Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 Spurningin Átt þú eitthvert áhugamái? Smári Stefánsson nemi: þróttir. Magnús Sveinbjömsson nemi: Nei. Ama Þórey Kristjánsdóttir, 12 ára: Spila á hljóðfæri. Gréta Björk Kristjánsdóttir nemi: Gæludýr og að spila á hljóð- færi. Lilja Dröfn Gylfadóttir, 12 ára: Frjálsar íþróttir. Berglind Ýr Sveinbjömsdóttir, 12 ára: íþróttir. Lesendur Hórmang - ný hagvaxtargrein? Erlendar fatafellur í Reykjavfk. - Löggilt listgrein eöa vanþróuö kynfræðsla? Þorsteinn Guðjónsson rithöf. skrifar: Sú fregn var oss ný- lega flutt, auðtrúa borg- urum, að ísland væri að mestu „laust viö spill- ingu“. Vissulega var þetta ánægjuleg frétt, meðan við trúðum henni. En eflaust var þetta með spillinguna eitthvert sértæknilegt orðalag, hafi fréttin ekki verið marklítill tilbún- ingur, eins og sumar fréttir sýnast vera. Trúverðugri þykir oss sú frétt, sem kom í útvarpi 3. okt. að komin væri upp fjögur hóru- hús í Reykjavík, sem stundi skipulagðan „rekstur", og útlistaðar aðferðir þeirra. Var get- ið tilraunar borgarfull- trúa eins til að þrengja að athæfl þessu. Það hefði mátt ætla, að ein- dregið fylgi væri viö að koma lögum ytlr lög- bijóta, en svo var ekki: Borgarfulltrúi nokkur vildi hafa „frelsi" í þeim efnum - þ.e. gera hóruhúsarekstur að opinberri at- vinnugrein hér á landi. - Gæti ver- ið, að hann eigi von á þingfylgi fyr- ir lagabreytingu í þessa átt? Það var líka kynlegt mál sem kom upp fyrr á þessu ári um hús eitt ekki vel þokkað - með öðrum orðum: óþokkabæli. Hafði dólgur nokkur verið kærður af einum „starfskraft- inum“ fyrir misþyrmingar og kúg- un. Leiddu lögregluþjónar hann inn á stöð sína sem er þama rétt hjá. Var nú ekki hávær fréttaflutning- ur af því máli næstu vikumar á vom frjálsa íslandi. Er nú eftir að sjá hvað gerist. Löggilding starfsem- innar í þessum húsum væri átakan- leg vísbending um á hvaða leið við emm. Tel þó víst, að almenningur sé ekki hlynntur áframhaldandi þróun þessara mála, ef hann fengi nokkru um ráðið. Má nú ekki láta sér detta í hug að pukrið ógurlega um skýrslu sænska lögreglumannsins hér á landi á dög- unum, sé af skyldum rótum mnnið og þessi óþokkamál sem hér hefur verið drepið á og voru á döfinni um sama leyti og hann var hér á landi? - Það er svo mín skoðun, að áður- nefndu „húsin" fjögur séu eins og krabbameinsæxli á þjóðarlíkaman- um, sem skera verði burt hiö bráð- asta, og sérhver töf á því vítaverð. Forystugreinar í DV um heilbrigðismál: Frekari úttekt, takk Lesandi skrifar: Oft hafa leiðarar Jónasar Krist- jánssonar vakið athygli mína og nú síöast leiðari þann 1. okt. sl. er fjallaði um heilbrigðisráðuneytið. Sérstaklega eru mér tvær máds- greinar í honum mér minnisstæð- ar og leyfi ég mér að vitna í þær hér. Sú fyrri hljóðar þannig: „Víða úti á landi era elliheimili rekin undir yfirskini sjúkrastofnana óg á kostnað heilbrigðisgeirans, þótt slík starfsemi eigi heima annars staðar. Þetta er gert að undirlagi óprúttinna pólitíkusa, sem eru aö reyna að hlaða framkvæmdum og rekstri í kjördæmi sín.“ Sú seinni hljóðar þannig: „Dæmigert er svo, að þetta lélega ráðuneyti skuli ekki geta undirbú- ið ráðherra sinn til að koma sóma- samlega fram fyrir hönd þess, þeg- ar mikið liggur við.“ Þarna er kveðið fast að orði og tel ég aö lesendur leiðarans og blaðsins eigi inni hjá blaðinu nán- ari umfjöllun um þessi tvö atriði í leiðara Jónasar. Lengi hafa margir vitað um óhóflegan rekstur sjúkra- húsa um þetta, einnig vegna kom- andi kosninga í vor og frammi- stöðu ýmissa þingmanna í þessu máli. Ég vona að þetta verði tekið til athugunar. Bólusetningar duga flestum Guðjón Guðmundsson skrifar: „Fellur þú næst?“ er yflrskrift á fræðslubæklingi Landlæknisemb- ættisins og Félags ísl. heimilis- lækna, og gefinn hefur verið út til almennings nú á haustdögum. Ekki beinlínis uppörvandi fyrirsögn, en þar er að finna upplýsingar um bólusetningu gegn lungnabólgu og inflúensufaraldri sem við eigum alltaf von á hér á landi þegar líða tekur á árið. Hvers vegna það er hef ég aldrei skilið. Ég hefði haldið að smitsjúkdómar bærust hingað helst með öllum feröamönnunum sem þjónusta allan sólarhringinn Aðelns 39,90 MÍBÚtan eða hringið í síma \ví^O 5000 'tnriíilli kl. 14 og 16 Fólk ætti að notfæra sér það góða heil- brigðiskerfi hér sem felst m.a. í að sjá landsmönnum fyrir ódýrri vörn gegn hættu- legum umgangspestum. hingað koma og þegar landinn fer í ferðir til sólarlanda. Ég hef góða reynslu af sprautum gegn inflúensu og eins slæma reynslu þegar ég, eitt árið, lét ekki sprauta mig fyrir pest- inni. Ég hvet fólk til að nota tækifærið úr því það gefst, að láta sprauta sig gegn þeim stofnum flensunnar sem helst er að vænta hingað. Fólk um og yfir 60 ára aldur, stenst mun síöur sífelld veik- indi af völdum inflúensu og á mun lengur í slíkum veikind- um. Sprauta gegn lungnabólgu er hins vegar sögð duga í allt að 5 ár og það er þess virði að borga fyrir vöm gegn þeirri vá sem höstug lungnabólga getur orðið. Staðreynd er að langflestir eldri borgarar lát- ast af völdum lungnabólgu á einhveiju stigi og því er vöm gegn henni sjálfsögð fyrir þá sem annt er um heilsu sína. Bólusetning dugar flestum vel og því ætti fólk að not- færa sér það góða heilbrigðis- kerfi hér sem felst m.a. í að sjá landsmönnum fyrir ódýrri vöm gegn hættulegum umgangspestum. Þingmenn van- hæfir í kjör- dæmamálinu Guðjón Árnason hringdi: Kjördæmaskipanin hér á landi er það mál sem ekki má fyrir nokkurn mun láta undir höfuö leggjast að breyta. Auðvitað er vægi atkvæða í landinu það sem máli skiptir og nú- verandi misvægi verður að eyöa. Það er hugsanlega í lagi að skipa þing- menn í nefnd til að gera tillögur um breytta kjördæmaskipan og tillögur tO kosninga tO Alþingis, en heldur ekki meir. - Þingmenn em gjörsam- lega vanhæfir tO að fjalla nánar um málið svo nokkurt vit sé í. Þótt flokk- arnir hafi sett fram hugmyndimar að breyttri skipan, er niöurstaðan mála- miðlun milh sjónarmiða. Nú eiga aðrir þar tO bærir menn að taka viö. Brecht ekkert án Kurt Weil Sveinn Sveinsson skrifar: Skáldið Bertold Brecht hefur verið tO umræðu undanfarið vegna flutn- ings á verkum hans í Ríkisútvarpi hljóðvarpi og nú aftur barst hann í umræðuna í fyrsta Mósaik-þætti Sjónvarps sl. miðvikudagskvöld. Þar söng Sif RagnhOdardóttir frábærlega eitt laga Kurts WeOs við texta Brechts. SannleOturinn er hins vegar að leikskáldiö Brecht er ekkert án Kurts WeOs. Það er hann sem samdi hin ódauðlegu lög við texta Brechts. Texti Brecths var meitlaður og markviss fyrir hans samtíð en hefur mun minna vægi í dag. Hinar sér- stæðu tónsmíðar Kurts WeOs halda hins vegar veUi og því má sífeUt færa upp verk Brechts. En Kurt WeU er ávaUt í undirmeðvitund áheyrenda. Dái Margréti Frimannsdóttur Guðrún Hansdóttir skrifar: Mig langar tO að koma á framfæri aðdáun minni á Margréti Frímanns- dóttur alþingismanni. Mér fmnst hún bera af öðmm konum í stjóm- málum, að þeim þó aUs ólöstuðum. Margrét fmnst mér vera réttlát í mál- flutningi sínum, hún er gáfúö og yf- irveguð í framsetningu orða sinna og ákveðin en sanngjöm. Það er ekki hægt annað en bera traust tO hennar sem stjómmálamanns. Hún er kona sem kveður að. Gott væri að fá hana í stól forsætisráðherra að næstu kosningum afstöðnum. Forseti Hæsta- réttar ekki til viðtals? Oddur hringdi: í fréttum Stöðvar 2 sl. miðviku- dagskvöld var frétt um ummæli for- sætisráðherra varðandi Guðmundar- og Geirfmnsmálið, þar sem fram kom hjá honum að í endanlegum dómi hefðu veriö framin eitt eða fleiri dómsmorð svoköUuð. Fréttm greindi frá því að reynt hefði verið að ná sambandi við forseta Hæsta- réttar en hann hefði ekki verið tU viðtals um málið. Þetta er ótækt af svo háttsettum embættismanni í okkar þágu og á launum frá skatt- greiöendum. Þetta gengur ekki í nú- tímasamfélagi. Harðari refsingar fyrir ofbeldisverk Kristinn skrifar: Fólki hryUir við því að saklaust fólk skuli barið i götuna og sparkað í andlit þess varnarlaust. Refsingar fyrir ofbeldisverk era aUtof vægar, og myndbirtingum á skUyrðislaust að beita. Þær eru líklega áhrUaríkari refsing og meira fyrirbyggjandi en margir gera sér grein fyrir. Því mið- ur er lögreglan ekki nægUega mikið á ferðinni og sýnileg borgurunum. Útilokað er að Reykjavík verði menningarborg Evrópu árið 2000 þegar illmenni vaða um götur og hverfi hennar án afskipta lögregl- unnar, eða refsinga, svo vægra, að Ulþýðið hlær að. Er verið að bíða eft- ir að borgaramir taki sjálfir til hend- inni við refsingar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.