Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Side 15
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 15 Höfuðborgarsvæðið og sveitarfélögin „Önnur sveitarfélög virðast fyrst vera sammála um að gera hlut Reykvík- inga sem minnstan," segir greinarhöf. m.a. - Loftmynd af Reykjavík. Helgina 10. október sl. var haldinn 22. aðal- fundur Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgar- svæðinu í íþróttamið- stöð Bessastaðahrepps. Auk aðalfundarstarfa voru á dagskrá málefni fatlaðra, þ.e. hvort flytja ætti þau til sveit- arfélaga eða ekki. Einnig var rætt um umhverfismál og verð- laun veitt og bornar fram léttar veitingar að loknum fundi. Allt fór þetta vel fram. En ef fundargerðir stjórnar- innar eru skoðaðar sést að lítið sem ekkert er gert en talað nokkuð drjúgt. Nokkuð ályktað en óvisst hvaða áhrif það hefur. En hvað kostar þetta? Ársreikningur samtakanna sýnir heildarkostnað 1997 tæplega 11,0 m. kr. Sveitarfélögin borguðu árgjald á hvern íbúa en auk þess fæst fé úr jöfnunarsjóði. Reykja- vík með yfir 100.000 íbúa borgaði 66% af árgjöldunum en hafði að- eins 2. fulltrúa í stjóm samtak- anna. Hin sveitarfélögin með samtals inn 65.000 íbúa borguðu 34% árgjaldanna og höfðu 10 stjórnarmenn. Kjalames hafði 1 fulltrúa í stjórn. Búast mátti við að hin sveitarfélögin sýndu sanngirni og samþykktu að hann bættist við fulltrúa Reykjavík- ur og þeir yrðu þó 3 af 12 stjómar- mönnum á næsta ári. En svo fór þó ekki. Samþykkt var að Reykjavik hefði áfram 2 full- trúa en fulltrúi Kjalarness félli úr stjóm við samein- ingu sveitarfélags- ins við Reykjavík. Á Reykjavík erindi í samtökin? Það er vandséð, enda gegna þau ekki, að mínu mati, hlutverki sínu vegna þessa misvægis sem gengur langt út yfir allt velsæmi. í ýmsum samtökum sveitar- félaga rekst ég á sama hlutinn. Önnur sveitarfé- lög virðast fyrst vera sammála vun að gera hlut Reyk- víkinga sem minnstan, síðan er loks hægt að takast á við önnur viðfangsefni. En era þessi samtök þess virði að það taki því að ergja sig yfir óréttlátu skipulagi þeirra. Samkvæmt sam- þykktum samtakanna er mark- miðið m.a. að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum sveitarfé- laganna og auka kynningu sveitar- stjórnarmanna. Jafnhliða að stuðla að auknum samskiptum sveitarstjóma, nefnda og embætt- ismanna sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Að leggja samtökin niður Allt er þetta nú gott og blessað en gæti ekki skipan stjómar- manna endurspeglað hvaða hags- muna á að gæta fyrst og fremst. Mörg sameiginleg mál sveitarfé- laganna era ekki háð fjölda íbú- anna, t.d. landnotkun, samgöngur o.fl. En mörg sameiginlegu málin brenna á sveitarfélögunum í réttu hlutfalli við fjölda íbúanna. Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að veitast að hinum ágætu sveitar- stjómarmönnum sem sitja í stjórn, þeir vinna sín verk sjálf- sagt af samviskusemi, þrátt týrir allt. Min skoðun og margra fleiri er að réttast væri að leggja þessi samtök niður í núverandi mynd og útvega starfsmönnum, sem þó er aðallega framkvæmdastjórinn, eitthvert arðbært starf og spara íbúunum peninga. En ef einhverjir vilja samt sem áður halda þessu áfram geta þeir svo sem setið einhvers staðar og rætt einhver mál fram og aftur, ályktað um eitthvað sem lítið mark er tekið á og þegið svo „létt- ar veitingar" á eftir. Aðrir geta sinnt arðbærum störfúm á meðan. Pétur Jónsson Kjallannn Pétur Jónsson borgarfulltrúi „En ef einhverjir vilja samt sem áöur halda þessu áfram geta þeir svo sem setið einhvers staðar og rætt einhver mál fram og aftur, ályktað um eitthvað sem lítið mark er tekið á og þegið svo „léttar veitingaru á eftir.u Tölur Ómars Smára eru rangar Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, hefur haldið þvi fram að lög- leiðing fíkniefna muni auka glæpatíðni. Þvi til sönnunar hefur hann birt tölur í DV um glæpa- tíðni í Amsterdam þar sem neysla maríúana er látin óátalin og höf- uðborgum Noröurlandanna. Sá samanburður var Amsterdam ekki hagstæður, enda morðtíönin samkvæmt tölum Ómars Smára 40 morð á 100.000 ibúa á ári. Tölur frá Hollandi Samkvæmt upplýsingum frá hollensku hagstofunni sem koma upphaflega frá lögreglunni vora framin 46 morð í Amsterdam árið 1996. í Amsterdam búa um sjö hundruð þúsund manneskjur. Þetta ár var morðtíðnin því um 6,6 morð á 100.000 íbúa. Meðaltalið árin 1994-1996 er 7,9. Þessi morð- tíðni er ekki óvenjuleg miðað við margar aðrar borgir. Raunar hefði kannski mátt búast við því að morðtíðni væri nokkuð hærri í Hollandi en öðrum löndum því þangað flykkist væntanlega alls konar lýður til að neyta fíkniefna. Ég tel líka ógætilega farið að bera saman einstakar borgir. Borgir geta verið mjög mismun- andi af mörgum ástæðum, haft misstór íbúðahverfi o.s.frv. Það kemur í ljós að morðtíðni er mjög lág í Hollandi ef teknar era tölur fyrir allt landið, þar er hún 1,8 morð á 100.000 íbúa. Starfsmaður hagstofunnar í Hollandi taldi líklegt að í tölum Ómars Smára væri búið að leggja morð, manndráp af gáleysi og morðtilraunir í eina tölu. Það sem styður þá kenningu er að tölur Ómars koma frá Interpol þar sem sá háttur hefur verið hafður á í tölum fyrir Holland. í skýrslu sem ég hef undir höndum frá Inter- pol er sterklega varað við notkun talna frá stofhun- inni til saman- burðar milli landa. Fjöldi fólks byggir áreiðan- lega skoðanir sín- ar á þeim tölum sem Ómar Smári setti fram og til dæmis var vitnað til þeirra í leiðara DV. Þetta er því hið óheppilegasta mál og veit ég að ekki hefur Ómar gert þetta vilj- andi og hvatir hans era vissulega góðar, hann vill berjast gegn fikni- efnabölinu. Rökin fyrir lögleiðingu í stuttu máli Sem kunnugt er jókst glæpa- tíðni mjög þegar áfengi var bann- að í Bandaríkjun- um. Morðtíðni hækkaði gífúrlega og náði hámarki árið sem hanninu var aflétt. Þá hrundi hún. Morð- tíðni hefur svo aft- ur farið hækkandi eftir því sem stríðið gegn fikniefnum hefúr herst. Þar sem fíkniefni era ólögleg þurfa þeir sem versla með þau efni að beita ofbeldi til að halda starf- semi sinni áfram. Virðing þeirra fyrir lögunum er einnig minni þar sem þeir hafa atvinnu af að brjóta þau. Margir fíkniefnaneyt- endur leiðast út í afbrot til að fjár- magna neyslu sina, sem er marg- falt dýrari en ef þessi efhi væri lögleg og t.d. seld í apótekum. Fíkniefnin era miklu hættu- meiri vegna bannsins. Út í þau er blandað efnum sem geta valdið dauða. Slíkt myndu lyfjafyrirtæki sem hafa aðhald hins frjálsa mark- aðar og réttarkerfisins ekki gera. Einnig ríkir mikil óvissa um skammtastærð sem veldur oft dauða. Efni á hinum svarta mark- aði era mjög mismunandi að styrkleika. Efni á hinum frjálsa markaði yrðu væntanlega vel merkt og fram kæmi styrkleiki efnanna á umhúðunum. Félagsleg vandamál sem fylgja fikniefnaneyslu imgs fólks myndu minnka mjög við lögleiðingu. Ung- menni leiðast út í glæpi til að fjármagna neyslu sína og umgangast glæpamenn. Þau lenda svo jafnvel í fangelsi. Það er mun erfiðara að berjast við þennan vanda en fiknina eina og sér. Ekki bendir margt til þess að fikniefna- neysla muni aukast stór- lega ef þau verða leyfð. Raunar minnkaði neysla hjá ungu fólki í Alaska þegar efnin voru leyfð þar og svipað gerðist í Hollandi. Árið 1995 höfðu aðeins 29% 15 ára ungmenna í Hollandi prófað kannabisefni en 34% í Bandaríkjunum og 41% í Bretlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu hollenska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir röksemdir... Að lokum vil ég benda á þau rök sem ættu að vera nægjanleg fyrir lögleiðingu. Það er óréttlætanlegt að banna fólki að stunda háttemi sitt ef það skaðar ekki aðra. Við virðum þá reglu á öðram sviðum og leyfum áfengisdrykkju, reykingar, ljósabekki og neyslu á óhollum mat. Þrátt fyrir ofangreindar rök- semdir tel ég varhugavert að ís- lendingar leyfi fikniefni einir þar sem slíkt myndi hugsanlega leiða til þess að hingað flykktust utan- garðsmenn frá öðram löndum. Betra væri að þjóðir í okkar heimshluta væra samtaka um að leyfa fikniefni. Gunnlaugur Jónsson „Árið 1995 höfðu aðeins 29% 15 ára ungmenna í Hollandi prófað kannabisefni en 34% í Bandaríkj- unum og 41% í Bretlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu hol- lenska sendiráðsins í Bandaríkj- unum.u Kjallarinn Gunnlaugur Jónsson háskólanemi Með og á móti Á að skilja að riki og kirkju? Aðskilnaður í fullum gangi „Vitaskuld er ég meðmæltur að- skilnaðinum. Og ég bendi á þann að- skilnað sem þegar er orðinn. Undan- farin ár hefur verið skipulega unnið að því að greina verkefni kirkjunnar frá verkefnum ríkisvaldsins í stóru og smáu. Nýjasta dæmið eru tveir nýir sáttmálar rík- is og kirkju, ann- ars vegar þegar kirkjan afhenti endanlega bróður- partinn af eignum sínum, það er allar kirkjujarðirnar, gegn fóstum samn- ingi um laun prest- Reykhoiti. anna. Sá samning- ur er í sjálfu sér enginn tímamóta- samningur heldur endanleg lögfesting á þvi fyrirkomulagi sem tekið var upp 1907. Og núna fyrir fáeinum vikum tók annar samningur gOdi, fastur samningur milli ríkis og kirkju um út- gjöld vegna reksturs yfirstjómar kirkjunnar og fleira. Það stendur eiginlega ekkert eftir af málaílokkum nema prestssetrin sem ég tel mjög líklegt að verði gerður ein- hver hliöstæður samningur um, eins og gert hefur verið um aðra mála- flokka. Þá eru verkefni kirkjunnar komin algjörlega frá stofnunum ríkis- ins. Eftir stendur annars vegar það eitt að Alþingi setur vitaskuld kirkj- unni ystu reglur eins og öðrum ís- lenskum stofnunum. Einhver tengsl hljóta að verða. Ríki og kirkja starfa innan sömu vébanda í þessu landi þannig að við hljótum að verða að koma okkur saman. Þessar stofnanir hafa átt langa samleið í land- inu. Lengi enn verða talsverð fjárhags- leg tengsl vegna þeirra kaupa sem orð- ið hafa á milli ríkis og kirkju á undan- fomum öldum. Ég sé ekki hvemig rík- ið ætti að ráða við það uppgjör. Svíar vinna að aðskilnaði en ég sé ekki bet- ur en að þeir séu komnir skemmra en við hér á landi.“ Gömul tengsl sem ekki má rjúfa „Allt frá árinu 1000 hefur leið þjóð- ar og kirkju legið saman. Ég hygg að sú sambúð hafi almennt verið mjög góð. Þjóðkirkjan er til staðar alls stað- ar á Norðurlöndunum og oft er vitnað til þess hversu sterkt það fyrirkomu- lag er. Ég var ný- lega á Evrópufundi presta og þar var einmitt bent á gott fyrirkomulag á sambandi kirkju og rikis hér á landi. Kirkjan hef- ur góð tengsl við ríkið. Samið hefur verið um prests- jarðirnar og greiðslu prests- launanna. Ríkið annast innheimtu sóknargjalda fyrir kirkjuna en það innheimtir ekki bara fyrir þjóðkirkjuna heldur líka fyrir Ásatrúarsöfnuðinn og Hvítasunnu- söfnuðinn og aðra, enda rikir hér trú- arbragðafrelsi. Ég held að íslenska þjóðin hugsi töluvert öðruvisi en til dæmis bandaríska þjóðin þar sem að- skilnaður ríkis og kirkju er algjör. Þess vegna hefur þjóðkirkjuhugmynd- in lifað svo lengi hjá okkur. Þessi tengsl eruígömul og þau era farsæl. Ég býst við aö fólk yrði undrandi hvað þjónusta kirkjunnar mundi minnka ef ríkisins nyti ekki lengur við. Ríkiö á ekki að skipta sér af innri málum kirkjunnar en ríki og kirkja eiga að ganga veginn saman. Nú eru bráðum þúsund ár liöin síðan íslendingar urðu kristnir. Fyrirkomulagið hefur verið mjög gott og flestir hafa verið sáttir við það. Næstum 98% lands- manna tilheyra kristnum söfhuðum. Fólk veit rétt sinn til að segja sig úr kirkjunni en notfærir sér það sárafátt. Það segir að fólk er ánægt með kirkj- una eins og hún er. Þessi gömlu tengsl á ekki aö ijúfa.“ -JBP Séra Vigfús Þór Ámason, sóknar- prestur í Grafar- vogi. Séra Geir Waage, sóknarprestur í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.