Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Gamlir bílar sem skráðir eru sem nýir rugla neytendur í ríminu: Kalla á varúð I viðskiptum Frá og með síðustu áramótum var bllaumboðum ekki lengur skylt að veita upplýsingar um smíðaár eða framleiðsluár bíla, það sem yfir- leitt er nefnt árgerð. í stað þess er miðað við fyrsta skráningardag bílsins hér á landi. Þetta þýðir að ef fluttir eru inn bílar sem staðið h£ifa lengi erlendis við misjöfn skilyrði, t.d. á hafnarbakka, eru þeir skráðir sem nýir. Hins vegar ber að fara varlega gagnvart slíkum bílum. Óvænt útgjöld vegna viðgerða og varahluta geta hlotist af kyrrstöð- unni. Getur kaupandi, sem síðar verður seljandi, tapað umtalsverðu fé í viðskiptum með slíka bíla. Engar sérkröfur Karl Ragnars, forstjóri Skráningarstofúnnar, segir það lengi hafa verið mark- mið hjá bílgreinasam- bandinu og umboðun- um að hætta aldurs- skráningu bíla, miða heldur við fyrsta skráningardag. „Þegar bílar eru skráðir hér samkvæmt evrópskum heildargerð- arviður- kenning- um (Whole Veichle Type Approval) er framvís- að COC-vottorði, samræm- ingarvottorði. Það er pappir sem gengur í öllum löndunum og er ein- göngu tæknilegs eðlis. Framleiðslu- ár er ekki skráð. Við megum ekki hafna skráningu ef ekki fylgir fram- leiðsluár þar sem við megum ekki gera aukakröfur. Það var meginá- stæaðn fyrir að reglunum var breytt hér. Við litum hins vegar svo á að ekki sé bannaö að skrá fram- leiðsluár. Ef viðskiptavinur óskar e r þá dýr- ari en ella. Þegar þeir síðan selja bílinn, t.d. á næsta ári, getur vænt- anlegur kaupandi komist að því að smíða- ár/árgerð bílsins er 1996. Hann er ekki nýr og seljand- inn er vændur um svik. Þar geta verulegar fjárhæðir fokið út um gluggann. Til að losna við slíka uppákomu getur kaupandi sett umboðinu það skilyrði fyrir kaupunum að það láti skrá smíöaárið. Geta þeir einnig fengið skráð á skoðunarstöðvunum og bifreiðaskráning skráð síðan samkvæmt því. Menn geta einnig hjálpað sér sjáifir og litið á versk- miðjunúmer bílsins (undir vélar- hlífinni). Tíundi stafurinn í því númeri er bókstafur sem segir til segir að í prinsippinu sé um falinn galla að ræða ef gamall bíll er seld- ur sem nýr. „FÍB hefur hins vegar alltaf verið á móti þessu. Við lítum á aldurs- skráningu sem neytendavemd sem reyndar komi bíiaumboðunum vel þegar að þvi kemur að bíll verður endumýjaður. í upplýsingaþjóðfé- lagi er mjög óeölilegt ef verið er að halda nauðsynlegum upplýsingum frá neytendum." Hann segir mismun á fram- leiðsluári og skráningardegi gefa vísbendingu um að bíllinn hafi stað- ið og kaupandi verði að geta gert ráðstafanir ef það er tilfellið. hefði lengi. Hann sagði diskahemla vera mjög viðkvæma. Á þá kæmi ryð sem orsakaði titring við hemlun. Nýir hemladiskar kosta 3-20 þús- und, allt eftir tegundum. Þá safnaðist ryð í vélarhluta og drif þar sem olían sæti í botninum og það væri aldrei gott. Finnbogi sagði pakkdósir ekki eins viðkvæm- ar og áður. Þær væm úr þolnum gerviefnum og lækju siður. Þá gæti óvarið lakk farið illa en margir frarmleiðendur verðu reyndar lakk- ið með vaxi. -hlh þess þá skráum viö þessar upplýs- ingar,“ segir Karl. Ýmis vandræði Ný aðferð við skráningar bíla get- ur skapað ýmis vandræði. Ár- gerð er mjög rótgróðið hug- tak í öllum bílaviðskipt- um og veruleg- ar fjárhæðir geta verið í húfi i því sambandi. Kaupendur „nýgömlum" telja sig vera að kaupa nýjan bíl, sem væntanlega bíl Ymsir kvillar Viðmælendur DV sögðu oft til- fellið að bílar sem hefðu staðið væm ekki eins góðir og jafngamlir bílar sem hefði verið ekið. DV bað Finnboga Eyjólfsson fulltrúa, einn forsvarsmanna fræðslumiðstöðvar bílgreina, að tilgreina atriði sem fólk ætti að hafa í huga ef keyptur væri bíll sem staðið um framleiðsluárið í mjög mörgum tegundum bíla (Sjá graf). Falinn galli Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, Viðskipti með notaða bíla: Mun öruggari en fyrir fáum árum - bestu kaupin í góðum bílum sem ekki eru í tísku, segir Pétur í Borgarbílasölunni Viðskipti með notaða bíla hafa breyst mikið á örfáum árum. Ný lög hafa tekið gildi um starfsemi bílasala og til að hljóta löggildingu sem bíla- sali þurfa menn að sækja námskeið og standast próf. Þá þurfa löggiltir bílasalar að uppfylla ýmis skilyrði svo sem aö vera fjárhagslega sjálf- stæðir. Þá verða þeir að tryggja sig og viðskiptavini sína gegn hugsanlegu tjóni vegna bílaviðskipta. Enn fremur eru reglur orðnar skýrar um það hvaö skal taka fram í kaupsamningi og afsali. Þá er aðgangur að gögnum, svo sem bifreiðaskrá og veðbókum, mun auðveldari en var á árum áður þegar menn þurftu að endasendast milli stofnana áður en hægt var að ganga frá formlegri hlið bílaviðskipta. Viðskiptin eru því orðin almennt mun öruggari en þau voru fyrir fáum árum síðan. Fjármögnunarhliðin hefur einnig breyst verulega. Að sögn Péturs Bjömssonar, eiganda Borgarbílasöl- unnar, er það nánast alveg úr sögunni að seljandi bíls láni kaupanda af and- virði bílsins gegn misöruggum víxl- um eða skuldabréfum, heldur fær hann bílinn greiddan upp í topp strax. Breytingin varð með tilkomu bíla- lána. Bilaviðskipti ganga nú fyrir sig i stórum dráttum þannig að bílasalan annast milligöngu um að útvega bíla- lán óski kaupandi eftir því. Eftir að viðkomandi lánafyrirtæki hefur sam- þykkt kaupandann sem lántaka er jafnvel hægt að ganga frá láninu á staðnum og Ijúka viðskiptunum. Mjög mikið hefur verið flutt inn af nýjum bílum síðustu mánuði og fram- boð af notuöum bílum að sama skapi aukist. Pétur Bjömsson segir að verð á notuðum bílum hafi lækkað í kjölfar þessa. En em væntingar þeirra sem era að selja bílana sína í samræmi við lögmálið um framboð og eftirspurn? „Það er afar misjafnt. Það er þó sem betur fer ekki algilt að menn krefjist þess sem kalla mætti yfirverð. Flestir hlusta á rök, auk þess að sjá það í hendi sér að það er nóg til af bílum,“ sagði Pétur. Hann sagði að framboðið væri svo mikið að auðvelt væri að gera góð kaup í notuðum bílum. Gangverð væri nokkuð misjafht eftir tegundum. Sumar væru vinsælli en aðrar og end- ursöluverð þeirra því hærra. Til væra á hinn bóginn tegundir sem væru mjög góðar en ekki í tísku. Þeir sem eru að leita sér að góðum bíl sem ekki er ætlunin að selja í bráð ættu að skyggnast um eftir slíkum tegundum, séu þeir að leita að bíl til að eiga um lengri tíma. -SÁ Pétur Björnsson í Borgarbílasölunni. DV-mynd Pjetur Uppgjör Eitt af því sem hafa þarf í huga þegar fasteignakaup eru gerð er að ganga úr skugga um að fast- eignagjöld og vextir á áhvílandi lánum á eigninni séu gerð upp við undirritun kaupsamnings. Að sögn Viðars Böðvarssonar, vara- formanns Félags fasteignasala, tilheyrir slík skjalagerö viökom- andi fasteignasölu við frágang kaupanna og á því að vera sjálf- sagt. En það kostar ekkert að hafa þessi atriði bak við eyrað. Hitt getur kostað æma fyrirhöfn og jafnvel fjármuni. Beðið við undirritun Lífiö er ekki tómur saltfiskur og því er sjálfsagt að fjalla um fleira en beinhörð viðskipti. Öll þjónusta kostar reyndar sitt og óvanir hrökkva skiljanlega við þegar þeir sjá að það kostar digra sjóði aö losna viö fasteignina sína og enn digrari sjóði að kaupa nýja með nýjum lánum og til- heyrandi. Það er því vel til fallið hjá faseignasölum hér í bænum að brydda upp á nýjungum við undirritun kaupsamnings. Vitað er um að minnsta kosti eina sem býöur upp á bænastund. Silíkon á kantana Þessa dagana er auðvelt að lenda í vandræðum ef bíllinn hef- ur ekki verið nógu vel búinn und- ir veturinn. Læsingar geta frosið aftur og hurðir einnig. Við þessu er einfalt ráð, að kaupa si- líkonefni til að smyija á gúmmí- listana á hurðunum. Gætið þess að þurrka vætuna vel af listunum áður en því er smurt á. Einnig er fáanlegt frostvarnarefni í læsing- amar. Hvort tveggja fæst á bens- ínstöðvum. Munið að skilja frost- vamarefniö í læsingamar ekki eftir í bílnum. Hann gæti frosið aftur. Fyrirhyggja getur spai-að verulegar fjárhæðir og fyrirhöfn. Vetrarskoðun á tilboði Ef færa á bílinn til vetrarskoö- unar skal bent á að einhverjir þjónustuaðilar eru með slíka skoðun á hausttilboði einmitt þessa dagana. Sjálfsagt er að hafa það í huga þegar láta á yfírfara bílinn. Þar getur munað nokkrum hundrað- og jafnvel þúsundköllum. -jss/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.