Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Side 17
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 17 Heima hjá Bergþóri Pálssyni óperusöngvara: Hann Bergþór Pálsson óperu- söngvari kann fleira heldur en að syngja listavel. Hann þykir góður kokkur og einstaklega myndarleg- ur viö allt heimilshald. Bergþór heldur heimili ásamt sautján ára syni sínum, Braga, en enginn skyldi halda að þeir feðgar væru eins og höfuðlaus her þegar kemur að heimilishaldinu. Hagsýni fékk að skyggnast inn á heimili Bergþórs og Braga og fræðast um heimilshald þeirra. Eldað alla daga Bergþór segir að þeir feðgar séu nokkuð samstiga í heimilishald- inu og auðvelt sé að fá Braga til að hjálpa sér við það. „Hann er bara nokkuð efnilegur, strákurinn, og auðvelt að fá hann t.d. til að hengja upp úr einni vél eða laga til og annað slíkt.“ En hvernig skyldi matseldinni vera háttað hjá þessum herra- mönnum? Skyldi hún nokkuð sam- anstanda af súrmjólk í hádeginu og Cheeriosi á kvöldin eða eintóm- um örbylgjumat? „Nei, alls ekki, við eldum yfirleitt á hverjum ein- asta degi. Það er svo miklu nota- legra að elda eitthvað gott heldur en að borða eintóman ör- bylgjumat." Öðruvísi að vera einn Sumum finnst e.t. v. óþarfa fyr- irhöfn að elda á hverjum degi þeg- ar heimilsmenn eru ekki nema tveir en hvemig skyldi þetta vera þegar Bergþór er einn? „Það er allt öðmvísi að vera einn heldur en þegar viö eram tveir. Þegar ég var úti i London í fyrra í eins árs leiklistamámi þá bjó ég einn og mér finnst ofboðslega erfitt að elda fyrir mig bara einan. Það endaði voðalega oft á því að ég kom við í einhveijum stór- markaði og keypti mér tilbúinn kjúkling og sauð svo hrísgrjón með þegar heim var komið. Það breytir heimilshaldinu því al- veg svakalega mikið hvort ég er einn eða við erum tveir.“ Eldað heilan dag Hvíslað hafði verið að blaðamanni Hagsýni að Bergþór væri ekki ein- ungis húslegur í sér held- ur væri hann afbragðs Bergþór Pálsson er listakokkur sem alltaf lumar á einhverju góðgæti þegar gesti ber að garði. gestgjafi og góður kokkur. Bergþór svarar þessum fúllyröingum með semingi en segir þó að lokum: „Þó ég segi nú sjálfúr frá ætli megi þá ekki segja að ég sé svona sæmileg- ur kokkur. Ég hef alla vega mjög gaman af því að stússast í eld- húsinu. Helst vil ég taka heilan dag í að elda ef það er hægt. Annars er það nú oft þannig að fólk ber bara svona óvænt að garði og borðar þá hjá okkur. Ég elda nú yfirleitt ríflega og því skiptir það litlu máli þó fleiri séu í mat.“ halda stórt boð á Þorláksmessu. „Það fer mikill tími í að undirbúa boðið. Þetta er eiginlega stórt pró- gramm hjá mér því ég er með ýmis- legt gott á boðstólum þó ekki sé það skata.“ Bergþór samþykkir alveg að hann sé dálítill sælkeri í sér og hafi gam- an af að borða góðan mat. „Já, ætli ég verði ekki að telja mig sælkera. Það er hins vegar allt í lagi því strákurinn minn er sér svo meðvit- andi um mataræðið að hann passar upp á mitt mataræði líka, td. sér hann til þess að það sé alltaf salat á borðum og annað slíkt.“ Bakað fyrir jólin Þrátt fyrir að Berg þór sé önnum kafinn við störf sína fer smáköku- bakstur að fara af stað á hans heimili. Bergþór segist alltaf baka fyrir jólin og einnig Húsráð Bergþórs En hvaða ráð getur Bergþór gefið lesendum Hagsýni sem létt geta þeim heimilisstörfin? „Ég get nefnt sem dæmi að þeir sem vinna lengi fram á dag ættu að vera búnir að taka til það sem á að hafa í kvöld- matinn, t.d. um morguninn áður en þeir fara til vinnu. Það tekur mik- inn tími að brytja niður grænmeti og því er ágætt að sneiða það niöur eins og maður ætlar að hafa það og setja það bara í vatn um morgun- inn. Þá verður matseldina svo miklu auðveldari þegar maður kem- ur þreyttur heim á kvöldin. Svo höfum við mjög gott kerfi í þvottamálunum. Við keyptum stóra mislita poka í IKEA fýrir þvott. í einn pokann fara bara nærbuxur og sokkar, í annan poka fer bara hvít- ur þvottur, í þriðja pokann fer mis- litur þvottur og svo erum við með stóra tunnu fyrir handklæði og fleira. Mér finnst þetta kerfi hafa létt mikið fyrir okkur því um leið að pokinn er fullur fer hann bara í vélina í stað þess að þurfa að vera að eyða tíma í að flokka þvott- inn. Annars finnst mér þetta allt voðalega einfalt. Þeg- ar búið er að borða er einfaldlega gengið frá og sett I uppþvottavélina og þeg£ir þ£iif að þrífa park- etið hleyp ég einfaldlega yfir það með moppu á nokkrum mínútum," seg- ir Bergþór Pálsson ópem- söngvari að lokum en hann lætur heimilsstörfin ekki flækjast fyrir sér. - GLM Gaman a elda góð an mat Könnun á barnamyndatökum: Misjafnt verð og þjónusta Þeir forsjálu em sjáifsagt famir að hugsa um hvað gefa skuli vinum og ættingjum í jólagjöf. Hvað á t.d. að gefa ömmu og afa sem eiga allt og segjast ekki þurfa neitt? Margir hafa bragðiö á það ágæta ráð að gefa myndir af bömunum eða allri fjölskyldunni í jólagjöf. Slíkar gjaf- ir eru persónulegar og vekja alltaf lukku. Hagsýni fór á stúfana og kannaði verð á bamamyndatökum hjá tíu ljósmyndastofum á höfuðborgar- svæðinu. Bæði verð, fjöldi mynda og þjónusta reyndust vera æði mis- munandi. Það er því afar mikil- vægt aö líta ekki bara á verðið heldur líka hvað er innifalið i því þegar myndataka er pöntuð. Jólatilboð Fyrst lá leiðin í Hafnarfjörðinn á ljósmyndastofúna Mynd og í Kópa- voginn á Ljósamyndastofu Kópa- vogs. Á báðum stofunum er nú í boði sérstakt jólatilboð sem felur í sér að bamið er myndað hátt og lágt í u.þ.b. klukkustund. Sú myndataka kostar 5000 krónur og fær viðskipta- vinurinn eina mynd í ramma, stækkaða upp í 30x40 sm. Þar að auki getur hann komið og skoðað allar myndimar sem teknir vora í myndatökunni og valiö þær bestu úr til þess að kaupa. Ef hann ákveð- ur að kaupa einhverjar myndir fær hann síðan 60% afslátt af fullu verði myndanna. Ef viðskiptavinurinn ætlar t.d. að kaupa 6 myndir í stærðinni 13x18 sm fær hann 60% afslátt og borgar því 7.200 krónur. krónur. Stykkið af jólakortamynd- um kostar 250 krónur hjá Ljós- myndavinnustof- unni. Svarthvít- ar myndir Ljósmyndir Rut- ar bjóða tólf mynda (9x12 sm) pakka á 14.300 krónur. Ef fólk vill fá blöndu af svarthvítum myndum og lit- myndum kostar pakkinn 16.100 krónur. Jóla- kortamyndir kosta á bilinu Einnig er hægt að fá tólf myndir (13x18 sm), tvær myndir stækkaðar í 20x25 sm og eina mynd stækkaða í 30x40 sm, á 19.000 krónur. Fyrir þá sem vilja kaupa myndir af barninu í jólakort kosta tíu stykki 3.500 krónur, tuttugu stykki 4.500 krónur og 50 stykki 8.100 krón- ur. Myndir í kort Hjá Nýju myndastofunni er nú hægt að fá 16 myndir (10x15 sm) og tvær stækkanir (13x18 sm) að eigin vali á 12.800 krónur. Þar kostar stykkið af jólakortamynd frá 170 til 250 krónur (háð íjölda mynda). Á Ljósmyndastofú Reykjavikur er m.a. hægt að fá tíu myndir (9x12 sm) og ein stækkun (18x24 sm) að eigin vali 13000 krónur og fimmtán myndir (9x12 sm) og samskonar stækkim 16.000 krónur. Jólakortamyndir kosta á bilinu 210-360 krónur stykkið. Hjá Ljósmyndastofu Gunnars Ingimarssonar er í boöi tíu mynda pakki (9x12 sm) með tveimur stækk- unum (13x18 sm) og fimm jólakorta- myndum á 13400 krónur. Ljósmyndavinnustofan er næst í röðinni með tólf myndir og eina stækkun (18x24 sm) á 13.800 krónur . Ef fólk vill fá blöndu svarthvítra og litmynda kostar pakkinn 15.800 300-378 krónur. Hjá Bama- og fjölskyldumyndum er í boði tólf (13x18 sm) mynda pakki á 15.000 krónur. Þá fæst afsláttur af stækkunum mynda. Tíu jólakorta- myndir kosta síðan 3100 krónur og hver mynd umfram það 100 krónur. Hjá Ljósmyndaranum í Mjódd er í boði tólf mynda (10x12 sm ) pakki með einni stækkun (20x25 sm) að eig- in vali á 15.200 krónur. Þar kosta 15 jólakortamyndir 8.500 krónur. Að lokum býður Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann tólf myndir (9x12 sm) á 16.700 krónur og jólakorta- myndir á 400 krónur stykkið. Rétt er að taka fram að misjafnt er hvort kort fylgja með þegar jóla- kortamyndir em keyptar. Það er því ljóst að betra er að vanda valið og spyrjast vel fyrir um þjónustu og verð ef mynda á bamið fyrir jólin. -GLM Netto ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í' miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.