Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 I>"V Ummæli mmar eru enn metnar „Satt aö segja þykir mér vænt um að mínar skoðanir eru enn metnar einhvers. Mér þótti skotið með stórum kanónum þegar i 4 leiddir voru inn í fréttimar tveir 1 utanríkisráð- herrar og einn forsætisráð- herra til að andmæla. Ég er mjög stoltur af því.“ Steingrímur Hermannsson, í Degi. Að trúa lyginni „Forystumenn útvegsmanna vita að ef lygin og afskræming sannleikans eru endurtekin fagmannlega nógu oft, mikið 1 og lengi er hugsanlegt að fá fjöldann til að trúa lyginni um stund.“ Valdimar Jóhannesson, í stjórn Samtaka um þjóðar- eign, i Morgunblaðinu. Ráku mig frá Akureyri „Ég var rekinn frá Akur- eyri. Þeir endur- greiddu farmiða minn til að ég i kæmist á næstu vél, sem flaug eft- ir stundarfjórð- ung.“ Ástþór Magnús- son, hjá Friði 2000, í Degi. Viljum fá að vera í friði með sveitamennskuna „Við viljum fá að vera í friði í okkar sveitamennsku, en ætl- um okkur ekki aö sigra heim- inn með einhverju auglýsinga- skrumi eins og Ástþór hefur staðið fyrir.“ Ragnar Sverrisson, form. Kaupmannasamtakanna á Akureyri, í Degi. Staðfestingin á spillingunni „Ég ætla að lesa Steingrím (Hermannsson), þótt ekki væn nema til þess að fá , staðfestingu á því sem ég hef sungið um í gegnum árin um spilling- una í íslenska flokkakerfmu." Bubbi Morthens, í Morg- unblaðinu. Kannski vilja þeir selja mér „Þeir vildu mig nú ekki en kannski vilja þeir selja mér fyrirtækið." Hólmgeir Baldursson sjón- varpsstjóri, sem sótti um framkvæmdastjórastarf hjá RÚV, í DV. xim I rærí v *<4»*>* | Tónleikaröðin 18/28 í Kaffileikhúsinu: Gestahljómsveit kvöldsins er Fitl en hún hafa hafa sjaldan komið fram opinberlega en vakið verðskuldaða athygli fyrir fjögurra laga plötu sína, Undur, sem hún gaf út fyrir stuttu. Þá mun Huldar Breiðfjörð lesa upp úr bók sinni, Góðum íslendingum, en hún er ferðasaga töffara úr Reykjavík um dreifbýlið. Mikael Torfason blaðamaður les einnig upp úr bók sinni sem heitir Saga af stúlku. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Tónleikar Gítar Islandico í Skothúsinu í kvöld kl. 22 ætla gítarleikaram- ir Bjöm Thoroddsen og Gunnar Þórðarson ásamt bassaleikaranum Jóni Rafnssyni að koma saman und- ir nafninu Gítar Islandcio og flytja gítartónlist 20. aldarinnar. Dagskrá- in er fjölbreytt og verða leikin verk eftir Django Reingardt, Chick Corea og The Beatles auk islenskra verka. í kvöld eru aðrir tónleikamir í tónleikaröðinni 18/28 i Kaffileikhús- inu. Þá mun hljómsveitin Ensími leika lög af nýútkomnum geisladiski sínum, Kafbátamúsík, sem hefur fengið frábærar viðtökur og er Ens- ími álitin ein bjartasta vonin í ís- lenskri poppmúsik. Meðlimir Ensími skilgreina tónlist sfna hins vegar hvorki sem popp né rokk heldur sem prokk og lofa frábærum „prokktón- leikum" í KafFileikhúsinu. Ensfmi er önnur tveggja hljómsveita sem leika ■ Kaffileikhúsinu í kvöld. Ensími og Fitl Bárður G. Halldórsson, formaður Samtaka um þjóðareign: Les milli sex og átta á morgnana „Við erum mjög óhressir með aug- lýsingaherferð LÍÚ. Það eru lög í land- inu þar sem segir að ekki megi skrökva í auglýsingum en þeir segja hins vegar að þeir megi segja hvað sem er þar sem þeir séu ekki að selja neitt. Við viljum aftur á móti meina að það megi ekki skrökva almennt í aug- lýsingum og ætlum í dag eða á morg- un að kæra allar auglýsingamar til Samkeppnisstofnunar. Við viljum láta reyna á sannleiksgildi auglýs- inganna. Við höfum enga peninga til að fara út í auglýsinga- herferð á borð við þá sem LÍÚ stundar og því verðum við að fara aðrar leiðir til að koma okkar sjón- armiðum á framfæri," segir Bárður G. Hall- dórsson, nýkjörinn for maður Samtaka um þjóðar- eign. Samtök um þjóðareign eru ársgöm- ul og er Bárður spurður um árangur- inn á árinu. „Starfsemin hefur gengið nánast eins og áætlanir gerðu ráð fyr- ir. í dag em á þriðja þúsund manns í Maður dagsins samtökunum og þeim fjölgar. Nú erum við að fara að stofna stjómmálaflokk í samstarfi við aðra aðila og er það í samræmi við stefnumótun sem unnið hefur verið að síð- an í vor. Er verið að leggja siðustu hönd á það þessa dagana og þá verður til frjálslynd stefha þar sem ein- staklingurinn verður settur í öndvegi. Okkur hefur þótt vanta á rétt einstaklingsins að hann sé nógu vel tryggður í stjómarskránni og lögum íslend- inga. Stundum hef ég orðað það þannig að franska byltingin hafi aldrei borist til okkar. Þetta kemur skýrast fram í kvóta- málinu. Þar em menn í of- urvaldi peninga að sölsa undir sig þjóðareignir og troða á lýðræðisrétt- indum. Tökum fólk í frystihúsum um allt land. Þar er verið að reka fólk úr störfum vegna skoðana sem það hefur, sama er að segja um báta- og togara- flotann. Það er málsvari þessa fólks sem flokkur okkar vill verða. Flokkur- inn verður málsvari fleiri aðila i þjóð- félaginu, má nefna að í samfélaginu ganga þúsundir manna gjaldþrota og em þeir nánast réttlausir. Engin hefur hingað til tekið upp hanskann fyrir þetta fólk.“ Bárður er bjartsýnn á gengi nýja flokksins: „Ég ætla samt að vona að við forum ekki yfir tiu prósentin í skoðanakönnunum fram að áramót- um, ég er sáttur ef við erum í sex til sjö prósentum en þegar líða fer á vet- urinn, komið fram í mars, þá vil ég fara að sjá rneira." Bárður var flokksbundinn sjálfstæð- ismaður: „Ég var í flokknum frá 1980-1990. Á þessu tímabili talaði ég oft gegn ranglætinu sem fylgdi kvóta- kerfinu, sem tekið var upp 1983, og sagði að flokkurinn hlyti að ganga af sér dauðum tæki hann stefnuna með þvi vegna þess að þetta væri grund- vallarbrot á öllu sem flokkurinn stæði fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið málsvari frelsis og sjálfstæðis. Með stuðningi við kvótakerfið ofbýður hann gióflega þessum hugtökum." Bárður, sem er fyrrum kennari og starfar nú við sölu fasteigna og lista- verka, hefur fleiri áhugamál en pólitík- ina. „Ég er mikill útiverumaður, geng mikið og svo les ég óhemjumikið, yfirleitt Bárður G. snemma á morgnana, Halldórsson. y sex og átta.“ -HK Eyvindur P. Eiríksson. Lesið úr ljóðabókum Upplestur á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs verður haldinn í Gerðarsafni í dag kl.17. Eyvindur P. Eiríksson og Kristjana E. Guðmunds- dóttir mimu lesa úr nýjum ljóðabókum sínum. Eyvind- ur les úr Vertu og Kristjana úr Ljóðárur. Aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Ljóðakvöld og tónlist Ljóðakvöld og tónleikar verða í kvöld kl. 20 á Geysi Kakóbar í Hinu húsinu. At- burður þessi átti að vera í Unglistarvikunni en var færður til. Fram koma ljóða- lesaramir Þórarinn Torfl Finnbogason, Markús Bjamason, Pétur Már Guð- mundsson, Kristín Eiríks- dóttir og Þór Sigurðsson. Bókmenntir Inni á milli koma fram hljómsveitimar Sofandi og Trfó dr. Benway sem er djasstríó. Heiðursgestur kvöldsins er skáldið Kristín Ómarsdóttir. Meinbugur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Góðan dag, Einar Áskell Möguleikhúsið sýnir í Hellubíói í dag kl. 17 barnaleikritið Góðan dag, Einar Áskell sem gert er eftir kunnum sögum um Einar Áskel eftir Gunnillu Bergström. Leik- gerðin er eftir Pétur Eggerz, sem jafnframt er leikstjóri, og er leik- gerðin unnin í sambandi við höf- undinn. Tónlist er eftir Georg Ridel en hann er meðal annars þekktur fyrir lög sín um Línu langsokk og Emil í Kattholti. Leik- arar í sýningunni era Skúli Gautason og Pétur Eggerz. Leik- ritið var fmmsýnt 1. september í Möguleikhúsinu við Hlemm og hefur notið mikilla vinsælda. Nú þegai- hafa tíu þúsund séð sýning- una sem ætluð er bömum á aldr- inum 2ja til 9 ára. Leikhús Einar Askel þarf vart að kynna, bækumar um hann hafa notið mikilla vinsælda og hafa flestar komið út á íslensku og notið svo mikilla vinsælda að margar þeirra eru uppseldar. í leikritinu er fylgst með einum degi í lífi Ein- ars Áskels, hvemig honum tekst að leysa úr viðfangsefnum hvers- dagsins á sinn einstaka hátt og hversu erfitt það getur stundum verið að gera nákvæmlega eins og pabbi segir... Bridge Danski bridgeblaðamaðurinn Ib Lundby, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra danska brigde- sambandsins í áraraðir, þykir slyngur spilari. í þessu spili varð hann þó að láta i minni pokann fyr- ir eldri konu sem tókst með blekkj- andi afköstum að afvegaleiða sagn- hafa í úrspilinu. Ib Lundby sat í suður, vestur var gjafari og enginn á hættu: ♦ 2 •* D102 * ÁKD102 * Á942 * DG10974 V ÁK87 * 94 * 10 * Á853 G94 * G5 * KG63 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði dobl pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Útspil vesturs í upphafi var spaðadrottning, austur setti kóng- inn og Ib setti lítið spil. Austur spil- aði áfram spaða sem vestur fékk á sjöuna. Spaðasókninni var áfram haldið og Ib henti tveimur laufúm í blindum og drap á ásinn heima. Átta slagir vom ömggir og nú var að fylgjast með af- köstrnn vesturs til að fá upplýsingar um spilin. Ib byrj- aði að raða niður tígulslögum og henti sjálfur tveim- ur hjörtum heima niður í þriðja og fjórða tígulinn. Eldri konan henti fyrst hjartaáttunni og síðan einum spaða. í síðasta tígulinn henti aust- ur laufi, Ib henti hjartagosanum og vestur - hjartakóngi! Ib Lundby taldi sig nú hafa fullkomna taln- ingu, vestur hafði byrjað með skipt- inguna 6-3-2-2. Ib lagði því niður hróðugur ÁK í laufi en engin kom laufdrottningin og spilið fór einn niður. Ib Lundby var hrifmn af blekkispilamennsku eldri konunnar þar til hún sagðist hafa hent hjarta- kóngnum til þess að benda félaga sinum á að hún ætti ömgga inn- komu í hjartalitnum! ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.