Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 44
52
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 J3"V
nn
Ummæli
:i sama fram-
hlið og bakhlið
„Mér dettur í hug Austur-
Þýskaland á tímum kommúnista.
Það land er vel við
hæfi þegar ríkisstjórn
Daviðs Oddssonar er
annars vegar. Á sín-
um tíma reyndu þeir
að halda sæmOegu
útliti á framhliðum
húsa sinna. Ef kíkt
var hins vegar í bak-
garðana þá kom allt annað í ljós.
Það er það sama héma.“
Sigurður T. Sigurðsson, form.
Hlífar, í Degi.
Fjörutíu ára
íþróttakappi
„Hann er nær fjörutíu ára
gamall. hann er enn aö spiia
handbolta í 1. deild og þjálfar
einnig lið sitt. Hann leikur hand-
knattleik svo allir hrífast með.
Hann er hrókur alls fagnaðar
innnan vallar sem utan. Er ekki
kominn tími til að velja Sigga
Sveins íþróttamann ársins?“
Gunnar Sverrisson, (Degi.
í
Of hratt af stað farið
„Mér finnst það vera dálítil til-
hneiging hjá Islendingum að hífa
fólk of hratt upp í
strætisvagna sem það
er ekki tilbúið að
sitja í. Það var gert
við mig í byrjun og í
rauninni var það
mikið áfall að koma
út og þurfa virki-
lega að fara að taka þátt í
raunhæfri samkeppni."
Gunnar Guðbjörnsson óperu-
söngvari, í Morgunblaðinu.
f
Líkklæði með vasa
„Ég hef aldrei séð líkklæði með
vösum fyrir peninga en hins veg-
ar allt of oft orðið vitni að því að
margur verður af aurum api.“
Garðar Björgvinsson sjómaður,
iDV.
I
Mikil vinna skilar
árangri
„Ég hef alltaf sagt að það er
sama hvort maður er knatt-
spyrnumaður á Ítalíu
eða í Færeyjum, lög-
málið er alltaf hið
sama - að leggja |
mikið á sig til að ná
árangri"
Arnór Guðjohnsen
knattspyrnukappi, í
Morgunblaðinu.
t.
i
Fólk í fyrirrúmi í vor?
„Amþór Helgason sá ástæðu
til að minna framsóknarmenn á
flokksþingi á slagorðið frá sið-
ustu kosningum sem þeir höfðu
gleymt: Fólk í fyrirrúmi. Gott hjá
honum, en vont fyrir Framsókn
því nú geta þeir ekki notað það
aftur á næsta vori.‘
Guðmundur Bergsson, í
blaðinu.
ekki notað það
I
gsson, í Morgun-
í
Rúnar Júlíusson Keflavíkurpoppari:
Maður kemst ekki langt á leiðindum
DV, Suðurnesjum:
Rúnar Júlíusson er einn af þekkt-
ustu popptónlistarmönnum þjóðar-
innar og nú eru liðin nákvæmlega
35 ár síðan hann hóf tónlistarferil
sinn og hann er enn að og hvergi
nærri hættur því nýlega gaf hann út
geisladiskinn, Farandsskugginn,
sem hann hefur undanfarið verið að
kynna.
Keflavík hefur allt frá dögum
Hljóma og Trúbrots alið af sér fjöld-
ann allan af frábæru tónlistarfólki
enda bærinn oft ver- -------
ÍLSIiZS Maður dagsins
stendur hann fylli-
lega undir nafni.
Rúnar segir erfitt að nefna eitt-
hvað eitt tímabil sem sé eftirminni-
legra á ferlinum. „Þetta hefur oftast
verið þvílíkt skemmtilegt enda er
þetta nú einu sinni skemmtana-
bransinn sem ég lifi og hrærist í og
ég held að maður komist frekar
stutt á leiðindunum. Ég hef nefni-
lega alltaf hugsað mér að ná langt
og er ekki enn búinn að átta mig á
því hversu langt ég ætla að ná. Það
skýrist vonandi fljótlega."
Rúnar er Keflvík-
ingur í húð og hár
„Ég hef mjög sjaldan tekið mér frí
frá tónlistarstörfunum ef frá er tal-
inn stuttur tími vegna veikinda fyr-
ir nokkrum árum og nú í október
voru 35 ár liðin frá því ég byrjaði að
starfa við tónlist," sagði Rúnar.
Hann hefur verið afkastamikill og
það eru hátt i 200 plötur og diskar
sem hann hefur komið að með ein-
um eða öðrum hætti.
„Ég var þá með ýmsum hljóm-
sveitum eins og Hljómum, Trúbrot,
Lonlí Blue boys, Áhöfninni á Hala-
stjörnunni og síðar var það Geim-
steinn, CCÐ og Bubbi og Rúnar. Sið-
an eru sólóplöturnar sjö. En það var
árið 1974 sem ég stofnaði ásamt
Gunnari Þórðarsyni Hljómaútgáf-
una og síðan 1976 útgáfuna Geim-
stein ehf. Það eru í kringum 100
hljómplötur sem hafa verið gefnar
út af þessum útgáfum svo það er af
nógu að taka. Á neðri hæð húss
míns er upptökuheimili Geimsteins
ehf. sem er nokkuð vel tækjum búið
stúdíó sem ég nota mikið fyrir út-
gáfuna og ýmislegt fleira, leigi það
út og lána vel völdu fólki í hin ýmsu
verkefni."
og athygli
vakti andstaða
hans við hina
nýju nafngift
bæjarfélagsins,
Reykjanesbær. „Ég
sætti mig aldrei við
mistök og nafnamálin
voru klaufalega óhugs-
uð mistök með stór-
um staf, en ég sef
alveg sallarólegur
fyrir þessu núna.
Mér þótti þetta
alltaf einhver fá-
raniBlKa-líIaiS
sem var ekki í
neinum takt við
vilja og hugmyndir
fólksins sem byggir
þennan blett á jarð-
arkringlunni."
Rúnar segir
áhugamál sín
vera lestur góðra
bóka og tímarita og
útivera. „Ég hef
gaman af að rækta
garðinn minn og minna og eiga
samræður í góðra vina hópi en fjöl-
skyldan er í fyrirrúmi.
Rúnar hefur búið með Mariu
Baldursdóttur í 35 ár. María er
söngkona og saman hafa þau sungið
í hljómsveitum. Þau eiga tvo syni,
Baldur Þóri, sem er viðskiptafræð-
ingur hjá Sparisjóði Keflavíkur, og
Júlíus Frey, sem er útsendingar-
stjóri hjá RÚV, en hann hefur fetað
í fótspor föður síns og nýverið gefið
út sina fyrstu hljómplötu sem ber
heitið Gálan. „Síðan á ég fimm
barnabörn þannig að mér
finnst ég vera í spikfeitum
málum og mjög lánsamur
með mína fjölskyldu og
mitt líf,“ sagði Rúnar að
lokum.
-A.G.
DV-mynd A.G.
Léttir hádegistónleikar
Hjá Sævari Karli er nú
svartur flygill sem verður í
búðinni fram að jólum. Til-
gangurinn er að
bjóða upp á lif-
andi tónlist í há-
deginu kl. 12-13
alla daga og kl.
17-18. Laugardag-
inn 19. des verður
lifandi tónlist frá
kl. 14-17. Það eru feðgarnir
Jónas Þórir og Jónas Dag-
bjartsson ásamt____________
bassaleikaranum
Gunnari Hrafnssyni
sem leika jólalögin í
léttum djasstíl.
Jónas
Þórir.
tekts, Alvars Aaltos, en í ár er
þess minnst að hundrað ár
eru frá fæðingu hans. Göran
Schildt, sem er einn þekktasti
núlifandi rithöfundur Finna
og var vinur Alvars Aaltos,
hefur m.a. skrifað högurra
binda verk um ævi hans og
störf. Fjórða bindið kom út á
þessu ári.
Fyrirlesturinn sem verður
haldinn í Norræna húsinu
verður fluttur á sænsku. Auk
fyrirlestrarins eru sýningar á
verkum Alvars Aalto
-------------------og annarra finnskra
Samkomur arkltekt?1
___________________solum Norræna huss-
ins og lýkur þeim
Myndgátan
Alvar Aalto
í dag kl. 17.15 mun heim-
spekingurinn og rithöfundur-
inn Göran Schildt halda fyrir-
lestur um ævi og störf hins
heimsþekkta finnska arki-
sunnudaginn 20. desember.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Björn Th Björnsson kemur í
heimsókn í Þorrasel kl. 15 og les
upp úr bók sinni, Brotasaga.
f.
í I f
Sigurður Bragason og Vovka Ash-
kenazy.
Norrænir og
rússneskir
songvar
Tónleikar verða haldnir í Nor-
ræna húsinu i kvöld kl. 20.30. Það
eru þeir Sigurður Bragason barít-
on og píanóleikarinn Vovka Ash-
kenazy sem halda tónleikana og
er dagskráin byggð upp á norræn-
um og rússneskum söngvum. Sig-
urður Bragason er kunnur barít-
on sem hefur sungið hér heima og
mikið erlendis. Hafa hann og Vo-
vka verið í samstarfi um tíma.
Skemmst er aö minnast komu Vo-
vka til landsins þegar hann lék
með bróður sínum á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Tónleikar
Jólabarokk
I kvöld verður hið árlega Jóla-
barokk í Digraneskirkju. Flytjend-
ur eru Camilla Söderberg og
Ragnheiður Haraldsdóttir sem
leika á blokkflautur, Guðrún Birg-
isdóttir og Martial Nardeau leika
á barokkflautm-, Snorri Örn
Snorrason á teorba, Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir á viola de gamba og
Elín Guðmundsdóttir á sembal.
Flutt verða verk eftir Boismortier,
Loeillet, de Visée og Teleman.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Bridge
Óhætt er að segja að spil dagsins
sé hreinræktuð perla. Það kom fyr-
ir í sveitakeppnisleik í Danmörku.
Sagnhafi var H.K. Sörensen en hann
náði í þessu spili bæði svokallaðri
„intrasvíningu" og endaspilun.
Sagnir gengu þannig, austur gjafari
og AV á hættu:
» DG8
*> ÁK103
♦ Á96
♦ G105
* K106
V 94
* KD7
* ÁD963
N
♦ A743
* G765
♦ 105
* K82
* 952
* D82
* G8432
* 74
Austur Suður Vestur Norður
Steen H.K.S. Godtfr. Pabst
pass pass 1 grand dobl
pass 2 ♦ p/h
Ótíndur glæpamaður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Grandopnun Godtfredsen í vestur
lofaði 12-14 punktum og dobl norð-
urs var tillaga um refsingu.
H.K. Sörensen var lítið hrifinn af
því að freista gæfunnar í þessum
samningi og fékk að eiga 2 tígla. Út-
spil vesturs var laufás, síðan kom
lauf á kónginn og lauf sem Sörensen
trompaði heima. Sagnhafi spilaði
næst hjarta á kóng og tígli á áttuna.
Vestur drap á drottningu og spilaði
hjarta. Sörensen hleypti hjartanu
heima á drottningu og lagði af stað
með tígulgosa. Vestur lagði kónginn
á og ásinn í blindum felldi tíu aust-
urs. Sörensen tók síðasta trompið
með níunni en var nú klemmdur
inni í blindum. Hann ákvað að spila
sig út á spaðadrottningu. Vestur
fékk slaginn á kónginn, vildi
ógjama gefa sagnhafa fría svíningu
í spaða og spilaði þess vega laufí.
Blindur henti spaða, austur sömu-
leiðis en sagnhafi trompaði heima.
Hann spilaði nú einfaldlega spaða,
austur fékk á ásinn en varð að spila
frá G7 í hjarta upp í K10 í blindum.
ísak Örn Sigurðsson