Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Blaðsíða 31
www.simnet.is m wa fmm Si ms zmm Léttu o^ur setja Internetforrítin í töluund þínn Komdu með tölvuna þína tit okkar í nýja Þjónustuverió Grensásvegi 3 og þú færð hana daginn eftir meó öllum internetforritum uppsettum. Sl^rédii þig \ símaHHlfiiTH SÍMINNinternet MANUDAGUR 12. OKTOBER 1998 Ummerki áður óþekktra dýrategunda finnast: Ógnarstór fjórfætt risaeðla - þrammaði um Bólivíu fyrir nær 70 milljón árum Vísindamaöur rannsakar 68 milljóna ára gömul fótspor risaeölutegundar sem trítlaði um Kila Kila-svæðið í Bólivíu. Bólivískir vísindamenn hafa til- kynnt um enn eitt svæðið á bóli- víska hálendinu þar sem finna má fjölda risaeðlufótspora og steingerv- inga. Þar á meðal eru fótspor tveggja áður óþekktra risaeðluteg- unda. „Við getum staðfest að það eru undarleg fótspor á mjög stóru svæði sem kallast Kila Kila,“ segir David Keremba, sem stjórnar risaeðlu- rannsóknum á svæðinu. Ummerki risaeðla á Kila Kila fundust fyrst árið 1995 en Keremba hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöður rann- sókna á svæðinu fyrr en að lokinni mikilli rannsóknarvinnu. Risavaxinn fjórfætlingur Að hans mati eru hin áður óþekktu fótspor merkilegasti fund- urinn, þó vissulega sé athyglisvert að rannsaka spor tegunda sem menn höfðu áður vitað af. „Þarna eru á ferðinni tvær tegundir fjórfæt- linga,“ segir Keremba. „Annars veg- ar er risavaxin fjórfætt eðla og hins vegar önnur talsvert minni.“ Vísindamennimir telja hinn risa- vaxna fjórfætling hafa verið allt að 20 metra að lengd, með mjaðma- grind sem hefur verið um metri að breidd. Kila Kila er afskekkt fjallasvæöi í 2500 til 3000 km hæð yfir sjávarmáli í um 650 km frá borginni La Paz. Þar hafa fundist a.m.k. 50 staðir með risaeðluummerkjum að undan- fórnu. Á einum þessara staða hafa fundist allt að 3000 fótspor sem liggja í 250 slóðir og er hvergi í ver- öldinni vitað um jafnmörg ummerki risaeðla á jafnlitlu svæði. Hubble-sjónaukinn sár lengra aftur í tímann: Tólf milljarða ára gamalt Ijós - frá stjörnuþokum á fyrstu mótunarstigum Hubble-stjörnusjónaukinn hefur sent myndir til jarðar sem veita mönnum sýn lengra út í geim og aft- ur í tímann heldur en nokkru sinni áður. Meðal þess sem sést á mynd- unum eru stjörnuþokur sem gætu verið 12 milljarða ára gamlar, að mati vísindamanna. Stjömuþokurnar hafa þvi að öll- um líkindum myndast skömmu eft- ir að alheimurinn varð til. Þær em svo langt í burtu að það hefur tekið ljós þeirra 12 milljarða ára að kom- ast til sjónaukans, sem er á spor- baug um jörðu. „Þetta er i fyrsta sinn sem við sjá- um svo langt í burtu,“ segir Alan Dressler frá Camegie Oservatories sem hefur rannsakað myndirnar. „Við sjáum þarna stjörnuþokur á fyrstu mótunarstigmn sínum en þar sem þær sjást frekar óljóst þá mun- um við ekki getað rannsakað þær að ráði að svo komnu. Það verður að bíða betri tíma þegar við höfum komið okkur upp fullkomnari stjörnusjónaukum." 0 / # * * ■m # " 0' 0 ■*. * * * ^ • % / % • y/ • !*■ • • Á hjara veraldar Rodger Thompson, sem stjórnaði þeirri rannsókn sem leiddi af sér myndirnar, telur að lengra verði ekki komist. „Elstu stjörnuþokurn- ar á þessum myndum hljóta jafn- framt að vera þær elstu í alheimin- um,“ segir hann. „Ef við horfum lengra aftur í tímann hefur það sem þar leynist ekki haft tima til að mynda ákveðin form úr efninu sem sem varð til og kólnaði eftir Mikla- hvell." Þó svo ekki sé hægt að rannsaka hinar nýuppgötvuðu stjömuþokur að neinu marki má ýmsan lærdóm draga af því einu að vita að þær séu til. „Við getum nú sett saman mun heildstæðari mynd af því hvemig alheimurinn breyttist úr gasskýi í það kerfi stjarna og stjömuþoka sem við þekkjum í dag,“ segir Thompson. Horfið vandlega því hér sést Ijós sem ferðaðist í 12 millj- arða ára til að láta taka mynd af sér. LAUGAVEGUR 45 - SIMl 511 2555 UPPLÝSINGAR OG PANTANIR I Opiö ð Vegas Reykjavík Sunnudagalll fimmtudagakl. 21,00-01:00 Föstudaga og laugardaga kl. 21.00-03:00 Sjá textavarp RUV bls 669 LJOS í miklu úrvítli! 2.555.- RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 IOO ttvfki E-PLUS NATTORUIiIGT E-VÍTAMIN 200 (io E-vítamín eflir varnir líkamans Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.