Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 11
AX"\r FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 enning í tölvufyrirtækinu Hugdirfsku tekst ungt og djarft fólk á við framtíðarvandann - og slettir úr klaufunum þegar allt gengur vel. Katrín Þorkelsdóttir og Hinrik Ólafsson í hlutverkum sínum. í baksýn glittir í Eggert Kaaber. DV-mynd Teitur Allt í köku Vírus er glænýtt leikrit eftir þá marg-Hugleiknu félaga Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs- son og Þorgeir Tryggvason. Hug- myndin mun komin frá Eggerti Kaaber, og það er hinn víðáttu- mikli tölvuheimur, sem er vettvangur athurða. Ekki örgrannt um að í og með sé verið að skopast að ýmsum ótímabærum yflrlýsingum tölvu- fyrirtækja, sem hafa á undanförnum árum verið alveg að „meika það“ í viðtölum við glans- tímaritin, en svo gerist ekkert meira. í hugbúnaðaríyr- irtækinu Hugdirfsku er heimkomu forstjór- ans beðið með óþreyju.Hann var í út- landinu að kynna nýtt for- rit, sem á að hreinsa hinn voðalega „2000 vírus“ út úr tölvukerfum og einkatölvum, og auðvitað á þessi töfralausn að gera höfunda sina alveg moldríka. En heima fyrir gengur allt á aft- urfótum og helst er útlit fyrir að for- ritið góða innihaldi enn skæðari virus sem rústar allar tölvur sem hann kemst í tæri við. Allir eru að fara á taugum og heimkomuteiti for- stjórans kallar fram óvæntar hliðar á starfsfólki og öðrum aðstandend- um Hugdirfsku. Leiklist Auður Eydal Leikmyndin gefur skemmtilega kaótíska mynd af tölvufyrirtæki í örum vexti með blikkandi ljósaborð og tölvuskjái úti um allt. Umhverfið kcillast á við sálarástand fólksins sem lifir bæði hátt og hratt. Persón- urnar fá ekki mikil tækifæri til að þróast, þetta eru staðlaðar týpur í föstum hlutverkum eins og tafl- menn á borði, en Gunnar Helgason leikstjóri leggur upp úr miklum hraða og rennilegu flæði um sviðið þannig að aksjónin verður aðalat- riðið. Þar er ekkert dregið af sér og oft skapast kúnstugar aðstæður á sviðinu, En fyrirgangurinn verður líka stundum nokkuð mikill og ekk- ert er dregið úr farsakenndmn ýkj- um. Handritshöfundar eru bráðfyndn- ir þegar best lætur. Orðaleikir og brengluð orðatiltæki eru þeirra ær og kýr. Leikendumir kunna vel við sig í hlutverkunum og skemmta sér prýðilega. Eggert Kaaher leikur Sig- urð tölvuséní sem er allur á taug- inni, Hinrik Ólafsson er í hlutverki Jóns Þórs sem er öllu meiri töffari - að minnsta kosti þangað til fyrrverandi nem- andi hans birtist. Vera heitir hún og er Björk Jakobs- dóttir í hlutverki hennar. Katrín Þorkelsdóttir og Erla Ruth Harð- ardóttir leika Erlu, bókara í fyrirtækinu og Stellu, konu eig- andans, og sjálfur höfuðpaurinn, Agn- ar Smári, er leikinn af Jóni St. Kristjáns- syni. Dofri Hermanns- son leikur Bjöm, eigin- mann Erlu. Samhæfmg þeirra allra er góð og þrátt fyrir flóknar uppákomur tekst þeim að halda jöfnu og hröðu rennsli alla sýninguna í gegn. Mest mæðir á þeim Jóni St. Kristjánssyni og Eggert Kaaber, sem fá einna bita- stæðustu hlutverkin. Jón heitir oft ísmeygilegri fyndni og töktum sem ekki missa marks. Eggert teflir stundum á tæpasta vað í yfir- keyrslu, og mætti stundum draga svolítið úr en týpan var prýðilega unnin. Að öllu samanlögðu má segja að Víms sé tímabær tölvu-ærslaleikur, sem gengur upp. Stoppleikhópurinn & Hermóður og Háðvör sýna í Hafnarfjarðar- leikhúsinu: Vírus eftir Ármann Guðmundsson, Sæv- ar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason Leikmynd. Magnús Sigurðarson Búningar: María Ólafsdóttir Ljós: Kjartan Þórisson Hljóðmynd: Jón Ingvi Reimarsson Leikgervi : Ásta Hafþórsdóttir Leikstjóri: Gunnar Helgason Vönduð gatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir jpig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu braut54 (1)561 4300 □5ói 4302 11 m Forstjóri Laust er til umsóknar starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið er ný stofnun sem tekur um næstu áramót við starfsemi Vátryggingaeftirlitsins og bankaeftirlits Seðlabanka íslands, sbr. lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Stjórn sjóðsins hefur verið skipuð og er henni ætlað það hlutverk til áramóta að stjórna undirbúningi að starfsemi stofnunarinnar, ráða forstjóra og taka aðrar þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru fram- tíðarstarfsemi stofnunarinnar. Með hliðsjón af framangreindu er starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins hér með auglýst laust til umsóknar. Um starf forstjóra fer samkvæmt lögum nr. 87/1998. Er þess vænst að nýr forstjóri geti komið að undirbúningi að starfsemi stofnunarinnar hið fyrsta. Ekki verður tekið tillit til óska um nafnleynd. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. PrICEWATeRHOUsEQoPERS Q Áður Ráðningarþjónusta Hagvangs hf. Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil, skal skila til hans merktar „Fjármálaeftirlit" fyrir kl.16,00 fimmtudaginn 26. nóvember nk. Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfsími 550 5302 www.pwcglobal.com/is þeirra veiðiheimilda sem var úthlutað á síðasta fiskveiðiári voru færðar á milli fiskiskipa - stundum skipa í eigu sömu útgerðar - en ekki alltaf - fjarri því. Eins og íslendingar vita hafa fáeinir grætt gnótt af peningum með því að selja eða leigja frá sér sameign þjóðarinnar - það gleymist að minnast á þetta atriði í þeim áróðri sem okkur er boðið upp á þessa dagana Þá gleymist einnig að minnast á að sjómenn hafa verið neyddir til að greiða fyrir kaup og leigu aflaheimilda. Enda hlýtur að koma í hlut einhverra að borga. Þetta er ekki það einfalt kerfi að það skili einungis hagnaði. Nei, því miður hafa sjómenn oft á tíðum þurft að sæta afarkostum útgerðarmanna, borgið og vinnið eða verið atvinnulausir ella. Skilaboðin hafa of víða verið þessi. Þetta eru því miður staðreyndirnar. VISIR FÉLAG SKIPSTJÓRNARMANNA ÁSUÐVSNESJVM Fræðsluátak á ári hafsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.