Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 27
ETMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 27, Fréttir Ágreiningur innan sameiginlega framboðsins á Norðurlandi eystra: Allaballar segjast eiga topp- sætið en kratar vilja prófkjör DV, Akureyri: Svo kann að fara að mikil rimma sé fram undan hjá A-flokkunum og Kvennalista vegna framboðsmála á Norðurlandi eystra. Ágreiningurinn er um leið til að skipa efstu sæti list- ans og er hliðstæður þeim ágreiningi sem verið hefur í Reykjavík. Alþýðu- flokksmenn vilja fara prófkjörsleið- ina en á sama tíma hafa allaballar lýst því yfir að þeir „eigi“ efsta sæti listans vegna fylgis síns í kosningun- um 1995. „Það er langt síðan ég lýsti því yfir að ég væri tilbúin til að leiða listann, ég kom því á framfæri strax þegar Alþýðuflokkurinn var að und- irbúa viðræður við Alþýðubandalag og Kvennalista, og ég sagði einnig að ég væri tilbúin að taka þátt i próf- kjöri,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður á Norðurlandi eystra og eini þingmaður þeirra aðila sem standa að fyrirhuguðu sameiginlegu framboði A-flokkanna og Kvenna- lista í kjördæminu. Svanfrfður Jónasdóttir alþingis- maður: „Eðlilegast að prófkjör fari fram.“ Alþýðubandalagsmenn, með Mar- gréti Frímannsdóttur formann í far- arbroddi, sögðu í kjölfar kjördæmis- þings flokksins að þeir litu svo á að 1. sæti á lista sameiginlega fram- boðsins væri þeirra og hefur Aðal- steinn Baldursson, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur, verið orðaður við það sæti. Svanfríður Jónasdóttir er hins vegar þeirrar skoðunar að málið sé ekki svona einfalt. „Þegar þrír aðilar eða fleiri eru að efna til samstarfs þá á í sjálfú sér enginn neitt og þetta nýja framboð á heldur ekkert sérstakt fylgi. Mér finnst því eðlilegast að efnt verði til prófkjörs og það verði haft eins opið og möguleiki er á til að gefa kjós- endum færi á að hafa sem mest áhrif á lista framboðsins," segir Svanfriður. Hún segist hafa verið þessarar skoðunar lengi og hafi talað fyrir prófkjörsleiðinni. „Mér finnst sjálf- sagt að settar verði upp einhverjar girðingar til að tryggja lágmarks- hlut þeirra sem koma að prófkjör- inu og það er hægt. Samt sem áður gefst kjósendum kostur á að hafa sitt að segja varðandi það hver leið- Vélsleðamennirnir með kindurnar. DV-mynd ÞÁ Kindum bjargað í Skagafirði: Hofðu verið i svelti í 2 vikur ir listann og hverjir hafi mestan möguleika á að hafa áhrif á framtíð- arpólitíkina," segir Svanfríður. Viðræðuhópur A-flokkanna og Kvennalista i kjördæminu er að störfum og hefur samkvæmt heim- ildum DV ekki haldið marga fundi. Þegar DV hafði samband við Heimi Ingimarsson, fulltrúa Al- þýðubandalagsins í þeim hópi, og bar undir hann hvort ágreiningur væri um prófkjörsleiðina, sagði Heimir: „Ég vil ekki tjá mig neitt um þetta mál núna.“ Annar al- þýðubandalagsmaður í kjördæm- inu, sem DV ræddi við, sagðist ekki vilja tjá sig um málið en sagði að þetta væri mál sem tekist yrði á um á næstunni. -gk ELFA R LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnaö - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð e// Einar Farestveit & Co.hf. Borgaitúni28 “B 562 290I og 562 2900 Gaberdínfrakkar Tilboð kr. 19.800. Ullarjakkar frá kr. 4.900. Margir litir og stærðir. Ókeypis póstkröfur. fffápusalan Suðurlandsbraut - I2s. 588 1070 Ksœl dla kona! Ert þú að missa hárið? APOLLO hefúr þróað frábæra meðferð við hárlosi. Megaderm meðferðin dregur úr hárlosi eða stöðvar það alveg. Það hafa verið reyndar margar aðferðir, með misjöfnum árangri. En með þessari meðferð næst sýnilegur árangur eftir aðeins lmánuð. Ókeypis ráðgjöf. Fullur trúnaður. Án skuldbindinga. APOLLO Hárstúdíó Hríngbraut 119 - Sími 552 2099 - tófuspor sáust í kring DV Sauðárkróki: Vélsleðamenn frá Sauðárkróki fúndu í síðustu viku þrjár kindiu- í Staðarfjöllum og inni á Víðidal. Þær voru misjafnlega á sig komnar en greiðlega gekk að koma þeim til byggða þótt laus snjór í suðurhlíð- um Hryggjarfjalls yrði til trafala. Kindunum var komið til Andrésar bónda í Tungu í Gönguskörðum. Þegar þeir Bjöm Jónasson og Sig- urður Kárason frá Sauðárkróki voru á ferð á vélfákum sínum í Staðarfjöllum fundu þeir tvær kind- ur í austanverðu Gyltuskarði. Gerð- ur var út leiðangur daginn eftir til að ná í kindumar. Vom það ær og gimbrarlamb frá Brautarholti á Langholti sem vom í Gyltuskarð- inu. Höfðu þær mæðgumar verið í svelti - lfklega um tveggja vikna skeið - og bám þessu greinileg merki að hafa ekki fengið í sig. Höfðu þær krafsað holu í snjóinn og eitthvað hafði lágfóta verið þama á sveimi, tófuspor sáust í kring og grennd. Ofan við eyðibýlið Helgu- staði í Víðidal óku vélsleðamenn síðan fram á þriðju kindina, hrút- lamb frá Æsustöðum í Langadal. Reyndist það vel á sig komið enda snjólétt um þennan hluta dalsins og hafði lambið komist í beit. Eftir því sem DV hefúr fregnað er það víða sem allt fé hefur ekki heimst og óttast bændur að þær kindur hafi lent í fónn í norðanveðr- inu á dögunum. ÞÁ „Kosningamálið“ á Raufarhöfn: Verið að skoða dómstólaleiðina DV, Akureyri: Helgi Ólafsson, sem kærði úrslit sveitarstjómarkosninganna á Raufar- höfri sL vor, segir að ekki hafí verið tek- in ákvörðun um hvort farið verði með málið fyrir dómstóla og þess freistað að fá úrskurði félagsmálaráðuneytisins hnekkt. Helgi kærði reyndar kosninga- úrslitin fyrir hönd R-Ustans, Raufar- hafnarlistans" sem fékk 117 atkvæði og tapaði kosningunum með einu atkvæði og meirihlutinn féll í hendur G-lista Al- þýðubandalagsins sem fékk 118 at- kvæði. Kært var vegna konu sem neytti atkvæðisréttar síns en R-listamenn segja að hafi ekki átt lögheimili á Rauf- arhöfti á þeim tima sem henni bar til að hafa rétt til að kjósa þar. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, segir það alveg ljóst að úrskurður þeirra sem fjallað hafa um kæruna, fyrst kærunefhdar og síðan ráðuneytisins, sé alveg skýr. Ekki sé gerð athugasemd við neitt at- riði varðandi framkvæmd kosningar- innar og niðurstaðan sé afdráttarlaus. Helgi Ólafsson er hins vegar persónu- lega þeirrar skoðunar að fara eigi dómstólaleiðina með málið. „Það er hins vegar ekki mitt að taka ákvörðun um það, heldur bæjarfull- trúa okkar. Mér sjálfum frnnst með ólíkindum að það sé tekið á öllum kærumálum vegna kosninga á sama hátt, það sé bara hefð að vísa þeim frá. Það er líka með ólíkindum að á sama tíma og sveitarstjórinn hér taiar um að sveitarstjómin sé umboðslaus þá kjósa sveitarstjómarfulltrúar G-listans sig í stjóm Jökuls og afhenda síðan SR-Mjöli Jökul,“ segir Helgi. Hann segir að kosningalög segi að ef endurtaka þurii kosningu skuli sömu menn fara í framboð og fyrir sömu samtök eða flokk og buðu fram í kosn- ingunum sem vom kærðar. Það kynni að reynast erfitt á Raufarhöfh því þar hafi Álþýðubandalagið fengið 3 menn í sveitarstjóm en þeir siðan allir sagt sig úr Alþýðubandalaginu. -gk Ragnar Bjömsson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sfini 555 0397 á RB-rúmi Gæðarúm á góðu verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.