Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998
Margar gerðir
og litir
H.MAGNUSSONAR
GULLTEIGI6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 5688611
Píanóbekldr
Fréttir
Fé heimt af fjalli:
Vildu komast í hlýjuna
DV, Dalvík:
Tvær kindur frá Dæli í Svarfað-
ardal, sem saknað hefur verið síð-
an í haust, komu heim að fjárhús-
dyrum nýlega og vildu óðar og
uppvægar komast inn. Að sögn
Óskars Gunnarssonar, bónda í
Dæli, var um að ræða veturgamla
gimbur og tvævetra hrút og voru
þau ótúlega vel haldin miðað við
hvernig tíðarfar hefur verið í
haust. Lamb undan ánni kom hins
vegar ekki og segir Óskar ljóst að
talsvert sé síðan það hefur farið
undan.
Bæði kindin og hrúturinnn
sáust sitt í hvoru lagi seinni hluta
ágúst nærri byggðum en komu
ekki fram í göngum. Mikið og víða
er búið leita þeirra en hvergi orðið
vart. Sama dag og kindurnar komu
var reynt að finna slóðir eftir þær
til að vita hvaðan þær komu ef ske
kynni að lambið væri á lífi. En
vegna þess hve mikil hláka var á
þessum tíma var það ógerningur.
Skömmu áður en kindurnar
komu heim í Dæli taldi rjúpna-
skytta, sem var á ferð í Sveins-
staðaafrétt, sig hafa heyrt jarm.
Tvær ferðir voru farnar þá til að
huga eftir kindum, bæði á skíðum
og vélsleðum, en ekkert fannst.
Óskar telur nánast útilokað að
þessar kindur geti hafa verið á
þeim slóðum því illfært hafi verið
framan af vegna hláku. Hvar kind-
urnar hafa haldið sig þennan tíma
verður sjálfsagt aldrei upplýst en
þar hlýtur alla vega að hafa verið
gott til gróðurs miðað við holdafar
þeirra.
-hiá
Komdu jólapökkunum
öpugglega til skila!
^ólatilboð á smápökkum 0-20 kg
Aðeins 300 kr. pakkinn-hvert á land sem er!
Opið alla laugardaga til j la, kl. 10-14.
á&M
FLUTNINGAR
HÉDINSGÖTU 3
S. 581 3030
Keyrum á
eftirtalda staði:
Vestmannaeyjar • Egilsstaði • Seyðisfjörð
• Reyöarfjörö • Eskifjörð • Neskaupsstað
• Varmahlíð • Sauöárkrgk • Patreksfjörö •
Bíldudal • Tálknafjörð • Isafjörð • Súðavík
• Flateyri • Þingeyri • Suðureyri •
Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll • Þykkvabæ
• Akureyri • Hvammstanga • Vík • Klaustur
• Hólmavík • Drangsnes
Færeyjar:
Gjafverð á
íslensku kjöti
- lambakjötskílóið kostar 230 krónur
Skuttogarinn Hólmatindur kom 10.
desember frá Færeyjum þar sem
skipið var 3 vikur í slipp, í slippstöð-
inni í Skálum í Færeyjum. Stóðu
Færeyingar við allt sitt upp á dag,
þrátt fyrir eitt mesta rigningartima-
bil sem orðið hefur í Færeyjum.
Hinn útsjónarsami kokkur á
Hólmatindi, Gunnar Gíslason, gerði
góð matarinnkaup í Færeyjum, sem
skipverjar munu njóta góðs af á kom-
andi vikum. Hann keypti 8 skrokka
af íslensku lambakjöti og kostaði
kílóið aðeins 230 krónur. Þá var líka
hægt að kaupa lambalæri og hryggi
loftþétt pakkað á sama gjafverðinu,
230 krónur kílóið.
Já, Gunnar hefur alltaf þótt góður
en ódýr kokkur sem hugsar um hag
skipsfélaga sinna. En það er hrylli-
legt til þess að hugsa hve íslendingar
þurfa að borga mikið fyrir lambakjöt-
ið hér heima. Ég á erfitt með að
skilja hvemig ungt fólk sem er að
koma upp sínum börnum fer að því
að lifa. Regína
ST0LAR
in:
Flugbj örgunarsveitin:
Fékk 6 björgunarbíla að
gjöf frá Bandaríkjunum
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhendir, fyrir hönd íslenskra stjórn-
valda, Inga Þór Þorgrímssyni, fulltrúa Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík,
bíllyklana. DV-mynd Arnheiður
>op
- Margir litir
TM - HÚSGÖGN
SíSumúla 30 -Sími 568 6822
DV, Suðurnesjum:
David Architzel, flotaforingi á
Keflavíkurflugvelli, afhenti 10. des-
ember fyrir hönd bandarískra
stjórnvalda, að gjöf sex björgunar-
bifreiðir til Flugbjörgunarsveitar-
innar í Reykjavík. Við athöfn af því
tilefni flutti Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra stutt ávarp um leið
og hann veitti gjöfinni viðtöku fyrir
hönd íslenskra stjórnvalda og af-
henti hana síðan fulltrúa Flugbjörg-
unarsveitarinnar í Reykjavík, Inga
Þór Þorgrímssyni.
Bifreiðirnar eru sex notaðir
„pickup" bOar úr umframbirgðum
Bandaríkjahers í Bandaríkjunum.
Það var 1996 að fulltrúar Flug-
björgunarsveitarinnar fóru þess á
leit við utanríkisráðuneytið að það
aðstoðaði sveitina við að fá búnað
til mannúðarverkefna í gegnum
birgðakerfi herja Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna. Fyrir milligöngu
ráðuneytisins óskaði sveitin eftir
bifreiðum fyrir björgunartæki og
annan búnað. Undanfarið hefur síð-
an verið unnið að þvi í utanríkis-
ráðuneytinu og fyrir milligöngu
varnarliðsins og bandaríska sendi-
ráðsins náðist markmiðið og árang-
ur samstarfs bandarískra og ís-
lenskra stjórnvalda var afhending
þessara björgunartækja til Flug-
björgunarsveitarinnar. -AG
Álfheimum 74