Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 34
42 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 Afmæli Hafdís Sigurbergsdóttir Hafdís Sigurbergsdóttir húsmóð- ir, Sunnubraut 9, Dalvík, er fimm- tug í dag. Starfsferill Hafdís fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla Keflavíkur og Gagnfræðaskóla Keflavíkur og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann að Staðar- felli í Dölum. Hafdís flutti ásamt fjölskyldu sinni norður á Dalvík 1971. Þar hef- ur hún átt heima síðan og unnið við útgerð með tengdafólki sínu. Hafdís er stofnandi Lionessusklúbbsins Sunnu á Dalvík og síðan Lionsklúbbsins Sunnu á Dalvik. Fjölskylda Hafdís giftist 25.4. 1968 Björgvini Þ. Gunnlaugs- syni, f. 28.12. 1947, skip- stjóra og útgerðarmanni. Hann er sonur Gunn- laugs Kárasonar og Bald- vinu Guðlaugsdóttur. Böm Hafdísar og Björgvins em Guðrún K. Björgvinsdótt- ir, f. 19.9. 1968, búsett á Akureyri, í sambúð með Áma Grant og eru böm hennar Hafþór Ágústs- son, og Heiðdís Árnadótt- ir; Sverrir Björgvinsson, f. 19.1. 1970 og er sonur hans Arnar R. Sverris- son; Björgvin Björgvins- son, f. 11.1. 1980, stundar nám við skíðaskóla í Nor- egi. Systkini Hafdísar eru Ólafla K. Sigurbergsdótt- ir, f. 1946, búsett í Keflavík; Sverrir Hafdís Sigurbergsdóttir. Sigurbergsson, f. 1950, d. 1965; Jó- hann Sigurbergsson, f. 1952, búsett- ur í Höfnum; Guðmundur Sigur- bergsson, f. 1953, búsettur í Kefla- vik; Kolbrún Sigurbergsdóttir, f. 1955, búsett í Keflavík; Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, f. 1959, búsett í Reykjavík; Sveindís Sigurbergsdótt- ir, f. 1965, búsett í Keflavík. Foreldrar Hafdísar eru Sigurberg- ur Sverrisson, f. 21.7. 1925, vélstjóri í Keflavík, og Kristín S. Guðmunds- dóttir, f. 16.9. 1926, húsmóðir. Hafdís er að heiman á afmælis- daginn. Til Hamingju með afmælið 12. október 90 ára Margrethe Carlsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára Elín Einarsdóttir, Laufvangi 8, Haftiarfirði. Sigriður Hallgrímsdóttir, Daðastöðum, Reykdælahreppi. 80 ára Elísa M. Jónsdóttir, Bólstaðarhlíö 40, Reykjavík. Kristján Guðmundsson, Urðarstekk 2, Reykjavík. Hann hélt upp á afmælið þann 6.6. ásamt konu sinni. Atvinna í boði Vegna aukinna umsvifa óskar Frjáls fjölmiðlun eftir að ráða í eftirtalin störf: Umbrot Vinna við umbrot og útlit DV. Auglýsingar Útlit og gerð auglýsinga. Ljósmyndadeild Tölvuvinnsla á myndum og Ijósmyndun. Grafadeild Gerð grafa, myndvinnslu og fleira. Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word, Internetinu og auga fyrir hönnun og uppsetningu nauðsynleg. í boði eru fjölbreytt og krefjandi störf á spennandi nútíma fjölmiðlun og vinna við fullkomnustu og nýjustu tæki sem eru á markaðnum. í öllum tilvikum er um vaktavinnu að ræða. Umsóknir berist til DV, Þverholti 14, fyrir kl. 19.00 þriðjudaginn 20. október 1998, merkt: „DV-atvinna“. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Jólasýn- ingí Höllinni Dagana 20. til 22. nóvember verður haldin í Laugardalshöll sýning á flestu sem tengist jóla- haldi landsmanna. Hefur sýn- ingin hlotið nafnið Jólahöllin og á henni munu fyrirtæki kynna allt til jólanna, svo sem mat- og drykkjarvörur, fatnað, úr og skartgripi, leikfóng, tölvur og hugbúnað, svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu fyrirtæki í þjón- ustugreinum kynna starfsemi sína og veita almenningi ráð- gjöf. Sýningarhelgina verður lif- andi jóladagskrá með uppákom- um og skemmtiatriðum fyrir alla aldurshópa. Kórar, tónlist- armenn, rithöfundar og leikhóp- ar stiga á stokk og jólasveinar koma í heimsókn. Gestum býðst að skoða heimkynni Grýlu og Leppalúða, en þau munu flytja heimili sitt tímabundið í Jóla- höllina af þessu tilefni. Það er fyrirtækið íslensk kynning ehf. sem stendur fyrir sýningunni í samstarfi við sölu- fyrirtækið Markaðssókn ehf. og Samtök iðnaðarins. Andvirði aðgöngumiða að JólahöUinni mun renna óskipt til Styrktarfé- lags hjartveikra barna. -þhs Ásta Þórðardóttir, Ásvegi 13, Akureyri. Gunnar Ólafsson, Traðarlandi 14, Reykjavik. Lilja S. Frímannsdóttir, Suðurbyggð 9, Akureyri. Sigríður Rósa Bjamadóttir, Hverfisgötu 35, Hafnarfirði. Tryggvi Hjaltason, Rútsstöðum II, Eyjafjarðarsv. Hann er á fjöllum. Tryggvi Vihmmdarson, Kirkjubraut 26, Höfn. 50 ára Anna Erla Guðbrandsdóttir, Dvergabakka 14, Reykjavík. Amar S. Guðlaugsson, Sólbrekku 12, Húsavík. Laufey Sigurðardóttir, Espigrund 13, Akranesi. Valgerður Benediktsdóttir, Tómasarhaga 47, Reykjavik. 40 ára Ámi Leifsson, Hólagötu 9, Njarðvík. Bjami S. Kristjánsson, Fífurima 14, Reykjavík. Egill M. Benediktsson, Austurbraut 15, Höfn. Elísabet Erlendsdóttir, Smárarima 114, Reykjavík. Jón Sigfússon, Vesturbrún 10, Reykjavik. Magnea H. Stefánsdóttir, Hrísalundi 14i, Akureyri. Ólöf Sigurvinsdóttir, Vatnsholti 6d, Keflavík. Steinunn Arnórsdóttir, Hrísrima 25, Reykjavík. www.urvalutsyn.is M lÍRVAL 70 ára Fréttir 75 ára Jóhanna Tryggvadóttir, Sörlaskjóli 86, Reykjavík. Jón Ámason, Þverá, Akureyri. Lilja Sigurðardóttir, Víðigrund 28, Sauðárkróki. Sigríður Gunnarsdóttir, Kelduhvammi 1, Hafnarfirði. Undína Árnadóttir, Furugrund 34, Kópavogi. Vilhjálmur Guðmundsson, Reyrhaga 9, Selfossi. Þorkell Sigurðsson, Árskógum 8, Reykjavík. Framkvæmdir stóðu yfir á dögunum við vélsmiðjuna Ósey á Hvaleyri í Hafnar- firði. Grafa var að hreinsa upp úr rennunni frá vélsmiðjunni út í sjóinn og breyta iögnum. Rennan er fyrir báta sem koma upp í sleða vélsmiðjunnar. Ósey er nú með fjóra 30 tonna báta í smíðum og sjást þeir á minni myndinni. Um 30 starfs- menn starfa hjá Ósey. DV-myndir S Halla Haraldsson HaHgrímsdóttir, 121091/2, Hofftnanstreet, Studio City, California CA 91604, Banda- ríkjunum. Eiginmaður hennar er Hreidar Haraldsson. Doris Konráðsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Guðrún Kristinsdóttir, Hábæ 41, Reykjavík. Sigríður Ingvarsdóttir, Hraunbæ 154, Reykjavík. 60 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.