Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 ■á * Fréttir Verslunar- og pakkhús KB í Englendingavík. DV-mynd Daníel Verslunarhús KB í Borgarnesi: Tilboð í húsaþyrping- una í Englendingavík DV, Vesturlandi: Nýlega auglýsti Kaupfélag Borgfirð- inga til sölu gömul verslunar- og pakkhús félagsins í Englendingavík í Borgamesi sem talin er ein heilleg- asta verslunarhúsaþyrping landsins frá gamalli tíð. Það er einn hður í hag- ræðingaraðgerðum félagsins að selja eignir. Samkvæmt heimildum DV bauð Pétur Geirsson, hótelhaldari i Borgamesi, í allan pakkann, það er verslunar- og pakkhúsin, og hefúr hann staðfest það í samtali við DV. „Ég gerði tilboð í allan pakkann," sagði Pétur, „en get ekki sagt nú til hvers ég ætla að nota húsin eða hvort af þessu verður. Það hefúr ekki verið ákveðið þar sem ýmsir aðrir hlutir era í stöðunni. Það virðist sem búið sé að selja hluta af þessum eignum, gömlu pakkhúsin, til listamanns sem ætlar að vera með gallerí i þeim. Ég bauð hins vegar í allan pakkann og það kemur í ljós síðar hvað verður. Þetta er sem sagt enn í lausu lofti. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi það sem eftir er af húsunum eða fell frá mínu tilboði," sagði Pétur, hótelhald- ari í Borgamesi, við DV. -DVÓ Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir jólakort DV: Nýr valkostur kjósenda. Veljum Hólmfríði Skarphéðinsdóttur í 5. sæti. Stuðningsmenn. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi 14. nóv. 1998 Friður 2000 og Akureyringar deila vegna jólapakkasendinga: DV; Dalvík: Rekstur Sæplasts hf. á árinu hefur gengið betur en áætlanir gerðu ráð fýrir. í rekstraráætlun var reiknað með að tekjur ársins yrðu um 460 milljónir króna og hagnaður yrði um 20 milljónir. Nú Uggur fyrir óendur- skoðað uppgjör miðað við 30. septem- ber sl. og var veltan þá orðin um 390 milljónir kr. en hagnaður riflega 26 milljónir kr. Er því um verulegan bata að ræða á árinu en hann skýrist m.a. af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrri hluta ársins.Ný áætlun fyrir 1998 ger- ir nú ráð fyrir að veltan verði um 500 milljónir kr. og að hagnaður verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Sæplast hf. hefúr að undanfómu átt í viðræðum sem gátu leitt til þess að fyrirtækið yki verulega starfsemi sína erlendis. Þessar viðræður vora fyrir helgi á vitorði það margra og á því stigi að stjóm Sæplasts hf. ákvað að fara þess á leit við Verðbréfaþing ís- lands að viðskipti með hlutabréf yrðu stöðvuð á meðan úrslit fengjust í við- ræðunum. Viðræðumar hafa dregist á langinn en vonast er til að niður- stöður fáist fljótlega. -hjá Örmur verðlaun: Sony hljómtækjasamstæða með geislaspilara frá Japís. Skilafrestur er til laugardagsins Utanáskrift er: DV-jólakort, T' Þriðju verðlaun: My first Sony ferðatæki frá Japís. Hafa engan áhuga á að hjálpa stríðs- hrjáðu börnunum íknisðimkeppni Leittn að Jólakorti DV DV efnir til teiknisamkeppni meðal krakka á grunnskólaaldri. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir því að vera í lit og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV 1998 Fyrstu verðlaun: 14 tommu Sony sjónvarpstæki frá Japís. DV, Akureyri: Deila Ástþórs Magnússonar, fyrir hönd Friðar 2000 og þeirra sem standa að jólasveinagarðinum Norðurpóln- mn á Akureyri, hefúr tekið á sig ýms- ar myndir en „skeytin“ hafa ekki ver- ið verulega hvöss fyrr en með símbréfi Friðar 2000 til fjölmiðla þar sem Ástþór sendir Akureyringum heldur betur kaldar kveðjur. Ágreiningurinn er mn jólapakka- sendingar til stríðshrjáðra bama í Kosovo. Akureyringar höfiiuðu sam- starfi við Frið 2000 um slíkar sending- ar en báðir aðiiar ætla að senda þang- að jólapakka. Ástþór segir í fréttatil- kynningu Friðar 2000 að Norðurpóll- inn ætli að hefja starfsemi sína með stolnum fjöðram og gera mannúðar- starf samtaka sinna að féþúfú. „Þeir era að afbaka jólaboðskap okkar með hræsni. Þeir hafa engan áhuga á að hjálpa stríðshijáðum bömum, era að- eins að nota athyglina, sem þetta fær í fjölmiðlum, verslun sinni til fram- dráttar," segir Ástþór. Ferðamálaráð Eyjafjarðar og Kaup- mannafélag Akureyrar standa að jóla- garðinum Norðurpólnum sem verður segir Ástþór Magnússon opnaður á Akur- eyri 20. nóvember og er Tómas Guð- mundsson, for- stöðumaður Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarð- ar, í forsvari fyrir aðstandendur Norðurpólsins. Hann segir að vissulega sé frétta- bréf Friðar 2000 nýr flötur á þeim stormi í vatns- glasi sem þetta mál sé. „Það áttu sér stað vinsamleg sam- skipti þessara aðila, Ástþór kynnti okkur starfsemi Friðar 2000 og við honum starfsemina á Norðurpólnum. Hann sendi okkur síðan úthnur að einhvers konar samstarfssamningi en í milhtíðinni hafði okkur orðið það Astþór Magnús- son: „Þeir eru að afbaka jólaboð- skap okkar með hræsni." ljóst að leiðir okkar fóra ekki saman og þetta var þvi ekki komið á það stig að við værum i neiniun hugleiðingum um samstarf við hann,“ segir Tómas Guðmundsson. Hann segir þetta mál allt með ólík- indum og hann átti sig ekki á hvað þama liggi að baki. „Við teljum okk- ur vera að gera góðverk. Ástþór talaði um það á sínum tíma að virkja Bessa- staði en við ætlum að nýta Norðurpól- inn til góðra verka. Við ætlum að nota það tákn jólanna sem jólapakkinn er til að koma stríðshrjáðum bömum til hjálpar. Ég virði það starf sem unnið er þegar stríðshijáðum hömum er hjálpað eða bömum sem ekki eiga í sig og á en þetta er ekki einkamál eins eða neins. Hverjum og einum er auð- vitað heimilt að bregðast við en mér finnst Ástþór setja sig á fullháan hest,“ segir Tómas. -gk Betri afkoma Sæplasts

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.