Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 Fréttir____________________________ Stoltur í hjartanu - sagöi Kristján Jóhannsson eftir tónleikana á Akureyri Harðgert útigöngufé kemur fram DV; Hólmavik: í leitum í haust hafa komið fram kindur sem gengið hafa úti síðasta vetur. Að bænum Miðdalsgröf kom veturgömul ær frá bænum Bakka í Reykhólahreppi en talið er að hún hafi sloppið úr greipum fjárleitar- manns fyrri hluta vetrar. Hann náði öðru lambi tvílembdrar ær við illan leik en varð að sjá á bak ánni með annað lambið, dró þó ekki af sér við að reyna að ná öllum kindunum þremur. Ekki er enn vissa fyrir því að ærin hafi komið fram á þessu hausti. Þá kom til fórgunar í slátur- húsinu á Hólmavík sauðkind, sem bar þess merki að hafa dvalið fjarri umsjá manna sl. vetur. Skepna þessi hefur fæðst sem hrútur en verið svipt helsta og gleggsta ein- kenni síns kyns, pungnum. Það hef- ur gerst af mannavöldum áður en á fjall var sleppt. Harðar hriðar sið- asta vetrar höfðu gert það að verk- um að eymamark var svo ógreini- legt að eigandi fannst ekki, sást þó fyrir sneiðingu á vinstra eyra. Lík- lega var þar einnig um veturgamla skepnu að ræða. Ekki er talið að þessar kindur hafi verið í slagtogi með öðrum útigengnum kindum, sem náðust skammt sunnan við Hólmavík snemma á sl. vori en eru þó skýrt og gott dæmi um mildi síð- asta vetrar og þó frekar einstaklega harðgerðan stofn búfjár. -GF Norðurland eystra: Uppstilling hjá Sjálf- stæðisflokki DV, Akuxeyri: Á kjördæmisfundi Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var um helg- ina, var ákveðiö að efha ekki til prófkjörs til röö- unar á lista flokksins fyrir kosningarnar til Alþingis í vor. Uppstiilingar- nefnd var kjörin Halldór á fundinum og Blöndal. verðiu- þaö henn- ar verkefhi að setja saman list- ann og leggja fyrir kjördæmisráð til samþykkis. Þessi niðurstaða þykir tryggja það að Haildór Blöndal muni leiöa listann og Tómas Ingi Olrich sem rætt hef- ur verið um að sótt yrði aö í próf- kjöri verði áfram í 2. sæti. Svan- hildur Ámadóttir sem skipaði 3. sætiö í kosningunum 1995 hyggur ekki á framboð að nýju. -gk DV, Akureyri: Geysilegur fögnuður var á tón- leikum Kristjáns Jóhannssonar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur með styrktri Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands í íþróttahöllinni á Akur- eyri á laugardag. Tónleikagestir voru um tvö þúsund talsins og var fögnuður þeirra eftir flutning ein- stakra verka og í lok tónleikanna slíkur að erfitt er að flnna sam- jöfnuð. Jóna Fanney, ung bróðurdóttir Kristjáns, hóf tónleikana og hlaut feikigóðar viðtökm- áhorfenda og húrrahróp í lokin. Síðan tók hver viðburðurinn við af öðrum, Krist- ján og Diddú sungu ýmist ein eða saman og fognuðurinn var geysi- legur. Lokalag tónleikanna, eitt af lögunum eftir uppklapp, var Hamraborgin sem Kristján söng af miklum krafti og ekki hefur í ann- an tíma verið fagnað annað eins í Söngvurunum þremur var innilega fagnað í lok tónleikanna og ætluðu fagnaðarlætin engan enda að taka. DV-mynd gk íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikamir voru í minningu Jóhanns Konráðssonar, fóður Kristjáns, sem hefði orðið áttræður á sl. ári. Kristján ávarpaði tónleika- gesti í lokin, þakkaði stórkostlegar viðtökur og öllum sem unnið höfðu að undirbúningi tónleikanna. „Ég er stoltur i hjartanu og vona að þið séuð það líka,“ sagði Kristján. Til umræðu hefur komið að efna til tónleika á Akureyri á næsta ári þar sem karlakóratónlist yrði flutt og Kristján og bræður hans kæmu fram. Mikil hefð er fyrir karla- kóratónlist á Akureyri og er ekki að efa að slíkir tónleikar yrðu vel sóttir ef af yrði. -gk Davíð og dómsmorðin Dagfari Sagt hefur verið að skipt- ingin í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald sé hornsteinn lýðræðisins og þýðing þessarar valdadreif- ingar hefur verið útskýrð og rösktudd, allt frá frönsku byltingunni. Þessi þrískipt- ing felst í því að þingið setur lög, ríkisstjómin fram- kvæmir lögin og dómstól- arnir dæma um það hvort farið sé að lögum. Hver gæt- ir annars og heldur sig þó innan sinna takmarka. Þessa valdaskiptingu hafa menn verið að þróa með ýmsum hætti, enda nokkuð komin til ára sinna og nýjar kynslóðir sjá sífellt ýmsa vinkla á valdinu, sem betur mega fara og lagfæra og sníða mestu gallana af. Ekk- ert er fullkomiö í heimi hér. Og íslendingar em engir eftirbátar í þeim efnum. Nú hafa nokkrir alþing- ismenn með foringja stjómar og stjómarand- stöðu í broddi fylkingar, tekið sig til og ílutt til- lögur um nýjar umbætur á þrískiptingu valdsins, sem fela í sér verulegar umbætur á réttarkerfinu og réttarfarinu í landinu. í stuttu máli sagt hefur Svavar Gestsson flutt frumvarp um svokallaðan réttarfarsdómstól, sem á að hafa það verkefni að taka við málum, sem dómstólar landsins hafa fjallað um og dæmt í, og réttarfarsdómstóllinn á að taka það fyrir hvort dómstólamir hafi komist að réttri niðurstöðu. Réttarfarsdómstóllinn á sem sagt að geta endurupptekið mál, þar sem þolend- ur eða hinir dæmdu, em ekki sáttir við endan- lega dóma. Þessu fmmvarpi Svavars hefur verið vel tekið, einkum og ekki síst af forsætisráðherra, sem fylgdist á sínum tima afar vel með Geirfinns- og Guðmundarmálum svokölluðum, og veit af eigin hyggjuviti, að þar vom framin dómsmorð, ekki eitt, ekki tvö, heldur mörg, og ráðherrann vill að þau mál verði endumpptekin og styður þess vegna nýjan dómstól, réttarfarsdómstólinn hans Svavars, til að skoða betur þessi dómsmorð, sem dómstólar landsins og Hæstiréttur sjálfur, frömdu á saklausu fólki úti í bæ. Með þessu framtaki þeirra félaga í þinginu er kominn nýr flötur á réttarfariö, sem bætir úr þeim göllum, sem felast í því að dómarar sjá ekki réttlætið í dómsmálunum, heldur einungis tveir eða fleiri þingmenn, sem sumir hafa lært lög- fræði og vita mikið betur hvenær fólk er sekt eða saklaust. Og þegar svona málsmetandi menn eins og Svavar og Davíð sjálfur átta sig á dómsmorð- unum og vitleysunum í dómskerfinu, þá bætir það vitaskuld réttarfarið í landinu, ef til er dóm- stóll, sem getur lagfært vitleysumar í Hæstarétti og farið að þeirri réttsýni, sem blasir við ráða- mönnum í þinginu. Hér skal tekið skýrt fram að með þessu er þing- ið og ráðherrarnir ekki að hafa afskipti af dóms- valdinu, heldur er bara verið að segja dómstólun- um, að þeir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Einkum þegar þeir gera ekki eins og Davíð vill að þeir geri. Dagfari Stuttar fréttir r»v Altarisverk helgað Hr. Karl Sigurbjömsson, bisk- up íslands, helg- aði nýtt altaris- verk Árbæjar- kirkju í gær. Heitir það Ljós- stafir og er eftir myndlistarkon- una Rúrí. Stöð 2 greindi frá. Ágreiningur um könnun Nú stendur yfir ein viðamesta könnun sem gerð hefur veriö i starfsmannamálum hér á landi. Era um 13 þúsund ríkisstarfs- menn spurðir um viðhorf sín til vinnustaðarins. Starfsmaður Tölvunefhdar hefur gert athuga- semdir við könnunina og sagt að hægt sé að rekja smn svörin til starfsmanna. Mbl. greindi frá. Leyfi vantar Landsvirkjun þarf leyfi Nátt- úravemdar ríkisins til að fram- kvæma 6. áfanga Kvíslaveitu og Norðlingaöldumiðlunar, að mati stofhunarinnar. Landsvirkjun áformar hugsanlega að láta fram- kvæma mat á umhverfisáhrifum á framkvæmdunum í vetur. Mbl. skýrði frá. Sjónvarpsþáttur styrktur Ríkisstjómin mun styrkja gerð sjónvarpsþáttaraðar um íslensk- an sjávarútveg um 10 milljónir króna á 3 áram. Páll Benedikts- son fréttamaður vinnur að gerð þáttaraðarinnar sem mun kosta 65 milljónir í allt. Dagur skýrði frá þessu. Túnfiskar í trollinu Fjórir túnfiskar komu í kolmunnatroll skipsins Bjama Ólafssonar frá Akranesi aöfar- amótt sunnudags. Þrír þeirra náðust um borð. Mögulegt verð- mæti fiskanna gæti verið um ein milljón króna. RÚV greindi frá þessu. Kjaftasögur á Dalvík Að sögn Dags gengur nú sú kjaftasaga á Dal- vík að bæjar- stjórinn, Rögn- valdur Skíði Friöbjörnsson, hafi verið hand- tekinn ásamt fleirum við að skjóta gæs á friðlandi. Bæði bæjarstjórinn og lögreglan segja þó að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Menningarsetur í Gróttu Verið er að byggja upp og breyta gamla vitavarðarbænum i Gróttu í menningar- og skólaset- ur. Það er Seltjamameskaupstað- ur sem stendur fyrir framkvæmd- unum sem „munu kosta heilmik- ið,“ aö sögn Hrafhs Jóhannsson- ar, starfsmanns byggingarfull- trúa. Dagur skýrði frá. Jöklasafn í Hornafirði Hugmyndir era uppi um aö stofna jöklasafn í Homafirði á næstu árum. Þetta kom fram á stefhufundi um Vatnajökulssvæð- iö sem haldið var á laugardag. RÚV greindi frá. Rætt um uppstillingu Níu manna nefiid vinnur um þessar mundir að því að ákveða hvernig raða skuli mönnum á lista framboðs sameinaðra jafiiað- armanna i Reykjavik. Engin upp- röðunaraðferð hefur enn verið útilokuð. Dagur sagði frá. Sýnt frá skíöum Ríkisútvarpið hefur gengið frá samningum mn sýningarréttinn á útsendingiun frá 16 heimsbik- armótum á skíöum. Sér- staklega gekk Sjónvarpið eftir því að fá sýn- ingarrétt á svigmótum karla þar sem Kristinn Bjömsson keppir. Dagur sagði frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.