Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 21
20 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 29 Fréttir i»v Fréttir Kötlugosinu 1755 fylgdu þrumur og eldingar: Eldingar bönuðu tveimur Að minnsta kosti 17 Kötlugos frá landnámi. Gosin hafa stækkað ísland um 40 ferkílómetra frá landnámi í dag - mánudaginn 12. október - eru 80 ár frá því Katla í Mýrdalsjökli gaus síöast. Núver- andi goshlé er þaö lengsta á seinni öldum. Þaö sem kemur nœst er gosiö 1580 þegar hlé var í rúmlega 67 ár. í annálum hafa fundist, svo öruggt sé, 17 gos frá landnámi en líklegt má telja að þau séu fleiri - jafnvel 20. Þekking á Kötlu hefur aukist mjög síðustu tvo áratug- ina. Með kortlagningu og íssjá hafa jöklafrœöingar fundiö út aö gríöarmikil askja tilheyrir eldstöðinni. í greinunum í opnunni er rœtt viö tvo eldri íbúa í Mýrdal sem muna gosið 1918 vel. Þá er viðtal við Pál Einarsson jaröeölisfrœðing og sagt frá Kötlugosum. Viötölin og 'O/óf //: úrval no-faSra bíla af öJJu*n s-fær&uw 03 3er*uw! Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hœgt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum greinarnar eru eftir Njörð Helgason, fréttaritara DV í Vik í Mýrdal. -hsím Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 viö ströndina hjá Vík og í nágrenni. Talið er að hámarksrennsli í Kötluhlaupum komist yfir 100.000 rúmmetra á sekúndu og jafnvel upp í 200.000 rúmmetra. Þess má geta að í stórum Skeiðarárhlaupum fer hámarksrennsl- ið vart yfir 40.000 rúmmetra á sekúndu. Heiidarvatnsmagn í Kötluhlaupum er þó talið minna en í Skeiðarárhlaupum. Kötlu- hlaup ná hámarki strax á fyrstu klukkustundum hlaupsins og vara að jafnaði skamman tíma, en Skeiðarárhlaup standa yfir- leitt yfir í tvær vikur. Kötluhlaup eru samsett af vatni, vikri, aur og miklum jakaburði. Breytingar á landslagi Þau hafa breytt landslaginu á Mýrdalssandi mikið frá land- námi, hækkað sandinn og fært hann fram. Landauki á vestur- sandinum eftir að land byggðist er talinn nema meir en 40 fer- kílómetrum. Eftir miðjan vetur 1918-19 var landaukinn á Mýr- dalssandi mældur og þá hafði þegar gengið af honum en þá reyndist landaukinn vera 1000 faðmar. Nú, þegar liðin eru 80 ár frá siðasta gosi í Kötlu, ætla menn að fari að líða að því að hún fari að láta til sín taka. Hvenær það verður er ógemingur að spá um. Umbrotin í Vatnajökli árið 1996 kenndu mönnum eitthvað um hegðun eldgosa undir jökli en Kötlugos og afleiðingar þeirra geta átt eftir að koma mönnum jafnmikið í opna skjöldu og áður. í Vík og nágrenni er til mikil neyðaráætlun ef til tíð- inda dregur til að fólki stafi ekki eins mikil ógn af hamfórun- um. Það er líka þétt net jarðskjálftamæla allt umhverfis Mýr- dalsjökul sem mæla allar hreyfingar þar. Það ætti því að geta verið meiri fyrirvari en áður fyrr á öldum ef Katla fer að bæra á sér. -NH Skjálftahrina undir jöklinum: Þekking á Kötlu hefur aukist SunGuard sól- og öryggisfilma DV.Vík: Katla og Kötlugos era Skaftfell- ingum oft ofarlega í huga enda hef- ur Katla verið þeim erfiður ná- granni i gegnum tiðina og eytt heil- um byggðarhverfum. Hefur hún grafið tún og haga í djúpt öskulag og flóð hennar valdið miklum búsifium og eyðileggingu. Kötlugos virðast hafa hrellt íslendinga allt frá landnámi. Þekkt er saga Landnámabókar um deilur landnámsmannanna Þrasa í Skógum og Loðmundar í Loðmundarhvammi - Sólheimum - sem beindu vatnahlaupi hvort til annars með fiölkynngi. í gjóskulagarannsóknum hefur sést að mikið Kötlugos hefur orðið á timabilinu 950-1050, þó líklega um árið 1000. Sigurður Nordal skýrði jarteiknasögu um Þang- brand kristniboða, sem segir frá því að hann týndi hesti sínum í jörð niður á Mýrdalssandi, en bjargaðist sjálfur, svo að hesturinn hafi sokkið í jakaker eftir jökulhlaup. Þess konar jakaker ættu að vera þeim sem komið hafa á Skeiðarársand eftir Gríms- vatnahlaupið haustið 1996 minnisstæð en í farvegi Gígju mátti sjá mörg slík jakaker. í annálum hafa fundist svo öruggt megi Mýrdalsjökull og Katla. Myndin er tekin frá Brekkum í Mýrdal. telja 17 gos frá landnámi, en liklegt má telja að þau séu fleirri - jafnvel um 20. Núverandi goshlé er það lengsta á seinni öldum eða 80 ár. Annað lengsta goshlé frá 1580 er 67,5 ár. Nær öruggt er að smá- gos hafi verið í Kötlu árið 1955 þegar hlaup kom í Múla- kvísl og brú á Múlakvísl tók af. Það gos náði þó ekki upp úr jöklinum en þar uppi sáust tveir stórir sigkatlar eftir hlaupið. Þau Kötlugos sem þekkt eru virðast hafa verið með svipuðum hætti. Lengd þekktra gosa er frá háifum mánuði upp í fimm mánuði. Svo virðist sem undanfari hinna sýnilegu gosa séu ailsnarpar jarðhræringar sem vart verður nokkrum klukkustundum áður en gos- ið kemur upp úr jöklinum. Það virðist oft standa að jöfnu, að þegar gosið nær upp úr jöklinum brýst flóðið fram á sandinn. Yfirleitt koma Kötlúhlaup fram á Mýrdals- sandi en þekkt eru hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi sam- fara Kötlugosum og jafnvel að hlaup hafi komið fram í Markarfljóti. Gosmekkinum og öskufallinu fylgja miklar þrum- ur og eldingar. í Kötlugosinu 1755 urðu eldingar tveimur mann- eskjum að bana í Svínadal í Skaftártungu. Kötluhlaupin sjálf eru gríðarlegar hamfarir og þau hafa átt mikinn þátt í landmótun DV-mynd GVA sem voru á leið yfir sandinn hafði verið sagt að þeir gætu áð í sæluhúsi í Hafurs- ey og fengið sér kaffitár. Þeir ákváðu hins vegar að halda áfram fór sinni vest- ur yfir sandinn og stoppa ekki í Hafurs- ey og þegar þeir eru nýlega komnir yfir ána og upp í heiðina ofan við hana féll flóðið fram sandinn fyrir aftan þá,“ sagði Þorgerður. Kötlugosið hafði ekki mikil áhrif á bú- skap í Mýrdal en austan sands urðu meiri búsifiar af völdum þess. „í Álfta- veri lögðust af jarðir og upp úr því var hætt að búa í Svartanúpi sem var innsti bær í Skaftártungu og Búlandssel fór í eyði,“ sagði Þorgerður. Hún segist ekki muna eftir neinum eftirstöðvúm og með- an á gosinu stóð hafi ekki verið neinn óskapagangur í fólki. Allir hafi verið ró- legir þegar þetta var afstaðið en þetta var allt mikil upplifun. -NH Var 17 ára, þegar Katla gaus 1918: Sást ekki handa- skil í öskufallinu segir Þorgerður Einarsdóttir DV.Vík: Þorgerður Einarsdóttir er fædd á Reyni í Mýrdal 28. mars 1901. Hún var því orðin 17 ára þegar Katla gaus 1918 og man vel eftir gosinu. „Það fyrsta sem ég varð vör við þar sem ég var við borð að ganga frá þvotti og allt í einu fór allt af stað á borðinu - fram og tO baka. Hús- móðirin sem ég var að vinna hjá vildi í fyrstu ekki trúa mér en rétt eftir að jarð- skjálftinn reið yfir kom heimilisfaðirinn, Þorsteinn Þorsteinsson, sem var kaup- maður í Vík, heim og sagði að það hefði hrunið úr hillunum í búðinni hjá honum í jarðskjálftanum," sagði Þorgerður Ein- arsdóttir. Hún býr nú á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal. Haustið 1918 var hún i vinnumennsku hjá Þorsteini kaupmanni í Vík og Helgu Ólafsdóttur, konu hans, í húsi því sem í dag er þekkt- ast undir nafninu Brydebúð. „Þetta voru einu jarðskjálftamir sem við fundum niður í Vík en það höfðu víst fundist ein- hverjir skjálftar fyrr um morguninn uppi í Heiðardal sem er nær jöklinum. Vík í Mýrdal var vaxandi þéttbýlisstaður árið 1918. íbúar i þorpinu voru þá skráðir 251 og hafði fiölgað um 120 frá 1910 og 205 frá aldamótum. Þorpið myndaðist við sjóinn þrátt fyrir hafnarleysi og erfiða aðstöðu til sjósóknar. Á seinni hluta síðustu ald- ar var farið að stunda verslun í Vík. Þar reisti hin danska Brydeverslun fyrstu verslunarhús sín 1889, en Vík hafði verið löggilt sem verslunarstaður 1887. Upphaf verslunar í Vik má þó rekja til ársins 1884 þegar Halldór Jónsson í Suður-Vík fékk fyrstu vörusendinguna á Víkur- sand. Halldór stofnaði siðan verslun í Vík og var Halldórsverslun rekin þar til ársloka 1950. Rétt eftir að íbúar í Mýrdal fundu jarðskjálftana bárust fréttir af því að mikið flóð væri að brjótast niður Mýr- dalssand og á svipuðum tíma urðu menn varir við að umbrot voru hafin uppi á jöklinum. Þorgerður segir að fólk í Vík hafi tekið þessum umbrotum með jafnað- argeði og segist ekki muna eftir því að nein skelfing hafi brotist út á meðal íbúa. Hún segir að flóðið hafi gengið svo fljótt yfir og ekki hafi orðið nein ógn af því í Vík. Sjór hafi verið lágdauður og hann hafi ekki gengið langt upp á land undan flóðinu. Kötlugos verða undir jökli og þegar það nær upp úr jöklinum verður þeytigos með mikiili gjóskumyndun. Fyrsta gosdag- inn var vestanátt og lagðist mökkurinn yfir Skaftártungu og þar varð talsvert öskufall þá. í Mýrdal gerði nokkrum sinn- um öskufall í gosinu „Sérstak- lega man ég eftir tveimur dög- um sem var öskufall. Þá var dimmt. Það sást ekki handa- skil,“ sagði Þorgerður. Afleið- ingar öskufallsins voru þó nokkrar, öskulagið lá yfir öúu og tók fyrir alla beit. Askan eyddi tönnum dýra „Eftir á varð féð svo illa tennt, askan eyddi upp tönnunum í sauð- fénu og menn urðu sums staðar að farga töluverðu af fé vegna heyleysis. Sumarið eftir var líka erfitt tO heyskapar vegna þess að sandurinn eyddi fljótt biti úr ljá- um hjá bændum," sagði Þorgerður. Hún segir þó að ekki hafi allt verið slæmt við öskuna. „Hún var góð til að hreinsa tré- gólfin, þau urðu alveg hvítþvegin ef þau voru hreinsuð með henni.“ Kötlugosið kom í miðri sláturtið og á þessum árum var fé rekið til slátrunar úr nágrannahér- uðunum til Víkiu-. Um það leyti sem gos- ið braust út var þó hlé á slátruninni, „ef ekki hefði verið tunnulaust í Vík og því ekki hægt að salta kjötið, hefði verið fiöldi fólks með rekstra til slátrunar á sandinum, svo að það bjargaði mörgum i þetta skiptið," sagði Þorgerður. í Skaftár- tungu og Álftaveri voru bændur að smala fé sínu daginn sem byrjaði að gjósa. „Þeir voru bara í rólegheitum og sáu ekkert til jökulsins. Svo þegar þeir koma fram á láglendið sáu þeir til flóðs- ins þar sem það kom æðandi að þeim. Þá var víst tekið til fótanna og allir komust undan því. Bóndinn í Hrífunesi komst yfir brúna á Hólsá rétt áður en flóðið braut hana niður en hundurinn hans var á brúnni þegar flóðið hreif hann með sér. Hundurinn kom heim á bæ daginn eftir,“ sagði Þorgerður. Víða urðu þó skaðar á búfé vegna flóðsins. í Álftaveri drapst mikið af fén- aði og eitthvað af hrossum. Víðar skall hurð nærri hælum í flóðinu. „Tveimur vinnumönnum austan úr Skaftártungu Þorgerður Einarsdóttir er enn við góða heilsu og er hér með prjónana. DV-mynd Njörður BILASALAN Borgartuni 26, símar 561 7510 & 561 7511 Sáum feiknarmikinn kolsvartan skýstrók - segir Geir Einarsson sem man vel Kötlugosið 1918 „Eg man eftir því að við strákarnir vorum að ólátast uppi í heygarði. Þá kom Guðríður systir okkar út og bendir í landnorður. Þá var þar þessi feiknar- mikli skýstrókur, kolsvartur í norð- austri og rétt á eftir fara að heyrast þessar voða drunur. Síðan komu elding- ar og þrumur," sagði Geir Einarsson, 89 ára, í samtali við DV. Geir er fæddur i Þórisholti í Mýrdal 1909 og alinn þar upp. Hann segir að þeim hafi nú heldur betur brugðið við að sjá þetta. Sérstaklega hafi eldingam- ar skotið þeim skelk í bringu. Vegna þess hvað áttin var vestan- stæð varð ekki öskufall í Mýrdal fyrsta daginn en næsta dag sner- ist til norðanáttar og þá varð al- myrkur meðan á því stóð. „En það var ekki í langan tíma. Hann gekk fljótlega af áttinni og nokkuð þykkt lag var af ösku svo að það varð alveg haglaust og varð því að taka allt fé á hús. Það hittist svo illa á að það varð gras- brestur þetta ár. Það voru svo miklir gaddar veturinn áður og lítil hey um sumarið. Aðeins þeir sem áttu fyrningar höfðu nægan heyforða og þeir stungu nú að mönnum sem lítið höfðu,“ sagði Geir. Faðir hans var einn af þehn sem áttu sæmilegar heybirgðir. „Ég man eftir því að bóndi úr Skaftártungu bað pabba að taka af sér tvo hesta i fóður vegna þess að hann var heylítill. Svo ætiaði hann að fara að borga fyrir fóðrið um vorið en pabbi vildi ekki taka neitt fyrir vegna þess að hann átti svo miklar fyrningar. Ég man eftir því að þá færði maðurinn honum tvo gullpeninga, tíu og tuttugu krónur í guili. Þá lét pabbi til leiðast og tók við þeim. Skepnurnar átu vel heyið þennan vetur. Það var ekki einu sinni mosi eft- ir í görðunum," sagði Geir. Hann segir að menn hafi stundum hugsað til þess eftir Kötlugosið að betra væri að eiga meira hey en minna og oft á tíðum slegið umfram þörf. Margir þurftu að stórfækka í bústofninum hjá Geir Einarsson var niu ára þegar gosið hófst. DV-mynd Njörður sér vegna gossins, sérstaklega austan Mýrdalssands. Þrátt fyrir gosið var hey- fengur ekki mikið minni árið eftir, ask- an hefði fokið og runnið af túnunum og menn getað náð sæmilegum heyfeng þrátt fyrir allt. í Vík var verið að skipa upp vörum þegar flóðið braust fram Mýrdalssand og út í sjó. „Þegar hlaupið kom fram í sjó varð svo mikil ókyrrð af þvi alla leið til Vík- ur að þeir sem voru á árabátum við út- skipunina þökkuðu fyrir að komast í land . Mótorbátarnir fóru strax til Vest- mannaeyja. Þar varð einnig vart við flóðbylgjuna en allir komust nú undan flóðinu ómeiddir," sagði Geir Emars- son. -NH Nissan Primera 1995, 5 d., 5 g., dökkgrænn. Verð 1.250 þús. Gosmökkurinn nær 3 km - segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur DV.Vík: „Þekkingarlega hefur gríðarlega mikið breyst síðustu tvo áratugina. Katla reynist vera allt önnur eldstöð en menn töldu hana vera í mörgu tilliti. í fyrsta lagi hefur komið i ljós að þama er griðar- mikil askja undir jöklinum. Með kortiagningu og issjá hafa jöklafræðingar fundið það út að gríðarlega mikil askja tilheyrir þessari eldstöð. Katla er ekki bara eitt gat í jörðinni, eins og menn töldu gjaman áður fyrr, heldur er þetta gríðarlega umfangsmikil eldstöð sem nær nánast til alls Mýrdalsjökuls," sagði Páll Ein- arsson jarðeðlisfræðingur í samtali við DV. Páll er einn af þeim jarðvís- indamönnum sem hafa rann- sakað Kötlusvæðið hvað mest og er þvi vel kunnugur. Upp- götvun þessarar öskju undir jöklinum skýrir hvers vegna flóð tengd Kötlugosum geta komið undan Mýrdalsjökli á að minnsta kosti þremur stöðum - á Mýrdalssand, Sólheimasand og undan Entujökli í farveg Markarfljóts. Landslagið undir jöklinum liggur þannig að í flestum tilfellum koma flóðin á Mýrdalssand. Fleiri eldstöðvar Fleiri eldstöðvar hafa fundist und- ir jöklinum við að hann var rannsak- aður með íssjá . „Annað sem komið hefur í ljós er að utan við þessa öskju er eldstöð sem við viljum kenna við Goðabungu sem er í suðvesturhorni jökulsins, upp af Skógaheiði, og mikið af þeim hlaupum koma gríðarleg vatnsflóð og eru uppi kenningar um að hámarks- rennsli í þeim geti orðið allt að 200.000 rúmmetrar á sekúndu, Páll var spurður út í þetta. „Þessar tölur á örugglega eftir að endurskoða þegar menn verða vitni að næsta stóra hlaupi. Það helsta sem menn hafa komist að í þessu núna er að líklega eru þetta frekar eðjuhlaup en vatnshlaup, að minnsta kosti er partur af hlaupinu eðjuhlaup. Eðju- hlaup haga sér svolítið öðruvísi held- ur en vatnshlaup og það getur hafa verið að villa mönnum sýn þegar ver- ið er að skoða ummerkin á eftir. Hlaupiö kemur strax Hins vegar er annað sem hefur verið að koma í ljós í sambandi við hlaupin og það er að eftir að lands- lagið undir jöklinum er orðið þekkt kemur í ljós að Katla hefur enga möguleika á því að safna vatni nema í litlum mæli. Þannig að hlaup sem verður kemur eiginlega alveg strax. Það kemur við snögg- bráðnun á jöklinum. Þetta þorðu menn aldrei að draga ályktun um áður og héldu alltaf að þetta mikla hlaup stafaði af þvi að það væri búið að safnast fyrir vatn. Og þegar það kemur í ljós verður að skýra þetta öðruvísi. í Gjálpargosinu í hittiðfyrra sást að ís getur bráðnað mjög hratt þó að þar safnaðist vatn saman. Þá átti sér þar stað mjög hröð bræðsla á fyrsta sólarhring gossins sem sýnir að þetta er mögulegt," sagði Páll. Þegar frétta- ritari spurði Pál þegar hann talaði við hann 7. október hvort einhverjar hreyfingar væru í jöklinum sagði hann: „Það eru hreyfingar, það er reyndar óvenju líflegt í dag, það er nú mest í Goðabungu, sýnist mér. Það var skjálftahrina í sumar, síðan jarðskjálftum sem mælast undir Mýr- dalsjökli eiga upptök sín þar, eru eig- inlega utan við Kötluöskjuna," sagði Páll. Katla er búin að vera lengi að, Páll Einarsson á fundi í Kirkjubæjarstofu. DV-mynd Njörður Páll segir að með öskulagarannsókn- um hafi uppgötvast að Katla hafi gos- ið gríðarlega stóru gosi í lok ísaldar áður en ísaldarjökullinn var farinn af landinu. Leifar af þessu gosi má finna í seti víða í Atiantshafinu. Á landi er lítið um menjar frá gosinu vegna þess að það var að mestu leyti hulið is en þó eru líklega merki um þetta mikla gos á Sólheimaheiði. Samfara Kötiu- er allt búið að vera tiltölulega rólegt en nú síðustu dagana er eitthvað að lifna yfir þessu,“ sagði Páll. Þessa skjálfta vildi Páll skýra sem árstíðabundna skjálftahrinu í jöklin- um en iðulega er fiörugt undir Mýr- dalsjökli á haustin, það hefur oft ver- ið skýrt með því að þá sé jökulfargið minnst á jöklinum og þá verði um- brot vegna þess, reyndar hafa flest Kötlugosin sem þekkt eru orðið um haust, hvort sem það er léttari jökli að kenna eða tilviljun. -NH BMW 316 1987, Hyundai Sonata 1997, VW Passat TDi 1996, 4 d., 5 g., ek. 135 þús. km, 4 d., 5 g., ek. 17 þús. km, grænn. 5 d., ssk., ek. 129 þús. km, vínrauður. Verð 1.390 þús. dökkgrænn, álfelgur. Verð 370 þús. Verð 1.360 þús. DV.Vík: Laust upp úr hádegi 12. október 1918 hófst gos í Kötiu undir Mýrdalsjökli eft- ir 58 ára goshlé. Þetta er fyrsta gosið í Kötlu sem myndir eru til af, teknar af Kjartani Guðmundssyni, ljósmyndara í Vík. Einnig eru til ítarlegar heimildir um gosið og afleiðingar þess, skráðar af Gisla Sveinssyni, sýslumanni Skaftfell- inga, og annað rit er til eftir Guðgeir Jó- hannsson, kennara í Vík. Hæð gosmakk- arins var mæld frá Reykjavík og varð hún mest um 2800 metrar. Gosefnin bár- ust víða, en mest þó til norðnorðausturs, Skaftártunga varð verst úti. Þar varð mikið öskufall og bæir lögðust i eyði. Talsvert tjón var af gosinu. Víðast um Vestur-Skaftafellssýslu urðú bændur að farga stórum hluta búfénaðar síns og margir misstu hluta búsmalans um vet- urinn. í hlaupinu sjálfu fórust, sam- kvæmt skýrslum hreppstjóra eftir ham- farirnar, 37 hross i flóðinu og hundruð sauðfiár. Þessir skaðar urðu mestir í Meðaílandi og Álftaveri. Engum manni varð gosið að bana en oft mátti litlu muna að illa færi. -NH Hyundai Accent GS 1,5 1998, VW Caravelle Syncro 1994, 3 d., 5 g., ek. 15 þús. km, svartur, dfsil, 4x4, 4 d„ 5 g„ álfelgur, topplúga, spoiler, rafdr. ek. 85 þús. km, hvítur. rúður. Verð 1.180 þús. Verð 1.630 þús. Chrysler Saratoga 1991, 4 d„ ssk„ ek. 4 þús. km, brúnn. Verð 870 þús. Toyota Corolla XL 1992, 5 d„ 5 g„ ek. 127 þús. km, rauður. Verð 570 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.