Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998
Spurriingin
Hvort viltu hvít eða
rauð jól?
Anna María Siguröardóttir hús-
móðir: Það er skemmtilegra að hafa
hvít jól?
Benedikt Blöndal vélamaður: Ég
vil hvít jól því það er jólalegra.
Jónas Sigurðsson lögreglumaður:
Það er alltaf gaman að hafa hvít jól.
Kristín Þöll Þórsdóttir nemi:
Hvít.
Þórunn Sveinsdóttir, í fæðingar-
orlofi: Hvít, það er ekki spurning.
Dagný Eyjólfsdóttir: Hvít.
Lesendur
ESB og f iskveiði-
lögsaga íslendinga
„Ég er ekkert viss um að stjórn fiskveiðimála okkar væri í verri farvegi hjá Evrópu-
bandalaginu," segir bréfritari. - Á fiskmarkaði í Belgíu.
Björn Stefánsson skrifar:
Ég las nýlega ummæli ut-
anríkisráðherra þar sem
hann bregst við uppkveðnum
dómi Hæstaréttar um
kvótaumsókn einstaklings.
Hann segir: „Sóknarmark án
takmörkunar fjölda fiski-
skipa þýðir ástand skelfingar
og upplausnar." Það er vel
hægt að taka undir þessi orð
ráðherrans, þótt ég aðhyllist
ekki þá skoðun að kvótakerf-
ið okkar, sem þó hefur verið
mun betra en ekkert, hafi
ekki þurft nauðsynlegt oln-
bogaskot frá réttum aðilum.
Kannski er eitthvað til í því
sem ég sá í lesendadálki DV
sl. miðvikudag um „vink“ til
Hæstaréttar. Það fór ekki
mikið fyrir þessu i DV en
þeir sem lásu þetta hafa án
efa skilið hvað hér kunni að
hafa verið á ferð.
Sannleikurinnn er sá, að
mínu mati, að við höfum sem
þjóð gjörsamlega klúðrað
allri stjórnun í sjávarútvegi og eig-
um ekki að fá að halda áfram á
sömu braut. Ég er ekkert viss um að
stjórn fiskveiðimála okkar væri í
verri farvegi hjá Evrópubandalag-
inu. Þá væri t.d. ekki um ofsókn eða
ofveiði að ræða og miklu strangara
aðhaldi yrði komið á fót á fiskimið-
unum hér á norðanverðu Atlants-
hafi. Ég tala nú ekki um úrkast af
veiddum afla, sem er ein mesta nið-
urlæging okkar til afspurnar. Menn
verða að gera sér grein fyrir því að
það er gjörla fylgst með háttalagi
okkar. Dómur hins íslenska hæsta-
réttar er t.d. mikið ræddur manna á
milli sem eru í sjávarútvegi í Bret-
landi og öðrum Evrópuríkjum.
Dómur Hæstaréttar á eftir að ýfa
upp kritur og jafnvel illdeilur í sjáv-
arútvegi hér sem aldrei fyrr. Búist
er við endalausum málaferlum
vegna óánægju með hve Alþingi
ætlar að komast billega frá leiðrétt-
ingu á sjávarútvegsmálunum í
heild. Úr því dómur Hæstaréttar fór
á þessa lund (sjálfstætt eða umbeð-
ið?) lá beint við að taka við honum
með þakklátum huga og taka til við
lausn ágreiningsmála í eitt skipti
fyrir öll.
íslenskur sjávarútvegur er engan
veginn jafnarðbær og hann getur
verið með réttri fiskveiðistjórn.
Krafan um könnunarviðræður á að-
ild að ESB með viðunandi lausn á
fiskveiðimálunum mun nú rísa
hærra eftir þennan óvænta dóm
Hæstaréttar. Og aðstæður hér á
landi eiga eftir að breytast verulega
eftir hæstaréttardóminn, svo mikið
er víst.
Nauðungaráskrift ríkissjónvarps
Hafllði Helgason skrifar:
Nokkuð hefur verið skrifað um
nauðungaráskrift Ríkissjónvarpsins
og er það þvi von mín að um það
mál verði kosið í næstu alþingis-
kosningum. Maður hefur fylgst með
þessu sjónvarpi ríkisins þar sem
sýndar hafa verið neikvæðar mynd-
ir, sóða- og drápsmyndir og oft hef-
ur maður orðið að skrúfa fyrir
vegna hinna niðurdrepandi áhrifa
sem svona myndir hafa. Og fyrir
þetta allt er svo rukkað og krafist
skilvísrar greiðslu.
Lögfræðingar Ríkissjónvarpsins
senda síðan stefnu ef ekki er staðið
í skilum. Ekki myndi skirrst við að
taka bílinn eða íbúðina ef því væri
að skipta. Þetta er eina ríkisrekna
fyrirtækið sem sýnir svona fram-
komu gagnvart viðskiptavinum sín-
um.
Það er að vonum að margir sætta
sig ekki við þessar aðfarir og vilja
heldur ekki sóðaskap Sjónvarps inn
á sitt heimili. Ríkinu ber að setja af-
ruglara á sjónvarpstækin fyrir þá
sem óska þess. Margir hafa heldur
engin efni á að greiða nema fyrir
eina sjónvarpsstöð en geta ekki
skipt yfir vegna nauðungaráskrift-
arinnar hjá RÚV. Ég hef t.d. fylgst
með sjónvarpsstöðinni Omega sem
býður upp á mjög jákvætt og gott
efni. Margir vilja gerast áskrifendur
þar en geta ekki vegna Sjónvarps-
ins. Ríkið á ekki að stunda fjölmiðl-
un og allra síst sjónvarpsrekstur.
Ráðamenn verða að gera sér ljós
mistökin nú á tímum frelsis og
brotthvarfi frá haftastefnu.
Dómur fellur - afsagnar vænst
Breytir nýfallinn dómur Hæstaréttar kvótaréttinum, eða er ekki nóg að gert?
B.J.G. skrifar
Kvótinn eins og hann hefur verið
settur upp er brot á mannréttind-
um, því sú auðlind sem hann er og
eign allra landsmanna hefur verið
færð sérstökum hópi manna á silf-
urfati. Það þurfti ekki dómstóla til
að skilgreina að í kerfi þar sem
hinn efnaði getur keypt lífsviður-
væri heilla sveitarfélaga á einu
bretti væri meira en lítil veila.
Sérfræðingar okkar í fiskveiði-
málum segja kvótann kominn til að
vera. Þótt mitt álit á sérfræðingum
sé að þeir séu menn sem vita meira
og meira um minna og minna, verð-
um við að hlusta á þá, um sinn að
minnsta kosti. En að gefa nokkrum
einstaklingum eða fyrirtækjum kost
á því að sölsa undir sig allan kvót-
ann er ekki bara vitleysa heldur
stórhættulegt. Og eftir þeim fregn-
um sem ég hef fengið núna á þess-
um síðustu mínútum sem ég er að
setja þetta á blað, þá hefur ríkis-
stjórnin tapað máli fyrir Hæstarétti
sem einmitt fjallar um kvótarétt
einstaklinga.
Mér skilst að utanríkisráðherra
hafi komið í fjölmiðla og sagt að það
þurfi bara að breyta stjórnar-
skránni, eftir að þessi dómur féll
gegn stjórnvöldum. Hvers konar
siðferði er þetta? Þingmaðurinn get-
ur ekki unað því að hans eigin lög
standa ekki fyrir dómi. Hann er þar
með ekki lengur hæfur til að standa
með sínum eigin ákvörðunum, og
skyldi því segja af sér - sem og
reyndar allir þeir stjórnmálamenn
sem hafa orðið uppvísir að því að
brjóta lög á landsmönnum allan
þennan tíma. - Já, dómur er fallinn
og afsagnar margra er vænst hið
bráðasta.
Það er því sannarlega kominn
timi til breytinga.
Borgarstjóri og
skólaliðar
Nína hringdi:
Mér þótti borgarstjórinn í
Reykjavík nokkuð þóttafullur í
garð starfsmanna í Dagsbrúnar-
Framsóknar í svokallaðri skóla-
liðadeilu. Hún sagði uppsögn
samninga þeirra ekki löglega að-
gerð og telur borgina vera í rétti
gagnvart kröfum þessara starfs-
manna. Þetta fmnst mér stinga í
stúf við hinar víðfemu deilur
starfsfólks á sjúkrahúsunum sem
borgin á stóra aðild að. Ég minn-
ist þess ekki að borgarstjóri hafi
lýst uppsagnir hjúkrunarfræð-
inga, meinatækna eða sjúkraliða
ólöglegar, sem þær voru þó, því
þessir starfshópar allir rufu gerða
samninga og héldu sjúkrahúsun-
um í klemmu vegna aðgerðanna.
En það er ekki sama hvaða starfs-
stéttir eiga í hlut. Hinir láglaun-
uðu hjá borginni og reyndar ríki
líka eiga ekki málsvara hjá for-
ráðamönnum. Þeir þora hins veg-
ar til við þessa hópa - ekki spít-
alafræðingana.
Drepa kvóta-
málið sjálfir
Þorgeir hringdi:
Einkennilegir erum við Islend-
ingar. Búnir að hamast út af
kvótamálinu og gagnrýna stjóm-
völd fyrh að taka ekki á málum.
Loks kemur hæstaréttardómur
þeim í vil sem áfrýjaði dómi um
synjun á kvótaúthlutun. Og hvað
gerist? Gagnrýnendur kvótakerf-
isins hvetja alla landsmenn til að
sækja nú um kvóta, hver sem bet-
ur getur!. En hvað þýðir þetta?
Einfaldlega það að þessi hópur er
að skjóta sig í fótinn með ofur-
kappi og græðgi. Hvaða afleiðing-
ar hefði það ef allir þessir um-
sækjendur fengju nú umbeðinn
kvóta? Þetta er brjálæði og enn
meira brjálæði verður það þegar
frá liður. Allt vegna vanhugsaðra
aðgerða kvótaandstæðinga
sjálfra.
Nettó neitað
um pláss
Reykvíkingur skrifar:
Því miður fyrir okkur Reykvík-
inga hefur KEA-Nettó verið neit-
aö um að kaupa hús við höfnina
sem þó hefði verið tilvalið fyrir
stórmarkað eins og full þörf er
fyrir í miðborginni. Við sem hér
búum í nágrenni miðborgarinnar
eigum ekki aðgang að neinum
slíkum nema að fara langt í aust-
urátt, út fyrir okkar umráða- og
íbúasvæði. Ég get ekki skilið neit-
un borgarinnar og þá skýringu að
svona verslun faUi ekki inn í
hafnarumsvif. Veit ég vel en á
þessari verslun var fuU þörf og
þarna hefði einmitt orðið mikil
aðsókn og aUtaf eru skip 1 höfn-
inni með áhöfnum sem þurfa að
kaupa kost og fleira. Eða
skemmtiferðaskipin með hundruð
farþega. Að ógleymdum öllum
íbúum miðborgarsvæðisins. Þetta
var ekki skynsamlegt.
Mannréttlnda-
ofsóknir
Eifn skrifar:
Ég get aldrei skUið þegar
mannréttindasinnar (sem ég styð
af heilum hug I flestum greinum)
fara af staö og krefjast fangelsun-
ar og dóms yfir hinum og þessum
sem þeir telja hafa brotiö mann-
réttindi. Og of langt fmnst mér
.gengið nú þegar þess er krafist að
herforinginn Pinochet verði fram-
seldur til Spánar eða eitthvað
annað þar sem vitað er að dauða-
dómur bíður hans. Auövitaö ætti
að rétta yfir þessum gamla fausk
en mér fmnst ekki réttlætanlegt
af mannréttindasinnum aö gleöj-
ast yfir væntanlegum dauðadóm-
um eins og liklega yrði raunin
með þá Pinochet og Suhartu í
Indónesíu. Hér er um eins konai-
mannréttindaofsóknir að ræða -
eða á maður að kaUa þetta „of-
sóknarmannréttindi"?