Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v „Einhver kunnugur“ fór inn á bílaverkstæði og tók peninga úr risasöfnunarbauk: 150 þúsund stolið frá hjartveikum börnum - þjófurinn hafði mikið fyrir að komast að bauknum - söfnunarpeningarnir vógu um 50 kíló Ragnar Einarsson með undirstöðu stóra söfnunarbauksins, það sem eftir var. Á innfelldu myndinni er hinn hjartalaga baukur sem er í vörslu lögreglunnar. DV-mynd GVA „Þetta er með því lélegasta sem hægt er að gera. Ég held að það sé ekki hægt að leggjast lægra en að stela frá sjúkum bömum. Við vor- um búin að safna þessum pening- um í um tvö áir og ætluðum að fara að afhenda þá til samtaka hjart- veikra barna," sagði Ragnar Ein- arsson, einn eigenda ER-þjónust- unnar, hjólbarðaverkstæðis við Kleppsmýrarveg, skammt fyrir neðan Húsasmiðjuna. Lögreglan rannsakar nú innbrot sem framið var í húsakynnum fyr- irtækisins aðfaranótt þriðjudags. Bíræfinn þjófur fór inn í húsið baka til, braut sér leið í „gegnum vegg“, tók síðan hurð af lömunum og komst alla leið inn að söfnunar- bauknum sem var í afgreiðslu. „Þjófurinn hefur vitað af baukn- um héma,“ sagði Ragnar. „Við ákváðum fyrir tveim árum að gefa ákveðið hlutfaU af hverri umfelgun til hjartveikra barna. Síðan hafa viðskiptavinir okkar einnig verið að setja peninga í baukinn vegna málefnisins. Við reiknum með að það hafi verið komnar um 150 þús- und krónur í baukinn. Hann var brotinn upp og skilinn eftir. Þjóf- urinn hefur síðan haft með sér upphæðina sem var öll í klinki. Baukurinn var orðinn níðþungur. Ég reikna með að hann hafi vegið um 50 kíló. Þjófurinn hefur því lagt mikið á sig til að ná þessu, sérstak- lega ef miðað er við hvemig hann braust inn,“ sagði Ragnar. Þjófur- inn, eða þjófam- ir, tóku einnig 5 þúsund krónur af skiptimynt fyrirtækisins. Ragnar sagði aðspurður að fyrirtækið mundi setja ann- an bauk upp. „Við tökum hann þá bara með okkur heim á kvöldin ef fólk getur ekki látið peninga sjúkra bama í friði," sagði Ragnar Einarsson. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um manna- ferðir við húsið aðfaranótt þriðjudagsins eða hafa orðið varir við grun- samlega mikið af smápeningum í umferð era beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. -Ótt Evran kemur: Semja þarf um geng- istengingu við evruna - er mat Qármálaráðherra í ræðu Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra, sem Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri flutti á ráðstefnu um áhrif evrunnar, hins nýja Evrópu- gjaldmiðils, á íslenskt efnahagslíf og hagsmuni, vitnaði ráðherra til álits neöidar sem fjallaði um áhrif evr- ópska myntbandalagsins hér á landi. Nefndin taldi mikilvægast að festa í sessi þann efiiahagsstöðugleika sem náðst hefúr, m.a. með því að lækka er- lendar skuldir og efla innlendan spamað. Þá yrði að freista þess að ná samningum við hinn nýja seðlabanka Evrópu um tvíhliða tengingu íslensku krónunnar við evruna þar sem það myndi styrkja tiltrú á hagstjóm hér á landi. „Hér era vitaskuld ýmis Ijón í veginum. Það er ekki sjálfgefið að með slíkri tengingu séu stjómvöld al- farið að afsala sér réttinum til þess að fella gengið. Slík óvissa getur haft nei- kvasð áhrif á trúverðugleika efnahags- stefnunnar, en það er lykilatriði að varðveita stöðugleikann hér á landi,“ sagði í ræðu fjármálaráðherra. Ráðherra telur stofnun myntbanda- lags Evrópu einn af merkari efiiahags- legmn viðburðum á síðari tímum en þó ekki einsdæmi: Hann minnti í því sambandi á hið gamla norræna mynt- bandalag sem lagðist af í lok fýrra stríðs 1918. „Áhrif evrunnar á efna- hagslifið koma mest fram í þeim greinum sem era í útflutningi eða keppa við erlend fyrirtæki á innlend- um markaði. Erfitt er að meta þessi áhrif nákvæmlega á þessari stundu þar sem ljóst er að ýmis helstu við- skiptalönd íslendinga myndu standa utan bandalagsins að minnsta kosti á næstu árum. Þó má greina ákveðna þætti sem vafalítið hafa áhrif á ís- lenskt efiiahagslíf þegar fram í sæk- ir,“ sagði enn fremur í ræðu fjármála- ráðherra. Gengi evrunnar verður nú um ára- mótin fest milli gjaldmiðla ríkjanna 11 sem nú era innan myntbandalags Evrópu. í sumar var hinn nýi seðla- banki Evrópu stofnaður og vinnur hann að markmiðum myntbandalags- ins. Um næstu áramót verður einnig skilgreind sameiginleg gengis- og pen- ingastefna, gjaldeyrisviðskipti með evra hefjast og árin fram undan not- uð til að undirbúa gjaldmiðlaskiptin sjálf sem verða um áramótin 2002. Að- eins ESB-ríki geta átt aðild að mynt- bandalaginu. Af þeim löndum sem uppfyllt hafa skilyrði til aðgangs að myntbandalaginu hefúr Danmörk fengið sérstaka undanþágu frá aðild og Svíar og Bretar munu ekki gerast aðil- ar fyrst um sinn. Löndin 11 era Aust- urrfld, Belgía, Finnland, Frakkland, Holland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland. -SÁ Tilkoma evrunnar skapar sóknarfæri á íslandi: Mesta góðæri íslandssögunnar fram undan - að mati Sigurðar B. Stefánssonar hagfræðings „Tekjuaukning hér á íslandi á fysta áratugi 21. aldarinnar getur orðið með því besta sem sem við þekkjum til þessa, jafnvel þó að íslendingar séu aftur komnir í hóp tekjuhæstu þjóða veraldar," sagði Sigurður B. Stefáns- son, ffamkvæmdastjóri VÍB, á ráð- stefhu Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins.VSÍ, Sambands ísl. viðskipta- banka og Sparisjóðanna um hver verða áhrif evrunnar á íslenska hags- muni. Sigurður sagði að í raun og vera mætti halda fram að evran muni óvíða hafa meiri áhrif en einmitt á ís- landi og með tilkomu hennar verði fyrsti áratugur 21. aldarinnar áratug- ur tækifæranna. Hann sagði að hún fullnægði öllum þeim skilyrðum sem gjaldmiðill þarf til að vera sterkur í samanburði við aðra gjaldmiðla, svo sem að hagvöxtur sé góður á gjaldeyr- issvæðinu, að útflutningur sé meiri en innflutningur og að raunvextir séu lágir í samanburði við önnur gjald- eyrissvæði og verðbólga lítil. Evran sagði hann að myndi verða í lykilhlut- verki í þróun sem án efa muni stuðla að vaxandi framleiðni fjármagns í álf- unni, en þar standa aðildarlönd henn- ar langt aö baki Bandaríkjamönnum. Sigurður sagði að hagvöxtur á ís- landi hefði verið meiri á síðustu fimm árum heldur en næstu 20 ár á undan. Hann þakkaði það því að meiri stöð- ugleiki hefur ríkt í efhahagslífinu en áður, gengi krónunnar verið fast. Helsti hvatinn að auknum hagvexti á síðari hluta þessa áratugar sagði hann vera meiri samkeppni í landinu á fjölmörgum sviðmn að sjávarútvegi meðtöldum og meira frelsi til að keppa innanlands og á Evrópumark- aði. „Evran skapar betra tækifæri til að áframhald geti orðið á þessari þró- un en unnt er að fa með nokkrum öðr- um hætti. Á næstu árum verður evr- an eitt beittasta tækið sem völ er á til að auka samkeppni en hún er um leið akkeri í gjaldeyrismálum sem leiðir af sér minni sveiflur," sagði Sigurður B. Stefánsson. -SÁ Verður hafnað Ríkisútvarpið greindi frá þvi að heilbrigðisnefhd Alþingis hefði fengið bréf frá prófessorum við erlenda há- skóla. í þeim er gefið í skyn að sam- starfi við íslenska vísindamenn verði slitið og íslenskir námsmenn óvel- komnir í háskólana verði gagna- grunnsfrumvarpið samþykkt óbreytt. Samstarf stóraukið Ríkisútvarpið greindi frá því að vestnorrænt samstarf yrði stóraukið á næstum árum, einkum á sviði menningarmála. í fréttinni kom fram að Grænlendingar fógnuðu þessu en vildu hafa meiri áhrif. Minnisvarði um Fiske Halldór Blön- dal samgöngu- ráðherra af- hjúpaði í gær minnisvarða um Wflliard Fiske í Grimsey. Fiske kom til íslands árið 1879. Hann var mikill skákáhugamaður og gaf skákborð á hvert heimili í eynni. RÚV greindi frá. Strandaði í Buenos Aires Tillaga íslands um undanþágu fyrir losun gróðurhúsalofttegimda frá stóriðjufyrirtækjum „í litlum hagkerfúm" strandaði á fúndi vís- inda- og tækninefndar loftslags- þingsins í fyrradag. Nefhdin sam- þykkti að fresta ákvörðun tfl næsta ársþings og afla frekari upplýsinga. Meirafé Aðalfundur Hollvinasamtaka Sjó- mannaskóla íslands telur brýnt að veita meira fé tfl menntunarmála skipstjómar- og vélstjómarmanna. íslendingar gætu ekki gert lakari kröfúr í menntunarmálum en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þarf að efla frekar Ambjörg Sveinsdóttir al- þingismaður tók í gær þátt í um- ræðum um verk- áætlun Norrænu ráðherranefndar- innar í fikniefiia- forvömum á þingi Norðurlandaráðs. Hún sagði að baráttuna gegn fikniefnanotkun yrði að efla enn frekar. Umhverfisverðlaun Dr. Ólafi Amalds vora í gærkvöld veitt umhverfisverðlaun Norður- landaráðs á þingi ráðsins í Ósló fýr- ir verkefhi sitt, Jarðvegsvemd. RÚV sagði frá. Garðar á niðurleið Tæplega tvö hundruð fermetra sár er komið í einn nýja snjóflóöa- vamargarðinn ofan Flateyrar eftir að aurskriða rann úr garðinum nið- ur á jafhsléttu. RÚV sagði frá. Stórmenni ffá Kína Varautanríkisráðherra Kina er í opinberri heimsókn á íslandi. Hann hittir hér m.a. Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyt- isins, Ólaf Ragnar Grimsson, forseta íslands, og Halldór Ásgrímsson ut- anrikisráðherra. Verkalýðsrisi í kvöld verður endanlega gengið frá sameiningu verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar/Framsóknar, Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahúsum. Nýja félagiö verður annað af stærstu verkalýðsfelögum landsins með á þrettánda þúsund félagsmanna. Útíhött Alþingismað- urinn Pétur Blöndal segir að ekki standi steinn yfir steini í málflutningi Jóhönnu Sigurð- ardóttur um tap ríkissjóðs af íjár- magnstekjuskatti. Bylgjan sagði frá. Ríkið rukkað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ríkið til að endurgreiða Skipa- smíðastöð Njarðvíkur hálfa milljón króna ásamt dráttarvöxtum vegna oftekinna stimpilgjalda. RÚV sagði frá. -SJ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.