Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Spurningin Lestu í rúminu áður en þú ferð að sofa? Heimir Árnason nemi: Já, stund- um. Núna er ég að lesa myndasögur. Atli Guimarsson, 8 ára: Nei. Salka Þorsteinsdóttir, 9 ára: Stundum. Anna Sóley Karlsdóttir nemi: Já, stundum og þá helst skólabækum- ar. Fjóla Friðriksdóttir nemi: Nei, yf- irleitt ekki. Guðmundur Gunnarsson: Nei. Lesendur Hvergi aukvisar I hlutverkum - þakkir til Borgarleikhússins Úr sýningunni Sex í sveit eftir Marc Camoletti. Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar. G.R.A. skrifar: Svo mikið hafði verið látið af sýningum Borgar- leikhússins á „Sex í sveit“ að við hjónin ákváðum að kanna hvort vera kynni að hægt væri að fá miða samdægurs, sem var sl. laugardag, 7. nóv. Auðvitað datt mér ekki í hug annað en upp- selt væri, sem það og var - en tveir stakir miðar voru enn afgangs, annar á fremsta bekk úti á enda og hinn á efsta bekk, líka úti á enda. Við slógum þó til, enda sammála um að það sé sama hvar maður hlær í góðu leikhúsi. Fór- um því glöð í bragði og kærðum okkur kollótt þótt fjarlægðin væri sal- arendanna á milli. En viti menn; rétt fyrir sýningu kemur starfs- kona til konu minnar og segir að losnað hafi tvö sæti saman á 2. bekk í salnum og bauð að færa okkur þangað. Ekki veit ég hvemig hún hafði uppi á okkur, stakparinu, en auðvitað þáðum við það með þökk- um og sátum svo í hinu besta yfir- læti í miðjum bekknum. Þökk sé frábæru starfsfólki í miðasölu eða annars staðar í Borgarleikhúsinu. Sýningin á Sex í sveit var í fáum orðum sagt hreint stórkostleg og á það við um alla leikarana 6 sem náðu salnum svo gjörsamlega á sitt vald að maður hefur sjaldan oröið vitni að öðru eins. Engin furða þótt heilu áætlunarbílarnir flykkist til borgarinnar til að berja þetta stór- góða stykki augum. Það væri að gera upp á milli leik- aranna að fara að lýsa einstökum atriðum, samhæfingin var slík og sendingamar til áhorf- enda að maður hafði ekki þrek til neins ann- ars en að hlægja. Auð- vitað hlýtur þó ábyrgð- in að vera mest hjá leik- stjóra, Maríu Sigurðar- dóttur, og aðalleikaran- um, Gísla Rúnari Jóns- syni. - En Borgarleik- húsið er sýnilega í sviðsljósinu miðju hvað leikhúsaðsókn snertir þessa stundina. Sex í sveit gengi árum saman væri hér milljónaþjóð- félag en hlutfallslega eitthvað skemur hér fyrir 260 þúsundin. Það ber líka nýrra við að vera boðinn velkom- inn um leið og rifið er af miðum í anddyrinu. Ég hef ekki heyrt þann frasa áður í leikhúsi, eða annars staðar yfir- leitt hér á landi, þar sem gengið er inn á gleðifund eða mannfagnað. í hléi er vel fyrir veitingum séð með þægilegri þjónustu þar sem hægt er t.d. aö ganga að kaffi með skjótari hætti en víðast tíðkast við þessar aðstæður. Maður hefur á tilfiinning- unni að í Borgarleikhúsinu séu hvergi aukvisar í hlutverkum. - Bestu þakkir fyrir ánægjulega kvöldstund. Hinn óttalegi leyndardómur Haraldur Guðnason skrifar: Á mínum táningsáram las ég æsispennandi reyfara með ofan- skráðu nafni. Mér datt í hug reyfar- inn sá arna þegar fjölmiðlafárið var sem mest um gagnagrunninn mið- læga. Þar átti æði margt að varast og óttast eftir aðvörunarraust lækna og margs konar fræðinga að dæma í blööum og imbakössum. Dularfull orð og hugtök, áður ókunn sauðsvörtum, líkt og orðin kóðun, dulkóðun, margfold kóðun, afkóðun, hakkaföll, o.s.frv., o.s.frv. Allt dulítið dularfullt. Ekki síst vegna þess að áður fýrr þótti krank- leikur náungans ekki sérlegt áhuga- efni. í minni sveit vissu aOir aOt um veikindi hreppsbúa og fólk hafði áhyggjur af líðan samferðafólksins, þenkti um líf og dauða en ekki fræðiheiti sjúkdóma. Löngum var gömlum konum tíð- rætt um „sína veiki“ og var fátt samtalsefni kærara að þvi er virtist, lýst af nákvæmni. í minningar- greinum er oft greint frá dánar- meini. Muna má og að skáldið Guð- mundur Daníelsson, sem stundum dulkóðaði nafh sitt; Gdan, sendi frá sér tvær bækur um sjúkrasögu sína og annarra af mikilli nákvæmni. Ekki minnist skrifari athugasemda um þá bersögli. Nú hefur verið stofnað félag hinna mætustu manna, Mannvernd (hljómar líkt og tannvemd). Ber að fagna því framtaki. Mikið hefði ver- ið gott að hafa slíkan félagsskap í gamla daga á blómaskeiði vinnu- þrælkunar, þegar t.d. kaOamir ultu oní fiskikösina steinsofandi og sum- ir rugluðust. - Sjúkraskrár skrifara þessa pistOs mega svo fara í þann miðlæga ódulkóðaðar. Hvergi bita að fá í Reykjavík - eftir kl. 22 á kvöldin miöborgarinnar. En aOt sem flaut undir miðnætti að minnsta kosti. var tO reiðu og það tU kl. þrjú um Og þá smurt brauö eftir þann tíma. Já, bara einhverja svona smárétti, eða þannig... Ragnar skrifar: Það er staðreynd að strax upp úr kl. 22 á kvöldin bjóða veitingahúsin í Reykjavík ekki upp á annað en drykki. Ekki einu sinni samlokur hvað þá meira. Að þessu leytinu standa veitingahúsin sig afar Ula. Svarið sem oftast er gefið er þetta: Kokkurinn er farinn, eða: það er bara matur til kl. tíu. Og það versta er, að þetta er svona aUs staðar, á öllum veitingahúsunum, og hvergi er einn stað að finna þar sem opið er lengur fram eftir og boðið upp á eitthvað matarkyns. Þannig var þetta um sl. helgi. Viö vorum nokkur saman sem ætluðum að fá okkur létta máltíð eða smurt brauð og ölglas. Klukkan var rúm- lega hálfellefu og hvarvetna var þetta viðkvæðiö í veitingahúsum nóttina. Er nú furða þótt ýmsir verði ofúrölvi ef þeir eiga ekki kost á neinu matarkyns meö allri drykkjunni! Þetta er einsdæmi i höfuðborg eins lands. AUs staðar er hægt að fá mat í borgum Norðurlandanna fram Hér er ekki einu sinni boðið upp á smurt brauð nema á einum stað sem ég man eftir í miðborginni og þar er lokað kl. 18. - Ég sé ekki fyr- ir mér að Reykjavík geti vænst þess að verða í hópi menningarborga Evrópu með þessu fyrirkomulagi. Sterkan mann í staö Egils Austfirðingur hringdi: Nú er ljóst að EgiU Jónsson, þingmaður sjálfstæðismanna á Austurlandi, hættir á þingi. EgiU hefur svo sem ekki verið neitt áberandi þingmaður og hefur alls ekki beitt sér neitt sérstaklega fyr- ir okkur, íbúana á Austurlandi. Hann hefur aðaUega gengið erinda Byggðastofnunar og hún er ekki eymamerkt Austurlandi. Þingkon- an í öðru sæti hefúr heldur ekki verið mikiU bógur í okkar þágu. Raunar hefur Austurland ekki átt neina þingmenn síðan Jónas Pét- ursson hætti sem þingmaður. Nú verðum við að fá sterkan karakter og framkvæmdamann fyrir þing- mann sem þorir, í stað þess að standa álengdar og bíða bljúgur eftir einum og einum landsbyggð- arbita sem hrekkur af háborði Faxaflóafólksins. Umhvggja Baugs fyrir KEA Ámi Bjömsson skrifar: Forsvarsmenn Baugs hf. koma nú í sviðsljósið næstum með tárin í augunum til aö tjá sig um mistök KEA með því að kaupa saltfiskhús- næði á einum heppilegasta stað í borginni fyrir matvöruverslun, við Reykjavíkurhöfn og í alfaraleið þeirra sem eru á leið úr vinnu til síns heima í vesturbænum og á Seltjamarnesi. - En það er gott að það gengur vel hjá þeim KEA- mönnum, bætir Baugsmaðurinn við, það er líka söluaukning hjá okkur. En markaðurinn tekur ekki við endalaust, einhver er að tapa, segir svo Baugsmaðurinn að lok- um í blaðaviðtali. Þetta er laukrétt hjá honum, einhver mun tapa. En sá sem sigrar og heldur velli er sá eða þeir sem hafa viðskiptavininn sér hliðhollan með lægsta vöru- verðið. Vigdís og gagna- grunnurinn Egill skrifar: Talsverður öldugangur hefur orðið vegna ummæla Emis Snorra- sonar læknis um erfðagrunninn, fyrst í útvarpi og síðar í viðtals- grein í DV. Honum fannst skrýtið að fyrrv. forseti, Vigdís Finnboga- dóttir, sæti í stjóm íslenskrar erfðagreiningar á sama tíma og hún væri í nefnd í UNESCO um siðfræði vísinda, og gagnagrunns- málið væri stærsta siðfræðilega vandamálið sem upp hefði komið á íslandi - án þess að hún segði orð um málið. Nú hefur fyrrverandi forseti tjáð sig um málið og segir þetta misskilning hjá Emi lækni. Siðanefnd UNESCO hafi ekkert með siðfræði að gera, bara orku- mál, ferskt vatn og upplýsingasam- félagið. Maður hefði nú haldið að gagnagrunnsfrumvarpið tæki tals- vert til siöfræðinnar. Líka hjá UNESCO þar sem frú Vigdís er í Alþjóðaráði stofnunarinnar sem fjallar einmitt um siðferði í vísind- um. Er ævarandi hræsni og hlut- leysi þeirra Islendinga sem sitja í nefndum á erlendum vettvangi? Svartklæddar á fund páfa Lúðvík hringdi: Skrýtið fannst mér að sjá kon- urnar í fylgdarliði forseta íslands í Róm ganga svartklæddar á fund páfa. Einkennilegra er að enginn fjölmiðill hér hefúr fyrir því að út- skýra hvers vegna. Á þetta að vera öllum íslendingum ljóst, eða hvað? Eða era fréttamenn í fylgdarliði forsetans svona miklir hérar að draga viö sig að spyrja um ástæö- una? Má enginn ganga á fund páfa nema svartklæddur? Sjálfur er hann hvítklæddur! Og ég hef séð í fylgd páfa menn í mislitum sokk- um, eða þannig. Hver er skýring- in?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.