Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 28
Vonda fólkið Þeir sem sjá um heimasíð- una http://www.gai- jin.com/EvilPeople/ hvetja fólk til að selja sál sína. Spurn- ingin er bara: hver vill kaupa? Glápkeppni Á heimasíðunni http:// i www.stairwell.com/stare/ i er hægt að fara í keppni við sýndarkvendið Sally um hvort líti fyrr undan þegar horfst er j í augu. Siðmennt Húmanistafélagið Siðmennt heldur úti heimasíðu á slóð- j inni http://www.islandia. is/sidmennt/ þar sem m.a. má fræðast um borgaralegar ferm- ingar. Netfangaskrá Hægt er að leita að netfóng- um íslendinga á slóðinni http://netfang.is/ Prinsinn sjálfur Boxarinn frækni Prince Na- seem Hamed rekur heimasíðu þar sem hægt er að lesa fréttir og kaupa varning sem tengist hetjunni. Slóðin er http:// www.princenaseem.com/ Björk á Netinu Nýjustu fréttir af Björk Guð- mundsdóttur er hægt að finna á slóðinni http://www.bjork. co.uk/ MANUDAGUR 12. OKTOBER 1998 Here.is býður upp á nýstárlega þjónustu: Einfaldar og grípandi vefslóðir - búast við tugum þúsunda viðskiptavina Nú á dögum ört Qölgandi vefsíðna er orðið sífellt erfiðara að finna heppi- legar vefslóðir því flestar meðfærileg- ar slóðir eru uppteknar. Sérstaklega á þetta við um slóðir sem enda á .com, sem er algengasta ending vefslóða á Netinu. Þessi skortur á heppilegum heimasíðum hefur leitt til þess að svo- kallaðar „redirect“-heimasíður hafa skotið upp kollinum. Ein slík, Here.is, er nú að slíta bamsskónum hér á Is- landi. Það sem slíkar heimasiður hafa upp á að bjóða eru stuttar vefslóðir með lénum sem hljóma vel á enskri tungu. Dæmi um slíkar síður eru http://come.to og http://i.am Þegar fólk skráir sig á síðunum getur það valið sér slóð sem er lýsandi fyrir heimasíðu viðkomandi. Til dæmis gæti piltur að nafni Sigurður nælt sér í vefslóðina „here.is/siggi“. Það segir sig sjálft að fólk á mun auðveldara með að muna slíkar vefslóðir heldur en langlokumar sem oft þarf að notast við í dag. Ein slóð alla ævi En þar með er Siggi ekki að færa heimasíðuna sína neitt annað, eins og halda mætti. Það sem gerist þegar sleg- in er inn slóðin „here.is/siggi“ er að tölvan hefur samband við „redirect"- síðuna sem síðan beinir viðkomandi áfram á hina „raunverulegu" vefslóð Sigga. Hér er því raunverulega verið að opna nýja og auðveldari leið inn á heimasíðuna, þó svo alltaf verði hægt að nálgast heimasíðuna með gömlu að- ferðinni. í viðbót kemur sú hagræðing að Siggi getur haft þessa sömu vefslóð alla ævi. Þó svo hann þurfi einhvern tímann að breyta „raunverulegu" slóð- inni þá breytist ekki „here.is/siggi“. Jafnframt þessu fær Sigurður net- fangið siggi@here.is og getur haldið því óbreyttu alla ævi. Allur póstur sem sendur er á þetta netfang er sendur áfram á það netfang sem Siggi notar í það og það skiptið. Miklir tekjumöguleikar Þeir Guðmundur Ragnar Guð- mundsson og Garðar Runólfsson eru forsprakkar Here.is. Þeir hafa jafn- framt rekið svipaða þjón- ustu, This.is, um nokkurt skeið. Hver er munurinn á þ e s s u m tveimur síð- um? „Hann er í rauninni sá að þeir sem eru skráðir á This.is greiða fyrir þjónust- una á meðan það er ókeyp- is að skrá sig á Here.is. Tekjurnar af Here.is munu e i n u n g i s koma af aug- lýsingum sem verða í ramma neðst á hverri heimasíðu sem heimsótt er í gegnum íuiuiuivvu* í. v 11* i u w i. v im. y.\ v ivivimii v iviutii ffljgaaa ii ÖÍ01ÖU m mmfírmmí Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Garðar Runólfsson, forsprakkar Here.is heimasíðunnar, telja að talsvert sé hægt að hafa upp úr rekstri svokallaðra „redirect“-heimasíðna. Here.is-kerfið," segir Guðmundur. Fyrst um sinn munu þeir félagar fara hægt í sakirnar og ekki auglýsa Here.is mikið. „Við erum enn að prufukeyra kerfið og það væri í raun slæmt ef við fengjum yfir okkur hol- skeflu skráninga i upphafi," segir Garðar. „Við búumst þó við að þegar þjónustan fari að spyrjast út að eftir- spurnin geti orðið mjög mikil.“ Here.is er mestmegnis hugsuð með erlendan markað í huga og búast þeir Guðmundur og Garðar við tugum þús- unda skráninga þegar þjónustan verð- ur komin í gang af fullum krafti. „Aug- ljóslega má búast við miklum tekjum þegar við getum boðið auglýsendum aðgang að svo stórum hópi,“ segir Garðar. Þó er enn nokkuð óljóst hversu mik- ið má þéna á þjónustu sem þessari. „í raun er alltof afkastalítil nettenging ís- lands við útlönd það eina sem gæti staðið í vegi fyrir okkur,“ segja þeir fé- lagar. Hægt er að fræðast nánar um þjón- ustuna og skrá sig á slóðinni http://here.is -KJA Netdagar: Þann 16. október hefst fræðsluvika á Netinu undir heitinu „Netd@ys Europe". Þarna er á ferðinni verkefni á vegum Evrópusambandsins og er ætlunin að kynna fyrir almenningi þá möguleika sem Netið býður upp á. Að undanfórnu hefur fjöldi fólks út um allan heim unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast Netdögunum. Þar á meðal er eitt íslenskt verkefni á vegum Kristjáns Kristjánssonar rannsóknarlögreglumanns. Það felst í að búa til heimasíðu um vímuvarnarmál ásamt skólabömum á íslandi og í Bandaríkjunum. Kristján er einnig í forsvari fyrir Vímuvarnarvef Áfengisvarnarráðs sem er á slóðinni http://www.is- mennt.is/vefir/vimuvarnavefur- inn/ Þeir sem vilja kynna sér nánar það sem boðið er upp á á Netdögum geta fengið upplýsingar á vefslóðinni http://midas.is/ Midas vefurinn er liður í Info 2000 verkefni Evrópusam- bandsins og er hann ætlaður almenn- ingi og fyrirtækjum til fróðleiks um nýja miðla. Þar er fólki m.a. gefinn kostur á að taka þátt í spurninga- keppni sem veitir ferð til Salzburg á opnun Netd@ys hátíðarinnar í verðlaun. Microsoft-sími Microsoft hefur til- kynnt nýja vöru sem mun koma á markaðinn innan ' skamms. Þetta er f sími sem tengdur verður við tölvu og veröur hann með fjölda nýjunga. Til dæmis verður hægt að gefa hon- um skipanir munn- lega auk þess sem símsvörun verður mjög fullkomin. Hugbúnaður sem fylgir símanum get- ur greint hver sé að hringja í eigandann og hvernig á aö bregðast við símhringingunum. Eigandinn getur þannig t.d. tekið upp sérstök skilaboð sem spiluö eru þeg- ar hringt er úr ákveðnu númeri. Löggegnklámi Bandaríkjaþing þreytist ekki á tiiraun- um til að ritskoöa Netiö. I síöustu viku setti þaö lög sem skylda eig- endur allra heimasíöna sem inni- halda efni sem „valda börnum und- ir lögaldri skaða“ til að staðfesta aldur þeirra sem vilja skoða síðuna áður en þeim er hleypt inn. Til þess eiga þeir að krefjast greiðslukorta- númers eða biðja um sérstakt núm- er sem staöfestir að viökomandi sé kominn á fulloröinsaldur. Þeir sem ekki fara að þessum lögum gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja milljóna króna sekt og fangelsi í allt aö sex mánuði. Auglýsingaher- ferð Átta stórfyrirtæki í netheiminum til- kynntu fyrir skömmu að þau ætli að standa aö mikilli auglýsinga- herferð á næst- unni. Þetta eru tyr- irtækin Microsoft, Excite, Lycos, In- foseek, Snap, Netscape, Yahoo! og America Online en ætlun þeirra er að draga úr tor- tryggni manna á Netinu. Þetta ætla þau að gera meö því að fræða fólk um leynd upplýsinga og hvetja önn- ur fyrirtæki til að gera skýra grein fyr- ir þvl hvernig þau fara með upplýs- ingar um viðskiptavini sína. Auglýsingarnar verða birtar á heima- síðum á vegum fýrirtækjanna. IBM með tilraunir í Frakk- landi Fyrir helgi tilkynntu fýrirtækin IBM og France Telecom að þau ætluðu aö kynna nýja nettækni I Frakklandi á næstunni. Tæknin mun gera mönn- um kleift að tengjast Netinu með nýrri gerð af símum án þess að nota heimilistölvur. Með þessu telja fýrir- tækin aö almenningur og fyrirtæki geti nýtt sér Netiö á mun ódýrari hátt en áður, því símtækin nýju muni kosta mun minna en heimilistölvur. Tæknin hefur hlotið heitiö „Britany“. _________________________nm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.