Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
Heima
E
R
& BTBUi . „ _ ,..„ _
JJJ JÍ2]jJ
Flestir eiga sér sinn uppáhaldsstað heimafyrir, þar sem þeim þykir.gott
að slaka á eftir langan og erfiðan vinnudag. Þannig er viðmælendum
Tilverunnar í dag að minnsta kosti farið. Hver og einn hefur sinn hátt
á afslöppuninni. Sumir horfa á
sjónvarp en aðrir kjósa að stunda
hugleiðslu.
I
Listamaðurinn Kogga kann að slappa af:
Gott að gleyma
sér í sófanum
Ég er farin aö slappa meira af
en áður og geri það meðvitað.
Hérna áður fyrr hafði ég af-
skaplega lítinn tíma til að slappa af.
En eftir því sem árin líða geri ég
meira af því að eiga rólegar stundir
heima við,“ segir leirlistakonan
Kolbrún Björgólfsdóttir, betur þekkt
sem Kogga. Það er alltaf mikið að
gera hjá Koggu og vinnudagurinn
oft langur. Hún segist þó vera frek-
ar heimakær og veit fátt betra en að
leggjast í sófann að loknum vinnu-
degi og horfa á sjónvarpið. „Það er
ekki til betri leið ef maður vill al-
gerlega slökkva á sjálfum sér og láta
mata. Það er auðvitað best að horfa
á góða bíómynd. Það er ekki bara
aðferð til að slaka á heldur einnig
til að gleyma sér um stund. Það
finnst mér mikilvægt."
Hljóðbækur eru nokkuð sem
Kogga uppgötvaði í seinni tíð og
hún segist tíður gestur á bókasafn-
inu í Sólheimum. „Mér hefur alltaf
hætt til að verða óróleg við lestur.
Hins vegar vill maður lesa góða
bækur og þess vegna hef ég vanið
mig á að hlusta á hljóðbækur. Mér
finnst það bæði eiga vel við þegar ég
er heima að hvíla mig og kannski
ekki síður á meðan ég er í hand-
verkinu. Þannig er ég búin að „lesa“
fjöldann allan af góðum bókum.“
Kogga segist oft fá sér göngutúr
með eiginmanninum og þá er gjarna
komið við í videóleigunni í hverf-
inu. „Þetta er hjónabandssukk hjá
okkur en við erum mjög samstiga
og finnst gott að slappa af yfir góðri
mynd,“ segir Kogga. -aþ
Kogga í sófanum þar
sem henni líður best.
DV-mynd Teitur
Bergþóri finnst gott að tæma hugann með fallegri músík.
Bergþór Pálsson söngvari stundar hugleiðslu:
ímynda mér að líkaminn sé
Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður á amerískan hægindastól:
Spurning um mannréttindi
Við keyptum þennan hæg-
indastól fyrir nokkrum
árum og höfum eiginlega
skipst á að sitja í honum. Ég get
ekki sagt að mér finnist hann fal-
legur en hann er rosalegur þægi-
legur. Það er eiginlega spurning
um mannréttindi að eiga svona
stól,“ segir fréttamaðurinn Logi
Bergmann Eiðsson.
Eins og landsmenn þekkja þá er
Logi oft á skjánum og hann viður-
kennir að vinnudagurinn geti orð-
ið ansi langur. Það gefast því ekki
mörg tækifæri til að slaka á enda
bíða þrjár hressar dætur eftir að
leika við pabba sinn.
„Ég er óttalega óhefðbundinn
þegar kemur að því að slaka á. Ég
hef ekki þróað neina sérstaka að-
ferð en það getur verið gott að
koma sér vel fyrir í stólnum og
horfa á eitthvað í sjónvarpinu.
Helst léttmeti sem krefst einskis af
manni. Þá gerist það líka oft að ég
sofna í stólnum."
Logi segist raunar vera svo ró-
legur að eðlisfari að fáir hlutir nái
að stressa hann. „Ætli mér finnist
ekki mesta hvíldin bara felast í
baðker
Það er mjög mikilvægt fyrir perfor-
mer að vera í góðu jafnvægi til
þess að geta geflð af sér. Ef manni
líður illa er erfitt að láta öðrum líða
vel,“ segir söngvarinn ástsæli Bergþór
Pálsson.
Þrátt fyrir þétta dagskrá oft á tíðum
segist Bergþór alltaf reyna að finna
stund til þess að slappa af og hlaða batt-
eríin, ef svo má segja.
„Þær eru nú nokkrar aðferðirnar
sem ég beiti. Mér finnst gott að tæma
hugann með fallegri músík. Þá veiti ég
ljósi alheimsins, sem ég kalla, inn í
brjóstið og lýsi upp líkamann í hugan-
um. Síðan læt ég ljósið berast út til vina
og kunningja. Þessa ágætu aðferð lærði
ég á námskeiði hjá þeim Sigrúnu Olsen
því að vera heima
með fjölskyldunni. Ég
verð alltaf leiður ef ég næ
ekki að heilsa aðeins upp á
stelpurnar að loknum vinnu-
degi. Svo er náttúrlega alltaf
gott að sofa út, þá sjaldan að
það gerist," segir Logi Berg-
mann Eiðsson.
-aþ
Logi
lætur gjarna
vel um sig í
boy stólnum sí
DV-mynd Pjetur
og Þóri Barödal. Önnur góð aðferð er að
kreppa alla vöðva líkamans, slaka síðan
á og finna muninn," segir Bergþór.
Slæmar hugsanir í garð annars fólks
eru mjög lýjandi að mati Bergþórs.
Hann segist kunna aðferð til þess að
hreinsa slæmu hugsanirnar út. „Ég las
um þessa aðferð í bók. Hún er í raun
mjög einföld, maður þarf bara að koma
sér fyrir í sófa eða uppi í rúmi. Síðan
ímyndar maður sér að líkaminn sé
baðker. Maður tekur tappann úr og
hleypir öllu vatni úr. Þegar því er
lokið þá setur maður tappann í og
fyllir líkamann af hreinu vatni.“
- Og virkar þetta?
„Já, svo sannarlega. Það
er nauðsynlegt að gefa
sér tíma til að bægja
slæmum hugsunum
frá,“ segir Bergþór og
viðurkennir að lokum
fyrir blaðamanni að það
komi nú líka fyrir að
hann hendi sér í sófann og horfi á sjón-
varpið þegar hann er þreyttur.
-aþ