Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 15 Sjálfstæðismenn trúa enn á jólasveininn Segja má, að Reykjavíkurborg sé með svipuðum hætti og ríkisstjórnin að losa um fjármagn í fyrirtækjum sínum. - Fundur í borgarstjórn. Málefnafátækt sjálf- stæðismanna í borgar- stjóm Reykjavíkur verður æ átakanlegri. Á síðasta kjörtímabili fluttu þeir tvær tillögur í borgarstjóm á fjög- urra ára tímabili. Það sem af er þessu kjör- tímabili hefur eina framlag þeirra til borg- armála verið stjórn- sýslukærur um forms- atriði, sem varða fram- tíð, stjórn og stefnu Reykjavíkurborgar engu. Borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðis- manna virðist vera ger- sneyddur allri framtið- arsýn fyrir Reykjavík og stefnuleysi hans í samræmi við það. Hafa ekkert fram að færa Málflutningur sjálfstæðismanna viö útsvarsbreytinguna á dögun- um endurspeglar þetta. Ábyrgðar- lausar upphrópanir einkenndu af- stöðu minnihlutans. Þar var í senn krafist minni skulda, lægri skatta og meiri útgjalda og mætti af málflutningnum halda að minnihlutinn trúi enn á jólasvein- inn. Ábyrga fjármálastjóm Reykjavíkurlistans kalla þeir rýt- ingsstungur, svik og blekkingar en bjóða Reykvíkingum á sama tíma upp á það að þeir hafi engar tillög- ur fram að færa sjálfir og þurfi þess ekki. Þeir séu bara minnihluti. Það er sannarlega af sem áður var þegar sjálfstæðis- menn áttu glæsi- lega forystumenn í borgarmálum er unnu að framforum borgarinnar með framtíðarsýn og metnað að leiðar- ljósi. Skuldasöfnun sjálfstæðis- manna Á síðasta valda- skeiði Sjálfstæðis- flokksins í borgar- stjóm 1990 - 94 átti sér stað gríðarleg skuldasöfnun borgarsjóðs. Jukust skuldimar á því tímabili um 8 milljarða króna og voru heildar- skuldir borgarsjóðs komnar í 13 milljarða króna þegar yflr lauk. Þegar Reykjavíkurlistinn komst til valda árið 1994 einbeitti hann sér að því að stöðva frekari skuldasöfhun borgarsjóðs og hefur staðið við það. En þessi skuldabaggi sjáif- stæðismanna er borgarsjóði dýr og því nauðsyn- legt að grynnka á skuldunum. Nú hefur verið ákveðið í tengsl- um við samein- ingu veitufyrirtækjanna aö lækka eigið fé þeirra með útgáfu skulda- bréfs að upphæð 3,5 milljarðar króna, sem borgarsjóður eignast. Þetta skuldabréf verður notað til að lækka skuldir borgarsjóðs. Eðlilegar aðgerðir Núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefur enga dul dregið á að með þessari aðgerð sé verið að færa fjármagn úr veitufyrirtækj- unum yfir í borgarsjóð. Það helg- ast af þeirri staðreynd að á sama tíma og eigandi veitufyrirtækj- anna, þ.e. borgarsjóður, er skuld- um vafinn standa veitufyrirtækin traustum fótum fjárhagslega og geta auðveldlega staðið undir þess- ari aðgerð. Það má segja, að Reykjavíkur- borg sé með svipuðum hætti og ríkisstjórnin að losa um fjármagn í fyrirtækjum sínum, ríkið með sölu bankanna en borgin með nið- urfærslu í veitufyrirtækjunum. Þykir ekki nógu trúverðug Nú einkenna úrtölur og ábyrgð- arlaus málflutningur oddvita meirihlutans, Ingu Jónu Þórðar- dóttir. M.a. hefur hún ítrekað reynt að gera fjárhagslega stöðu hins nýja orkufyrirtækis Reykvik- inga tortryggilega. Samkvæmt kenningu oddvitans mætti alveg eins halda því fram að þorri ís- lenskra fyrirtækja stæði á brauð- fótum því að fá íslensk stórfyrir- tæki búa við eins sterka eiginfjár- stöðu og Orkuveita Reykjavíkur. Eftir að sjálfstæðismenn í Reykjavík höfnuðu með afgerandi hætti tilkalli Ingu Jónu Þórðar- dóttur til forystu í prófkjöri því sem fram fór fyrir borgarstjómar- kosningar sitja þeir nú uppi með þá forystu sem þeir höfnuðu. En málflutningur minnihlutans gerir það ljósara með hverjum deginum hvers vegna sjálfstæðismenn höfn- uðu forystu Ingu Jónu Þórðardótt- ur i prófkjörinu í fyrra. Hún þykir einfaldlega ekki nógu trúverðug. Alfreð Þorsteinsson Kjallarinn Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi „Nú hefur verið ákveðið í tengsl- um við sameiningu veitufyrir- tækjanna að lækka eigið fé þeirra með útgáfu skuldabréfs að upp- hæð 3,5 milljarðar króna sem borgarsjóður eignast. Þetta skuldabréf verður notað til að lækka skuldir borgarsjóðs.u Sölumenn íslands Þegar heimsbyggðin rómar verk skálda okkar eru þær arfleifð af menningu Vesturlanda. Fæðingar- staður Snorra Sturlusonar og t.d. Shakespears skiptir minnstu máli þegar við njótum verka þeirra. Hvar Leifur eða Eiríkur rauði komu í þennan heim skiptir held- ur ekki höfuðmáli en sú dirfska að eyða hundruðum milljóna til að kynna Leif heppna sem íslending er skip hans er dæmd til að mis- takast. Þjóð sem ekki enn hefur náð tökum á víndrykkju vegna reynsluleysis ætti ekki að fara út i flókna sáhna um Vínlandið. - Nær væri að gefa peninga hrjáðu fólki i Mið-Ameríku og halda siðan hátíð í minningu besta sölumanns ís- lands, Einars Benediktssonar. Þorfinnur Karlsefni, maður íslands Eiríkur rauði ólst upp á Hom- ströndum og lagði í Grænlands- ferð eftir að hafa staðið hér í ill- deilum og mannvígum. Sú ákvörð- un hans að gefa landinu grænt heiti var gerð til að lokka nor- ræna menn til byggðar í Græn- landi. Sölumennska Eiríks varð afdrifarík. Mörg hundmð nor- rænna manna frá íslandi lögðu upp í för til hinnar grænu eyjar í von um enn betra land en ekki tU þess að ættleggur þeirra dæi út. Börn kappans frá Dröngum vom nærri búin að kóróna eftir- væntingu föðurins eftir skógum og grænum lendum þegar indíán- ar drápu Þorvald son hans. Dóttir- in, Freydís, var ekki farsælli i sinni landaleit. Hún kom heim tU Vestur-Græn- lands eftir að hafa banað helft- ina af fylgdar- mönnum sínum í Vinlandinu. Ef til vUl í ölæði? Meiri reisn var yfir ferð kaup- mannsins Þor- finns Karlsefnis tU Vínlandsins, athafnaskálds ís- lands. AUs var hann í sjö ár í leið- angri sínum áður en hann sneri aftur heim tU æskustöðvanna í Skagafirði. Kona hans ól fyrsta norræna barnið sem sögur fara af í Vesturheimi og af ættkvísl þeirra varð ættbogi mikUl. Veisluhöld með Klintonum Alþingi útdeilir af almannafé til ýmissa gæluverk- efna í því augna- miði að styrkja ferðamannaiðnað- inn á íslandi. Sjálfsímynd íbúa sögueyjunnar skal pússað upp og í því skyni varið fé tU bæjar Eiríks rauða í Dölum, tU veislu- halda í Was- hington, tU víkinga- skips og ýmislegs annars. Sú ákvörðun ráðamanna að hressa einnig upp á landafræði- kunnáttu Ameríkumanna með teiknimyndum af landnámi Leifs heppna á disneyska vísu er af sama toga. Allt gert til að skáka Norðmönnum í einhverri ímynd- aðri samkeppni um að eigna sér för Vestur-Grænlendingsins Leifs heppna yfir Davissund. Þegar landafundanefnd skipar tU hátíðarborðhalds með hundr- uð miUjóna upp á vasann telja ýmsir hópar sig afskipta. Fom- leifafræðingar hafa með rökum bent á sýndarmennskuna og fá- nýti þess að fara í sögufolsun í þeim tUgangi að ganga í augun á útlending- um. Þeim hefur hins vegar verið bent á að Alþingi muni veita fé tU að lagfæra kaþ- ólska kirkju í Græn- landi, ÞjóðhUdar- kirkju. Norðmenn hóg- værir á Netinu Utanríkisráðuneyti Norðmanna á vefnum talar um Leif og Eirík sem norræna menn er fundu Ameríku. Bjarni Herjólfsson, sem fyrstur manna leit ameríska megin- landið augum, er hins vegar norskur bis- nessmaður. Almenningur í Nor- egi er yfirborðskenndur eins og við og telur það íþrótt góða að kljást við íslendinga irni Leif. Grænlendingar eigna sér Leif sem Vestur-Grænlending og það með réttu. Víða á Norðurlöndum og í Englandi eru menn að byggja vík- ingaþorp og skip sér til skemmt- unar, líkt og nokkrir ágætir Hafn- firðingar hafa gert. Búa tU hug- hrif. AUt er það ágætismál þegar menn taka sig tU og efna tU gleð- skapar fyrir eigin reikning en ekki tU að breyta sögunni. Sigurður Antonson „Þegar landafundanefnd skipar til hátíðarborðhalds með hundruð miiijóna upp á vasann telja ýmsir hópar sig afskipta. Fornieifafræð- ingar hafa með rökum bent á sýnd- armennskuna og fánýti þess að fara í sögufölsun í þeim tilgangi að ganga í augun á útlendingum.u Kjallarinn Sigurður Antonson framkvæmdastjóri Með og á móti Er áætlun hlutafélags Framara um árangur til ársins 2002 raunhæf? Ætlum okkur góðan tima „Já, þetta er raunhæf áætlun og frekar varfærin ef eitthvað er. Við erum stað- ráðnir í að byggja upp sterkt knatt- spyrnulið með góðum leik- mönnum og standa vel að því, með mynd- arskap og krafti. Mark- miðið er fyrst og fremst að koma Fram í allra fremstu röð á ný og hefja fé- lagið á þann staU þar sem það á að vera. í áætluninni er gert ráð fyrir einum meistaratitli næstu fjögur árin og miðað viö sögu Fram er það ekki óraunhaíft. Við erum með tvo af bestu þjálfurum landsins og erum aö styrkja Uð- iö, en samt sem áður tökum við lífinu með ró og ætlum okkur góðan tíma til að ná okkar mark- miðum. Þó áætlunm sé nákvæmlega uppsett óg gert ráð fyrir að ná ákveðnum sætum og komast í ákveðnar umferðir i Evrópu- keppni má samt ekki taka það of bókstaflega. Þetta eru fyrst og fremst viðmiðanir og það er heUdarárangurinn á þessu tíma- bUi sem skiptir mestu máli.“ Vantar bara DAS og Fowler „Hlutafjárút- boðið er vissu- lega spennandi dæmi og fróð- legt verður að sjá hvernig fer. Ég held þó að Framarar of- meti áhrifin sem þetta hef- ur í för með sér. Með hluta- fénu ætla Framarar sér m.a. að vinna fs- landsmótið. Þeir þurfa þó ekki að fara langt tU þess að sjá hörmu- legt dæmi um það þegar menn ætla að kaupa sér titla. Ef það væri hægt væri KR búið að vera meistari a.m.k. síöustu 20 ár. Hins vegar er kynningin á út- boðinu og rekstraráætlun Fi-amara meö því fyndnara sem maður hefur séð lengi. Mér sýn- ist sem einhverjir verðbréfagaur- ar hafi fengið að leika lausum hala og fengið að „markaðssetja" útboðið; að vUd. Þeir hafi hins vegar hvorki þekkingu á knatt- spymu né markaðnum fyrir hlutabréf sem þessi. Áætlanir þurfa að vera raun- hæfar og byggja á almennri skynsemi. Áætlun Framara er sérstaklega skemmfileg fyrir árið 2001. Það eina sem vantar er 12 mfiljón króna vinningur í happdrætti DAS og að Robbie Fowler óski eftir að leika með fé- laginu án endurgjalds. Þegar ég las þessar fréuntíðar- spekúlasjónir um árangur næstu 4 ára hélt ég fyrst að ég væri að lesa ritgerð úr ritgerðasam- keppni í Álftamýrarskóla þar sem viðfangsefnið væri: „Fram í framtíö." Ég sá fyrir mér að nem- andinn sem hefði skrifað þessa ritgerð hefði verið sendur með miða tfi foreldra sinna þar sem á stæði: „Hann hefur ljómandi gott ímyndunarafl en það má ekki hlaupa með hann í gönur. Hann þyrfti nauðsynlega að komast niður á jörðina hið fyrsta!" -VS Magnús Ingvason, formaöur Skaga- manna, stuðnings- mannaklúbbss IÆ. Jón Steinar Gunn- laugsson, varafor- maöur Fram - Fót- boltafólags Reykja- víkur hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.