Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 28
36
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998
Evrópubúar
beittu nál-
arstunguaðferð
Húðflúr á forsögulegri múm-
íu sem fannst í jökli einum i
Ölpunum bendir til að Evrópu-
búar hafi beitt nálarstungu-
lækningum um að bil tvö þús-
und árum á undan Kínverjum.
Vísindamenn í Vínarborg
halda þessu fram.
Húðflúrið, sem fannst á
bæði handleggjum og fótleggj-
um 5200 ára gamallar múmí-
unnar, var ekki hugsað sem
skreyting heldur sem kort yfir
nálarstungupunktana, segir
Frank Bahr, formaður þýsku
nálarstunguakademíunnar. Og
línurnar svara til nútíma nál-
arstungupunkta.
Flokka á áfengi
með krabba-
meinsvöldum
Ráðgjafarnefnd bandarískra
yfirvalda vill að áfengi verði
flokkað með þekktum krabba-
meinsvöldum.
„Rannsóknir benda til að
hættan sé mest meðal þeirra
sem reykja og þeirra sem
drekka mest,“ segja nefndar-
menn í yfirlýsingu sem þeir
sendu frá sér á dögunum.
Nefndin fór yfir rannsóknir
um tíðni krabbameins, rann-
sóknir á dýrum og rannsóknir
þar sem frumur úr manninum
komu við sögu. Níu nefndar-
menn vildu flokka áfengi sem
krabbameinsvald en þrír voru
því andvígir. Einn vildi að
fram kæmi að vín í hóflegu
magni gæti verið heilsubót.
Rannsóknir hafa jú sýnt að
þeir sem drekka sem svarar
einu eða tveimur glösum af
víni á dag deyja síður úr
hjartasjúkdómum.
Grænmetið er
gott fyrir hjartað
Góð visa er sjaldan of oft
kveðin. Það á svo sannarlega
við um vísuna sem lofsyngur
áhrif grænmetisáts á heilsufar-
ið. Stöðugt birtast nýjar niður-
stöður rannsókna sem stað-
festa hollustu þess.
Gott dæmi er rannsókn vís-
indamanna við Johns Hopkins
háskóla í Bandaríkjunum.
Hún leiddi í ljós að aukin
neysla grænmetis og ávaxta
hafði í for með sér aukna
andoxunarvirkni í líkamanum.
Vísindamennirnir telja að
miklu betra sé að fá andoxun-
arefnin úr náttúrulegri fæðu
en i formi fæðubótarefna úr
pilluglasi.
Andoxunarefnin gera
svokölluð sindurefni óvirk, en
þau geta skemmt frumur og
valdið alls kyns sjúkdómum,
allt frá hjartasjúkdómum til
krabbameins.
Vísindamenn komust heldur bet-
ur í feitt úti í Góbíeyðimörkinni i
Mongólíu. Þar fudu þeir tvo 80 millj-
ón ára gamla steingervinga sem
veita mikilsverðar vísbendingar um
þróun pokadýra eins og kengúra og
vamba, en þeir síðarnefndu líkjast
einna helst smávöxnum björnum.
Steingervingarnir gerðu kleift að
skipa hinu forna dýri deltatheridi-
um, sem svipar til pokarottunnar, í
flokk pokadýra. Þá renna þeir stoð-
um undir þá kenningu að pokadýr-
in, sem nú eru algengust í Ástralíu,
reki uppruna sinn til Asíu.
„Þarna höfum við fengið mikils-
verðar vísbendingar um uppruna
einnar af þremur helstu fjölskyld-
um lifandi spendýra," segir Michael
Novacek, forstöðumaður deildar
steingervinga hryggdýra við nátt-
úrusögusafnið í New York.
„Þetta er sennilega besta rót
pokadýragreinar þessa trés sem við
höfum fundið til þessa.“
Novacek og samstarfsmenn hans
við safnið og frá mongólsku vísinda-
akademíunni segja frá niðurstöðum
rannsókna sinna í nýjasta tölublaði
vísindaritsins Nature.
Pokadýr, sem ala ungviði sitt upp
í pokum, eru ein þriggja fjölskyldna
spendýra sem nú lifa á jörðinni.
Hinar fjölskyldurnar eru nefdýr,
það er spendýr sem verpa eggjum
eins og mauraætan, og legkökudýr,
eins og maðurinn.
Þar til steingervingarnir fundust
í Góbíeyðimörkinni voru vísinda-
menn ekki vissir um hvort delt-
atheridium væri pokadýr eða leg-
kökudýr.
Annar steingervinganna er af
UPPRUNI POKADÝRA
Tveir 80 milljón ára gamlir steingervingar sem fundust í Góbíeyðimörkinni í
Mongólíu hafa gefið vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um þróun
pokadýra, svo sem kengúra og vamba.
SVÖNA LEIT HEIMURINN UI FYRIR 80 MILLJOH ARUM
"fá ' ■ *
NORÐUR-
AMERÍKA EVRÓPA
KYRRAHAFIÐ ___________
MS.afríka
I IÞarna voru meginlöndin á þeim tíma }”■ crl,rv"
íQfandmassinn á þeim tíma
Áætluð leið dýranna
VISBENDINGAR IJR KJÁLKA UNGVIÐIS
Hægri neðri kjálki úr deltatheridium pretrituberculare steingervingi PSS-MAE132
Tönn úr ungu dýri sem drapst áður en það hafði fengið
fullorðinstennurnar að fullu. Hér sést í hvaða röð þær
komu. Pokadýr skipta aðeins um þrjá öftustu jaxlana og
þvi tilheyrði þetta dýr greinilega þeim fiokki
0 mm 5
Heimild: Reader's Digest Heimsatlas, Nature (3/12/98) H
Til athugunar fyrir miðaldra konur:
Digrar um mittið fá
oftar hjartasjúkdóma
Upp með málbandið, konur góðar.
Og bregðið þvi um mittið.
Læknar skýrðu frá þvi fyrir
skemmstu að miðaldra konur sem
eru 76 sentimetrar um mittið eða
meira eru í tvisvar sinnum meiri
hættu en spengilegri kynsystur
þeirra á að fá hjartasjúkdóma.
Þegar mittismálið er komið upp í
rúma 96 sentimetra hefur hættan
þrefaldast miðað við konur sem eru
um 71 sentimetri í mittið eða
minna.
„Gögn okkar benda til að einföld
mæling á umfangi mittisins geti gef-
ið vísbendingar um hvaða konur
eigi á hættu að fá kransæða- og
hjartasjúkdóma, jafnvel í hópi
þeirra sem ekki eru of þungar," seg-
ir Kathryn Rexrode, læknir í Boson
og aðalhöfundur greinar í tímariti
bandarísku læknasamtakanna.
Rannsókn Rexrode og samstarfs-
manna hennar náði til rúmlega 44
þúsund kvenna. Lykillinn að henni
er hlutfall milli mittis- og mjaðma-
máls. Með slíkri mælingu er auðvelt
að sjá hvort of mikil fita hefur safn-
ast utan á magann.
Bandaríska sjónvarpskonan Rosie
O’Donnell er ein þeirra fjölmörgu
kvenna sem er heldur gild um mitt-
ið. Hún er enn ung og hefur því tíma
til að sneiða aðeins af.
„Ein helsta niðurstaða þessarar
rannsóknar var sú að konur sem
eru eins og epli í laginu, þar sem
hlutfallið milli mittis- og mjaðma-
máls er hátt, áttu fremur á hættu að
fá hjartasjúkóma en konur sem
voru eins og perur í laginu," segir
Rexrode.
Hún og félagar hennar skoðuðu
hjúkrunarkonur sem tóku þátt í
langtíma heilsufarsrannsókn. Vís-
indamennirnir greindu niðurstöður
mælinga á mitti og mjöðmum sem
gerðar voru á árinu 1986 þegar kon-
urnar voru 40 til 65 ára. Konurnar
voru svo skoðaðar átta árum síðar
og kannað hversu margar höfðu
fengið hjartaáfall eða hjartasjúk-
dóma. Og eftir því sem mittismáli
var meira, þeim mun meiri voru
líkurnar á að konumar hefðu feng-
ið hjartakviUa.
Offita er viðurenndur áhættuþátt-
ur fyrir hjartasjúkdóma hjá bæði
konum og körlum. Að sögn vísinda-
mannanna fara nú fram lærðar um-
ræður um hvort fita á sumum stöð-
um utan á líkamanum sé hættulegri
en fita á öðram stöðum.
ungu dýri sem drapst áður en það
fékk allar fullorðinstennurnar. Þar
með sést í hvaða röð þær uxu. Poka-
dýr skipta ekki út jafnmörgum
tönnum og önnur spendýr.
„Aðeins þremur síðustu jöxlun-
um hefur verið skipt út. Það er mjög
sérhæft og það eru fyrstu augljósu
vísbendingamar um að þessar
furðulegu og fomu skepnur skiptu
um tennur eins og pokadýr," segir
Novacek.
Steingervingarnir renna enn
fremur stoðum undir þá kenningu
að pokadýr kunni að hafa þróast í
Asíu og þau hafi síðan farið yfir
Norður-Ameríku og suður til Suður-
Ameríku og þaðan til Ástralíu.
Hinn steingervingurinn er af full-
orðnu dýri sem svo til alveg heila
hauskúpu, kjálka og handleggsbein.
Steingervingarnir eru svo vel varð-
veittir að í einum kjálkcmum fund-
ust brot úr hauskúpu sem vísinda-
mennimir telja að séu leifar síðustu
máltíðar dýrsins.
Vísindamenn vita að pokadýr era
svo gömul að þau lifðu við hlið risa-
eðlanna en fáir steingervingar hafa
fundist sem sýna hvernig þeir þró-
uðust.
Fornleifafræðingar
fá tækniaðstoð
Fornleifafræðingar eru farnir
að njóta góðs af nýrri tækni sem
kannski fyrst og fremst er ætluð
til nota á sjúkrahúsum.
ísraelski röntgenlæknirinn Ya-
akov Applbaum, sem starfar við
Hadassah háskólasjúkrahúsið,
segir að með aðstoð sneiðmynda-
tækja sé til dæmis hægt að lesa
leirtöflur með fleygrúnaletri án
þess að brjóta „leir-umslagið“
sem þær eru i.
Applbaum segir að sneið-
myndatæknin hafi gert einum
fornleifafræðingi kleift að
ákvarða hvernig hreinsa ætti átta
þúsund ára gamla litla styttu. Við
hreinsunina kom svo í ljós að
hola var á botni styttunnar. Að
öllum líkindum þýðir það að
styttan hafi verið sett á spýtu.
Fjögur þúsund ára gamlir
fleygrúnatextarnir snúast oft á
tíðum um fiármál, eins og hvað
eigi að greiða hverjum hópi
verkamanna í laun. Margar fleyg-
rúnatöflur eru inni í leirumslög-
um sem á er letrað efni innihalds-
ins. Þó hefur komið fyrir að utan-
áskriftin segi ekki rétt til um
innihaldið. Því getur nýja sneið-
myndatæknin komið að miklum
notum við rannsóknir á þessum
gömlu gripum. Applbaum skýrði
frá þessu á ársfundi samtaka
bandariskra röntgenlækna sem
haldinn var í Chicago.
Með sneiðmyndatækninni var
einnig hægt að skoða innihald tvö
þúsund ára gamallar hringlu,
ekki ósvipaða þeim fjölmörgu
sem finnast við fornleifauppgröft
í ísrael. Skoðunin leiddi í ljós að
inni í hringlunni voru brot úr
sams konar leir og hringlan sjálf
var úr.
Kostnaðurinn við að nota
sneiðmyndatæki við fornleifa-
rannsóknir þarf ekki að vera óyf-
irstíganlegur en Applbaum segir
þó að notkun búnaðarins sé ekki
alltaf réttlætanlegur.