Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstj'órn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Pípað á íslendinga íslensk stjómvöld vilja mengunarfrelsi svo þau geti virkjað fallvötn, lagt ómetanleg landsvæði undir vatn og byggt stóriðju. Þess vegna berjast þau fyrir því að íslendingar einir þjóða þurfi ekki að draga úr losun mengandi lofttegunda. Þau leggjast að vísu ekki gegn því að aðrar þjóðir minnki losun gróðurhúsalofttegunda. Af þeirra hálfu kemur hins vegar ekki til greina að íslendingar þurfi að leggja neitt á sig. Þau vilja því uppskera án þess að sá. Það heitir að ríða berbakt á annarra manna hrossum. Aðrar þjóðir pípa á þetta viðhorf. Það kom berlega í ljós á ráðstefnunni sem nýlokið er í Buenos Aires. Þar lögðu íslendingar til að þeir fengju undanþágu frá Kýótó- samningnum. Það hlaut engar undirtekir, nema hjá Áströlum sem vilja byggja hér magnesíumstöð. Tillaga íslendinga var kurteislega svæfð með því að fresta henni um ár. Það setur hins vegar íslensk stjómvöld í bobba: Fyrir miðjan mars verða þau að taka ákvörðun um hvort ísland stendur eitt ríkja heimsins utan við Kýótó-bókunina. Utanríkisráðherra er haldinn þráhyggju um risaálver í kjördæmi sínu á Austurlandi. Fyrir utan þær fómir sem þyrfti að færa á hálendinu vegna versins kemur það í veg fyrir að íslendingar gætu staðið við þær skuld- bindingar sem Kýótó-samningnum fylgja. Þetta er eina haldbæra ástæðan fyrir því að ríkis- stjómin rembist einsog rjúpan við staurinn gegn því að ísland staðfesti samninginn. Það sem ráðherrann telur að séu hagsmunir kjördæmis síns kemur því í veg fyrir að ísland taki eðlilegan þátt í að bjarga eigin framtíð. Vanhugsuð afstaða ríkisstjómarinnar mun vitaskuld verða okkur dýrkeypt. Hún hefúr heldur ekki verið hugsuð til enda. Aðrar þjóðir munu þá líta á okkur sem umhverflssóða. Við kynnum því að uppskera refsi- aðgerðir bæði þeirra og alþjóðlegra samtaka. Því má ekki gleyma að lykillinn að utanríkis- viðskiptum íslands er sú ímynd sem vandlega hefúr verið ræktuð að land okkar sé tákn um hreirúeika og ósnortið umhveríi. Út á hana seljum við fiskinn og ferðaþjónustuna. Hún er okkur því gríðarlega verðmæt. Þessi ímynd mun hins vegar glatast skjótt ef íslensk stjómvöld taka ákvörðun um að standa utan við Kýótó- samninginn. Okkur mun þá hvorki ganga jafn vel að selja íslenskan fisk né heldur að draga hingað erlenda ferðamenn. Þessa hlið vantar í útreikninga stjómvalda. Siðferðilega er það líka stórlega ámælisvert ef við tökum ekki þátt í þeim vömum sem þarf til að koma í veg fyrir óhóflega hlýnun andrúmsloftsins. íslendingar em nefiiilega á meðal þeirra þjóða sem eiga mest á hættu. Er verjanlegt að við látum aðra borga björgunina? Verstu spár gera ráð fyrir því að ísland kynni að verða óbyggilegt. Vönduð spá bresku Veðurstofunnar gengur skemmra. Þar er eigi að síður talið líklegt að vegna hlýnunar kunni að draga um fimmtung úr Golfstraumn- um. Hann er undirstaða byggðar hér á landi. í þessu ljósi er augljóst að það er siðferðilega rangt af íslendingum að koma sér hjá aðgerðum sem em nauðsynlegar til að tryggja komandi kynslóðum lífvænlegan heim. Við eigum að sjálfsögðu að bera okkar hlut. Við berum ábyrgð engu síður en aðrir. Ríkisstjómin á því að fresta virkjunaráformum, samþykkja Kýótó-samninginn og ráðast í þróun á framleiðslu á mengunarlausum orkugjöfum á borð við vetni. Þar höfum við forskot sem ber að nýta sem fyrst. Össur Skarphéðinsson „Almenningur verður að sætta sig við að Ijúka störfum við sjötugt og nánast allar bætur lúta skerðingu við tekjumörk," segir Jónas m.a. í grein sinni. - Aldraðir í gönguferð. Rugluð þjóðmál Það má segja að næsta óhugs- andi er fyrir obbann af almenn- ingi að átta sig á kjama margra þjóðmála vegna viilandi upplýs- inga sem stöðugt er básúnað út af ýmsum hagsmunasamtökum. Stjómmálaflokkar hjálpa tæpast. Enda er það svo að flestir kjósa eftir mjög fáum atriðum. Tugur þúsunda kaus Albert og síðan flokk hans af því að þeir þekktu hann, en ekki eftir málum sem þeir gátu ekki skilið hvort eð var í rugluðum skógi upplýsingameng- unar. Eða sett mál í samhengi við hagsmuni sína. Aðrir kjósa annan flokk vegna loforða einhvers um auknar lífeyrisgreiðslur eða um nýjar skólastofúr. Enn þá aðrir hafa verið lengi í ákveðnum flokki eða telja hagsmunum sínum best horgið hjá honum. Fáir geta fúndið samhengi á milli þjóðartekna eða vel- ferðar og framlags einstakra þjóðfélagsgreina. Fæstir lesa gáfaðar greinar í blöðum. Nýir menn með góð málefhi komast ekki langt í prófkjör- um eða í uppstiHinganefhd- um. Almenningur landsins á sér fáa málsvara gegn stöð- ugum hávaða þrýstihópa. Landbúnaður afruglast Landbúnaðarráðherra stóð sig vel nýlega á kynningarfundi um skýrslu nefndar um úttekt á tekj- um bænda og tillögur um breyting- ar m.a. um breytingar á bein- greiðslum. Samkvæmt þeim skyldi þeim hætt til minnstu sauðfjárbú- anna af hagkvæmnisástæðum og sömuleiðis til bænda sem eru orðn- ir sjötugir. Ekki leið á löngu þar til ruglarar fóru af stað. Fulltrúar bænda héldu því fram að litlu sauð- fjárbúin þyrftu ekkert að vera hag- kvæmari en hin stærri og var allt tint til úr gömlu vopnabúri, nema að segja að skattgreiðendur skuli borga brúsann og hvemig koma eigi framleiðslunni í lóg. í áratugi hefur verið klifað á út- flutningi kinda- kjöts þangað til allir sáu í gegn um það dæmi. í jafnlangan tíma hefur verið sagt að kindakjöt sé innlend fr£im- leiðsla en svína- og fugla- kjöt ekki. Gjald- eyrisnotkun við framleiðslu hvers kílós er þó svipuð. Mat- seðill almenn- ings skal einnig ákveðinn af þeim! í saman- burði við Evr- Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur „Nýir menn med góð málefni komast ekki langt í prófkjörum eða í uppstillinganefndum. Al- menningur landsins á sér fáa málsvara gegn stöðugum há- vaða þrýstihópa.“ ópubandalagið hefur gleymst að minnast á að þar eru innifalin mörgum sinnum fleiri atriði eins og t.d. tré, jurtaolía, vín, ávaxtir, komtegundir og mjólkurafurðir svo ekki sé minnst á verðlag til al- mennings. Almenningur verður að sætta sig við að ljúka störfum við sjö- tugt og nánast allar bætur lúta skerðingu við tekjumörk. Hrollur fór inn einn bændaþingmann við að hætta eins og almenningur. Lúmskir útvegsmenn Útvegsmenn era lúmskir og auglýsa nú stíft. „Kvótakerfið hef- ur náð miklum árangri" og „vax- andi sátt er um kvótakerfið". Ekki var minnst á að hér er um tvennt að ræða, þ.e. veiðistjóm og úthlut- un veiðiheimilda, sem er að setja þjóðina á annan endann af reiði. Síðan fylgdi ægifógur sjónvarpsauglýsing með syndandi fiskum. „Stönd- um saman og varðveitum auðlindina til næstu kyn- slóðar“; hins vegar vantaði: „Og hindrum að aðrir en við komist i veiðarnar nema borga okkur offjár“. Þeir segja að nú væru þeir að uppskera, sem lagt hefðu á sig stritið að gera út á erfiðum árum og byggja upp dýra útgerð. Fólk átti að sjá fyrir sér litlu gulu hænuna! Sú saga öll líktist fremur leik í Monopoly eða Matador á þeim árum þegar fæstir vissu hver þróun yrði í leikreglum. - Færeyski sjávarútvegsráðherrann var í engiun vafa. Hans landsfólk ætlaði ekki að taka upp kvótakerfi að dæmi okkar vegna brott- kasts fisks! Gagnagrunnurinn enn umdeildur Einhvem veginn hefúr maður á tilfinningunni að hér séu fyrst og fremst hagsmunir sem takast á og síður umhyggja ein fyrir almenningi. Margir læknar halda því fram, að trúnaðarsam- band þeirra við sjúklinga sé í veði svo og persónuleynd. Er það ekki einnig valdatak þeirra á heil- brigðismálum? íslensk erfða- greining fer einnig fremur hljótt um þá miklu fjárhagslegu hags- muni sem f veði eru. „Það í þágu vísindanna sem starfið er unnið“. Annars er Kári Stefánsson búinn að vinna í glímunni og það hefur verið beinlínis skemmtiefni að fylgjast með honum kljást við hvem atrennuhópinn á fætur öðr- um og fara með sigur; enda hefur þjóðin þegar gefið honum at- kvæði sitt. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Lýsi I gjafapökkum - til Kína „Ég tel okkur eiga mikla möguleika í Kina, ekki síst vegna þess að þar er mikil náttúrulækningahefð og fólk er vant því að taka lýsi, auk þess sem það er notað til lyijagerðar, t.d. vegna hjartasjúkdóma. Við stöndum vel að vigi í samkeppninni vegna þess að við getum boðið mjög góða vöra í samanburði við innlenda framleiðslu...Önnur kínversk hefð, sem er lýsinu hliöholl, er sú að það er gjaman keyþf sem gjafavara handa pabba og mömmu, afa og ömmu, t.d. þegar yngra fólkið heimsækir fjölskyldur sinar úti á landi. Með þetta í huga höfurn við m.a. sett á mark- að lýsisperlur í gjafaöskjum." Baldur Hjaltason, í Mbl. 11. nóv. Svartklæddar í Páfagarði „Það er margt sem kom á óvart í opinberum sið- um við móttöku i Páfagarði. Það er til að mynda eng- in kona í móttökusveitinni, bara karlmenn...Um er að ræða ítalska hefðannenn sem era afkomendur þeirra sem ráðið hafa ríkjum í Páfagarði, jafnvel af- komendur dýrlinga, eins og einn þeirra sagðist vera...Konur sem koma í opinbera heimsókn í Páfa- garð verða að klæðast svörtum síðum kjólum og vera með svartar slæður á höfði. Þetta er siður sem líkja má við það þegar karlmenn verða að klæðast kjólfotum við ákveðin tækifæri. Manni þykir sjálf- sagt að verða við slíkum óskum.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í viðtali í Degi 11. nóv. íslensk dagskrárgerð í sjónvarpi „Það er efni í langa tölu að velta því fyrir sér hvers vegna við eigum yfirhöfuð að halda úti ís- lenskri dagskrárgerö í sjónvarpi. Það vekur þó furðu mína að opinber umræða og óskir um metnaðarfulla innlenda sjónvarpsdagskrá skuli ekki vera meiri en raun ber vitni...Áherslur á innihald dagskrárefhis geta að einhverju leyti tekið mið af árstíma en hlut- fall innlendrar dagskrár á ekki að breytast. Þama þurfa stjómvöld að styðja við Ríkissjónvarpið með raunhæfum hætti í stað þess að krefja það stöðugt um nýjar naglasúpuuppskriftir.“ Hávar Sigurjónsson, í Mbl. 11. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.