Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 24
24 Jólatré englar, Jólasveinar styttur, gjaSavörur Frábærir lltir Listasmiðjan Keramikhús SkeiSunni 3a s. 588 2108 Fréttir MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 I>V Ruglaður í fargjaldafrumskóginum: Dyrara að fljuga suður Ami Jóhannesson á Bíldudal varð nokkuð undrandi á dögimum þegar það kom í ljós að hann þurfti að borga 1.100 krónum meira fyrir að fljúga frá Bíldudai til Reykjavíkur en hann þurfti síðan að borga fyrir að fljúga frá höfuðborg til heimabæjar. Heima á Bíldudal borgaði hann flug- miðann 1. desember og greiddi 5.665 krónur. Þrem dögum síðar, eftir að hafa sinnt sínum erindum í Reykja- vík, hélt hann til aðalstöðva íslands- flugs og greiddi fyrir 4.565 krónur, ellefu hundruð krónum minna. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir að ódýrari miðinn heiti „opinn og greitt" og er miðinn þá borgaður gegnum símann um leið og hann bókar, til dæmis með krítarkorti. Hinn miðinn, sá sem afgreiðslumað- urinn á Bíldudal seldi, er fullt far- gjald. Ástæðan fyrir þessum mun er að fjölmargir sem eiga bókað og hafa ekkert greitt mæta ekki. Þeir sem eru búnir að borga eru traustsins verðir og fá lægra gjald. En auðvitað átti Árni og af- greiðslumaðurinn á Bíldudal að sjá að í stöðunni var hagstæðari kostur og skal hans getið hér öðrum flugfar- þegum til leiðbeiningar. Fram-og-til- baka, Bíldudalur-Reykjavík-Bíldu- dalur, kostar hjá íslandsflugi 7.930 krónur - sparnaður upp á 2.300 krón- ur miðað við það sem Árni lagði fram. „Við viljum ekki hlunnfara far- þegana okkar,“ sagði Ómar Bene- diktsson í gær. -JBP ^7L) (SLANDSFLUG FLÚQMIÐI B 1. KL 650367-1639 V»t(.nr. 11609 QHdUUmli i- ) AthUQBtftmúJr: Q(»II1 (•Bljðrður TB B.vM*v1hur Akurayrl KuIubuW í* ’ J Bflduúelur SauOártrrðkuf Flug rw Bnjjtlör 81K. Þyngd eollBatBðlr WeMJOröur • 7Z( I Víz Qjðgur Ve»im.«yJ»r í HólmavfK < Nr. 060697 F«rði»Wjj. oo FlUQv.Bkatlur:// , —- Samtata táé. s- UtgAlust. "'&L Alor.m. FLUGMIÐI 1. 3lldlBllml: a i huonrl Broltfðr Dagi. Btk( *>ynod 1W0 CUWr ; • • Nr. 232865 Farojald: U.VjvOC Ftugv.skattur Samlals kr \t(5 USfaS Ulgaruat. og daga. Aigr.rn., , Eins og sjá má hefur farþeginn greitt rneira fyrir að fljúga suður en á því er skýring sem kemur glóðvolg úr fargjaldafrumskóginum. Aðventa í Heydalakirkju DV, Breiðdalsvík: Aðventuhátíð í Heydalakirkju var haldin nýlega og var næstum hvert sæti skipað að venju. Dag- skráin var fjölbreytt og flytjendur margir. Yngstu bömin sungu sálm með kerti i hönd og eldri nemendur grannskólans sungu einnig. Þá var helgileikur og ljóðalestur og séra Gunnlaugur Stefánsson flutti hugleiðingu. Kirkjukórinn söng und- ir stjórn Torvald Gjerde og Ethelwyn Worden söng aríu úr jólaóratoríu Bachs. Það vakti sérstaka athygli hvað flutningurinn var góður, bæði hjá yngri og eldri bömunum, og áttu gestir þarna Ijúfa stund. -H.I. Yngstu börnin syngja á aðventuhátíð. DV-mynd Hanna H *Tilboö þetta gildir til loka janúar 1999 og miðast viö Dell Latitude CPi GRENSÁSVEGI 10 • SlMI 563 3050 • BRÉFSlMI 568 71 1 5 • sala@ejs.is TIL VINSTRI kr. 245.900 stgr. m. vsk* Er vinnusvæði þitt tölvan á skrifborðinu á þriðju hæð, gengið um aðaldyr inn til vinstri, fram ganginn, inn um dyr á hægri hönd og svo þrjá metra áfram? Og um leið og tölvan er utan seilingar, þá ertu í raun víðsfjarri öllum þeim upplýsingum og verkefnum sem þú vilt vinna með, senda frá þér og taka á móti? Með öfluga fartölvu í höndunum skapar þú þér nýjar aðstæður. Þú vinnur ekki aðeins tíma, heldur vinnur þú þar sem þér hentar og þegar þér hentar. Fartölva veitir þér frið til að hugsa og frelsi til að framkvæma. Aukin framleiðni og ánægja koma síðan af sjálfu sér. Einn af hornsteinum gæðakerfis EJS er að velja aðeins til samstarfs birgja sem uppfylla þarfir kröfuhörðustu notenda upplýsingatækninnar. EJS býður þér upp á fartölvur frá DELL og AST sem allar eru framúrskarandi á sínu sviði. EJS býður öllum viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks þjónustu; leiðbeiningar við val á tölvu og fylgihlutum, sveigjanlega greiðsluskilmála og örugga og hraða viðhaldsþjónustu. TILBOÐ: • Intel 266MHz Pentium II örgjörvi • 64 MB minni • 4GB diskur • Móðurborð með Intel 440BX kubbasetti • 13,3" XGA skjár • 16 bita hljóðkort og hátalarar • 20X geisladrif • Windows 98 • 3ja ára ábyrgð á varahlutum T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.