Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1998, Qupperneq 9
FTMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 9 Útlönd Gro Harlem: Kennir læknum um dauða sonar DV, Ósló: Tregöa norskra geðlækna til að nota geðlyf í baráttunni viö þung- lyndi urðu til þess að sonur Gro Harlem Brundtland, fyrrum for- sætisráðherra Noregs, framdi sjálfsmorð fyrir sex árum. Þetta er skoð- un hennar sjálfrar og í við- tali við sænsku sjónvarpsstöð- ina TV4 segir hún að bjarga hefði mátt lífi sonarins Jörgens með réttum lyfjum. Jörgen þjáðist af geðhvarfasýki og féll meö reglulegu millibili í djúpt þunglyndi. Á þessum tíma vildu norskir geðlæknar beita meðferð í stað lyfja til að hjálpa þunglyndissjúklingum. Þetta segir Gro að hafí verið röng stefna enda sé sjúkdómurinn líkamlegur og verði bara linaður meö lyfjum. Gro er sjálf læknir og nú framkvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðismálastoöiunarinnar. Almennt er talið að dauði son- arins hafi orðið til þess að Gro sagði af sér sem formaður norska Verkamannaflokksins og hætti svo fyrir tveimur árum alveg af- skiptum af norskum stjómmál- um. Áður hafði hún verið vinsæl- asti forsætisráðherra sögunnar í Noregi. -GK Sjöburunum í lowa líður vel Fyrstu sjöburar heimsins sem allir lifðu af halda upp á eins árs afínælið sitt í næstu viku. Móðir þeirra sagði í gær að þeir væru allir hamingjusamir og við góða heilsu, þótt ýmislegt hafi gengið á. Sjöburarnir nota 40 bleiur á dag, 32 flöskur af bamamjólk og ellefu krukkur af bamamat. Mjólkina blandar mamman sjálf. Monica Lewinsky segir frá öllu Ekki er talið útilokað að Monica Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta húsinu í Washington, geti enn fellt Bill Clinton Bandaríkjafor- seta. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hefur staðfest að viöræð- ur séu í gangi við Lewinsky rnn við- tal við hana. í viðtalinu myndi Monica Lewinsky greina frá öllu varðandi samband sitt við forset- ann. Orðrómur er á kreiki rnn að Lewinsky hafi verið boðið sem svarar tæpum 50 milljónum is- lenskra króna segi hún frá sam- bandinu í smáatriðum. Gert er ráð fyrir að viðtalinu við lærlinginn fyrrverandi verði sjón- varpað innan tveggja vikna náist samningar. Mögulegt er að keppi- nautur Channel 4 bjóði Lewinsky hærri upphæð. Monica Lewinsky vekur enn mikla athygli þegar hún er á ferli utanhúss. Samkvæmt fréttum blaðsins New York Daily News olli stúlkan vissum óróa á tveimur veit- ingastöðum í New York á þriðju- daginn. Hún fór að skipta sér af manni á næsta borði á öðrum veit- ingastaðanna. Samkvæmt sjónar- vottum spurði Monica Lewinsky manninn, sem var að tala í farsíma, hvort honum þætti það skemmti- legt og hann svaraði játandi. Þegar Monica ætlaði að yfirgefa staðinn sá hún ljósmyndara. Hún hljóp þá inn aftur og hreytti ónotum í starfs- fólkið. Sama kvöld sló stjúpfaðir Lewinsky ljósmyndara sem biðu fyrir utan annan veitingastað. í gær lagði öldungadeildarþing- maðurinn Arlen Specter til að hætt yrði við rannsókn á máli Clintons sem leitt gæti til málshöfðunar til embættismissis. í staðinn yrði forsetinn saksóttur eftir að hann lætur af embætti I janúar árið 2001. Kanadískir hermenn sem börðust í heimsstyrjöldinni síðari minntust þess í gær i' Belgíu að 80 ár eru liðin frá því hildarleiknum lauk. Tuttugu kanadískir uppgjafarhermenn úr stríðinu mikla eru komnir til Evrópu í tilefni vopnahlés- dagsins og ferðast þeir um bæði Belgíu og Frakkland. VORURMEÐ ÞESSU MERKl MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ Wf/// HOLLUSTUVERND RÍKISINS w Upplýsingar hjá Hollustuvemd ríksins ísíma 568 8848, heimasíða: www.hollver.is RÆSTINGAR FYRIRTÆKJA RÆSTINGAR STOFNANA RÆSTINGAR HEIMILA J&bk. Arnarberg ehf. Fossháls 27 • Draghálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.