Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 37
X>v MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 45 Anna María Guömann viö eitt verka sinna. Um helgina opnaði Amí (Anna María Guðmann) sýn- ingu í Bílar & list við Vega- mótastíg 4. Reykjavík, og ber hún yflrskriftina Ljóð. Við- fangsefnið er ástin og dauðinn og þær tiffmningar sem tengj- ast því. Anna María útskrifað- ist úr Myndlistarskólanum á Akureyri 1995 og er þetta sjö- Sýningar unda einkasýning hennar. Um sýningu sína segir Anna: „Sýningin er tileinkuð eigin- manni mínum, Þóri Jóni Guð- laugssyni, sem ég elska ákaf- lega mikið en hann dó fyrir tæpum þremur árum. Umfjöll- unarefnið er ást og dauði. Tveir meginþættir sem hafa afger- andi áhrif á allt okkar líf og geta jafnt eyðilagt eða byggt upp. Við höfum að einhverju leyti val um hvemig við vinn- um úr þeim málum. Dauðinn er ekki endilega slæm upplifun, stundum getur hann verið mjög velkominn og í rauninni er þetta bara kveðjustund þang- að til við hittumst aftur.“ Sýningin stendur til 22. októ- ber og er opin mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnu- daga 14-18. Veður á Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig- á 12 tíma blll 14 c° 12 mán. þri. miö. fim. fös. Úrkoma -á 12 tíma bill mán. þri. miö. fim. fös. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Rafmagnsmaðurinn Listaklúbburinn tekur til starfa í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og verður síðan uppákoma alla mánu- daga í vetur. Þeir sem ríða á vaðið í kvöld em Bandamenn sem lesa upp úr bréfasögunni Rafmagnsmaður- inn - Nú birtir í býlunum lágu, eft- ir Svein Einarsson en bókin kemur út nú í haust. Þetta er saga frá fyrstu áratugum aldarinnar og segir frá ungum bóndasyni sem vill læra til rafmagns, kemst utan og verður Skemmtanir rafmagnsverkfræðingur í Berlín. Sögu hans og ferli er lýst í bréfum milli hans og foreldra hans sem selja af sér kotið svo hann geti lært. Umsjón með verkinu hefúr höf- undurinn, Sveinn Einarsson, en leikhópurinn Bandamenn les. Þann hóp skipa Ragnheiður Elfa Amar- dóttir, Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, Felix Bergsson, Jakob Þór Ein- arsson og Stefán Sturla Sigurjóns- son. Dagskráin hefst kl. 20.30. Upplesturinn er í höndum Bandamanna sem eru á myndinni ásamt Þórunni Magneu Magnúsdóttur. Veðríð í dag Rigning og skúrir Suður af írlandi er minnkandi lægðarsvæði sem þokast suðaustur en 1030 millíbara háþrýstisvæði er norðaustur af landinu og þokast það til austurs. Skammt norðaustur af Hvarfi er vaxandi 995 millíbara lægð á norðausturleið. Suðaustankaldi eða stinnings- kaldi, víða allhvass eða hvass, verð- ur vestan til fram eftir degi. Rigning og súld verður um sunnan- og vest- anvert landiö en annars skýjað að mestu en snýst í suðvestankalda með skúmm vestanlands seint á morgun. Hiti verður 5 til 14 stig, hlýjast norðan- og austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvasst á suðaustan og rigning fram eftir degi en snýst í suðvestan- kalda með skúmm seint á morgun. Hiti verður 6 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.44 Sólarupprás á morgun: 07.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.01 Árdegisflóð á morgun: 06.22 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri hálfskýjaó 2 Akurnes léttskýjaó 6 Bergsstaðir skýjaö 6 Bolungarvík alskýjað 5 Egilsstaöir 4 Kirkjubœjarkl. skýjað 5 Keflavikurflugvöllur súld 7 Raufarhöfn skýjaö 5 Reykjavík skýjaö 7 Stórhöfði skýjaö 6 Bergen léttskýjaö 10 Kaupmannahöfn ringing 8 Ósló léttskýjaö 10 Algarve skýjaö 20 Amsterdam þokumóöa 9 Barcelona skýjaö 19 Dublin alskýjaö 12 Halifax léttskýjaö 7 Frankfurt skýjaó 9 Hamborg alskýjaö 6 Jan Mayen skýjað 2 London skýjaö 12 Lúxemborg skýjaö 7 Mallorca skýjaö 24 Montreal léttskýjaö 5 New York skýjaö 11 Nuuk skýjaö 5 Orlando þokumóöa 23 París alskýjaö 11 Róm skýjaö 20 Vín skýjað 9 Washington þokumóöa 11 Winnipeg heiöskírt 6 Sifjaspell í kvöld kl. 20.30 verður leikþáttur- inn Þá mun enginn skuggi vera til sýndur í Óháðu kirkjunni, Háteigs- vegi 56. Er þetta 30 mínútna einleik- ur, leikinn af Kolbrúnu E. Péturs- dóttm. Leikhús Fjallar hann um sifjaspell og af- leiðingar þess þar sem kona, stödd í kirkju, stendur frammi fyrir sárs- aukafúllu og tilfinningaríku upp- gjöri við föður sinn sem misnotaði hana í æsku. í upphafi verða lesin ljóð eftir þolendur kynferðislegrar misnotk- unar og eftir leikþáttinn verða fyrir- spumir og umræður við höfúnda verksins, þær Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu. Leikstjóri er HHn Agn- arsdóttir. Allir em velkomnir og er aðgangur ókeypis. Kolbrún E. Pétursdóttir leikur í einleiknum Þá mun enginn skuggi vera til. Alexander Breki eignast systur Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 31. ágúst síðastliðinn kl. Barn dagsins 18.30 Hún var við fæðingu 4100 grömm og 54 sentí- metrar. Foreldrar hennar era Margrét Rut Jóhanns- dóttir og Jón Gunnlaugs- son. Hún á einn bróður, Alexander Breka. Talandi páfagaukurinn ásamt besta vini sínum, Marie. Paulie Háskólabíó hefur að undan- fömu sýnt fjölskyldumyndina Paulie. Paulie sem er páfagaukur er öðruvísi en aðrir talandi páfa- gaukar, sem eru fyrst og fremst eftirhermur, hann getur talað og hugsað. Það sem er hans helsti galli er að hann veit aldrei hvemær hann á að þagna og held- ur því uppi eintali í tíma og ótíma. Oftar en ekki lendir hann í vandræöum út af talandanum í sér. Besti vinur Paulie og fyrsti eigandi hans er lítil stúlka, Marie, og hefur ////////Z Kvikmyndir Paulie reynst henni betri en enginn við að lagfæra stamið í henni. Þegar foreldrar Marie fmnst þau vera orðin ein- um of náin ákveða þau að senda Paulie í burtu. Paulie er samt ekk- ert á því aö yfirgefa einu mann- eskjuna sem hann elskar, strýkur úr prísund sinni og leitar uppi Marie. Lendir hann í miklum æv- intýrum í þeirri leit sinni. - Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Hope Floats Bióborgin: Hestahvíslarinn Háskólabíó: Dr. Doolittle Kringlubíó: Björgun óbreytts Ryan Laugarásbíó: The Patriot _ Regnboginn: Phantoms Stjörnubíó: The Mask of Zorro Krossgátan Lárétt: 1 buxur, 5 svip, 8 farfi, 9 þegar, 10 áköf, 11 ráf, 13 rákir, 15 hjálpfús, 17 hás, 19 nálægu, 21 fæddi, 22 svara. Lóðrétt: 1 andvari, 2 tröll, 3 hratt, 4 svalinn, 5 sver, 6 aur, 7 kind, 12 ánauð, 14 lærling, 15 æxlunarfmma, 16 kvenmannsnafti, 18 fisk, 19 mönd- ull. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hraka, 6 sæ, 8 víl, 9 ýlir, 10 of, 11 dróg, 13 fargaði, 15 tá, 17 arð- ur, 19 bað, 20 eina, 22 raftar. Lóðrétt: 1 hvoft, 2 rífa, 3 aldraða, 4 kýr, 5 al, 6 sigð, 7 æmir, 12 óaði, lí- gref, 16 áar, 18 una, 21 ar. Gengið Almennt gengi Ll 02. 10. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tolloengi Dollar 68,340 68,680 69,600 Pund 116,580 117,180 118,220 Kan. dollar 44,070 44,350 46,080 Dönsk kr. 10,9800 11,0380 10,8700 Norsk kr 9,2480 9,2990 9,3370 Sænsk kr. 8,7080 8,7560 8,8030 Fi. mark 13,7060 13,7870 13,5750 Fra. franki 12,4530 12,5240 12,3240 Belg. franki 2,0232 2,0354 2,0032 Sviss. franki 50,5900 50,8700 49,9600 ■ Holl. gyllini 37,0100 37,2300 36,6500 Þýskt mark 41,7600 41,9800 41,3100 it. lira 0,041920 0,04218 0,041820 Aust. sch. 5,9310 5,9670 5,8760 Port. escudo 0,4067 0,4093 0,4034 Spó. peseti 0,4914 0,4944 0,4866 Jap. yen 0,510200 0,51320 0,511200 írskt pund 103,230 103,870 103,460 SDR 94,610000 95,17000 95,290000 ECU 82,0400 82,5400 81,3200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.