábærlega. Alls
vom sett hvorki fleiri né færri en 63
íslandsmet í yngri aldursflokkum í
sumar og það er ljóst að frjálsar
íþróttir em sú grein sem er á hvað
mestri uppleið hér á landi. Það er
því ekki óvitlaust að líta yfir sumar-
ið og rifja upp þann frábæra ár-
angur sem hið unga íslenska frjálsí-
þróttafólk náði í sumar.
29 af 63 íslandsmetum voru
met hjá FH-ingum
FH átti langflest metin meðal ein-
stakra félaga í sumar, eða 29. 18
þeirra komu hjá stúikum, þar af 13
í telpnaflokki. UMSS átti heiðurinn
af 10 metum í karlaflokki, eða næst-
flestum, einu á eftir Hafnfirðingum.
ÍR átti næstflest met í heildina, eða
12. 8 af þeim komu hjá strákunum.
12 íslandsmet á einu sumri
14 ára stúlka úr Hafnarfirði, Sig-
rún Fjeldsted Sveinsdóttir, ætti að
eiga mjög góðar minningar frá
sumrinu 1998. Hún setti alls 12 met
í þremur kastgrein-
um: kúluvarpi,
spjótkasti og
sleggjukasti. I sleggjukasti og spjót-
kasti setti hún met bæði með
þyngra og léttara áhaldi og á hún
því fimm standandi íslandsmet eftir
sumarið eða flest allra.
Sveinn með íslandsmet I
flestum greinum
Sveinn Margeirsson frá Mæli-
fellsá í Skagafirði var áberandi í
metsöfnun í sumar og bætti íslands-
met í flestum greinum, eða fjórum.
Metin seti hann í 3000 m, 5000 m,
10000 m og 3000 m hindrunarhlaupi.
Hann er líklegur til að ríkja í lang-
hlaupum hér á landi á næstu árum.
Bróðir hans, Bjöm Margeirsson, er
einnig mjög öflugur og voru þeir fé-
lagar í sveit UMSS sem setti met í 4
x800 metra boðhlaupi í sumar.
Metagreinin í ár
í einni greininni í sumar voru
sett mörg met, í 300 metra grinda-
hlaupi. 6 met vora sett í fimm af
þeim níu aldurshópum sem keppt
var í. Metin fimm voru sett í
stúlknaflokki, sveinaflokki, meyja-
flokki, piltaflokki og strákaflokki.
Kastgreinar voru áberandi
Flest metin voru sett í kastgrein-
FH-ingar áttu langflest þeirra, eða 29
um, eða 27 af metunum 63. 12 voru
sett í stökkum og 10 í spretthlaup-
um. Þá voru sjö met sett í boðhlaup-
um, 4 í langhlaupum og þrjú í þraut-
um. Mikill uppgangur er í kast-
greinum eins og sjá má hjá stórefni-
legum kösturum eins og þeim Jóni
Ásgrímssyni og Sigrúnu Fjeldsted
hjá FH.
Stuðningur mikilvægur
Nú hefúr þetta unga og skemmti-
lega frjálsíþróttafólk sannað ágæti
Islandsmet félaga
ÍR .........................12
UMSS .......................10
Ármann ......................4
UFA .........................3
Fiölnir .....................2
UMSB...................... .2
Breiðablik...................1
sitt og nú þarf það stuðning frá okk-
ur til að halda áfram á beinni braut.
Aðstæður hafa þó gjörbreyst hjá
mörgum félögum og þarf ekki að
líta á annað en árangur í framhaldi
af hinu nýja og glæsilega svæði FH
þar sem flest metin komu.
Enn og aftur sannast það að
mörgum góðum hlutum er hægt að
ná með dugnaði og hjálp góðra vina.
Þetta metasumar er því kall þessa
unga og mjög svo frambærilega
fólks á að það fái þann stuðning í
næstu framtíð. -ÓÓJ
Fyrirgefðu,
Sigur-
laug
Rangt var fariö
meö nafn Sigur-
iaugar Soffíu
Friðþjófsdóttur
á ungiingasíðu
á þriðjudag og
er beðist vel-
virðingar á því.
Aldursflokka -
íslandsmet 1998
Unglineaflokkur karla (12)
Svelnn Margeirsson, UMSS .... 5
3000 m hlaup.............. 8:22,65 mln.
5000 m hlaup..............14:43,31 mín.
10000 m hlaup............31:21,48 mín.
3000 m hindrunarhl. . . . 9:05,85 mín.
Einar Karl Hjartarson, ÍR.......2
Hástökk (2)................2,18 m
Jón Ásgrímsson, FH ..............5
Spjótkast (5) ........... 72,47 m
Sveit UMSS......................1
4x800 m boðhlaup............7:58,65
(Sveinn Solvason, Bjöm Jónsson, Sveim
Margeirsson, Bjöm Margeirsson)
Unglingqflokkur kvenna (4)
Vala Flosadóttir, ÍR ............3
Stangarstökk (3)...........4,36 m
Guðleif Harðardóttir, ÍR........1
Sleggjukast ..............41,46 m
Drengir, 17 til 18 ára (9)
Sigurður Karlsson, UMSS.........5
Spjótkast (2) ............61,83 m
Stangarstökk...............4,01 m
Tugþraut................. 6553 stig
Tugþraut, drengjaáhöld . . . 6843 stig
Einar Karl Hjartarson, ÍR.......2
Hástökk (2)................2,18 m
Óðinn Björn Þorsteinsson, ÍR . . 2
Kringlukast, 1,75 kg..... 50,55 m
Kringlukast, 2 kg........ 50,56 m
Stúlkur, 17 til 18 ára (3)
Silja Úlfarsdóttir, FH .........1
300 m grindahlaup ......44,61 sek.
Sveit FH .......................2
4x200 m boðhlaup .... 1:47,99 mín
4x400 m boðhlaup .... 4:00,39 min
(Silja Úyarsdóttir, Eva Rós Stefánsdóttir,
Hilda G. Svavarsdóttir, Yifa Jónsdóttir)
Sveinar, 15 til 16 ára (9)
Vigfús Dan Sigurðsson, ÍR .... 2
Sleggjukast, 7,26 kg...... 36,63 m
Sleggjukast, 4 kg......... 52,93 m
ívar öm Indriðason, Ármanni . 2
400 m hlaup ............51,18 sek.
300 m grindahl. . . 40,02 sek. (slegið)
Ingi Sturla Þórisson, FH........1
300 m grindahl.............. 39,98 sek.
Jónas Hlynur Hallgrimsson, FH 1
Tugþraut ................ 5508 stig
Sveit FH ........................3
4x100 m boðhlaup............ 46,43 sek.
(Ingi Sturla Þórisson, Óttar Jónsson,
Björgvin Vikingsson, Egill Atlason)
4 x 800 m boðhlaup .... 8:35,50 mín
(Jón Kristinn Waagfjöró, Daói Rúnar
Jónsson, Björgvin Wdngsson, Ásgeir
Helgi Magnússon)
1000 m boðhlaup....... 2:07,50 min.
(Ingi Sturla Þórisson, Daði Rúnar
Jónsson, Björgvin VUtingsson, Egill
Atlason)
Meviar, 15 til 16 ára (2)
Ylfa Jónsdótdr, FH...............2
300 m grindahlaup........ 45,50 sek.
400 m grindahlaup........64,13 sek.
Piltar, 13 til 14 ára (5)
Amór Sigmarsson, UFA ............3
80 m grindahlaup (2) .... 11,84 sek.
Langstökk.....................6,11 m
Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni . . 2
300 m grindahlaup ..... 45,35 sek.
Stangarstökk..................3,03 m
Telvur, 13 til 14 ára (17)
Sigrún Fjeldsted, FH...........12
Spjótkast, 600 g (4)....... 44,20 m
Spjótkast, 400 g (3)......48,11 m
Sleggjukast, 4 kg (3).... 27,44 m
Sleggjukast, 3 kg ....... 33,56 m
Kúluvarp, 3 kg ...........11,22 m
Hallbera Eiríksdóttir, UMSB ... 2
Kringlukast, 600 g (2) 35,05m (slegið)
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni . . 1
Kringlukast, 600 g....... 35,69 m
íris Svavarsdóttir, FH..........1
Hástökk ...................1,65 m
Anna Heiða Gunnarsd., Árm. . . 1
Stangarstökk..................2,10 m
Strákar, 12 ára og vneri (2)
Óli Tómas Freysson, FH..........1
300 m grindahlaup........ 52,57 sek.
Sveit Breiðabliks...............1
1000 m boðhlaup.......2:42,10 mín.
(Magnús V. Gíslason, Sigúrjón
Böðvarsson, Helgi M. Finnbogason,
Stefán Guömundsson)
Flest einstaklinesmet
Sigrún Fjeldsted, FH...........12
í telpnaflokki
Jón Ásgrímsson, FH ..............5
i unglingaflokki
Sigurður Karlsson, UMSS.........5
í drengjaflokki
Einar Karl Hjartarson, ÍR.......4
í unglinga- og drengjaflokki
Sveinn Margeirsson, UMSS .... 4
í unglingaflokki