Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
Fréttir__________________________________________________________pv
Gengi Búnaðarbanka hækkaði áður en sala hófst:
Slegist um
kennitölurnar
Mikil harka hljóp í baráttuna um
almennan kauprétt hlutabréfa í Bún-
aðarbankanum og má búast við að
hún haldi eitthvað áfram í dag og
næstu daga. Tilboðsgengi til almenn-
ings er 2,15 en Handsal bauö best síð-
ari hluta dags í gær, gengið 2,52. Þá
kom Fiárvangur með 2,50, Kaupþing
Norðurlands með 2,46, SPRON með
2,45 og íslandsbanki 2,28. Tryggvi
Tryggvason, framkvæmdastjóri
Kaupþings Norðurlands, og Sigur-
veig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi
íslandsbanka, sögðu í gær að undir-
tektir við tilboðum hefðu verið mjög
góðar. Hvorugt vildi nefna hve marg-
ir höfðu framselt kauprétt sinn en
Sigurveig sagði að þeir skiptu þús-
undum hjá íslandsbanka.
Þessi barátta um kennitölumar -
kauprétt almennings hefur því orð-
ið til þess að hækka verðmæti Bún-
aðarbankans um nálægt 18% áður
en hann er kominn á markað og
markaðsvirði hans komið vel yfir 10
milljarða króna.
1 morgun kl. 9.00 hófst skráning
kaupenda að hlutafé í Búnaðar-
bankanum á genginu 2,15. Alls eru í
boði 350 milljónir að nafnvirði. Al-
menningi gefst kostur á að skrá sig
fyrir 500 þús. kr. hlut hver að nafn-
verði. Fari hins vegar heildarum-
sóknir umfram 350 milljónirnar
skerðist hlutur hvers og eins í réttu
hlutfalli við umframfjöldann.
íslandsbanki birti um helgina
auglýsingu í Morgunblaðinu. f
henni býðst bankinn til að kaupa
það sem kemur í hlut hvers og eins
á gengi yfir upphafsgenginu 2,15.
Auglýsingin varð til þess að sam-
keppnin um kennitölumar færðist í
aukana og tóku flest verðbréfafyrir-
tæki og bankar þátt í leiknum. Þá
bámst óstaðfestar fregnir af því að
verðbréfafyrirtæki og einstciklingar
gengju í framhaldsskóla, elliheimili
og fleiri stofnanir og byðu fólki að
kaupa af því kaupréttinn og greiöa
því mismun upphafsgengisins og til-
boðsgengis þegar að gjalddaga
hlutabréfanna kemur milli jóla og
nýjárs.
Miðað við undirtektir við tilboð-
um banka og verðbréfafyrirtækja í
gær telja verðbréfamiölarar ekki
ólíklegt að um 30 þúsund manns
skrái sig fyrir fullum hlut, 500 þús-
und krónum að nafnvirði. Gangi
það eftir kemur um 11.667 krónur í
hlut hvers, sem kostar 25.084 krónur
en fullur hlutur er til skiptanna fyr-
ir aðeins 700 manns. Miðað við til-
boð íslandsbanka fær hver
„kennitaia" í sinn vasa rúmlega
1.516 krónur án þess að hafa þurt að
leggja út krónu. Hver sem tekur til-
boði Kaupþings Norðurlands fær
rúmlega 3.616 krónur og sá sem tek-
ur tilboði Fjárvangs fær tæplega
4.083 krónur. Þetta er vitanlega háð
því hve margir taka þátt í útboðinu
og hlutur hvers verður því minni
sem þátttakendur em fleiri, og öf-
ugt. -SÁ
Umskipti á Vestfjörðum:
Kristinn kom-
inn í Framsókn
- vertu sem lengst hjá okkur, sagði Valgerður Sverrisdóttir
„Margvelkominn til okkar og
vertu sem lengst hjá okkur,“ sagði
Valgerður Sverrisdóttir, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins,
þegar hún bauð hann velkominn í
þingflokkinn um hádegisbilið í gær.
Kristinn er því orðinn þingmaður
framsóknarmanna. Hann gekk í
Framsóknarflokkinn sl. mánudag
og í þingflokkinn í gær eftir að þing-
menn flokksins höfðu samþykkt
inngöngu hans samhljóða.
Kristinn H. Gunnarsson sagði að
byggðamál hefðu einkum ráðið
þessari ákvörðun sinni, en hann
væri fyrst og fremst landsbyggðar-
maður. Framsóknarflokkurinn væri
sterkur á landsbyggöinni og innan
hans vébanda væri fólk sem ynni að
hagsmunamálum landsbyggðarinn-
ar og hann gengi nú til liðs við.
Hann kvaðst vonast til að innganga
hans í flokkinn myndi styrkja fé-
lagsleg sjónarmið innan hans.
Halldór Ásgrímsson, formaður
flokksins, bauð Kristin einnig vel-
kominn og sagði hann mikinn feng
fyrir flokkinn, öflugan talsmann
margra málaflokka og góðan þing-
mann. Hann sagði mikla uppstokk-
un í stjórnmálum fram undan.
Ljóst væri að á árum áður hefði
Framsóknarflokkurinn misst
margt góðs fólks vegna afstöðunn-
ar til Atlantshafsbandalagsins,
hersetunnar og fleiri slíkra mála.
„Nú heyra þau mál sögunni til og
þess vegna kominn tími til að
stokka spilin upp á nýjan leik,“
sagði Halldór. Hann kvaðst viss
Gunnlaugur Sigmundsson afhendir hinum nýja liðsmanni framsóknarmanna,
Kristni H. Gunnarssyni, lyklana að húsnæði framsóknarmanna á Vestfjörðum.
Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Halldór
Ásgrímsson formaður fylgjast kampakát með. DV-mynd ÞÖK
um að ákvörðun Kristins yrði ekki hans kjördæmi heldur um landið
aðeins til þess að efla flokkinn i allt í framtíðinni. -SÁ
Hæstiréttur er óábyrgur
Solla í Dublin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri brá undir sig betri fæt-
inum eftir útsvarshækkunina og
hélt með kvöldflugi til Dublinar.
Vafalaust var ætlunin að slappa af
eftir átök við hina
ofvirku fótgönguliða
sjálfstæðismanna í
borgarstjóm og
kannski að versla
örlítið í leiðinni.
Það er háttur ís-
lendinga að
skvetta rækilega
í sig þegar flogið
er á milli landa
og svo varð einnig í þessu tilviki.
Þegar leið á flugið fundu margir
ástæðu til að hnýta í Sollu fyrir aö-
fór að fjárhag þeirra. Þar sem á
flugvöllinn kom ytra þótti farar-
stjórum áreitið viö borgarstjórann
vera komið úr hófi fram og buðu
henni sérstakan bíl á hótelið. Þessu
hafnaði borgarstjórinn, beit á jaxl-
inn og sagðist myndu láta sig hafa
það að fara með almúganum í rút-
unni. Hún heföi svo sem gott af því
aö heyra rödd alþýðunnar...
Kippir í kynið
Rafh Jónsson tónlistarmaður
hefur fengist við margt síðan hann
á sokkabandsárunum lék með
hljómsveitinni Grafik á ísafirði og
íjallaði um góða rigningu. Hann
hefur í seinni tíð
haslað sér völl í
hljómplötuútgáfu
þar sem hann gefur
út Botnleðju og
fleiri stórsveitir.
Nú eru að bresta á
kynslóðaskipti
því sonur Rafns
Ragnar Sólberg
er kominn á fullt í
tónlistina. Hann er með eigin piötu
fyrir jólin og útgefandinn er að
sjálfsögðu Rafn. Hið merkilega við
framtak stráksins er að hann er að-
eins 11 ára og sannar væntanlega
það máltæki að snemma beygist
krókurinn...
Húsavíkurslagur
Á Húsavík er nokkur titringur
innan Sjálfstæðisflokksins eftir að
SofSa Gísladóttir ákvað að gefa
kost á sér í 3. sætið hjá flokknum,
en uppstillingarnefnd gerir tillögu
um röðun á lista
flokksins á Norður-
landi eystra. Sigur-
jón Benediktsson,
tannlæknir á
Húsavík, vill
einnig 3. sætið og
ku hafa stuðning
sjálfstæðisfélags-
ins á staðnum,
en Soffia er engu að
síður talin eiga góða möguleika á
sætinu þar sem Sigurjón hafi ekki
mikinn stuðning ef farið er út fyrir
bæjarmörk Húsavíkur...
Dómur Hæstaréttar í máli Valdi-
mars Jóhannessonar gegn ríkinu
er enginn venjulegur hæstaréttar-
dómur. Hann er atlaga, ef ekki árás
á ríkisstjómina og Alþingi. Þarna
sitja þessir herramenn á vernduð-
um vinnustað og kveða upp dóm
um pólitík sem þeim kemur ekkert
við. Þeir segja meira segja í dóms-
orðum að ríkið verði að finna aðra
og betri leið til að úthluta takmörk-
uöum aflaheimildum, heldur en
verið hafa í lögum. Hvað á svona
afskiptasemi að þýða?
Hvorki Davið forsætisráðherra
né Halldór utanríkisráðherra skilja
dóminn, sem segir auðvitað heil-
mikið um þennan dóm þegar tveir
reyndustu og klárastu stjórnmála-
menn samtíðarinnar skilja ekki
hvað Hæstiréttur er að fara. Davíð
hefur auk þess bent á að Hæstirétt-
ur dæmi eitt fyrir hádegi og annað
eftir hádegi. Halda menn virkilega að ríkisstjórn-
in og ráðherramir geti farið eftir svona ragli?
Þá hefur Davíð bent á að það sé í rauninni ekk-
ert að marka dómsniðurstööuna, vegna þess að
það hafl ekki nema fimm dómendur setið I dómn-
um í þessu máli. Ef málið hefði verið talið mikil-
vægt hefðu þeir verið sjö, en af því að þeir eru
bara fimm þá er ekkert aö marka þessa niður-
stöðu og hann getur fyrir sitt leyti, forsætisráð-
herrann, ekki tekið þá menn alvarlega sem sitja
bara fimm í dómi.
Auk þess nota þeir orð og hugtök í dómnum
sem stangast á, hvert á annað, og lögfræðingar
eru ekki á eitt sáttir um það hvernig beri að skilja
dóminn og hvemig á þá ríkisstjómin að skUja
þessa vitleysu? Og eru menn með öUum mjaUa
sem gegna því sem Valdimar Jóhannesson heldur
fram? Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið
að í þessum dómstól og þessum
dómi sem kippir stoðunum undan
efnahagslegu öryggi þjóðarinnar og
skapar þrúgandi óvissu um framtíð-
ina.
Það er skylda stjómvalda að
grípa í taumana og bæta úr þeim ax-
arsköftnm sem Hæstiréttur hefur
orðið ber að.
HaUdór Ásgrímsson hefur varpað
fram þeirri hugmynd að í stað þess
að breyta lögunum komi tU greina
að breyta stjómarskránni. Enda er
stjómarskráin greinUega þess vald-
andi að útgeröarmenn standa aUt í
einu uppi slyppir og snauðir og hafa
ekki lengur vissu um það að þeir
eigi kvótann. Það er auðvitað sýnu
alvarlegast í þessu máli öUu að al-
menningur geti hugsanlega eignast
kvótann! Þá fyrst færi efnahagslífíð
og sjávarútvegurinn tU andskotans
ef fólk sem er þessu máli algjörlega
óviðkomandi, ókunnugt fólk, einhver óskU-
greindur almenningur og jafnvel þjóðin öU, fer að
gera tilkaU tU kvótans.
Svona glundroði gengur ekki og þetta era flfl í
Hæstarétti og Valdimar er fífl og aUir þeir sem
vUja að þjóðin eigi kvótann era fífl og það verð-
ur að koma vitinu fyrir þessa þjóð og stjómkerf-
ið og lögin og kvótamálin. Strax.
Dagfari
Sjónvarpað í sjónvarpi
Það gengur oft mikið á hjá
íþróttafréttamönnum þar sem þeir
lýsa leikjum beint. Þá faUa oft guU-
kom i hita leiksins. Þekktastur
aUra íþróttafréttamanna er Bjarni
Felixsson á Sjón-
varpinu og Rás 2.
Hann hefur frá því
elstu menn muna
kætt áheyrendur
með skemmtUeg-
um lýsingum og
er raunar fyrir
löngu orðinn
þjóðsagnaper-
sóna. Hér koma n
sem Bjama eru kenndir: „Leiknum
verður sjónvarpað í sjónvarpinu ...“
„Einum leik er ekki alveg ólokið ...
„ „Hann sprettur úr skónum...“ „
Skotið riður af stað ... Loks féU
þessi guUvæga setning í Hafnarfirði
þar sem heimaliöin áttust við: „Við
erum stödd á leik FH og Hauka í
Hafoarfirði og það eru Hafnfirðing-
ar sem eru með boltann ...“
Umsjón Reynir Traustason
? ■ ■
Netfang: sandkorn @ff. is