Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir r>v Háskólaprófessorar í lögum ekki á sama máli um kvótadóminn: Tímamótadómur - eða skiptir hann litlu? Ummæli ráðamanna þjóðarinnar síðustu fjóra til fimm dagana um hæstaréttardóminn í máli því sem Valdimar Jóhannesson höfðaði gegn íslenska ríkinu eru af ýmsu tagi. Virtir lögmenn eru ekki á einu máli um hvað þessi dómur boðar. Álitin sem gefin hafa verið eru mörg og furðu ólík, nema hvað allir telja álitsgjafar að Alþingi þurfi að bretta upp ermarnar og breyta einhverjum greinum laga um fiskveiðistjómun. Lagaprófessorar hafa haft ýmislegt að segja og eru ekki sama sinnis. Sigurður Líndal lagaprófessor, virtur túlkandi laga, lét strax hafa eftir sér að dómurinn haggaði ekki hið minnsta atvinnuréttindum í greininni. Hann varaði menn ein- dregið við því að draga víðtækar álykanir af dómnum enda þótt vissulega skyldu menn hugsa málið ítarlega. Sigurður kvartaði yflr vill- andi orðalagi í dómi Hæstaréttar. Taldi hann að réttara hefði ver- ið að dómurinn talaði um úthlut- un veiðileyfa en ekki veiðiheim- ilda. Fimmta greinin fjallaði um veitingu leyfa til veiða í at- vinnuskyni og tilgreint væri hvaða skip koma til greina. Sjöunda greinin aftur á móti fjallar um veiðiheimildir, kvóta. Um þá grein er hins vegar ekki fjallað í dómi Hæstaréttar. Því væri ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt um hmn kvótakerfísins. En hverjar geta afleiðingar dóms- ins orðið, að mati Sigurður Líndal? í fyrsta lagi segir hann hugsan- lega hægt að orða 5. grein laganna þannig að hún samrýmist jafnréttis- Gunnar G. Jónatan Schram. Þórmundsson. ákvæðum stjómarskrárinnar en ef- ast um að sú leið sé fær. Hinn möguleikann sagði Sigurður vera að allir gætu fengið úthlutað veiði- heimildum, jafnvel án þess að eiga skip. En það þýddi þó að menn yrðu að verða sér úti um kvóta. Jónatan Þórmundsson, annar virtur lagaprófessor, var afar var- færinn þegar DV ræddi við hann síðla dags á föstudag. Hann vildi kynna sér dóminn mun betur en sagði þó: „Menn velta fyrir sér hvaða munur er á veiðileyfum og kvóta og hvort dómurinn hafi tekið tillit til hinna ýmsu atriða. Sumir segja kvótakerfið hrunið, aðrir telja að svo sé ekki. Ég er sannfærður um að það verði látið reyna á ýmis- legt i kjölfar dómsins," sagði Jónat- an. Jafnframt sagði hann að Hæsti- réttur sýndi þarna mikið hugrekki og að dómstólar gerðust meira gild- andi í þjóðfélagsþróuninni. Gunnar G. Schram lagaprófessor talar um tímamótadóm. Hann segir dóminn svo skýran að menn þurfi ekki að velkjast í vafa um hvað átt er við. Hann segir það ótvírætt að fiskveiðikerfið í dag standist ekki stjómarskrána. Alþingi hljóti nú að setja lög um nýtt fiskveiðikerfi. Fiskveiðistjómun verði áfram við lýði en landsmenn muni nú fá að sitja við sama borð hvað réttindi til veiða varðar. -JBP Sigurður Líndal. Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna: Þrír nýliðar og stórbækur Athygli vakti þegar tilnefnt var til íslensku bókmenntaverðlaunanna í gær að þrír nýliðar i skáldsagnagerð vom þar I hópi ásamt tveimur göml- um stríðshetjum, Thor Vilhjálmssyni (Morgunþula í strárnn, Mál og menn- ing) og Guðbergi Bergssyni (Eins og steinn sem hafið fágar, Forlagið). Nýju höfundamir sem teknir vom fram yfir landsliðsmenn á borð við Þórarin Eldjám, Einar Kárason og Fríðu Á. Sigurðardóttur og höfunda verðlaunabóka á öðrum vettvangi, Sindra Freysson og Bjama Bjamason, em Huldar Breiðfjörð (Góðir íslend- ingar, Bjartur), Auður Jónsdóttir (Stjómlaus lukka, Mál og menning) og Ámi Sigurjónsson (Lúx, Mál og menning). Olli þetta val dómnefhdar nokkrum þys meðal gesta í Listasafhi íslands en Sigríður Á. Snævarr, for- maður dómnefndar, sagði að spurt væri um fimm athyglisveröustu bækur ársins og nefndin hefði verið sammála um að þessar bækur væra þar efstar. TOnefhdar fræðibækur komu siður á óvart. Dómnefnd bóka almenns eðl- is ákvað að risaverkin sem einkenna bókaútgáfu ársins myndu standa lengi og tilnefndu í samræmi við það íslenska byggingararfleifð I eftir Hörð Ágústsson (Húsafriðunamefnd ríkis- Thor Vilhjálmsson, einn hinna tilnefndu, heilsar ástúðlega formanni fagurbók- menntanefndar, Sigríði Snævarr, í Listasafni íslands í gær. DV-mynd Pjetur ins), íslenska fugla eftir Ævar Peter- sen og Jón Baldur Hlíðberg (Vaka- Helgafell), Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur (Iðunn), Sögu Reykjavíkur 1940-1990 eftir Eggert Þór Bernharðsson (Iðunn) og Sjávar- nytjar við Island eftir Karl Gunnars- son, Gunnar Jónsson og Ólaf Karvel Pálmason (Mál og menning). Alls vom 42 bækur lagðar fram í flokki fagurbókmennta en 30 í flokki bóka almenns eðlis. Formaður Félags bókaútgefenda, Sigurður Svavarsson, og báðn dómnefhdarformenn lögðu áherslu á það í ræðum sínum að þó að íslensk bókaútgáfa væri ótrúlega mikil væri hún ekki sjálfgefin og við yrðum að standa um hana traustan vörð. Vemm ekki óánægð með jóla- bókahasarinn, sagði Sigurður, íjölg- um heldur tækifærum til að gefa hvert öðra bækur. Ákveðið var að bæta ekki við sér- stökum bamabókaverðlaunum enda hafi Reykjavíkurborg um áratuga- skeið verðlaunað bamabækur. Sú beiðni hefúr verið send til Reykjavík- urborgar að hækka upphæðina sem verðlaunabók hennar hlýtur þannig að hún verði sambærileg við ís- lensku bókmenntaverðlaunin. -SA Bóksölulisti DV: Þorvaldur enn í fyrsta sæti Jólabókaflóðið verður æ meira áberandi eftir því sem styttist til jóla. Það er áhugavert að sjá hvernig bækumar skipta um sæti. í sumum tilfellum eru sætin ná- lægt hvert öðm en í öðrum tilfell- um er um að ræða stór stökk á milli vikna. Hér birtist bóksölulisti DV í annað skipti fyrir þessi jól. í síð- ustu viku var Þorvaldur Guð- mundsson í fyrsta sæti, Áhyggjur Berts vora í öðru sæti, Steingrím- ur Hermannsson var í þriðja sæti, Nóttin lifnar var í fjórða sæti og Aldrei að vita var í fmmta sæti. Þær bókaverslanir sem tóku þátt í leiknum að þessu sinni eru Penninn/Eymundsson, Mál og menning, Laugavegi, Bókabúðin Hlöðum á Egilsstöðum og Bóka- búð Brynjars á Sauðárkróki. Listi fDV yfir söiuhæstu bækur 1. Þorvaldur Guömundsson - Gylfi Gröndal. 2. Steingrímur Hermannsson - Dagur B. Eggertsson. 3. Áhyggjur Berts - A. Jacobsson og S. Olsson. 4. Talnapúklnn - Bergljót Arnalds. 5. Séröu þaö sem ég sé - Þórarin Eldjárn. 6. Aldrei aö vita - Guörún Helgadóttir. 7. Noröurljós - Einar Kárason. 8. Málfríöur og tölvuskrímsllö - Sigrún Eldjárn. 9. Tár úr steini - Sveinbjörn I. Baldvinsson. 10. Brotasaga - Björn Th. Björnsson. Heldur sínu sæti Það er ljóst að ævisögur njóta mikilla vinsælda fyrir þessi jól. í efsta sæti er ævi- saga Þorvaldar Guðmundsson- ar í Síld og fiski sem er rit- uð af Gylfa Gröndal. Ævi- saga Stein- gríms Her- mannssonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, eftir Dag B. Eggertsson er í öðm sæti. Börnin era ekki höfð út undan fyr- ir þessi jól enda eiga mörg þeirra eft- ir að finna bækur í jólapakkanum. Bækumar í 3.-6. sæti em skrifaðar fyrir yngstu kynslóðina. Áhyggjur Berts eftir A. Jacobsson og S. Olsson er í 3. sæti, Talnapúkinn eftir Berg- ljótu Amalds er í 4. sæti,.Sérðu það sem ég sé eftir Þórarin Eldjám er í 5. sæti og Aldrei að vita eftir Guðrúnu Helgadóttur er í 6. sæti. Norðurljós Einars Kárasonar er í 7. sæti en um er að ræða skáldsögu sem gerist á fyrri öldum. Málfríður og tölvuskrímslið eftir Sigrúnu Eldjám er í 8. sæti og þar er aftur kominn full- trúi yngstu kynslóðarinnar. Tár úr steini eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson er í 9. sæti en bókin er einnig ætluð yngstu kynslóðinni. Brotasaga eftir Bjöm Th. Bjömsson er í 10. sæti. -SJ Indriði skattstjóri Indriði H. Þor- láksson hefur verið skipaður ríkisskattstjóri frá 1. janúar. Hann er hag- ffæðingur og hefúr lengi starf- að í stjómsýsl- unni. Könnunarviðræður Ráðamenn íslenskra sjávaraf- urða áttu í gær könnunarviðræður um samstarf við fúlltrúa fyrirtækis- ins Norway Seafood. Stjómarmenn ÍS vildu ekkert tjá sig um málið við Stöð 2. Talsmaður Norway Seafood sagði að viðræðumar hefðu átt sér stað að frumkvæði ÍS. Slegið af bókunum Bækurnar sem tilnefndar hafa verið til íslensku bókmenntaverð- launanna í ár em nú seldar á bóka- vef HAGKAUP@visir.is með 25% afslætti. Vantar persónuvernd Þingmenn stjómarandstöðunnar gagnrýndu harðlega í umræðum um gagnagrunnsfrumvarpið á þingi í gær að ekki hefði enn verið lagt fram boðað frumvarp um persónu- vemd og verndun persónuupplýs- inga. Launahækkun stöðvuð Fulltrúar sjómanna í stjóm Líf- eyrissjóðs sjómanna stöðvuðu um 100 þúsund króna launahækkun til ffamkvæmdastjóra sjóðsins. Hækk- unin átti að koma til ffamkvæmda á sama tíma og lífeyrir sjómanna er skertur. Sjóðinn vantar átta millj- arða til að geta staðið undir skuld- bindingum sinum. Dagur sagði frá. Skelfingog upplausn Halldor As- grímsson utan- ríkisráðherra segir í ffamhaldi af dómi Hæsta- réttar að sóknar- mark án tak- markaðs fjölda fiskiskipa þýði ástand skelfmgar og upplausnar. Lögfræðingar á vegum stjómvalda undirbúa viðbrögð ríkisstjómarinn- ar við dómnum. Fékk ekkí pening Reykhólahreppur hefur fengið neitun frá félagsmálaráðuneyti við beiðni um viðbótarframlag í hreppssjóð. Skessuhom segir að hreppsnefndin leiti nú leiða til að draga úr kostnaði og auka tekjur til að halda rekstrinum í horfmu. Hundur bjargar kindum í óveðri sem gekk yfir norðaust- urhom landsins 19. október sl. leit- uðu 8 kindur í eigu Sturlu Sig- tryggssonar, bónda að Keldunesi n í Kelduhverfi, vars í gömlum fiárhelli sem er steinsnar frá túnfætinum í Krossdal. Fyrir hellismunnann fennti algjörlega og hafa kindumar hafst þama við í nær 7 vikur án fóð- urs áður en hundur Sveins Þórar- inssonar, bónda i Krossdal, fann þær undir þriggja metra djúpum skafli. Ekkert svar Útgáfufyrh’tækið Mál og menn- ing hefúr gert athugasemdir við nýja gjaldskrá Landmælinga ís- lands og telur hana ekki eiga stoð í lögum. Landmælingar eigi ekki höf- undarrétt að grunngögnum að ís- landskortum sínum. Þau séu upp- haflega bandarísk. Umhverfisráðu- neytið hefur engu svarað þessari gagnrýni. Morgunblaðið sagði frá. 300 leyfisumsóknir Til Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra streyma nú um- sóknir um veiði- leyfi eftir nýleg- an dóm Hæsta- réttar um að fimmta grein laga um stjóm fiskveiða standist ekki stjórnarskrá. Samkvæmt upp- lýsingum ráðuneytisins höfðu um 300 umsóknir um veiðileyfi borist siðdegis í gær. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.