Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 11 Fréttir Austfirðingar i „startholunum“ vegna alþingiskosninganna: Sviptingar á vinstri væng Pólitíska umræðan á Austfjörð- um þessa dagana snýst að miklu leyti um það hverjir muni leiða sameiginlegt framboð A-flokkanna í kjördæminu í alþingiskosningun- um í vor. Þá velta margir fyrir sér möguleikum Hjörleifs Guttorms- sonar alþingismanns á að ná kjöri að nýju en hann mun fara fyrir vinstri listanum sem ýmist er kenndur við Steingrím J. Sigfús- son eða „talebana". Ýmsar skoðan- ir koma upp á borðið i viðræðum við heimamenn og greinilegt að ýmsum spurningum er ósvarað áður en framboðslistar í kjördæm- inu liggja fyrir. Óvissan er mest varðandi A-flokkaframboðið, Hjör- leif Guttormsson og framboð Frjálslynda flokksins. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum 1995, fékk hvorki meira eða minna en 46,9% atkvæða, bætti við sig 6,1% og fékk tvo menn kjöma. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 22,5%, bætti við sig 1,2% og tvo menn á þing en hafði einn áður. Alþýðuflokkurinn fékk 7,4%, tapaði 2,8% og tapaði sínu eina þingsæti. Alþýðubanda- lag fékk 16,1%, tapaði 3,1% en hélt sínum mcmni. Þjóðvaki fékk þá 4,7%, Kvennalisti 2,4% og þessi framboð voru langt frá því að blanda sér í baráttuna um þing- sætin. Halldór sterkur Ævintýralegur sigur Framsókn- arflokksins 1995 er talinn eiga sér fleiri en eina ástæðu. Fyrir það fyrsta em þeir Hall- dór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson mjög sterkir í kjör- dæminu, þykja traustir menn og vinsælir og það skýrir auðvitað ým-____________ islegt. Önnur Ha||dór Ás. ástæða sem margir grfmss0n. minnast á er að í Foringinn fer Alþýðubandalaginu fyrir sterkum 1995 var langt frá ,ista Fram. því að vera eining sdknar. um Hjörleif Gutt- ormsson og altalað er að margir fé- lagshyggjumenn bandalagsins hafi gefið Framsókn atkvæði sín frekar en kjósa Hjörleif. Nú verða þeir Halldór og Jón örugglega á ný í eldlínunni í efstu sætunum og þykja það öflugir að engu máli er talið skipta hvernig listinn verður skipaður að öðru leyti. Hjörleifur tæpur Hjörleifur Guttormsson hefur blásið í herlúðra, og ætlar að skella sér í baráttuna gegn fyrr- verandi félögum sínum í Alþýðu- bandalaginu. Mjög skiptar skoðanir era um það hvort Hjörleifur eigi raun- hæfa möguleika á að ná kosningu nú. Stuðningsmenn hans era sigureifir, son Nær seaa Hjörleif hafa . ' .... . . mikið persónufylgi iista'? honum langt en andstæðingamir telja útilokað að hann hafi fylgi sem nægi. Liklegt er talið að Hjörleifur taki með sér Þuríði Backman og Guðmtmd Leví sem voru í 2. og 3. sæti hjá Alþýðubandalaginu 1995 en efstu sætin á þeim lista voru skipuð svokölluðu „Hjörleifsfólki“ sem hefur löngum eldað grátt silf- ur við fjölmenna sveit allaballa á Norðfirði þar sem höfuðvígi bandalagsins í kjördæminu er. Smári í 1. sætið? Enginn ágreiningur er um að Alþýðubandalagið muni fá efsta sætið á sameiginlegum framboðs- lista A-flokkanna en nýju tíðindin úr kjördæminu varðandi það framboð era þau að Kvennalistinn styður ekki framboðið. Margir segja það reyndar ekki stórtíðindi sökum þess að fylgi Kvennalista á Austurlandi mælist ekki. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórn- ar í „Austurríki", sameinuðu sveitar- félagi Neskaupstað- ar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, er sterklega orðaður við efsta sæti A- lista framboðsins. Smári hefur til þessa ekki tekið því líklega að leiða framboðið en marg- ir, þar á meðal samherjar hans, segja hann einungis vera að bíða eftir að fá aukinn þrýsting, þá muni hann gefa sig fram sem leið- toga framboðsins. Gunnlaugur Hey- dódaklerkur og krati Stefánsson, sem féll af þingi í kosningunum 1995, mun tilbúinn í slag- inn að nýju og er sterklega orðaður við 2. sætið sem A- flokkamenn ætla sér að verði þing- sæti. Sjálfstæðis- flokkurinn vann þingsætið af Gunn- laugi 1995 en mun- urinn var þó ekki meiri en svo að ef Alþýðuflokkurinn hefði tekið 7 at- kvæði af íhaldinu hefði Gunnlaug- ur haldið sætinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um með hvaða hætti stillt verður upp á listann. Eins konar prófkjör er talið koma til greina en þó með þeim for- merkjum að A-flokkamir fái út- hlutað ákveðnum sæfum fyr- irfram. Seljavallabóndi seigur Egill Seljavallabóndi Jónsson er ákveðinn í að sækjast eftir þing- mennsku eina ferðina enn og leiða lista Sjálfstæðisflokksins. Þótt langt sé frá að ein- ing ríki um Egil og þingstörf hans er „karlinn“ talinn hafa það mikið per- sónufylgi að erfitt verði að hunsa þennan vilja hans. Egill Jóns- ESm hefur verið son Selja- öðrum Þingmönnum vallábóndan- duglegri við að um verður hemisækja umbjoð- varla þokað fdur sIna [ úrfyrstasæt- dæmmu °S serstak- jnu lega þykir hann hafa lagt sig fram við að rækta samband við „kollega" sína, bændur. „Það er varla til sá sveita- bær í kjördæminu sem Egill heim- sækir ekki reglulega,“ sagði einn viðmælenda DV. Stefánsson. Heydalaklerk- urinn er ekki fráhverfur því að skella sér í slaginn að nýju. Smári Geirs- son. Fer hann fyrir lista A- flokkanna? Arnbjörg Sverrisdóttir, sem var í 2. sæti 1995 og náði kjöri, þykir ekki hafa verið aðsópsmikill þing- maður, a.m.k. ekki út á við. Það má búast við að hart verði að henni sótt varðandi 2. sætið en þó heyrast ekki mörg nöfn nefnd enn um væntanlega frambjóðendur. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri á Höfn, sem löngum hefur verið kallaður „erfðaprinsinn" í kjördæminu og Albert Eymunds- son kennari, einnig á Höfn, era reyndar oft nefndir í umræðunni en ekki er talið líklegt að þeir fari í framboð á meðan Seljavallabónd- inn stjórnar ferðinni. Hrafnkell með Sverri? Þótt Hrafnkell „Austfjarðagoði" Jónsson hafi ekki lýst yfir stuðn- ingi við Sverri Her- mannsson og frjáls- lynda framboðið kemur nafn hans aftur og aftur upp þegar rætt er um hugsanlega fram- bjóðendur Frjáls- lynda flokksins. Þar Hrafnkell heyrist reyndar JónssQn emnig nafn Kristms Enn er hann Peturssonar, fyrr-orðaður við U0m.1/+1Þ'ng'S1f1anns Frjálslynda , Sj alfstæðisflokks- ins frá Bakkafirði. „Kristinn er að minnsta kosti sam- mála Sverri um að breytinga sé þörf á sjávarútvegsstefnunni, flokk Sverris Hermanns- sonar. hvort sem það nægir til þess eða ekki að hann gangi í lið með Sverri,“ sagði einn viðmælandi DV. Barátta íhalds og A-flokka Viðmælendur DV voru flestir þeirrar skoðunar að hvernig sem til tækist með hin ýmsu framboðs- mál yrðu framsóknarmenn sterkir í þessu höfuðvígi sínu og héldu sínum tveimur mönmun í kosn- ingunum í vor. Skiptari skoðanir eru um það hvort Hjörleifur eigi möguleika á að ná kjöri af vinstri listanum. Þeir sem era þeirrar skoðunar segja hann hafa svo mikið per- sónufylgi að það muni fleyta hon- um langt en þeir sem eru á önd- verðum meiði segja Hjörleif hafa sinnt kjördæminu slaklega og Austfirðingar séu búnir að fá nóg af afturhaldi hans í flestum mál- um. A-flokkamenn eru bjartsýnir og telja sig eiga möguleika á tveimur þingsætum en allir viðmælendur DV voru þeirrar skoðunar að eitt þingsæti væri gulltryggt. Eigi sam- eiginlega framboðið að ná tveimur mönnum inn verður það á kostnað Hjörleifs og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig sem mál þróast er ljóst að ýmsum spennandi spumingum varðandi framhoðsmálin á Austur- landi verður svarað á næstu vik- um, áður en menn „grafa sig í skotgrafirnar" fyrir sjálfa kosn- ingabaráttuna. INNKA UPA S TOFNUN REYKJA VIKURBORGA R Frfkirkjuvogi 3 - Pósthólf 878 - 121 Raykjavfk Sfml 552 58 0(T-Fax 562 26 16 - Netfang: ísi'Orvk.ls TIL SÖLU Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar og tæki fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Strætisvagna Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn: Fyrir Vélamiðstöð: 1. Toyota Corolla fólksbíil árg. 1988 2. Toyota Corolla fólksbíll árg. 1988 3. Toyota Corolla fólksbíll árg. 1987 4. Toyota Corolla fólksbíll árg. 1990 5. Toyota Corolla fólksbíil árg. 1990 6. Toyota Corolla fólksbfll árg. 1990 7. Toyota Corolla fólksbíll árg. 1988 8. Toyota Hi Ace sendibíll árg. 1985 9. Mitsubishi L300 sendibíll árg. 1987 10. Mitsubishi L300 sendibíll árg. 1987 11. Mitsubishi L300 sendibíll árg. 1987 12. Subaru E10 4X4 sendibíll árg. 1988 13. Isuzu DC 4X4 pallbfll árg. 1990 m/húsi 14. Hús á pall Toyota Hi Lux DC 15. Hús á pall Isuzu DC Strætisvagna Reykjavíkur: 1 6. M.Benz 309 D fólksflutn. bíllárg. 1989 17. M.Benz 310 D fólksflutn. bíllárg. 1989 18. Ford Escort sendibíll árg. 1988. Bilaður gírkassi. Fyrir Reykjavíkurhöfn: 19. Mótorloftpressa. Broomwvade cv 125S, 100LBF/IN2 (biluö). Vól: Ford 2711 4,15 I. Dísil. 20. Mótorrafsuða, 240 amp. Vól: Perkings 4,108 (bilaður rafall) Tækin og bifreiðarnar verða til sýnis dagana 11 -13. október nk. í porti Vélamiðstöðvar, Skúlatúni 1. Opnun tilboða: miðvíkud. 14. október nk., kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. vms 104/e Eitt mesta úrval af kerfisloftum á einum staðl Yfir 20 gerðir: Giísplötur, stcinullarplötur og gntnðnr mólmplötur. • Hljóðeinangrandi • Eldþolnar • Fallegar • Eldþolið kerfi • B.R. vottoð Sýningarsalur í verslun okkar að Ármúla 29. Loitið tiíboða Skjakort m. vídeo inn- og útgangi M ISÐN kort og símar Frábært úrval skjáa PC og Mac Myndvarpar og flatskjáir fyrír PC og rá 5.900 j 'f.acintosh - » ■ %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.