Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 27 DV Kvikmyndir f ( 3 P P 1 í Bandaríkjunum 3 - aösókn dagana 4. - 6. desember. Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur Tekjur Helldartekjur 1(1) A Bug's Life 17.174 68.678 2 (-) Psycho 10.031 10.031 3(3) Enemy of the State 9.686 62.872 4(2) The Rigrats Movie 7.632 67.452 5(4) Waterboy 6.511 130.768 6(8) Meet Joe Black 2.417 39.220 7(5) Babe: Pig in the City 2.375 11.421 8(9) Elizabeth 1.954 9.780 9(7) 1 Still Know What.. Last Su. 1.732 35.960 10 (8) Home Fries 1.725 7.884 11 (11) Very Bad Thing 1.518 7.093 12 (10) The Ringmaster 1.380 7.002 13 (7) The Siege 1.037 37.829 14 (18) Life is Beautiful 0.720 6.207 15 (13) l’ll Be Home For Christmas 0.680 10.285 16 (16) American History X 0.532 4.909 17 (15) Celebrity 0.530 4.115 18 (14) Pleasantville 0.501 37.437 19 (20) Everest 0.445 53.472 20 (19) There's Something About Mary 0.386 172.920 i/TFa Háskólabíó - Fjárhættuspilarinn Ritari Dostojevskíjs ★★★ Fjárhættuspilarinn (The Gambler) er byggð á ævi skáldjöfurs- ins Dostojevskíjs og eins og nafnið bendir til kemur skáldsaga hans Fjár- hættuspilarinn mikið við sögu. Ung- verski leikstjórinn Károly Mak hefur kosið að láta ritarann Önnu (varð síð- ar eiginkona skáldsins) leiða myndina. Hún kemur með bestu meðmæli til Dostojevskís, sem tekur hranalega á móti henni enda er hann í slæmri klípu. Dostovjevskij hafði skrifað und- ir nauðungarsamning við útgefanda sinn, selt honum útgáfurétt að þeim bókum sem hann haföi þegar skrifað og í samningnum er að ef hann skili ekki nýju ritverki fyrir vissan tima mun út- gefandinn eignast all- an rétt á þeim bókum sem hann á eftir að skrifa. Nú eru 28 dagar til stefnu og ekkert gengur hjá skáldinu. Anna tekst á við þetta vandamál af skynsemi, veit sem er að ef hann kemur ekki skáldsögunni frá sér á réttum tíma þá fær hún ekkert borgað. Myndin skiptist síðan i lýs- ingu á sambandi þeirra, hvernig það þróast í gegnum þær persónur sem eru í skáldsögunni. Inn á milli er síð- an íléttuð skáldsagan í mun bjartari litum en raunveruleikinn er. Károly Mak er einn reyndasti og virtasti leikstjóri Ungverja og á að baki langan feril en hefur aldrei náð al- mennilegri frægð út fyrir heimalandið. Hans helsta afrek var þegar hann fékk Michael Gambon leikur Dostojevskíj. verðlaun gagnrýnenda á kvikmyndhá- tíðinni í Cannes 1971 fyrir Szerelem. Fjárhættuspilarinn hefur flott yfir- bragð, góðar skiptingar á milli raun- veruleikans og skáldskaparins en er gæddur þeim foma fjanda austántjalds- kvikmyndagerðar að vera þung í vöfum. Mak bætir ekki úr með „slow motion" tökum (stuttar sem betur fer) i tima og ótima. Kostimir era samt fleiri en gallarn- ir. Efniviðurinn er mjög áhugaverður, handritið vel skrifað og leikarar hver öðrum betri. Michael Gambon leikur Dostojevskíj sem hálfgert rustamenni sem finnur útrás í að láta allar persón- ur sem hann skrifar um líða illa, rétt eins og líðan hans er, og gerir það vel. Hann fær góðan mótleik frá Johdi May og er samleikur þeirra einstaklega góð- ur. Leikstjóri: Károly Mak. Aðalhlut- verk: Michael Gambon, Johdi May, Polly Walker og Dominic West. Hilmar Karlsson K v i k m y n d a GAGNRÝNI Regnboginn - Þjófurinn Jeltsín er ekki hér ★★★ Þjófurinn er hádramatísk ör- lagasaga með sterkum pólitískum vísun- um i sögu rússnesku þjóðarinnar. Hinn sex ára gamli Sanya dreymir um endur- komu föður sins sem hann hefur aldrei séð. Móðir hans, Katya, hefur átt afar erfítt uppdráttar í Rússlandi eftirstríðs- áranna. Þau kynnast hinum myndarlega Tolyan liðsforingja sem býður þeim skjól undir sínum armi. Tolyan þessi er heillandi þrjót- ur og Sanya litli dregst að honum og setur traust sitt á hann en óttast hann um leið. Smám saman kemur í ljós að Tolyan er fyrst og fremst tungulipur þjófur sem ferðast staö úr stað, sjarmer- ar nágranna sína oghverfur svo á braut. Sanya leggur fæö á hann fyrir aö vera svindlari, flagari og þjófur en dregst um leið að honum því Tolyan er djarfur, sterkur og heillandi; birtingarmynd fóð- urins sem Sanya hefur ætíð óskað sér. Sagan hverflst um þessa togstreitu hans og það gjald sem mæðginin þurfa að greiöa fyrir að binda trúss sitt við hinn fmgralanga hermann. Leikstjóranum Chukrai er allnokkuð niðri fyrir um hlutskipti þjóðar sinnar, sem jafnan virðist reiðubúin að stóla á sterka landsfeður sem bregðast trausti hennar. Visanimar í Stalin em nokkuð augljðsar en það getur varla hafa vakað fyrir Chukrai að benda okkur aðeins á að sá gamli skröggur hafi ekki verið nægilega góður pappír, enda á flestra vitoröi. Enn frekar viröist þessi allegor- ía vísa í Rússland nútímans og Jeltsin forseta, það er eins og Rússlands óham- ingju verði flest að vopni. Chukrai sver sig i hina sósíal real- ísku ætt hvað varðar umgjörð og yfir- bragð, hann skapar trúveröugar persón- ur og samlíðan hans með manneskjum er greinileg. Til allrar hamingju passar hann sig einnig á að láta ekki ádeiluna þvælast um of fyrir sögunni, það er auðvelt að taka framvindunni eins og hún kemur fyrir. Yfir og allt um kring blasir viö raun- veruleiki hvunndagsins i Rússlandi sjötta áratugarins; lííið er vissulega erfitt en engu að síður brýst lífsgleðin fram svona af og til. Leikararnir standa sig fimavel, Mashkov (Tolyan) er töfr- andi glæsimenni, Rednikova (Katya) svo falleg og brothætt að mann verkjar og strákurinn Philipchuk (Sanya) er af- bragö, stóreygur og svipsterkur. Það er óhætt að mæla með þessari, hún leiðir jafnframt hugann að hinni sterku sagnahefð Rússa, i bókmenntum að sjálfsögðu en ekki síður í kvikmynd- um. Það er kominn tími til aö sjá fleiri myndir frá þessari þjóð sem kann þá list öðrum fremur að nísta mann svo að hjartarótum að maður hefur ekki orku í neitt annað en að biðja um meira. Leikstjóri: Pavel Chukhrai. Aöalhlut- verk: Misha Philipchuk, Vladimir Mashkov, Ekaterina Rednikova. Ásgrímur Sverrisson K v i k m y n d a GAGNRÝNI Greið /e/ð inn á Internetio Inn á Netf. Nýr heimur þjónustu, skemmtunar, upplýsinga og frétta er rétt handan við hornið á Internetinu. Vísir.is og Landsbanki fslands hf. bjóöa viöskiptavinum DV. Dags og Landsbankans frábært verö á sprækum gæöatölvum frá ACO. Meö slíka tötvu á boröinu þinu opnast þér Vísir.is sneisafullur af fréttum, skemmtun og þjónustu og Einkabanki Landsbankans meö allri helstu bankaþjónustu. Kýldu á þaö! TILBOÐ A TILBOÐ B oivunum fyigi- rjog^"g mánaðs as<rfft aó :rter-.eip;órsjstu StónriL.. en a5 kynningarásKriftimi lokinní tekur viö 3 orár-aóa tirrsac tegar n kostar aðeirs 500 Kr Við erum við símann frá 9-22 virka daga og 12-16 laugardaga. Pöntunarsíminn er 535 1045 eða í Þjónustuveri Landsbankans í síma 560 6000 www.visir.is r Landsbanki Islands aCO S k í m a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.