Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Fréttir Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ: DV styrkir stödu sína DV stendur sterkt að vígi skv. nýrri fjölmiðlakönnun Félagsvís- indastofnunar HÍ og lesa að meðal- tali 42% þjóðarinnar blaðið dag hvern. Er það sama niðurstaða og fékkst í mars sl. en einu prósentu- stigi hærra en DV mældist fyrir 12 mánuðum. 67% þjóðarinnar lesa DV einhvem tíma í vikunni nú í októ- ber og er það aukning um 3 pró- sentustig frá í mars. Þar hefur DV því einnig aukið við sig verulega. Könnunin sem er ítarleg dagbókar- könnun sem allir fjölmiðlar lands- ins standa að fór fram dagana 15.-21. október. Meðallestur Morg- unblaðsins fer niður um 2 prósentu- stig úr 59% í 57% og meöallestur Dags minnkar um 1 prósentustig úr 14% i 13%. Ef þróun á lestri blaða undanfama 12 mánuði er skoðuð kemur í ljós að lestur á DV og Degi hefur aukist um eitt prósentustig, lestur á Viðskiptablaðinu hefur aukist um tvö prósentustig en lestur - Morgunblaðiö og Dagur minnka Þróun dagblaðalesturs undanfarna 12 mánuði - samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar HÍ 12% 13% okt. '97 okt. '98 Vtyftr 41* 4W okt. '97 okt. '98 Aukning í lestri á DV - samkv. nýjustu fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar Eitthvað lesið í vikunni mars '98 okt. '98 mars '98 okt. '98 flmmtud. föstud. laugard. Jóhanna gegn Fókus slær í gegn mars '98 okt. '98 á Morgunblaðinu hefur minnkað um 3 prósentustig. Morgunhlaðið minnkar einnig í vikulestri um eitt prósentustig frá síðustu könnun, úr 75 í 74 prósent. Fókus slær í gegn Fókus, tímaritið sem fylgir DV á föstudögum, hefúr slegið í gegn skv. niðurstöðum könnimarinnar. í aukaspurningum fyrir DV kemur m.a. fram að 91 prósent lesenda á aldrinum 12-24 ára töldu Fókus vera mjög góða eða nokkuð góða viðbót við DV á fóstudögum. Lestur hjá fólki á aldrinum 12 -19 ára eykst um þrjátíu prósent á milli kémnana og lesa nú 44% þjóðarinnar á þess- um aldri DV á hverjum fostudegi. Lestur hjá fólki á aldrinum 20-24 ára eykst um 46% og fer úr 39% í 56% lestur hvem föstudag. Lestur á Helgarblaði DV jókst jafnframt um eitt prósentustig á milli kannana og lesa 48% þjóðar- innar hvert tölublað. Helgarblað DV nær mjög vel til fólks á aldrinum 20-50 ára og er meðallestur hjá þess- um aldurshópi 53%. Úrtak könnunarinnar var 1500 manns á aldrinum 12-80 ára. Svör- unin var 69% ef miðað er við út- sendar dagbækur. Venjulegir dauðlegir stjórnmálamenn falla oftast í þá freistni að beijast fyrir lækkun skatta. Ef þeir vilja ganga í augun á kjós- endum er vísasta ráðið að boða skattalækkan- ir, enda er það þvi mið- ur svo aö skattbyrðar eru að sliga hinn al- menna skattborgara. Almenningur gleðst þess vegna yfir því í hvert skipti sem hann kemst hjá því að greiða skatta, eða ef skattar lækka, þó ekki sé nema óvart. En það eru ekki all- ir stjómmálamenn venjulegir eða dauðleg- ir, Jóhanna Sigurðar- dóttir er ekki par ánægð þegar skattar lðekka. Nú er hún búin að reikna það út að fjár- magnsskatturinn hafi ekki gefið nóg í aðra hönd. Sjálfri sér til skelfingar er niðurstaðan sú að skatturinn hafi haft það í för með sér að ríkis- sjóður hafi tapað á því að leggja hann á! Þetta er hneyksli segir Jóhanna og heldur blaðamannafund til að lýsa áhyggjum sinum. Hún hefur það ekki á stefnuskrá sinni að skattar lækki, enda sér hún gróðapunga í hveiju homi og þessir gróðapungar em greinilega að græða á því að fjármagnsskatturinn var lagður á, enda liggur þetta fólk á peningum í bönkunum og sleppur við borga skatta af þeim peningum sem það á. Að vísu er þetta afgangurinn af tekjunum sem þetta sama fólk hélt eftir þegar búið var að inn- heimta tekjuskattinn og eignaskattinn og alla hina skattana en Jóhanna vill meira og telur það hneyksli að fólk komist upp með það að eiga af- ganginn inni á bankareikningum, án þess að borga ríflegan og verðugan skatt til ríkissjóðs. Skattiirinn er of lágur, hrópar Jóhanna af heil- agri vandlætingu, eins og hennar er siður, enda Jóhönnu annt um hag ríkisins og rekur þá póli- tík að skattar skuli hækka, og hækka meira, til að ríkissjóður tapi ekki á skattastefnunni. Jóhanna kennir ríkisstjóminni um þessi mis- tök að skattar hafi lækkað eftir að fjármagns- skatturinn var lagður á. Ráðherramir em að gæta hagsmuna skattborgaranna með því að láta þá græða á skattinum. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki par ánægð með þá þróun. Hún hélt að fjármagnsskatturinn yrði viðbót fyrir ríkissjóð, enda nýr skattur, en svo kemur í ljós að skattþegnamir græða á nýja skattinum, enda sé þetta alls ekki sams konar skattur og Jó- hanna lagði til á sinum tima og skattar era að hennar mati til að ná peningum af almenningi en ekki að almenningur nái peningum úr ríkissjóði. Jóhanna fær lítið að gert að sinni en hún mun væntanlega geysast fram með þá stefnu í kom- andi alþingiskosningum að fá þetta lagfært og skattamir verði ömgglega nógu háir til að eng- inn sleppi. Enda er það hneyksli á íslandi hvað skattar em almennt lágir, ekki satt! Dagfari Félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, reit í gær grein í Mogga undir yfirskriftinni Málefni íbúða- lánasjóðs. Þar rekur hann aðdrag- anda að skipan mála eins og þau eru og munu verða og það sem hann kallar sinnaskipti Lands- bankamanna í mál- inu. Nú kann mönnum að þykja sitt hvað um at- burðarásina eins og Páll lýsir henni en engum dylst að ráðherr- ann ætlast til að menn skuli vera stilltir og hlýðnir. í því sambandi má lesa lokaorð ráðherrans þar sem hann bendir á að Landsbankinn sýsli með fjármuni Jöfhunarsjóðs sveitarfélaga í umboði félagsmála- ráðuneytisins. Kunnugir segja um 2 milljarða króna árlega veltu að ræða. Lokaorðin koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ófáir túlka þau svo að ef Landsbanka- menn haíi sig ekki hæga og verði til friös í málinu verði þessi viðskipti einfaldlega flutt eitthvert annað. Sagði einhver Skagaströnd?... Skvísur í Skothúsinu Hin óþekkta stærð í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi er Gunnar I. Birgisson sem sækir á móti Sigríði Önnu Þórðardóttur og Áraa M. Mathiesen í fyrsta sætið. Upphaflega var talið að fylgi hans myndi ein- skorðast við Kópa- vog en Gunnar er nú tekinn að sækja fast fram á Suðumesjum. Þar hefur hann opnað kosningaskrifstofu sem gamall krati, Hermann Ragnarsson, veit- ir forstöðu. í síöustu viku var á þeirra vegum haldið skemmtikvöld með tískusýningu og rneim í Skot- húsinu þar sem um hundrað konur mættu. Mætingin róaði ekki taugar annarra frambjóðenda... Pamela mýkri Hræðilegir atburðir gerðust í Mið- og Suður-Ameríku þegar felli- bylur gekk þar yflr, Mitch. Dregur það hugann að öðrum Mitch, öðm nafhi David Hassel- hoff, silikonstjóra á Kalifomíuströndum. Sá mun vera í miklu uppáhaldi hjá Sig- urði G. Valgeirs- syni, dagskrár- stjóra sjónvarps enda fastagestur á skjánum. Veður- glöggir menn, sem horfa á Sjónvarpið klukkan sjö á hverju laugardagskvöldi, halda því fram að miklu betur hefði farið syðra hefði fellibylsfjandinn heitið Pamela. Vonandi læra menn af reynslunni... Engir silkihanskar Meðan flestar stofhanir ríkisins bólgna út og starfsmönnum fjölgar hefur þróunin verið allt öðm vísi hjá Tryggingastofnun. Á síðustu árum hefur starfs- mönnum þar fækkað um liðlega 50 manns í kjölfar tölvuvæð- ingar sem Karl Steinar Guðna- son beitti sér fyrir þegar hann varð forstjóri stofnun- arinnar. Hagræð- ingin hefur þó ekki þrautalaust fyrir sig og aðallega hafa ýmsir yfirmenn kvartað enda forstjórinn ekki alltaf tekið á þeim með silkihönskum. Meðan Karl Steinar var formaður fjárlaga- nefndar prédikaði hann nauðsyn aðhalds í ríkisrekstri og hefur greinilega fylgt því vel eftir... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.