Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 12. NOVEMBER 1998 Líflegar umræður um Leif á Vísi 85% þeirra sem tekið hafa þátt í atkvæðagreiðslu á Vísi siðustu tvo sólarhringa efast ekki um að Leifur heppni Eiríksson hafi verið íslend- ingur. 15% telja svo ekki vera. Les- endum Vísis er gert kleift að senda inn eigin hugleiðingar og eru líflegar umræður um þjóðemi Leifs og ásetning Norðmanna að gera hann norskan. Algengt er að fólk telji Norðmenn „öfundsjúka" og með „minnimáttarkennd “. Þó heyr- ast einnig raddir um að þessi deila þjóðanna sé hlægileg. Einn leggur síðan til að íslendingar leigi Norð- mönnum Leif og hafi þar með ör- uggar tekjur af tilstandinu í kring- um 1000 ára afmæli landafundanna. > Slóðin er: www.visir.is Módel og mið- bæjarrottur I Fókusi sem fylgir DV á morgun er rætt við Eddu Pétursdóttur, 14 ára stúlku, sem er að leggja út í heim að keppa um titilinn Supermodel of the World. Sérfræð- ingar segja að Edda eigi sér glæsta framtíð sem fyrirsæta. í blaðinu er sagt af ferð miðbæjarrottu úr Reykjavík um Vestfirði og hvemig mannlífið þar vestra birtist henni. Eyþór Amalds talar um pólitíska drauma sína, ungir rithöfundar svara samviskuspumingum um er- indi sitt á ritvöúinn og efnt er til eldhúsdagsumræðna um þjóðmálin með gestum Hafnarkráarinnar. Rætt er við Sóleyju á Skratzinu, strákana í Súrefni og mennina sem stofnuðu Gaukinn fyrir fimmtán ámm. Fjallað er um bíómyndimar sem verða frumsýndar í dag, tón- leikana sem verða um helgina og margt annað sem lífið hefur upp á ^að bjóða. BE5TI VINUR 5ARNANNA! Lögreglubíll varð undir grjótskriðu á Óshlíð í morgun: Metrar á milli lífs og dauða sagði Jón Bjarni - „heiftarbjarg“ féll á ökuleið bílsins „Ég var á leið frá Bolungarvík í vinnu á ísafirði og var kominn að Sporhamri, rétt nýkominn á Ós- hlíðina, þegar grjótskriða féll yfir bílinn. Ég sá stóran skugga koma niður undir bílinn. Það brotnuðu rúður og grjót kom inn í bílinn sem gekk allur til. Ég ákvað að stíga bensínið í botn til aö reyna að komast út úr þessum ósköp- um,“ sagði Jón Bjarni Geirsson, rannsóknarlögreglumaður á ísa- firði, við DV stuttu eftir að hann komst lífs af úr miklu grjóthruni undir Óshlíð á áttunda tímamun í morgun. Jón Bjami slapp óslasaður en var á óeinkenndum lögreglubíl sem er mjög illa farinn. „Mér tókst að komast í burtu með því að „botna“ drusluna," sagði Jón. „Við hliðina á mér, í farþegasætinu, lágu fjórir stórir steinar. Höfuðstór steinn hafði síð- an farið inn um hliðarrúðu að aft- an og lá í skutnum. Síðan er allur bíllinn meira og minna beyglaður, meira að segja vinstra framhomið hafði „nagast" af. Ég hlýt að hafa keyrt á einhvern stein sem var að falla. Þegar ég var búinn að láta vita og við lögreglumenn fórum að skoða þetta betur kom í Ijós að heiftarbjarg lá á veginum. Það er svo stórt að þeir ráða ekki við að taka það í burtu með þessum vél- um sem þeir eru með. Bjargið lá á akreininni sem ég ók eftir. Þetta hafa verið einhverjir metrar á milli lífs og dauða hjá mér.“ Jón Bjami sagði að hann væri búinn að aka á milli ísafjarðar og Bolungarvíkur í tíu ár: „Þetta er eitthvað sem maður hefur í raun alltaf átt von á. En það er erfitt að upplifa hlutinn þegar hann gerist. Já, mér brá,“ sagði hann. -Ótt Veðrið á morgun: Vægt frost víða um land Á morgun verður norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og dálítil él á Norðurlandi og norð- anverðum Vestfjörðum, en sunn- an- og suðvestanlands léttir til. Hægt kólnandi og annað kvöld verður komið vægt frost um mest allt land. Veðrið 1 dag er á bls. 37. Meinatæknadeilan: Gunnar Helgason leikstjóri umvafinn stjörnunum sínum úr Vírusi sem frumsýndur var í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöldi. Katrín Þorkelsdóttir kyssir á hægri kinn hans, Erla Ruth Harðardóttir á þá vinstri og á kollinn kyssir Björk Jakobsdóttir. „Tímabær tölvu-ærslaleikur," segir í leikdómi Auðar Eydal. Sjá bls. 11. DV-mynd Pjetur Enginn trún- aðarbrestur - segir Guðmundur G. „Mér finnst nú að það sé að teygja sig of langt að lesa þannig í spilin aö sjá þama einhvem trúnaöarbrest. í þessu máli er ekk- ert tilefni til slíks. Það hefúr komið upp mál sem hvor- ugur aðilinn taldi fyrirfram að gæti skapað erfiðleika," sagði Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður stjórnar- Guðmundur Þórarinsson. nefndar Ríkisspítalanna, 1 morgun. Meinatæknadeilan er við það sama nema hvað þrír meinatæknar hafa komið aftur til starfa sig en 44 vilja ekki snúa til baka að óbreyttu. Guðmundur segir að tvívegis hafi hann skilið þannig við meinatæknana að hann hafi talið að lausn væri fund- in. Svo hafi ekki verið. Guðmundur segir að sem ábyrgir stjómendur hafi þeim borið að auglýsa störfin og freista allra ráða til að tryggja hag sjúklinga. Staða yfirmeinatæknis hafi verið auglýst sérstaklega með sérstök- um umsóknarfresti eins og venjan er. í gær kom þetta upp, umsóknarfrest- urinn er ekki liðinn. Guðmundur seg- ir að búið sé að leysa þetta vandamál og telur það úr sögunni. Auglýsingar í erlendum blöðum hafa að sögn Guðmundar ekki borið neina raun. -JBP Kópavogur: Vill breyta leik- skólagjöldunum - Bragi gekk af fundi „Ég mun beita mér fyrir að þessu verði breytt. Ég lofa engu um hver niðurstaðan verður en hækkunin verður ekki sú sem — lögð er til,“ sagði Hl Gunnar I. Birgis- son, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, við DV í morgun. Umdeild tiEaga um hækkun leik- skólagjalda er á dagskrá í bæjarráði í dag en er frestað Gunnar I. Birgis- son. vegna anna Gunnars sem er í miðri prófkjörsbaráttu. Á prófkjörsfúndi í Kópavogi í gærkvöld svaraði Gunnar fyrirspum um hækkun leikskóla- gjalda þannig að hún yrði ekki eins og um hefur verið rætt. Við þetta svar gekk Bragi Mikaelsson, flokksfélagi Gunnars í Kópavogi, af fimdi. Gunnar sagði þá ósammála „en það væri óþarfi að ganga út af fundi“. Hann þvertók fyrir að svar sitt litaðist af prófkjörsslagnum. -hlh Toblirohí' rtí>áúndur ánægjiuinar 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ; !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.