Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 30^ Sagan kom út úr andrúmsloftinu Þegar við Sigurður Pálsson skáld hittumst var hann rétt ófarinn til Hafnar í Hornafirði þar sem hann ætl- aði að lesa upp úr sinni fyrstu skáld- sögu, Parísarhjóli. Mig rámaði í að hann ætti ættir að rekja þangað og hann tók undir það. „Þar hefur fóður- ætt mín lifað mann fram af manni allt aftur á landnámsöld," segir hann. „Ég er ákaflega stoltur af einum land- námsmanni í Skaftafellssýslu, forfóð- ur mínum. Ketili fíflski hét hann sam- kvæmt áróðursritinu Landnámu og var frá írlandi." - Og geturðu í alvöru rakið ættir þínar alla leið aftur til hans? spyr blaðamaður vantrúaður. „Já - með nauðsynlegri brúun stór- fljóta þarna í fomeskjunni!" segir Sig- urður og bendir á að einhver hafi reiknað út að samkvæmt Landnámu hafi rúmlega einn fímmti landnáms- manna verið frá írlandi eða annars staðar af Bretlandseyjum, fyrir utan allt kvenfólkið og þrælana. Þó að nor- ræn tunga hafi orðið ofan á sem stjórnsýslumál er sagnahefðin komin frá írum. Úrbanískt séð frönsk Og sagnahefðin er Sigurði ofarlega i huga. Hann hefur í sinni fyrstu skáldsögu fléttað haganlega saman sorgarviðbrögðum ungs manns í París í lok þessarar aldar og sorgarviðbrögðum Egils Skallagrímssonar í lokrekkjunni forðum. Við spyrjum fyrst hvenær Sonatorrek, erfikvæði Egils eftir syni sína sem söguhetja Sigurðar á að myndskreyta í París, hafi komið inn í sög- una. „Allar helstu götur sögunnar fóru að skerast í hringtorgi tiltölulega fljótt,“ segir hann. „Úrbaniskt séð er sagan mjög frönsk því stjörnutorg eru parísarmáti í götulagningu. Þegar ég var að gera teikningu af sögunni var ég með mikið af alls kyns efni sem reyndist eiga saman þó að það virtist ekki eiga það strax utan frá séð. Að skrifa skáldsögu er eins og að teikna hús og byggja það. Ég varð að treysta á að teikningin héldi, að verkfræðilegt burðarþol væri rétt út reiknað og sem betur fer hrundi byggingin ekki. En sagan er í hnotskum af því hvernig ungur maður kemst til manna og á vissan hátt til manns með því að komast til kvenna. Þann veg liggur leið hans frá sorg- inni.“ - Hvernig var sambýlið við unga myndlistar- manninn? „Það var bráðskemmtilegt," segir Sigurður Sigurður Pálsson: Rekur ættir sínar til Ketils fíflska. DV-mynd ÞÖK og brosir út í annað. „Sérstaklega af því að það var þó nokkuð af kvenfólki og öðru fólki inni- falið í sambýlinu. Þetta var gott hús aö búa í.“ - Hver er hann, þessi piltur? Á hann sér fyr- irmynd? „Nei, það eru engar fyrirmyndir. Að öðru leyti en því að ýmsir hlutir sem tengjast allt öðru eru sminkaðir og settir inn í söguna. Og ég nýti mér þekkingu mína á Paris, aðallega andrúmsloftinu.Þegar maður þekkir aðstæður vel þá nær maður að lýsa hlutum innan frá, ekki bara utan frá. Það sló mig líka andrúms- loftið í lokrekkjunni þegar dóttirin bjargar ekki aðeins föður sínum, skáldinu, heldur heiminum um Sonatorrek. Miklu nútímalegra og furðulegra ljóð en öll önnur frá þeim tíma. Ég náði tökum á sögunni út frá andrúmsloft- inu. Út frá myrkrinu í lokrekkjunni sem er eins og gröf. Þar verður eins konar fæðing." - Nú fæðist söguhetjan þín í París um það leyti sem þú fórst sjálfur þangað til náms 1968. Er það táknrænt? „Ætli það ekki,“ segir Sigurður, stríðnislega. „Ég fæddist líka á vissan hátt við að verða, 19 ára gamall, vitni að þeim heimssögulegu at- burðum sem þar gerðust vorið ‘68. Ég var í frönskutímum í gömlu aðalbyggingunni í Sor- bonne og var staddur þar af tilviljun 3. maí ‘68 þegar stúdentar storm- uðu inn með Daníel Cohn-Bendit í broddi fylkingar og hlýddi á hann tala í stóra fyrir- lestrasalnum. Hann er einhver glæsi- legasti ræðumaður sem ég hef nokkru sinni hlustað á.“ - Var ekki freistandi að taka þessa tíma inn í skáldsögu? „Jú, ugglaust, en mér fannst nauð- synlegt í þetta skipti að koma alls ekki nærri þeim. Ég skil mig ákveðið frá sögumanni mínum; hann gæti í raun- inni verið sonur minn. Reyndar gerði ég það mér til skemmtunar að hafa ungan stúdent á Select sem móðir hans er að daðra við þegar hann er lítill drengur í París og láta strákinn segja að hann hafí aldrei séð móður sína jafnglaða og þegar hún hittir þennan unga mann! En hann er auðvitað ekki ég; ef ég er sjálfur í sögunni er það helst í fagurfræðilegum vangaveltum piltsins." - Er ólíkt að gefa út skáldsögu og ljóðabók? „Já, það er ekki laust við það,“ segir Sigurður. „Þegar maður gefur út ljóða- bók er maður eiginlega aleinn en skáldsaga þarf að fá viðbrögð áður en henni er lokið. Skáldsagnahöfundar þurfa að hafa þjálf- ara eins og tennisleikarar. Ég var svo heppinn að fá góðan yfirlesara, Guðrúnu Sigfúsdóttur. Samstarfið við hana var afar öryggisvekjandi. Alger trúnaður á milli. Hún hafði ekki margar athugasemdir en ég fann vel hvað lesturinn var glöggur. En ég hef heyrt um fólk sem hefur lent í einhvers konar Gailup-könnunum með sín verk, sýnt þau mörgum aðilum og lent inni í völundarhúsi af athugasemdum. Það er hræði- legt. Þvi álit manna er svo ótrúlega misjafnt. Það sem einum fmnst ágætt finnst næsta manni einna síst. Þegar upp er staðið getur maður ekki framselt hæstaréttinn til annarra. Höfundurinn sjálfur verður að þjálfa eigin dómgreind. Menn gera mistök en það er betra en að margir séu að gera mistökin fyrir mann. - Kemur einhvern tíma skáldsaga um ‘68 í París? „Kannski. En ég er kominn í svolitla klípu því ég vona aö ljóðagyðjan heyri í mér ef ég ávarpa hana og leikrit eru líka á dagskrá og maður getur ekki gert allt í einu. En það var gaman að komast alla leið í þessari fyrstu til- raun. Leikritasamkeppni Þjóðleik- hússins Vorið 2000 á Þjóðleikhúsið hálfrar aldar af- mæli en það var opnað á sumardaginn fyrsta 1950. Af þessu tilefni efnir leikhúsið til sam- keppni um leikverk. Stefnt er að því að verð- launaverkið verði frumsýnt á afmælisárinu, á einhverju þriggja sviða leikhússins. Leikverkið má ekki hafa birst eða verið flutt áðm\ Veitt verða þrenn verðlaun, fyrstu verðlaun eru 500 þúsund krónur, önnur verð- laun 300 þúsund kr. og þriðju verðlaun 200 þúsund kr. Verði verkið flutt á vegum leikhússins njóta höfundar að auki óskertra höfundarlauna. Handritum skal skilað á skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, merkt „Leik- ritasamkeppni". Handritin þurfa að vera undir dulnefni en nafn og heimilisfang höfundar fylgi með í lokuðu umslagi sem merkt er sama dulnefni. Skilafrestm- er til 1. júní 1999. Frumkvæði Áreiðanlega má lesa talsverða ævisögu úr fyrstu ljóðabók Ingólfs Steinssonar, ritstjóra og tónlistarmanns. Hún heitir Frumkvæði og geymir 77 ljóð og dægurlagatexta, bæði á ensku og íslensku, frá síð- ustu 22 árum. Þar má lesa um bernskuár og uppvöxt þar sem þeir kannast við ýmis atriði sem lesið hafa Undir heggnum, uppvaxtarsögu blómabarns, eftir Ingólf frá 1995. Þar er fjallað um þroskaár, ást og átök, lífshamingju og lifs- stríð - til dæmis bera fjögur kvæði naftiið „Afvötnun“. Mörg eru frumkvæðin skemmtilega oröuð og ort. Sem dæmi um það er ljóðiö „Hugar- reikningur"; ég var aö fletía um þaö blöóum að i vetrarbrautinni okkar vœru hugsanlega 260 þúsund lífplánetur og hundrað þúsund milljón vetrarbrautir i alheiminum og mér varö hugsað til lítils lœkjar þar sem ég sat oft á bakkanum og reyndi aö telja silin sem þutu einsog litlir skuggar frá bakka til bakka, steini til steins en þau voru óteljandi Bókaútgáfan Tunga gefur Frumkvæöi út. Köllun Köllun er líka fyrsta ljóðabók höfundar síns, Guðmundar Breiðfjörð, og geymir Ijóð allt frá æskuárum og einnig ljóð á ensku. Viðfangsefni eru að vonum margvísleg enda ljóðin orðin til í dagsins önn, en mörg eru þau vangaveltur um tíðaranda og ástand mannanna barna við aldarlok. Einkenni á mörgum ljóðum Guðmundar er rím en stuðla notar hann afar óreglulega. Gott dæmi um ljóðagerð hans er „Lífsvon": Til dýrðar Þorláki Ileit atvinnuleit sólum sleit. Fýkur yfir spor vonar Islandssonar. í Hallgrímskirkju er til sýnis túlkun 6 listamanna á Þorláki helga, eina dýrlingi ís- lendinga, auk litljósmyndar af altarisklæði frá Hóladómkirkju og tengist sýningin flutn- ingi Þorlákstíða síöastliðið sumar. Stutt er nú í 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi og þvi er gaman að velta fyrir sér hversu mikl- um breytingum kirkjulist hefur tekið frá dögum Þorláks helga og hvaða hlutverki hún gegnir í dag. Myndlist, sem á miðöldum tengdist krist- inni trú sterkum böndum, gegndi veiga- miklu hlutverki fyrir trúarskilning manna, þó að raunar sé gerð líkneskja, eða manns- mynda, bönnuð samkvæmt bókstafstrú bibl- íunnar. Því var sjaldnast fylgt eftir og var myndlýsingum í handritum, altaristöflum og freskum ætlað að auðvelda skilning manna á ritningunni, þjóna sem „lesmál“ fyrir ólæsa, heyra bænir fólks og jafnvel gera kraftaverk. Vandfundnir væru þeir kirkjugestir sem í dag gerðu svipaðar kröfur til myndanna, þó vissulega megi finna dæmi þess að mynd- verk eða líkneski séu álitin búa yfir yfirnátt- úrulegum kröftum. Frumleiki skipaði heldur ekki jafnháan sess og í nútímamyndlist, meira máli skipti að myndmálið væri læsi- legt og fylgdu því ákveðnir kostir kunnug- legri myndbyggingu. Gestir á Hólum á fyrri tíð hefðu til að mynda vafalítið getað þekkt biskupana á altarisklæðinu á sérkennum hvers og eins í staö þess að þurfa að reiða sig á textann. Saga Þorláks helga hefði ekki síð- ur verið þeim vel kunn og myndin virkað Kristín Gunnlaugsdóttir: Dýrlingur. Myndin er á sýningunni í Hallgrímskirkju. sem minnishvati á sögur af dýrlingnum. Talsvert færri nútíma áhorfendur búa yfir slíkri þekkingu. Gaman er að sjá hvað listamennirnir sex nálgast Þorlák helga á ólíkan hátt. Jón Axel (Án titils 1998) nálgast hann til dæmis frekar á fomleifafræðilegum en trúarlegum for- sendum og koma moldarbörð, grjót og gras- torfur dýrlingnum kirfilega fyrir undir grænni torfu. Temperatækni Kristínar G. Gunnlaugsdóttur (Dýrlingur) vekur minn- ingar um kirkjulist miðalda en viðfangsefn- ið fær öllu nútímalegri blæ og sá leikur sem í myndinni felst á fátt sameiginlegt með kaþ- ólskum íkonum. Þá einkennist „Birting" Helga Þorgils af ákveðnum húmor en mynd Kristjáns Davíðssonar (Án titils 1998) sækir sinn innblástur í frumbyggjalist og forn trú- arbrögð. Myndlist Anna Sigríður Einarsdóttir Eftir siðaskipti voru margar kaþólskar kirkjur strípaðar skrauti sínu og er viðhorf nútímamanna gjörólíkt þeirri heimssýn sem tíðkaðist á miðöldum. Myndlistin ber þessa augljós merki. Listamennirnir nálgast við- fangsefni sitt á ólíkan hátt en myndimar eiga engu að síður allar sameiginlegt að Þor- lákur helgi er túlkaður meira af sagnfræði- legri forvitni en trúarlegum innblæstri. Það sjónræna áreiti sem nútímamaðurinn verð- ur stöðugt fyrir hefur í fór með sér að fáir gera þær kröfur til kirkjulistar að hún geri kraftaverk eða þjóni hlutverki „myndabibl- íu“. í dag er kirkjulist frekar ætlað hlutverk skreytilistar og sagnfræðilegrar heimildar. Málaóar myndir samfélagssyndir sem bíða og bíóa. Biöa aftur bíöa vonlausir dagar líða undan svíöa. Nóttin sprengir hjartanu kvióa. Hungur og hjartasprungur. í þeirri leit engin veit. Kjartan Guðjónsson gerir ljúfar teikningar við ljóðin. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til uppbyggingar kapellu Líknardeild- ar í Kópavogi. Höfundur gefur bókina út sjálfur. Umsjón Silja Ajalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.