Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 13 DV Fréttir Frændurnir og athafnamennimir, Haukur Grettisson og Davíð Rúnar Gunnarsson, tveir af eigendum Nýja bíós á Akureyri. DV-mynd gk Nýja bíó opnað á Akureyri að nýju: Erum að gera það sem okkur langar til - segja frændurnir, tveir eigenda kvikmyndahússins Wboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á saierni, salernissetu, handlaug og baðkari. I Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Baðkar. 170 x 70 cm. -a0kar;"'e'6ra5 ár •- '1 Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm VERSLUN FYRIR ALLA ! Vift Fellsmúia Sími 588 7332 OPID: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 RAÐGREIOSLUR rrMBi DV, Akureyri: Nýja bíó á Akureyri verður opn- að að nýju fostudaginn 27. nóvem- ber en kvikmyndasýningar hafa ekki verið um árabil í hinu fom- fræga húsi við Ráðhústorg sem var byggt árið 1929 og var helsta kvik- myndahús bæjarins lengi vel. Reyndar var húsinu breytt í skemmtistað og það rekið sem slíkt áður en það skemmdist mikið i bruna árið 1996. Margir veltu fyrir sér hvað yrði um húsið og var ým- islegt nefnt i því sambandi en niður- staðan varð sú að sex ungir athafna- menn keyptu húsið og eru að hefja í þvi þann rekstur sem það var byggt til. „Við frændumir voram búnir að ræða mikið um það að við ættum að gera eitthvað saman og höfðum m.a. rætt um að koma á fót skemmtistað eða jafnvel matsölustað en það varð ekkert úr þeim hugmyndum. Svo kom hugmyndin: Hvers vegna ekki að opna bíóhús?“ segja þeir Haukur Grettisson og Davíð Rúnar Gunn- arsson sem era tveir af sexmenning- unum sem standa að hlutafélaginu Nýja biói við Ráðhústorg. Haukur, Davíð Rúnar og Frímann Frímcinns- son, einn eigandanna, eru bræðra- synir en hinir þrír, þeir Ágúst Frið- geirsson, Jón Sæmundsson og Ár- mann Kr. Ólafsson, eru vinir og kunningjar þeirra. Sexmenningam- ir era flestir um þrítugt. Fundu enga lóð Hugmyndin var að byggja nýtt kvikmyndahús frá granni en þeir félagar fundu enga lóð í bænum sem þeim leist nógu vel á. Þeir Haukur og Davíð Rúnar, sem eiga og reka útvarpsstöðina Frostrásina við Ráð- hústorg, voru svo eitt sinn á leið til vinnu þegar þeim var litið á Nýja bíó húsið og eftir það varð ekki aft- ur snúið. „Hugmyndin að kaupa Nýja bíó fæddist klukkan 11 á mánudagsmorgni. Strax eftir hádegi vora hinir félagamir komnir norð- m- frá Reykjavík og kaupin vora frá- gengin á miðvikudegi," segja Hauk- ur og Davíð Rúnar. Þeir segjast miklir bíóáhuga- menn, hafa víða farið í bíó hér og erlendis og oft rætt um bíómenn- ingu á Akureyri sem þeir segja reyndar að sé ekki til. „Við sáum þama tækifæri til að hafa áhrif. Það vantar annað bíó í bæinn og við erum að gera það sem okkur langar til. Húsið v£ir reyndar ekki glæsilegt þegar við komum þar inn, allt í sóti og drullu, og við byrjuðum á að rífa allt innan úr því.“ Nýja bíó sem verður opnað 27. nóvember skartar í upphafi sal sem tekur 222 manns i sæti og sýningar verða á hinum hefðbundnu gömlu tímum, klukkan 5, 7, 9 og 11. í saln- um verður THX-hljóðkerfi af fúll- komnustu gerð, þægileg sæti og gott bil á milli þeirra og mikið lagt i að gera allt sem glæsilegast. En ekki verður látið þar viö sitja. í janúar verður opnaður annar salur Nýja bíós í húsi sem nú er í byggingu við hlið gamla hússins en þar verður salur sem mun taka 90-100 manns. Þeir félagar segja framkvæmdim- ar kosta um 50 milljónir króna en era hvergi bangnir. „Við eram þess fullvissir að þetta muni ganga upp og höfúm engar áhyggjur af því að við munum ekki fá nóg af góðum myndum. Á opnunardaginn byrjum við af fullum krafti, og verðum með tvær íslandsfrumsýningar þann dag,“ sögðu þeir Davíö Rúnar og Haukur. -gk Vtörkiíitii 4 • IUÍJ Ki;>kja\ik Sírui: >41 Í”»ÖO • (a\: >11 45I4 • Huu.man o,is Við styðjum við bakið á lir*Ti :úinr»?i; . SO^IISSÖr WHfMte WioDer ?w#8röijr K. ðiiHttaií&ÖÖtíli j kristján Pálssön Síníán Tómasson 1 Jön Gunnarsson Hólrrítríður Sknrpóóð i nsílótt i; i. T) )*/}, ii/iÁfírijnsfiri '•inlijf? Guórór; Jónasöótó; Gipríóiií knnf '*n *ó?i *nótíjr HeteHi Hwirátt'uiiiiMSil £ kjöi áiílrabrs :•/ í:,,iá!í. sarrikeppn rafoilaJináUf; :•? fiiiibrévírii héii&noðssíiiárjissí; kjiörtlinateilis s FjdlskviduvæRt síiKvféíaf í? •';iö)breytn heiibrigbisþjor. rfirAa: G3 Öfiugar vímuetnawarnir o$ -S jttrtch .ti'fing jarðhita fjiflbreytí me5ferðarúrræii: háhitasvaeða :(2 Auknar fjáilestingíi . F3 öflug manntastefna, aufcir rannsölcnum þrdun oo nýsköpun fjðlbrðKoi i’ 'nerirtarriálurn ... átum revnsiuna ráða! LSfÁUPSTÆmSflOKICSnSíS í HryKjAlVfSKIÖRDÆMI 14, NÓV,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.